Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 Líf og starf Myndlistarsýningin „Sveitin mín“ og tónlistar- flutningur í fjósinu í Króki Álfheiður Ólafsdóttir frá Kirkjulæk í Fljótshlíð hefur opnað listsýningu á olíumál- verkum í Króki, Garðaholti í Garðabæ. Álfheiður er mennt- aður myndlistarmaður frá Myndlista- og handíðaskólan- um. Hún hefur sýnt víða, mynd- irnar hafa selst víða um heim og eru einnig í opinberri eigu. Sveitarómantíkin, húmorinn, kærleikurinn og litagleðin er skammt undan í málverkun- um. Á sýningunni eru húsdýrin sem heilla og ævintýraveröldin. Álfheiður flutti nýverið ásamt fjölskyldu sinni suður í Flóa en umhverfið í Flóanum og dvölin á vinnustofunni í Króki eru inn- blástur verkanna á sýningunni, að hennar sögn. Sýningin er opin á laugardög- um í ágúst frá 14.00–17.00 og á sunnudögum frá kl. 13.00–17.00. Alla laugardaga í ágúst klukk- an 14 og 16 verða þær Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokk- flautuleikari með tónleika í Króki á Garðaholti. Jóhanna og Helga eru báðar klassískt menntaðar í tónlist og hafa sérhæft sig í túlkun eldri tónlistar. Þær flytja m.a. íslensk þjóðlög ásamt tveggja radda lögum eftir franska miðaldatón- skáldið Guillaume de Machaut (1300–1377). Tónlistarkonurnar flytja verkin í fjósinu á Króki en áheyrendur verða hins vegar í hlöðunni og því berast tónarnir þeim í gegnum tvær heygjafalúgur. Spennandi hljóðupplifun í sögu- legu og fallegu umhverfi. Sauðfjársetrið og fjölskyldan í Tröllatungu fá menningarverðlaun Strandabyggðar Menningarverðlaun Stranda- byggðar voru afhent á dögunum á bæjarhátíðinni Hamingjudögum á Hólmavík. Þetta var í sjöunda skipti sem verðlaunin eru veitt og þetta árið hlaut Sauðfjársetur á Ströndum verðlaunin og far- andgripinn Lóuna til varðveislu. Sauðfjársetrið hefur áður fengið menningarverðlaunin árið 2013 og sérstaka viðurkenningu í tengslum við þau árið 2012. Í umsögn kom fram að safnið fékk menningar- verðlaunin vegna öflugrar aðkomu að menningarlífi í sveitarfélaginu, sýningahaldi, ótal menningar- tengdra viðburði og síðast en ekki síst fyrir nýsköpunarverkefnið Náttúrubarnaskólinn. Það verk- efni, sem byggir á hugmyndafræði um náttúrutúlkun og mennta- tengda ferðaþjónustu, hefur nú verið starfrækt frá því í fyrravor. Í umsögn sagði einnig að Sauðfjársetur á Ströndum hafi verið sérstaklega öflugt síðasta árið og eftir því tekið víða. Safnið var til dæmis í hópi þeirra tíu framúrskarandi menn- ingarverkefna á landsbyggðinni sem voru tilnefnd til Eyrarrósarinnar fyrr á árinu. Enn fremur að aðstandend- ur Sauðfjárseturs á Ströndum byggi á þeirri hugmyndafræði að söfn og menningarstofnanir eigi að vera virkir þátttakendur í því samfélagi sem þær eru hluti af og að í tilviki Sauðfjársetursins hafi heppnast afar vel að byggja á þeim grunni. Við sama tækifæri fengu Sigríður Drífa Þórólfsdóttir og Birkir Þór Stefánsson, bændur í Tröllatungu, sérstaka viðurkenningu vegna menn- ingarmála. Í umsögn segir að þau hafi með einstakri elju og myndar- skap varðveitt menningarminjar gamla kirkjugarðsins í Tröllatungu. Starf þeirra við umhirðu og fegrun kirkjugarðsins hafi orðið til þess að hann er staðarprýði á Ströndum og Strandamönnum til sóma. Útimessa hefur verið í garðinum síðustu ár á Hamingjudögum sem hefur gefið öllum kost á að njóta svæðisins og eiga þar kyrrðar- og friðarstund. Mæðgurnar Ester Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri og Dagrún Ósk Jónsdóttir sín. Ljósm: Jón Jónsson Árstíðirnar í íslenskum þjóðlögum og sálmum Hljóðverk unnin úr náttúruhljóðum - Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld Dúettar eftir Guillaume de Machaut 1300-1377 Experience old Iceland Winter- spring - summer - autumn Through icelandic folksongs and hymns Surrounded by sound compositions - Hilmar Örn Hilmarsson Duets by Guillaume de Machaut 1300-1377 € Hrútaþuklarar gera sig klára fyrir Íslandsmótið í hrútadómum Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákom- ur og viðburðir. Fram undan er stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramótið í hrúta- dómum, sem verður haldið sunnu- daginn 21. ágúst og hefst kl. 14.00 í Sævangi við Steingrímsfjörð. Jafnan er góð þátttaka í hrúta- dómunum, bæði í flokki þaul- reyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn. Síðasta ár sigraði Guðmundur Gunnarsson, bóndi á Kjarlaksvöllum í Saurbæ, í öðru sæti var Vilberg Þráinsson, Hríshóli í Reykhólahreppi og í þriðja sæti varð Bjarki Reynisson, Kjarlaksvöllum. Sýningar í Sauðfjársetrinu Á Sauðfjársetrinu eru nú uppi þrjár sérsýningar, fyrir utan fastasýn- ingu safnsins sem ber yfirskriftina Sauðfé í sögu þjóðar. Í kaffistofunni er sýningin Manstu? sem er grein- ingarsýning á ljósmyndum Tryggva Samúelssonar sem voru teknar á árabilinu 1950–1970. Á listasviðinu er sýningin Álagablettir og í sér- sýningarherbergi verður nýopnuð sögusýning sem ber yfirskriftina Sumardvöl í sveit. Nú er annað árið sem Náttúru- barnaskóli á vegum Sauðfjársetursins er starfræktur og hefur yfirnátt- úrubarnið Dagrún Ósk Jónsdóttir umsjón yfir verkefninu sem hefur tekist mjög vel. Safnið verður opið alla daga milli 10–18 út ágúst. Í haust er stefnt að frekari viðburðum. Þá verða m.a. þjóðtrúarkvöldvaka, handverksnám- skeið o.fl. Árleg sviðaveisla verður síðan haldin í október. viðstaddra í fyrra. Ljósmyndir / Angantýr Ernir Guðmundsson Ferðalög: Kona sem kann sitt Kína Kínaklúbbur Unnar stendur fyrir ferð til Kína 1. til 19. nóvember næstkomandi. Í ferðinni verður farið til borga eins og Sjanghæ, Suzhou, Tongli, Guilin, Yangshuo, Xian og Peking. Auk skemmtisigl- ingar á Li-fljótinu og gengið verð- ur á Kínamúrinn. Ferðin er sú 37. sem Unnur Guðjónsdóttir skipuleggur til Kína. Unnur Guðjónsdóttir, sem staðið hefur fyrir fjölmörgum ferðum til Kína undanfarna áratugi, segir að ferðin sé ekki erfið þrátt fyrir að dag- skráin í ferðinni sé digur og bætir við að fólk á öllum aldri hafi gagn og gaman af þessari ferð. „Kína breytist óðfluga, svo ef fólk vill sjá eitthvað af gamla Kína þá er um að gera að bíða ekki með að fara þangað.“ Heildarverð á mann fyrir ferðina er 660 þúsund krónur og þá allt inni- falið. „Þá á ég við flug, fulla dagskrá samkvæmt ferðaáætlun sem þegar liggur fyrir, gisting í tvíbýli á 4 eða 5 stjörnu hótelum, fullt fæði með máltíðardrykkjum, skattar og gjöld, staðarleiðsögumenn og mín farar- stjórn,“ segir Unnur. Flogið er frá Keflavík til Kaup- mannahafnar og þaðan er beint flug til Sjanghæ en flogið verður heim frá Peking. Ferð til Kína með Unni er ógleymanlegt ævintýri sem undirrit- aður mælir hiklaust með enda hefur hann farið í eina slíka sjálfur. Unnur Guðjónsdóttir er kona sem kann sitt Kína. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.