Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð K 7 K 5 ...fyrir heimilið, bílinn, bátinn og vinnustaðinn T 400 Snúningsdiskur Fjöldi aukahluta K 4 Halldórustofa helguð lífi og starfi Halldóru Bjarnadóttur Halldórustofa er sérstök deild innan Heimilisiðnaðarsafnsins, helguð lífi og starfi Halldóru Bjarnadóttur, sem fæddist árið 1873 og lést á Héraðshæli Austur-Húnvetninga (nú Heil- brigðisstofnunin á Blönduósi) árið 1981. Halldóra ánafnaði Heimilisiðnaðarsafninu síðustu eigur sínar og hefur munum hennar verið komið fyrir í Halldórustofu. Halldóra var á liðinni öld þekktust fyrir brautryðjendastörf sín er varða mennt og menningu kvenna sem og var hún öflug þegar að heimilisiðnaði kom. Hún stóð m.a. fyrir fjölmörg- um sýningum bæði hér á landi sem og utan landsteina þar sem heimil- isiðnaður var í öndvegi, sýndi m.a. vettlinga, illeppa og sjöl sem unnin voru frá grunni úr heimaspunnu og heimalituðu bandi. Hún safnaði vefnaði af öllu tagi á ferðum sínum um landið sem og prjónlesprufum, tóskaparmunum og verkfærum tengdum tóskap. Margt af því er til sýnis í Halldórustofu. Halldóra lauk kennaranámi í Noregi árið 1899, hún kom á ýmsum nýjungum í skólastarfi, m.a. handa- vinnu sem þótti á þeim tíma óþarfi því slíkt átti að kenna inni á heim- ilunum. Hún var heimilisráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands og stofn- aði ársritið Hlín sem hún gaf út í 44 ár. Komin á áttræðisaldur stofnaði hún Tóvinnuskólann á Svalbarði í S-Þingeyjarsýslu og rak hann í nokk- ur ár. Bókin Vefnaður er alþýðuþjóðrit Þá gaf hún út bókina Vefnaður á íslenskum heimilum á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. Hún kom út fyrir 50 árum, árið 1966 og er frumútgáfan löngu uppseld. Heimilisiðnaðar- safnið réðst í endurútgáfu og bætti við formála um Halldóru eftir Ás- laugu Sverrisdóttur sagnfræðing. Stór hluti þeirra textílmuna sem gerð eru skil í bókinni eru varðveittir á Halldórustofu. Bókin er eins konar alþýðuþjóðrit, því hún fjallar ekki einungis um vefnað og listhneigð Íslendinga á fyrri tíð heldur einnig hvernig landsmenn byggðu upp heim ili sín og um starfsskilyrði þeirra á þessum tíma. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.