Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 HROSS&HESTAMENNSKA Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrun.hulda.palsdottir@gmail.com Olil Amble og Bergur Jónsson hafa áhyggjur af útilokun klárhrossa frá Landsmóti: Afköst og uppskera verðlaunaræktenda Olil Amble og Bergur Jónsson mættu með 21 hross frá ræktun- arbúi sínu, Ketilsstöðum/Syðri- Gegnishólum, á Landsmót á Hólum. Bændablaðið settist niður með ræktendunum að móti loknu og ræddi allt frá feti til framtíðar. Rauðskjótt hryssa með folaldi koma hlaupandi á móti blaðamanni þegar hana ber að garði á Syðri- Gegnishólum í Flóahreppi. Er þar á ferðinni mikil ættmóðir, Grýla frá Stangarholti, sem er nú 26 vetra. Sú er móðir Álfadísar frá Selfossi, heiðursverðlaunahryssu sem hefur þrátt fyrir að vera enn í folaldseign, eins og reyndar móðir hennar, haft mikil áhrif á hrossastofn Íslands. Þannig var hægt að rekja ættir 24% af öllum kynbótahrossum sem komu fram á Landsmótinu á Hólum til Álfadísar. Grýlu grunar eflaust ekki að afkomendur hennar, sem skipta hundruðum, hafi borið hróður hennar svo víða, en eitt af hennar einkenn- ismerkjum er hinn rauðskjótti litur. Olil Amble og Bergur Jónsson sameinuðu hrossræktun sína undir merkjum Ketilsstaða og Syðri- Gegnishóla árið 2004. Með blöndun tveggja sterkra grunna af Vestur- og Austurlandi hafa þau ræktað fjölda hátt dæmdra afkastahrossa. Folöld sem fæðast búinu telja milli 15 og 20 ár hvert en ræktunarhópurinn inniheldur verðlaunaðar afkvæma- mæður og hátt dæmdar kynbóta- og keppnishryssur. Ketilsstaðir/Syðri- Gegnishólar hefur verið kjörið rækt- unarbú ársins þrisvar sinnum, síðast árið 2015 auk þess að vera útnefnt besta ræktunarbú keppnishrossa á Uppskeruhátíð hestamanna árið 2015. Bestu mögulegu aðstæður Olil, Bergur og starfsfólk þeirra höfðu í nógu að snúast á Landsmóti á Hólum, enda fluttu þau 21 hross norður í land til að taka þátt á hátíð- inni. Landsmótið er mikilvægur vettvangur fyrir ræktendur og því var mikið lagt undir. „Þarna kemur gífurlegur fjöldi fólks og útlendinga til að horfa á bestu hross landsins keppa. Þetta er mikilvægur gluggi til að auglýsa það sem við erum að gera. Það skiptir því sköpum að ná hross- um inn á mót og koma þeim á fram- færi,“ segir Olil. Alls komu 10 hross frá ræktunarbúi Ketilsstaða/Syðri- Gegnishóla fram á kynbótasýningu, þrjú hross voru með keppnisrétt í einum eða fleiri greinum. Einnig var stóðhestinum Álffinni veitt fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og kom hann ásamt sex afkvæmum fram við það tilefni. Auk þess komu þau fram á sérstakri ræktunarbússýningu sem skipar heiðurssess á Landsmóti. Olil og Bergur eru því að vonum lukkuleg með árangur búsins á mótinu og segja þau hátíðina hafa verið þá bestu sem þau hafi upplif- að. Helsta ástæða þess séu góðar aðstæður á Hólum og einstakt viðmót Skagfirðinga. „Við vorum steinhissa á aðstæðunum. Fyrirfram vorum við hlutlaus í umræðunni um staðsetn- ingu hátíðarinnar og við gerðum í raun engar væntingar til Hóla. En um leið og við komum og sáum aðstæðurnar áttuðum við okkur á því að við gætum átt von á Landsmóti allra tíma. Nú höfum við farið á mörg Landsmót og aðstæður hafa verið æði misjafnar. Stundum hefur lítið verið hugsað um aðstöðu knapa og hesta. Áður en reiðhallir komu til sögunn- ar kom það fyrir að maður varð að sækja skjól bakvið hestakerrur, til að reyna að verjast rigningu og roki, á meðan maður beið eftir að komast inn á völl að keppa. Það er náttúrlega slæmt þegar reiðhallirnar eru notaðar til annars en að sinna hlutverki sínu, eins og stundum hefur verið gert á Landsmótum. Við höfðum til dæmis ekki boðið í það ef veðrið hefði verið slæmt í Reykjavík 2012 þegar heilbrigðisskoðun og upphitun fór fram utandyra. Það var nú það sem bjargaði því sem hægt var að bjarga á Hellu 2014 að reiðhöllin var notuð sem reiðhöll.“ Á Hólum hafi hins vegar flest verið til fyrirmyndar. „Nálægðin gerði allt svo þægilegt. Það þurfti ekki meira en að ganga nokkur skref út fyrir hesthúsið til að fá yfirsýn bæði yfir kynbóta- og gæðingavöll- inn. Þetta gerði það að verkum að hægt var að fylgjast vel með. Þá voru allar aðstæður fyrir hrossin og þjálfun til fyrirmyndar. Svo var stutt í veitingasölu þar sem hægt var að velja úr fjölbreyttum mat. Allt sem við kunnum að hafa þurft aðgang að á svæðinu var í minna en 5 mínútna göngufjarlægð. Ég held að öllum hafi liðið vel, bæði áhorfendum, hestum og sýnendum,“ segir Olil hæstánægð. Bergur bætir við að vel hafi verið tekið á móti þeim. „Skagfirðingar búa að einstöku viðmóti, þeir eru kátir og alþýðlegir. Vandamál virð- ast ekki vera til í huga þeirra, bara verkefni til að leysa. Hann fullyrðir að í ár hafi verið brotið blað í sögu Landsmóta. „Ég er þeirrar skoðunar að það ætti að gera Hóla að þjóðar- leikvangi íslenska hestsins og halda þar öll Landsmót framtíðarinnar.“ Kraftur og viljastyrkur Framganga Bergs á hryssunni Kötlu frá Ketilsstöðum vakti aðdáun Landsmótsgesta. Katla og Bergur tóku þátt í B-flokki gæðinga og töltkeppni og blönduðu sér í topp- baráttuna á báðum stöðum. Þess má einnig geta að Katla var ein af hæst dæmdu hryssum ársins og var einnig með þátttökurétt á kynbótasýningu mótsins. Katla, sem er 8 vetra gömul, er undan heiðursverðlaunahryss- unni Ljónslöpp frá Ketilsstöðum og Gaumi frá Auðsholtshjáleigu, sem hlaut einmitt heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á Landsmótinu. Katla er afkastahryssa sem hlaut m.a. 9,5 fyrir tölt, brokk, hægt tölt, hægt stökk og fegurð í reið og einkunnina 10 fyrir vilja og geðslag. Katla sýndi gæðingskosti sína í hvert sinn sem hún kom fram en að baki liggur gífurlega markviss og mikil þjálfun. „Ef maður ætlar að spila tvö spil í einu, eins og við gerðum í þessu tilfelli, þarf að hafa kraft og viljastyrk. Katla hefur bæði líkamlega burði og geðslag til að standast álagið,“ segir Bergur. Hann segist einnig hafa reynt eftir bestu getu að hvíla Kötlu vel milli atrenna á keppnisvellinum. „Til að mynda gaf ég henni alltaf langan taum og tækifæri á slökun milli gangtegunda í úrslitum, í stað þess að halda henni og safna á meðan verið var að lesa einkunnir,“ segir Bergur en nú er verið að halda Kötlu undir Álfarni frá Syðri-Gegnishólum og ef það gengur eftir fær hún frí frá sviðs- ljósinu í bili. Flokkur klárhrossa vænlegur kostur Tvær meginbreytingar urðu á dag- skrá Landsmóts í ár. Annars vegar lauk allri keppnisdagskrá á laugar- dagskvöldi, í stað sunnudags. Olil og Bergur segja þessa breytingu ekki vel útfærða. „Fólk sem á erfitt með að komast frá vegna vinnu, en vill þó koma yfir lokahelgina, verður af heilum degi,“ segir Bergur. Dagskrá Landsmóta ætti að vera föst að þeirra mati. „Ísland er upprunaland íslenska hestsins og Landsmótið er mikilvægasta mótið. Þar þurfa allir, sem eiga sitt undir hestinum, að sameinast á einni hátíð. Þannig þarf að sníða dagskrána að hestamönnum, t.d. erlendum þjálfurum sem oft eru að keppa á meistaramótum erlendis vikuna eftir Landsmót. Það er ljóst að þetta fólk getur ekki farið frá í viku rétt fyrir mikilvæg mót. Einnig verður að gera hátíðina aðgengilega fyrir flugfélög og ferðaskipuleggjendur sem gætu viljað búa til pakkaferð- ir á mót, Landsmótið þarf að eiga einhverja 3–4 hátíðisdaga þar sem rjómi hrossanna kemur fram og fólki er gert sem þægilegast að koma og vera,“ segir Olil. Hin meginbreyting Landsmóts var fjöldatakmörkun kynbótahrossa, en aðeins tiltekinn fjöldi hrossa í hverjum flokki hlutu þátttökurétt og miðaðist það við hæstu aðaleinkunnir á vorsýningum. „Við vorum fylgj- andi þeirri ákvörðun þegar hún var tekin, enda var fjöldi kynbótahrossa á mótið orðinn of mikill. En eftir á að hyggja kemur hún ekki nógu vel út. Í reynd takmarkar þetta fyrirkomulag meðal annars aðgang klárhrossa á mótið,“ bendir Olil á. Til að greiða leið klárhrossa á mótið var brugðið á það ráð að hækka aðaleinkunn þeirra um 10 kommur. Olil segir það ekki nóg enda hafi slíkt forskot ekki fylgt þeim inn á mót. Því röðuðust þeir fáu klárhestar sem tryggðu sér þátttökurétt oftar en ekki í neðstu sætum hvers flokks. „Mér finnst það ekki sanngjarnt, Þetta er eins og að stilla upp topp íþróttafólki, konum og körlum, í 100 metra hlaupi. Vegna mismunandi líkamlegra burða munu konur varla komast inn í toppsæti í slíkri keppni, þrátt fyrir að vera framúrskarandi íþróttamenn. Á sama hátt verða klár- hrossin úti þegar þeir eru settir í sama flokk og alhliðahestar, þeir eru ekki skapaðir eins. Það er ekki nema einn og einn hestur sem kemst að vegna góðrar byggingar eða óeðlilega góðra hæfileika, og þá slefar hann kannski inn á topp 10. Sem dæmi má nefna Ljósvaka frá Valstrýtu í 6 vetra flokki, sem fékk einkunnina 10 bæði fyrir tölt og stökk. Hann varð í 5. sæti í sínum flokki. Viljum við ekki sjá svona toppeintak af klár- hesti betur hampað? Vera kannski bara sigurvegari? En ekki meðhöndla hann eins og það vanti eina gang- tegund. Við notum ólíkar hestgerð- ir til að efla hrossastofninn og því finnst okkur rangt að setja kröfur sem gera klárhestum varla kleift að sjást á Landsmóti. Íslenski hesturinn er mjög fjölbreyttur. Eigum við ekki að vera stolt og ánægð með það að eiga svona hæfileikaríkt kyn? Eigum við ekki að upphefja það og viðhalda því, halda áfram að rækta afkasta hross, í stað þess að reyna að gera allt eins? Ég er sannfærð um að ef við myndum tvískipta kynbótaflokkum, og hafa sérstakan flokk klárhrossa, þá yrði ekkert minna áhorf á þá en alhliðahesta,“ segir Olil. Bergur bendir einnig á að verð- mætasta söluvara búgreinarinnar í dag séu fjórgangshestar. „Þeir sem eru að reyna að lifa á hrossarækt og sölu verða að hafa arðsemi. Okkur gengur best að selja fjórgangara og þeir fara á hæsta verðinu. Á síðasta Landsmóti voru fimmtíu stóðhestar sýndir í flokkum 5, 6 og 7 vetra og eldri. Fimm af þeim voru klárhestar. Mér þykir það skrítin hugsun að vilja laða erlenda hestamenn til landsins á Landsmót til að sýna þeim það sem við erum að gera og selja, og sýna þeim nánast ekki vöruna sem margir hafa áhuga á.“ Í annan stað telja Olil og Bergur að betra væri að hleypa fleiri stóð- hestum á Landsmót, en hið nýja kerfi gerir ráð fyrir fleiri hryssum en stóð- hestum í dag. „Hryssur eru helming- ur af ræktuninni og því mikilvægar. En hryssa er persónuleg eign hvers eiganda sem hefur öll umráð yfir henni. Almenningur hefur ekkert um hana að segja. Hins vegar er tilgangur þess að sýna stóðhest á Landsmóti að auglýsa hann og selja folatolla. Fyrir okkur sem ræktendur þá viljum við sjá sem flesta stóðhesta og fá að fylgjast með þeim, sjá hvernig þeir þróast með aldrinum. Það er mikil- vægt að fá að sjá þá í kynbótadómi m.a. vegna þess að þá koma þeir fram undir ströngum reglum, til dæmis er varðar járningar og þyngingar. Þá koma þeir fram nær því eins og þeir eru skapaðir sem er ákaflega mikil- vægt fyrir ræktendur. En ég hef ekki trú á því að þessi inntökuskilyrði hafi verið lokaútfærsla, heldur byrjun og það er þörf á endurskoðun. Ýmsar leiðir eru færar til að bæta fyrirkomu- lagið,“ segir Bergur. Ræktunarmarkmiðið úrelt? Við færum umræðuna að kynbóta- kerfinu. Samkvæmt ræktunarmark- miði fyrir íslenska hrossakynið er stefnt að því að rækta fjölhæfan, taktfastan og öruggan, viljugan og geðprúðan hest sem fer glæsilega í reið, hinn íslenska gæðing. Vægi tölts gildir mest, eða 15% af aðal- einkunn kynbótadóms. Vægi skeiðs er 10% og því augljóst að markmiðið sé að rækta fimmgangshest. Olil spyr hins vegar hvort það Olil Amble og Bergur Jónsson ásamt tveimur af heiðursverðlaunahryssum ræktunarbúsins, þeim Álfadísi frá Sel- fossi og Ljónslöpp frá Ketilsstöðum. Mynd / Úr einkasafni Olil og Bergur heilsuðu upp á tvær ungar hryssur sem gengu með sín fyrstu folöld. Olil heldur í Álfhildi frá Syðri-Gegnishólum en Bergur er með Snekkju frá Ketilsstöðum. Mynd / GHP Olil og Bergur mættu með 21 hross á Landsmót í ár. Hér eru þau öll saman komin að móti loknu. Mynd / Úr einkasafni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.