Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 Samfélagsleg sátt er mikilvæg Margt hefur verið rætt og skrifað um búvöru- og tollasamningana sem nú liggja fyrir Alþingi og sitt sýnist hverjum. Hin ýmsu stéttar- félög gera kjarasamninga fyrir sitt fólk og í raun eru bændur þessa lands að gera kjarasamninga við ríkið í gegnum búvörusamninginn og því get ég tekið undir með formanni Bændasamtakanna að ef Alþingi gerir meiri háttar breytingar á samn- ingnum hlýtur hann að þurfa að koma fyrir samtökin aftur til umfjöllunar og atkvæðagreiðslu. Lítil og meðalstór fjölskyldu- fyrirtæki eru burðarásar í íslensk- um sveitum og þar af leiðandi má segja að þeir samningar sem hér eru gerðir að umtalsefni séu gríðarlega mikið byggðamál og við eigum að fjalla um þá m.a. út frá því sjón- armiði, því ég trúi því að við vilj- um öll hafa sveitirnar í byggð og tryggja afkomu bænda um leið og við gerum kröfu um hreina afurð til neytenda og að framleiðslan sé á skynsamlegu róli. Ég tel að Sigurður Ingi, þáver- andi landbúnaðarráðherra, hafi gert mistök að hafa ekki fulltrúa þing- flokka með í öllu ferlinu þegar verið var að vinna nýja búvörusamninga enda lá ljóst fyrir að skoðanir eru ærið skiptar og um að ræða stórar fjárhæðir úr sameiginlegum sjóðum landsmanna og því miklar líkur á að slíkur samningur myndi valda deilum þegar kæmi að umfjöll- un um hann í samfélaginu og við afgreiðslu Alþingis. Nýjar aðbúnaðarreglur – afnám tolla Settar voru nýjar aðbúnaðarreglur um velferð dýra, sem er gott, en því fylgir mikill kostnaður sem bændur taka á sig og í því samhengi er vert að geta þess að íslenska ríkið veitir mun minni stuðning til að takast á við þess- ar breytingar heldur en samkeppn- islöndin sem eiga samkvæmt fyr- irliggjandi tollasamningi að koma inn á okkar markað alveg hreint af fullum krafti. Ef gæta á sanngirni í umræðunni þá þarf að hafa þetta og fleira í huga. Í Danmörku varð þró- unin sú að afkoman versnaði gríðar- lega og það varð hrina gjaldþrota þar sem um 200 fjölskyldubú fóru á hausinn. Þar var fyrst og fremst um að ræða lágt verð fyrir mjólk og svínakjöt. Þetta er kannski eitt af því sem tollasamningarnir gætu leitt af sér, vissulega lægra verð á tilteknum vörum til neytenda, en ég er ekki sannfærð um að afleiðingarn- ar yrðu allar góðar fyrir íslenskar afurðir. Íslensku fjölskyldubúin geta ekki staðið undir holskeflu af ódýru innfluttu kjöti og ég spyr líka; er það siðferðilega í lagi að kaupa „styrkt innflutt kjöt“ en ekki íslenskt? Að ég tali nú ekki um upprunamerkingar sem ég hef miklar áhyggjur af að séu ekki fullnægjandi af sumum innfluttum vörum. Við höfum sem betur fer borið gæfu til að banna hormóna og vaxt- arhvetjandi efni til að framleiða kjöt á Íslandi og þrengt verulega að notkun sýklalyfja í fóður. Það held ég að hafi verið afar mikilvæg ákvörðun og hefur sett okkur meðal fremstu þjóða í matvælaframleiðslu, enda slík notkun í algeru lágmarki sem hefur líka mikil áhrif á lýð- heilsu okkar landsmanna. Með þessum auknu kröfum sem gerðar eru til íslensks landbúnaðar verður hann vissulega óhagkvæmari en sá sem við keppum við, en það er umhugsunarvert og í raun fráleitt að við vitum lítið sem ekkert um aðbúnað, sýklalyfjanotkun eða upp- runa margra þeirra afurða sem við flytjum inn en við ættum í raun að krefjast þess að vita það. Skv. 25. gr. dýravelferðarlaga, sem fjallar um dreifingu og merkingu dýra- afurða, hefur ráðherra heimild til þess að takmarka eða banna inn- flutning frá þeim löndum sem gera ekki jafn ríkar kröfur um aðbúnað dýra og íslensk lög kveða á um en mér vitanlega hefur ráðherra ekki notfært sér þessa heimild. Er tryggt að vöruverð lækki? Það er líka mikilvægt að halda því til haga að það er ekki sjálfgefið að vöruverð lækki eins og ítrekað hefur verið haldið fram því við höfum upplifað að verslunin hefur ekki skilað að fullu lækkun tolla eða styrkingu gengis til neytenda. Hver er t.d. skýringin á því að svínakjötið hefur hækkað til neytenda en lækk- að til bænda þrátt fyrir stóraukinn innflutning? Allt tal ríkisstjórn- arflokkanna um að tollalækkanir skili sér til neytenda á þess vegna því miður ekki við rök að styðjast. Ég minni hér á þau svör sem ég fékk við fyrirspurn minni um áhrif þess að afnema tolla og finna má á þingskjali 343. Þar kemur m.a. fram að ekki hefur verið metið, af neinni alvöru, áhrif afnáms tolla, aukins innflutnings eða útflutnings á afkomu bænda nú eða verði til neytenda. Það er nefnilega mikil- vægt, um leið og við ræðum land- búnaðarkerfið og stefnuna, að horfa á alla virðiskeðjuna og velta fyrir okkur kostnaðarferlinu, hvernig kostnaðurinn verður til og hvaða afleiðingar hann hefur. Eigum samtal – leitum sátta Í lokin þá er það ekki séríslenskt fyrirbæri að gera samninga við landbúnaðinn eins og við sjáum í nágrannalöndum okkar og ESB- ríkjum. Við flytjum inn um það bil helming af öllum landbúnað- arvörum sem við neytum í staðinn fyrir að standa vörð um hollustu og heilnæmi afurða okkar og öfl- uga framleiðslu innan lands eins og raunhæft er að gera. Svo mik- ill innflutningur, þegar við getum framleitt mun meira, er mjög nei- kvæður út frá umhverfislegu sjónar- miði. Um leið og við aukum fæðu- öryggi með innlendri framleiðslu og drögum úr flutningi landa og heimshorna á milli stuðlum við að aukinni sjálfbærni og styðjum við bakið á fjölskyldubúum í hinum dreifðu byggðum landsins, það er þjóðhagslega hagkvæmt. Það er afar mikilvægt að ná fram samfélagslegri sátt um búvörusamn- inga og ekki síður að sjá hver raun- veruleg áhrif verða m.a. af tolla- samningnum og innleiðingunni á aðbúnaðarreglunum áður en gerðar verða svo umfangsmiklar breytingar til svo langs tíma. Þess vegna þurf- um við að gefa okkur tíma til sam- talsins. Lesendabás Praxis.is Pantið vörulista Bonito ehf. | Faxafen 10 | 108 Reykjavík | Sími 568 2878 fyrir þinn vinnustað Fatnaður og skór Primaloft dömu- og herrajakkar. Síðir og stuttir, með hettu og án. Mikið úrval af flottum gæða vinnu- fatnaði sem þolir þvott allt að 95° og þarf ekki að strauja. Eigum einnig til svuntur. Vinnufatnaður fyrir dömur og herra Bómullarbolir fyrir dömur og herra Skór, sandal og klossar í úrvali ar Vatnsþurrð í lækjum í Landbroti Í byrjun október 2015 rann lang- stærsta Skaftárlaup sem vitað er um og flæddi yfir afar stór svæði í Eldhrauni og olli miklu tjóni á varnargörðum og grónu landi. Samt sem áður fór að bera á vatns- skorti síðastliðið vor í lækjunum, sem koma undan Eldhrauni, aðeins nokkrum mánuðum seinna. Þessi vatnsþurrð hefur öðru hvoru verið vandamál á þessum slóðum í að minnsta kosti heila öld – en hvað veldur? Úrkoma og áveitur Úrkoma síðastliðið vor og snemm- sumars var sú minnsta sem mælst hefur á Kirkjubæjarklaustri. Frá því sagði Einar Sveinbjörnsson í útvarps- fréttum 12. júlí. Þornuðu þá lækir víða í Skaftafellssýslu, ekki bara þeir sem undan Eldhrauninu koma. Í öðru lagi hafa nokkrir landeigend- ur að Tungulæk og Grenlæk ýtt upp ótal veitumannvirkjum í Eldhrauni til að freista þess að veita vatni úr Skaftá og beina því að Tungulæk og Grenlæk. Heimildir um þessar fram- kvæmdir eru yfirleitt ekki til. Sumt var gert í skjóli myrkurs og margir garðar eru komnir á kaf í sand. Hraunið þéttist stöðugt Þessar framkvæmdir hafa haft mikil áhrif á grunnvatnsrennsli í hrauninu og leitt til þess að hraunið þéttist stöðugt og valda því að Skaftárhlaupin fara æ víðar og sunn- ar um Eldhraunið og eyða gróðri. Niðurrennsli Skaftárvatns hefur færst utar (neðar) á hraunin og verður nú sneggra og skammærra en fyrr. Í raun eru niðurrennslissvæði sem eru óspillt af sandi orðin mjög takmörk- uð og mjög stutt í það að Skaftá nái sér fram í þessa læki ef ekki verði gripið til aðgerða. Fróðlegt var að heyra viðtal við Hörð Davíðsson hótelbónda lýsa ástandinu í viðtali 7. október á síðasta ári þegar jökulvatnið úr Skaftárhlaupinu ógnaði lífríki lækj- anna. Nú hefur þessi sami aðili tekið lögin í sínar hendur þegar hann hóf ólögmætar vatnaveitingar 8. júlí og opnaði áveiturör sem stjórnvöld höfðu þá nýlega lokað. Nokkrum dögum seinna fékk hann heimild til að rjúfa varnargarð sem umhverfis- ráðuneytið hafði látið byggja árið 2000. Nú flæðir þar miklu meira vatn en nokkru sinni áður. Svipað úrkomuleysi ríkti vorið 1998 þegar vatnsþurrð var í lækj- um þar eystra og umhverfisráðherra skipaði Náttúruvernd ríkisins að grípa til áveituframkvæmda úr Skaftá í Skálarál með tilheyrandi aurburði og gróðurskemmdum. Veiðifélag Grenlækjar féllst á að færa áveituna til fyrra horfs sama haust, sem það ekki gerði. Rafstöðvar og lítið vatn Þrátt fyrir ofurtrú Steins Orra Erlendssonar í síðasta tölublaði Bændablaðsins um að bændur reisi ekki rafstöðvar við læki þar sem hætta er á vatnsþurrð þá er stað- reyndin hins vegar sú að á sl. 100 árum hafa sérstaklega Tungulækur og Grenlækur iðulega þornað á vorin. Fyrir því eru ýmsar skráðar heimildir en nægir að nefna grein í Morgunblaðinu dagsetta 12. apríl 1956. En þar segir m.a. „Galli er það við ýmsar þessar rafstöðvar hvað þær verða aflitlar á vetrum sökum vatnsleysis“. Um Tungulækinn segir ennfremur: „Undanfarna vetur hefur lækurinn verið þurr svo vikum skiptir“. Jón Kjartansson þingmaður Vestur Skaftfellinga hafði um þetta leyti borið fram tillögu til þingsá- lyktunar um að athugun færi fram með hvaða hætti mætti auka vatns- rennsli í læknum. Áratuga vatna- mælingar Vatnamælinga og síðar Veðurstofunnar sýna náið samhengi á milli rennslis í Tungulæk og Grenlæk, enda upptök þeirra undan Eldhrauni nánast hlið við hlið. Þrýst á þingmenn til að sleppa við mat á umhverfisáhrifum Í skýrslu um Tungulæk í Landbroti til Vatnadeildar raforkumálastjóra frá janúar 1958 greinir Jón Jónsson jarðfræðingur frá því að: „Það mun hafa verið einhvern tímann á árabil- inu 1912-1919, að lækurinn þornaði algerlega að vorlagi“. Sigurjón Rist segir í skýrslu sinn um Tungulæk í Landbroti frá 7. júní 1956: „Auk þessa má benda á þá meginreglu, að hér á landi er altítt, að fullyrt sé af kunnugum heimamönnum, að þessi eða hinn lækurinn, sem á að virkja, verði aldrei minni en þann dag, er hin fyrsta athugun er gerð. En strax, þegar samfelldar rennslismælingar hafa verið gerðar eða rafstöð hefur tekið til starfa, kemur í ljós, að vatns- fallið er meiri breytingum háð, en fullyrt hefur verið í upphafi og þrýt- ur í mörgum tilfellum að öllu um stundarsakir“. Hið rétta er að bændur hafa byggt rafstöðvar og gera enn við læki sem hættir til að þorna á vorin. Svo þegar lækirnir þorna þá sækja þeir ekki um leyfi til að veita vatni til þess bærra stofnana heldur treysta á gömlu aðferðarfræðina þ. e. að leggja ofurþrýsting á þingmenn og ráðherra að bjarga málum og neyða stofnan- ir til að grípa til skyndiaðgerða og fara fram hjá lagaákvæðum um mat á umhverfisáhrifum. Þær aðgerðir hafa mikla gróðureyðingu í för með sér, náttúruspjöll og hættu á sand- foki. Það er enn verið að leysa einn umhverfisvanda fyrir örfáa einstak- linga með því að skapa annan vanda og náttúruspjöll er varða íbúa hér- aðsins og komandi kynslóðir. Heimila náttúruspjöll í Eldhrauni Steinn Orri fer einnig rangt með ýmsar staðreyndir um vatnaveitingar í fyrrgreindri grein sinni um meintan vísindaskáldskap undirritaðs, sem yrði of langt að telja upp. En ástæða er til að óska hinum unga verkfræði- nema frá Seglbúðum alls velfarnaðar. Um leið má minna á að verkfræðin – öðrum fræðum fremur – byggir á staðreyndum. Vonandi gefst tækifæri síðar til að greina nánar frá aðdraganda og ótrú- legri atburðarás áveituframkvæmda í Eldhrauni í sumar. Og aðkomu þingmanna og ráðherra til að knýja fram aðgerðir á skjön við flest lög umhverfismála í dag. Svo virðist nú að Eldhraunið sé náttúruperlan þar sem öll náttúruspjöll eru leyfð og þeim hampað sem framkvæma þau. Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. Mynd / Þórir N. Kjartansson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.