Bændablaðið - 11.08.2016, Qupperneq 49

Bændablaðið - 11.08.2016, Qupperneq 49
49 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 Alladín-ungbarnahúfa HANNYRÐAHORNIÐ Gallery Spuni Húfur eru einstaklega skemmti- legar að prjóna, því litlir sætir verðandi eigendur elska hlýjar, mjúkar húfur í vagninn. Nú er aðeins farið að halla sumri og því við hæfi að setja inn uppskrift að fallegri ungbarnahúfu fyrir haustið. Hér er ein sem hefur notið mikilla vinsælda og er æðisleg í hvaða lit sem er og lítið mál að prjóna hana í hring. BabyDROPS 21-34 DROPS Design: Mynstur nr Z-085-by Garnflokkur A HÚFA: Stærð: 1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2 - 3/4) ára Höfuðmál í cm: 40/42-42/44-44/46 (48/50-50/52) Efni: DROPS ALPACA frá Garnstudio Nr 607, ljós brúnn: 50 gr í allar stærðir DROPS PRJÓNAR NR 2,5 – eða sú stærð sem þarf til að 26 og 34 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm. ÚTAUKNING: Allar útaukningar eru gerðar frá réttu. Aukið er út um 1 l á undan og eftir l með prjónamerki með því að slá uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkju- bogann í stað framan) til þess að koma í veg fyrir göt. ÚRTAKA: Allar úrtökur eru gerðar frá réttu. Fækkað er um 1 l hvoru megin við l með prjónamerki. Byrjið 1 l á undan l með prjónamerki. Setjið 1 l á hjálparprjón fyrir aftan stykkið, takið 1 l óprjónaða (= l með prjónamerki), prjónið næstu l og l af hjálparprjóni slétt saman, steypið óprjónuðu l yfir. HÚFA: Stykkið er prjónað fram og til baka á prjóna. Fitjið upp 117-123-129 (135-141) l (meðtalin er 1 kantlykkja á hvorri hlið) á prjóna nr 2,5 með Alpaca. Prjónið 8 umf slétt (umf 1 = rétta). Setjið 7 prjónamerki í stykkið frá réttu þannig: 1. prjónamerki í 2. l í umf. 2. prjónamerki í 25.- 26.- 27. (28.- 29.) l, 3. prjónamerki í 48.- 50.- 52. (54.- 56.) l, 4. prjónamerki í 59.- 62.- 65. (68.- 71.) l, 5. prjónamerki í 70.- 74.- 78. (82.- 86.) l, 6. prjónamerki í 93.- 98.- 103. (108.- 113.) l, 7. prjónamerki í næst síðustu l í umf. Prjónið nú sléttprjón með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið – JAFNFRAMT í umf 1 byrjar útaukning og úrtaka – Lesið ÚTAUKNING og ÚRTAKA að ofan – í annarri hverri umf þannig: Aukið út um 1 l á eftir 1. prjónamerki. Fækkið um 1 l hvorum megin við 2. prjónamerki. Aukið út um 1 l hvorum megin við 3. prjónamerki. Fækkið um 1 l hvorum megin við 4. prjónamerki. Aukið út um 1 l hvorum megin við 5. prjónamerki. Fækkið um 1 l hvorum megin við 6. prjónamerki. Aukið út um 1 l á undan 7. prjónamerki. Haldið áfram með útaukningu og úrtöku frá réttu í annarri hverri umf 6 sinnum. Fellið síðan af hvoru megin við 2., 4. og 6. prjónamerki í hverri umf frá réttu þar til 15 l eru eftir á prjóni. Stykkið mælist ca 15-15-16 (16-17) cm frá neðsta oddi við 2. eða 6. prjónamerki = eyrnaleppur. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 l sl, 2 l slétt saman, 9 l sl, 2 l slétt saman, 1 l sl = 13 l. Endurtakið úrtöku frá hvorri hlið í hverri umf (frá röngu eru prjónaðar 2 l á undan og á eftir kantlykkju br saman) þar til 3 l eru eftir, fellið af og dragið bandið í gegnum l. FRÁGANGUR: Saumið húfuna saman við miðju að aftan innan við 1 kantlykkju. Miðju oddurinn af þeim 3 heilu við uppfitjunarkantinn liggur að enni að framan. SNÚRA: Fitjið upp 4 l á prjóna nr 2,5. Prjónið þannig: * Prjónið 1 l sl, leggið bandið fyrir framan stykkið (á móti þér), takið 1 l eins og prjóna eigi hana br, leggið bandið aftur fyrir aftan stykkið (frá þér) * , endurtakið frá *-* í öllum umf. Nú myndast hringprjónuð snúra. Fellið af þegar snúran mælist ca 20-22-24 (26-28) cm. Prjónið 1 snúru til viðbótar alveg eins. Festið hana síðan á hvern eyrnalepp á hvorri hlið. Prjónakveðja fjölskyldan Gallery Spuna. Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 3 7 6 4 8 4 9 7 5 6 5 2 1 1 4 7 6 8 8 4 3 9 6 5 4 2 9 3 2 7 5 3 8 1 9 8 9 5 3 Þyngst 2 5 6 3 8 1 5 4 9 2 9 3 7 1 8 4 2 4 6 8 7 6 1 4 7 3 8 7 6 4 5 2 1 3 5 9 7 4 2 1 8 9 5 4 6 7 5 9 2 1 5 6 2 1 8 3 4 1 2 6 2 7 8 9 9 1 6 4 9 8 3 2 1 4 7 2 6 8 1 4 9 3 7 5 8 6 6 2 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Plokkfiskur og hamborgar- hryggur í uppáhaldi Rakel býr í Kópavogi og ferðaðist til Tenerife í sumar þar sem hún fór í vatnsrennibraut. Það er það klikkaðasta sem hún hefur gert. Nafn: Rakel Karen Ketilsdóttir. Aldur: 9 ára. Stjörnumerki: Vatnsberi. Búseta: Kópavogur. Skóli: Lindaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Myndmennt, textíl og skrift. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kisa. Uppáhaldsmatur: Plokkfískur og hamborgarhryggur. Uppáhaldshljómsveit: Katy Perry og Taylor Swift. Uppáhaldskvikmynd: Inside Out. Fyrsta minning þín? Þegar systir mín, sem er þremur árum yngri en ég, fæddist. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, fimleika og mun læra á píanó í haust. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Lyfjafræðingur. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég fór í vatnsrenni- braut sem kallast Tornado, hún er í Aqualand á Tenerife. Ætlarðu að gera eitthvað skemmti- legt í sumar? Já, ég er búin að fara til Tenerife og svo fer ég á nokk- ur skemmtileg námskeið og til Akureyrar. Bændablaðið á bbl.is og líka á Facebook Vantar þig íslenskan lopa? Álafosslopi - Plötulopi - Léttlopi - Einband - Bulkylopi - Kambgarn Heimasíðan gefjun.is býður upp á lopa frá Ístex á lægsta fáanlega verði ! Sendum um allt land!

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.