Bændablaðið - 11.08.2016, Side 27

Bændablaðið - 11.08.2016, Side 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð K 7 K 5 ...fyrir heimilið, bílinn, bátinn og vinnustaðinn T 400 Snúningsdiskur Fjöldi aukahluta K 4 Halldórustofa helguð lífi og starfi Halldóru Bjarnadóttur Halldórustofa er sérstök deild innan Heimilisiðnaðarsafnsins, helguð lífi og starfi Halldóru Bjarnadóttur, sem fæddist árið 1873 og lést á Héraðshæli Austur-Húnvetninga (nú Heil- brigðisstofnunin á Blönduósi) árið 1981. Halldóra ánafnaði Heimilisiðnaðarsafninu síðustu eigur sínar og hefur munum hennar verið komið fyrir í Halldórustofu. Halldóra var á liðinni öld þekktust fyrir brautryðjendastörf sín er varða mennt og menningu kvenna sem og var hún öflug þegar að heimilisiðnaði kom. Hún stóð m.a. fyrir fjölmörg- um sýningum bæði hér á landi sem og utan landsteina þar sem heimil- isiðnaður var í öndvegi, sýndi m.a. vettlinga, illeppa og sjöl sem unnin voru frá grunni úr heimaspunnu og heimalituðu bandi. Hún safnaði vefnaði af öllu tagi á ferðum sínum um landið sem og prjónlesprufum, tóskaparmunum og verkfærum tengdum tóskap. Margt af því er til sýnis í Halldórustofu. Halldóra lauk kennaranámi í Noregi árið 1899, hún kom á ýmsum nýjungum í skólastarfi, m.a. handa- vinnu sem þótti á þeim tíma óþarfi því slíkt átti að kenna inni á heim- ilunum. Hún var heimilisráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands og stofn- aði ársritið Hlín sem hún gaf út í 44 ár. Komin á áttræðisaldur stofnaði hún Tóvinnuskólann á Svalbarði í S-Þingeyjarsýslu og rak hann í nokk- ur ár. Bókin Vefnaður er alþýðuþjóðrit Þá gaf hún út bókina Vefnaður á íslenskum heimilum á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. Hún kom út fyrir 50 árum, árið 1966 og er frumútgáfan löngu uppseld. Heimilisiðnaðar- safnið réðst í endurútgáfu og bætti við formála um Halldóru eftir Ás- laugu Sverrisdóttur sagnfræðing. Stór hluti þeirra textílmuna sem gerð eru skil í bókinni eru varðveittir á Halldórustofu. Bókin er eins konar alþýðuþjóðrit, því hún fjallar ekki einungis um vefnað og listhneigð Íslendinga á fyrri tíð heldur einnig hvernig landsmenn byggðu upp heim ili sín og um starfsskilyrði þeirra á þessum tíma. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.