Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016
Viðhaldi Vatnsnesvegar ekki sinnt:
Langvinnt sinnuleysi sem
hamlar uppbyggingu
ferðaþjónustu
Viðvarandi og langvinnt
sinnu leysi á viðhaldi og upp-
byggingu Vatnsnesvegar (nr.
711) er harmað í yfirlýsingu sem
stjórn Ferðamálafélags Vestur-
Húnavatnssýslu hefur sent frá sér.
„Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar
til þingmanna, ráðherra og
Vegagerðarinnar, til margra
ára, er ástand vegarins algerlega
óviðunandi,“ segir í yfirlýsingunni
og er skorað á stjórnvöld að útvega
nægilegt fjármagn til að laga
veginn án tafar sem og að leggja
fram áætlun um framtíðarlausn
hið fyrsta.
Með hnút í maganum
Sigurður Líndal Þórisson, for-
maður Ferðamálafélags Vestur-
Húnavatnssýslu, segir veginn fyrir
Vatnsnes hamla allri uppbyggingu
ferðaþjónustu á svæðinu. Þar séu
áhugaverðir staðir sem ferðamenn
fýsi að skoða, svo sem Ánastaðastapi
og Hvítserkur, auk þess sem kjörið sé
að fara þangað í selaskoðun. „Maður
er eiginlega með hnút í maganum
þegar ferðamönnum er vísað út á
Vatnsnes til að skoða seli, vegurinn
er bara hreint út sagt hræðilegur og
þar verður fjöldi óhappa í hverri viku,
útafakstur er þar mjög algengur,“
segir hann.
Hætta við
Sigurður segir að staðan sé nú
þannig að atvinnubílstjórar sem aki
með erlenda ferðamenn um landið
veigri sér við að fara fyrir Vatnsnesið
og hann viti til þess að margir hafi
fellt slíkar ferðir niður af þessum
sökum. „Það er mjög bagalegt, þetta
er fallegt svæði og margt að sjá og
skoða, náttúru sem að mörgu leyti
er með öðrum hætti en víða annars
staðar á landinu. Bílstjórarnir vilja
ekki fara um veginn og breyta sinni
ferðatilhögun.“
Aukin dreifing ferðamanna um
landið er yfirlýst stefna stjórnvalda
og segir Sigurður að Húnaþing vestra
geti vel tekið við fleiri gestum og þar
séu margir möguleikar fyrir hendi, til
afþreyingar, náttúruskoðunar, innvið-
ir séu sterkir, fjöldi góðra gisti- og
matsölustaða og sett hafi verið upp
almenningssalerni. „En vegurinn um
Vatnsnes verður að vera boðlegur,
bæði heimamönnum og gestum,“
segir hann.
Óánægja meðal heimamanna
Ástand vegarins sé sá þáttur sem
mest hamli áframhaldandi upp-
byggingu ferðaþjónustu á svæðinu,
„og það sem meira er, orsök mikillar
óánægju og óþæginda heimamanna“.
Yfir sumarið fara vel á annað
þúsund manns á hverjum degi um
veginn og er veruleg hætta á að veg-
farendur verði fyrir alvarlegu slysi
vegna ástands vegarins. „Það gengur
ekki öllu lengur að hafa þetta svona,
menn eru orðnir verulega langeygir
eftir úrbótum, það hefur verið vakin á
þessu athygli árum saman, ráðamenn
sýna þessu skilning en það gerist ekki
neitt,“ segir Sigurður.
Oft tvísýnt
Heimir Ágústsson, bóndi á
Sauðadalsá, segir ástandið skelfilegt.
Líkt og víðar annars staðar á landinu
fara bændur á milli jarða til að heyja
og flytja að því búnu rúllur heim.
„Það getur orðið ansi tafsamt, hér er
mikil umferð og margir með eitthvað
í eftirdragi, hjól- eða fellihýsi, og þá
eru þau tæki sem bændur nota stærri
og breiðari en áður var. Það skap-
ast því oft hætta þegar bílar mætast
og töluvert er um að bílar fari út af.
Útlendingar aka að jafnaði ekki hratt,
en ég hef tekið eftir því að þeir slá
heldur ekki af hraðanum, þannig að
ástandið er oft tvísýnt,“ segir Heimir.
„Vegurinn er mjór og hann er efn-
islítill, eiginlega bara grjót og það
hefur því afskaplega lítið að segja
þótt hann sé heflaður af og til.
Heimir nefnir einnig að brú yfir
Tjarnará sé svo gott sem ónýt og bæti
það ekki úr skák. „Það hefur staðið
til um árabil að endurbyggja hana
en ekkert gerist. Menn eru að gefast
upp, hér býr mikið af ungu fólki og
það sættir sig ekki við þetta ástand.“
/MÞÞ
Mynd / Sigurður Líndal Þórisson
Mynd / Gauti Sigþórsson
Mynd / Gauti Sigþórsson
Daufleg viðbrögð Vegagerðarinnar:
Kindur valsa um þjóðveginn
með tilheyrandi hættu
„Öryggissvæði við þjóðveginn á
að vera laust við öll þessi atriði,
kindur, bílastæði og traktors-
hræ. Þetta er ólíðandi,“ segir
Einar Freyr Elínarson, bóndi í
Sólheimahjáleigu og formaður
Samtaka ungra bænda. Hann
vísar til þess að hafa á leið sinni að
heiman, til Víkur í Mýrdal, um 24
kílómetra leið, talið einn morgun-
inn 27 kindur inni á vegstæði á
þjóðvegi 1 eða meira en eina kind
á hvern kílómetra.
Þetta er ekki boðlegt
Einar Freyr skrifaði færslu á
Facebook-síðu sína um málið og
segir viðbrögð ekki hafa látið á sér
standa. Fjöldi manns hafi verið sér
sammála um að ástandið væri veru-
lega slæmt. Kveðst hann hafa feng-
ið þær skýringar frá Vegagerð, sem
umsjón hefur með viðhaldi girðinga
við þjóðveginn, að skipulagsleysi sé
um að kenna, sá sem sá um þenn-
an verkþátt hafi hætt störfum og
þeim sem tók við tilkynnt um málið
þegar búið var að raða niður verk-
efnum sumarsins. „Þessi mál hafa
fram til þessa verið til fyrirmyndar
í Mýrdalnum, en er verulega ábóta-
vant núna, girðingar halda ekki sauð-
fé sem gengur sem aldrei fyrr inn á
þjóðveginn með tilheyrandi hættu,“
segir Einar Freyr. „Mér finnst þetta
hvorki boðlegt sem ökumanni né
sem sauðfjárbónda,“ segir hann og
bætir við að ekið hafi verið á lamb frá
nágrannabæ á dögunum, afleitt sé að
missa skepnur með þessum hætti en
mildi þegar ekki verða slys á fólki.
Mýrdalshreppur er með fjölsóttustu
sveitarfélögum landsins „og það
verður að bregðast við því með öfl-
ugri hætti af hálfu Vegagerðarinnar
heldur en er raunin í dag, því við-
brögðin eru satt að segja daufleg.“
Hættuástand við þjóðveg 1
Einar nefnir einnig að skammt frá
bænum sé afleggjari niður að gömlu
flugvélaflaki, en landeigendur sáu
sig knúna til að loka slóðanum fyrir
bílaumferð vegna slæmrar umgengni
og utanvegaaksturs. Það fæli áhuga-
sama ferðalanga þó ekki frá því að
staldra við og ganga niður að flak-
inu, en það gera hundruð manna á
hverjum degi og er það bara hið
ágætasta mál en sá böggull fylgir
skammrifi að á meðan gengið er
að flakinu eru bílar skildir eftir í
vegstæðinu, beggja vegna vegar.
Skammt frá hefur Zetor-traktor
staðið í vegkanti, hreyfingarlaus, í
margar vikur.
„Þetta er afleitt. Hér hefur skapast
hættuástand og það verður að grípa í
taumana áður en verður stórslys. Því
miður er sú hætta fyrir hendi. Við
þessu ástandi er hægt að bregðast
án mikils tilkostnaðar og það verður
að gera það strax,“ segir Einar Freyr.
„Þessi sofandaháttur gengur ekki
lengur. Nú þarf að láta verkin tala.“
3.500 bíla umferð á dag
Einar bendir á að umferð hafi aukist
gríðarlega í takt við aukinn fjölda
ferðamanna, nú fari til að mynda
um 3.500 bílar um Reynisfjall á sól-
arhring að sumarlagi en voru fyrir
fáum árum um 1.700.
/MÞÞ
Mynd/Sigurður Karl Hjálmarsson
-