Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 Lesendabás Þöggun staðreynda Nú hefur það gerst, að regn- bogasilungur er farinn að veið- ast í Stöðvará í Stöðvarfirði. Það er sleppifiskur úr fiskeldinu í Berufirði og er dæmigert fyrir ógnina sem af eldisiðjunni stafar. Forystumenn eldisdrauma eru þekktir af því að gera lítið úr þeirri vá, eins og greinilega kom fram í viðtölum við þá í Bændablaðinu fyrir stuttu, neita blákalt fyrir- liggjandi staðreyndum og reyna af mætti að telja fólki trú um að allt sé í fínu lagi. Enda er þöggun samofin eldisiðjunni og opinbert eftirlit í skötulíki. Reynslan er t.d. sú, að sjaldnast tilkynna eldisiðjurnar að fyrra bragði um sleppingar fiska úr sínum kvíum, langtum fremur neita svo lengi sem stætt er og gera svo minna úr en við blasir. Það var Veiðifélag Breiðdæla sem upplýsti í ályktun sinni fyrr í sumar um umtalsverðar sleppingar af regn- bogasilungi úr kvíum í Berufirði sem höfðu verið viðvarandi um langa tíð og var öllum kunnugt sem vita vildu. Þá var loks gripið til viðbragða. Uppákoman á Patreksfirði haustið 2013 er dæmigerð, þegar bera fór á laxi í sjó. Laxeldisiðjan tilkynnti þá um 200 laxa slysasleppingu, en neyddist svo til að hækka þá tölu í 500, þegar 400 laxar höfðu veiðst á stöng innst inni í Patreksfirði. Öllum rannsóknum vísndamanna og opinberum stofnunum í Noregi ber saman um, að í laxeldisiðjunni eru slysasleppingar óhjákvæmilegar og meðaltalið sé, a.m.k. einn lax sleppi fyrir hvert tonn í framleiðslu. Veiðimálastofnun hefur staðfest það. Í Noregi var tilkynnt um 244 þúsund stroklaxa árið 2015, en norska haf- rannsóknarstofnunin telur að fjöldinn sé fjórum til fimm sinnum meiri eða yfir milljón stroklaxar. Og laxarnir ganga upp í laxveiðiárnar og blandast villtum stofni. Það hefur reynslan áþreifanlega sannað í Noregi og líka á Íslandi í lönduðum eldislöxum úr ánum. Verið er að undirbúa risalaxeldi í austfirskum fjörðum upp á 75 þúsund tonn. Ef öll sú framleiðsla verður að veruleika, þá munu a.m.k. 75 þúsund laxar sleppa úr austfirsk- um kvíum á ári, sem er umtalsvert meira en öll heildarlaxveiði á stöng á Íslandi. Engin ný tækni eða aðferða- fræði getur breytt því, að lax sleppi úr kvíum. Þá eru slysasleppingar langtum líklegri úr kvíum í íslensk- um fjörðum fyrir opnu úthafi eins og t.d. í Berufirði og Stöðvarfirði, þar sem veður eru válynd og geta valdið hamförum í sjó og rústað kví- unum á augabragði. Laxeldisiðjan ber þá enga ábyrgð á því stórtjóni sem af hlýst gagnvart lífríkinu og eignaspjöllum fólks, og ekki skylt að kaupa neinar tryggingar gegn slíkri vá, enda mat tryggingarfé- laga á áhættunni svo hátt að slíkar tryggingar eru fokdýrar. Það er hjákátlegt að reyna við- brögð eldismanna, þegar þeir neita staðreyndum, t.d. um úrganginn og mengunina sem af laxeldinu stafar. Mengunarvarnaeftirlit Noregs (Statens Forurensningtilsyn 2009) líkir úrgangi frá 9000 tonna laxeldi við skolpfrárennsli frá 150 þúsund manna borg. Auk þess er umtals- verðu magni lyfja beitt í eldinu gegn alls kyns sjúkdómum sem grassera í mergðinni í kvíunum. Eldið er eini matvælaframleiðandinn sem heimilt er að demba öllum úrgangi af fram- leiðslu sinni óhreinsuðum beint í sjó- inn. Er slík grútarmengun í austfirsk- um fjörðum ásættanleg og líkleg til að styrkja ímynd fjórðungsins um náttúrufegurð og hreinan sjó? Slík hegðan gæti skaðað mikla hagsmuni eins t.d. ferðaþjónustuna og sjávar- útveginn sem státar af heilbrigðum gæðafiski á mörkuðum sínum. Svo halda eldismenn því fram, að ástand villtra laxastofna sé í góðu lagi í Noregi. Manni hrýs hugur við slíkum fullyrðingum í ljósi staðreynda um hrun í villta laxastofninum þar í landi sem allar ábyrgar rannsóknir og stofnanir staðfesta eins og t.d. NINA (Náttúrurannsóknarstofnun Noregs, febrúar 2016). Prófessor Trggve T. Poppe við norska dýralæknisháskól- ann lýsti þeirri skoðun sinni á Alta ráðstefnunni í febrúar árið 2016, að innan 5 ára yrðu allar laxveiðar í norskum ám úr sögunni, ef ekki verða gerðar róttækar ráðstafanir nú þegar. Risalaxeldi í opnum kvíum í íslenskum sjó með norskum og kyn- bættum laxi er meira en áhættusæk- in útrás, fremur glapræði. Það liggur fyrir að lífríkið mun skaðast verulega og villtur laxastofn verða fyrir tjóni og líklega deyja út um síðir. Víða um heim er þess krafist að stjórnvöld bregðist við slíkri umhverfisvá með því að setja um eldið strangar kröfur og stórefla eftirlit. T.d. að eldið fari fram í lokuðum tjörnum á landi og allur úrgangur skilinn frá og fargað eða leitast við að nýta til farsældar. Einnig að banna að nota kynbættan fisk af erlendum uppruna í eldinu og einvörð- ungu leyfa með geldfiski sem útilokar erfðamengun við villta stofna. Um það var gert samkomulag á milli eldis- og stangaveiðimanna fyrir milligöngu Veiðimálastofnunar á sínum tíma, en við það hefur ekki verið staðið. Á Íslandi er flest leyfilegt í lax- eldinu og útlenskir fjárfestar vilja ólmir nýta sér slíkar aðstæður, enda verulega að þeim þrengt í löndum þar sem ríkir sæmileg umhverfisvitund. Meira að segja opinberu leyfin eru ókeypis á Íslandi, sömuleiðis aðgangur að sjó og landi, en kostar umtalsverðar fjár- hæðir t.d. í Noregi. Og leyfin verða dýrmæt og ekki líður á löngu þar til nýtt kvótabrask haslar sér völl, og leyf- in ganga kaupum og sölum á markaði fyrir skjótfenginn gróða. Viljum við að Austurland, Vestfirðir og Eyjafjörður verði gróðrarstía fyrir slíkt brask með óhjákvæmilegum umhverfisskaða og eignaspjöllum fyrir marga um allt land? Það er spurning sem blasir við núna, en of seint að svara innan tíðar, því þá verður ekki aftur snúið. Gunnlaugur Stefánsson, Heydölum. Gunnlaugur Stefánsson. - Reykjavík | Sími 533 3500 - Akureyri | Sími 462 3504 Vogue fyrir heimil ið bíður uppá alhl iðalausn fyr i r hótelherbergið eða gist iheimi l ið. Sem ungur drengur leit ég alltaf á bændur sem útverði umhverfis- verndar og virðingar fyrir náttúrunni, enda ætti þessi stétt allt sitt undir því að náttúran sé ávallt hrein og hafi þannig jákvæð áhrif á heilsufar búpenings og ímynd afurða þeirra. Því miður skjátlaðist mér, nú er svo komið að aðgerða er þörf ekki seinna en strax. Stöðvum sóðaskap í sveitum (hér eftir SÍS) fyrir fullt og allt. Það sem hefur nú endanlega fyllt mælinn er hugsunarleysi margra bænda í umgengni við rúllubagga- plast. Mjög víða má sjá óuppgerða enda af rúlluplasti, blakta í vindinum eins og litlar sætar veifur sem tákna að góðu dagsverki er nú lokið við að binda inn hey í nokkra tugi metra af rúllubaggaplasti. „Veifurnar“ eru í raun upphaf á miklum sóðaskap og hugsunarleysi sem mun bera óhróður sinn víða um sveitir jafnvel árum saman. Það er nefnilega svo merki- legt að þetta seiga plast, sem ekki er auðvelt að slíta í höndunum, slitnar af rúlluböggunum á nokkrum vikum og berst þá yfir á næstu gaddavírs- girðingu eða tré þar sem óhroðinn blasir við öllum sem fara um landið okkar. Líta menn svo á að þetta fjúki svo bara á endanum til hafs og þannig sé þetta ekki neitt vandamál? Plastið fýkur um allt Það er kaldhæðnislegt að plastið endi í hafinu þar sem útgerðarmenn og sjómenn hafa á síðustu 10–15 árum gerbreytt hugsunarhætti varðandi að henda rusli í sjóinn. Þar þekk- ist ekki lengur að henda drasli fyrir borð og segja „lengi tekur sjórinn við“. En eru einhverjir bændur sem hugsa þannig? Nýlega hefur umfang plasts í sjó verið rannsakað, NCEAS hefur reiknað út að plast sem berst frá landi út í sjó nemi um 8 milljónum tonna árlega. Það ígildir um fimmtán fullum haldapokum af plasti á hvern metra af strandlengju í heiminum! Það sem verra er að vegna „fram- þróunar“ ýmissa þróunarlanda í Asíu, þar sem aukin plastnotkun fer ekki saman við uppbyggingu skilvirkrar söfnunar úrgangsplasts, mun árlegt plastmagn í sjó aukast upp í 30 poka á hvern metra strandlengju strax árið 2025! Hvað verður um plastið? En hvað verður svo um plastið þegar það svo „brotnar niður“ eins og sagt er. Niðurbrotið er í raun bara meira uppbrot en ekki efnafræðilegt niðurbrot. Ekki ósvipað og glerbrot. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að litlu plastagnirnar eru alls ekki skaðlausar þegar þær berast í hafið. Sjávardýr og fuglar éta þessar agnir og afleiðingar af slíku framandi efni í meltingar- kerfi dýra er í besta falli ófyrirséð. Plastfylltar lífverur geta með tíð og tíma haft áhrif á alla fæðukeðju hafs- ins og hvað verður þá um verstöðina Ísland? Blaktandi rúlluendar eru engum til sóma Annað vandamál í umgengni bænda við rúllubaggaplast er þegar bænd- ur henda gömlum rúllum út í næsta skurð eða út á næsta mel, í öllu plast- inu. Smátt og smátt slitnar plastið upp og losnar í sundur og plastfjúkið hefst á nýjan leik. Nýlega sá ég líka heilu rúllurnar bornar fyrir sauðfé án þess að fjarlægja plastið og skepn- urnar tættu plastið utan af til að kom- ast að heyinu. Það sér hver maður að svona vinnubrögð eru forkastanleg. Ég er ekki að alhæfa hér um alla bændur á Íslandi, langt því frá. Víða má sjá heyrúllur þar sem endar eru vandlega vafðir inn í rúlluna, áður mátti oft sjá endana límda niður en þetta sést varla lengur. Sárgrætilegt er svo að sjá plasttætlur á girðingum á slíkum fyrirmyndarbúum sem er til komið frá tillitslausum nágrönnum þeirra. Ég var á ferð um Þýskaland síðasta haust og ég sá hvergi svona blaktandi rúlluenda né tætlur af plasti á girðingum eða gróðri. Er það tilviljun? Hvernig fara þeir að þar? Ég starfa hjá fyrirtæki sem framleiðir plastvörur og við verðum oft fyrir gagnrýni vegna neikvæðra umhverfisáhrifa tengdum plasti og plastrusli. Vandamálið okkar er að langoftast er framleiðslan sjálf ekki uppspretta vandamálsins heldur eru notendur sem losa sig ekki við plast- vörur eftir réttum leiðum þeir sem valda þessum umhverfisskaða. Hvað er til ráða? Ekki má bara benda á vandann en hafa engar skoðanir um hvernig megi bregðast við. Byrjum á stjórnvöldum. Lagt er skilagjald á rúllubaggaplast sem á að tryggja að tekið sé við öllu plasti sem til fellur endurgjaldslaust sem á að verða til þess að það skili sér til úrvinnslu. Af þeim 1.500 tonnum af rúllubaggaplasti sem er flutt inn árlega er langstærstum hluta safnað með skilvirkum hætti (oft í samstarfi við sveitarfélögin) en það þarf bara svo fá tonn til að valda þessum vaxandi umhverfis- vanda. Sveitarfélög geta sett í gang hreinsunarátak í málaflokknum, enda eiga sveitarfélög í síauknum mæli mikilla hagsmuna að gæta í ferða- tengdum greinum, ekki bara rekstur sundlauga og slíkt heldur kemur vaxandi hluti tekna sveitarfélaga frá ferðaþjónustutengdum rekstri. Það má setja reglur og sekta við brotum á þeim reglum ef sektarheimildir fást. Almennt er ég ekki talsmaður sekta en það gæti orðið neyðarúrræði ef almenn hugafarsbreyting virkar ekki. Aðhald samfélagsmiðlanna Einnig er hægt að nota mátt samfé- lagsmiðlanna, fara inn á Facebook og leita að Stöðvum SÍS-síðunni eða #sodaskapurisveitum og birta þar myndir af slæmri umgengni og bæjarnöfnum næsta bæjar. Gott og vel, slíkar myndir sýna einhver bæj- arheiti sem ekki eru endilega sjálf uppspretta sóðaskaparins. En þeir sem þar búa geta þá beitt sér í sínu nærumhverfi til að hafa áhrif á bætta umgengni. Einnig mætti líka birta hrós þarna um jarðir þar sem þessi mál eru til fyrirmyndar. Svo má taka þetta á næsta plan í svona háðungar- útsvarskeppni og sæma það sveitar- félag sem inniheldur flesta sóðana Höfuðstöðvar SÍS-verðlaununum. Koma svo. Lausir endar eru aldrei til gagns. Hvorki í stjórnmálum né landbúnaði! Hólmar Svansson, rekstrarverkfræðingur MBA. Áhugamaður um hreint og fal- legt land. Stöðvum SÍS Smátt og smátt slitnar plastið upp og losnar í sundur og plastfjúkið hefst. Myndir / Stöðvum sóðaskap í sveitum á Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.