Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 20168 Fréttir Þjónustujöfnuður við útlönd 2015 hagstæður um 202,1 milljarð króna Lagning ljósleiðara í Húnavatns- hreppi stendur nú sem hæst. Gengið var til samninga við Bjarna Pálsson um lagningu heimtauga á leiðum 2 og 3 og við Lás ehf. um lagningu ljósleiðara á leið 1, bæði stofn- og heimtauga en fyrirtækið mun einnig leggja stofntaug á leið 2. Húnavatnshreppur, ásamt Húnaþingi vestra og Blönduósbæ, voru á meðal þeirra sveitarfélaga sem fengu styrki til uppbyggingar ljósleiðara í sveitarfélögunum til að efla fjarskiptasamband í dreifð- um byggðum sem markaðurinn sinnir ekki. Húnavatnshreppur stofnaði B-deildarfélagið Húnanet um ljós- leiðaravæðinguna í sveitarfélaginu og var Guðmundur Svavarsson ráðinn verkefnastjóri þess. /MÞÞ Heildartekjur af þjónustu- útflutningi á öðrum ársfjórðungi 2016 voru, samkvæmt bráða- birgðatölum Hagstofu Íslands, rúmir 160 milljarðar króna. Útgjöld vegna innfluttrar þjón- ustu vou hins vegar 97,8 millj- arðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 62,2 millj- arða króna en var jákvæður um 61,8 milljarða á sama tíma árið 2015 á gengi hvors árs. Ferðaþjónusta var stærsti liður- inn í inn- og útfluttri þjónustu á ársfjórðungnum og nam afgangur hennar 33,6 milljörðum. Mestur afgangur var af samgöngum og flutningum, eða 38,5 milljarðar. Mestur halli var af annarri við- skiptaþjónustu eða 14,9 milljarðar. /VH Á árinu 2015 voru heildartekjur af þjónustuútflutningi 574,4 millj- arðar króna en útgjöld vegna inn- fluttrar þjónustu 372,3 milljarð- ar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 202,1 milljarð króna samanborið við 135,7 milljarða afgang árið 2014. Stærsti tekjuliðurinn voru útflutn- ingstekjur á ferðaþjónustu, 213,3 milljarðar, eða 37,1% af heild en árið 2014 námu þær 160,1 milljarði á gengi hvors árs. Þjónustuútflutningur á sam- göngum og flutningum var 205 milljarðar króna, eða 35,7% af heildarútflutningi, en árið 2014 nam útflutningurinn 189,2 millj- örðum króna, á gengi hvors árs. Þjónustuútflutningur annarrar við- skiptaþjónustu nam 40,1 milljarði króna, eða 7% af heildarútflutningi þjónustu árið 2015, sem er nánast sama upphæð og árið áður. Útgjöld vegna innfluttrar þjón- ustu á árinu 2015 voru mest vegna ferðaþjónustu, 131,4 milljarðar króna, eða 35,3% af heildarinn- flutningi þjónustu, en námu 113,6 milljörðum króna árið 2014, á gengi hvors árs. Á eftir ferðaþjónustu voru mest útgjöld vegna annarrar viðskiptaþjónustu, 100,1 milljarður króna, eða 26,9% af heildarinnflutn- ingi þjónustu en námu tæpum 109,8 milljörðum króna árið 2014, á gengi hvors árs. Rekstrarleiga er stærsti liður annarrar viðskiptaþjónustu. Útgjöld vegna samgangna og flutn- inga námu 63 milljörðum króna, eða 16,9% af heildar þjónustuinnflutn- ingi árið 2015. Árið 2014 námu þau kaup 58,5 milljörðum króna, á gengi hvors árs. Afgangur vegna ferðaþjónustu árið 2015 nam 81,9 milljörðum króna en mestur afgangur var af samgöngum og flutningum, eða 142 milljarðar króna. Mestur halli var vegna annarrar viðskiptaþjónustu, eða 60 milljarðar króna. Til sam- anburðar var afgangur af samgöng- um og flutningum 130,7 milljarðar króna árið 2014 og afgangur vegna ferðaþjónustu 46,5 milljarðar króna, á gengi hvors árs. Halli af annarri viðskiptaþjónustu nam aftur á móti 69,8 milljörðum króna árið 2014. Þjónustuviðskipti voru mest til og frá ESB-ríkjum, 47,6% af útfluttri þjónustu og 64,6% af innfluttri þjónustu. Afgangur var af jöfnuði við ESB sem nam 33 milljörðum króna á árinu 2015. Innflutningur og útflutningur á þjónustu árið 2015 við einstök lönd var, eins og fyrri ár, mest við Bretland og Bandaríkin. /VH Ljósleiðari lagður um Húnavatnshrepp Hagstofa Íslands: Þjónustujöfnuður jákvæður um 62,2 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2016 Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 6. október Mikið högg fyrir sveitir landsins Byggðarráð Húnaþings vestra hefur lýst yfir þungum áhuggjum vegna ákvarðana sláturleyfishafa um 8 til 12% lækkun á afurða- verði til sauðfjárbænda í yfir- standandi sláturtíð. „Rekstur afurðastöðva hefur verið þungur um nokkurt skeið og mikilvægt að rekstrargrundvöllur þeirra sé tryggur. Óásættanlegt er að bændur einir skulu þurfa að taka á sig þær aðgerðir en afleiðingar lækkunar afurðaverðs verða ófyrir- sjáanlegar og mikið högg fyrir sveit- ir landsins,“ segir í bókun fundar byggðarráðs. Byggðarráð Húnaþings vestra skorar á alla hlutaðeigandi að leita allra leiða til að tryggja sauðfjár- bændum viðunandi verð fyrir afurð- ir sínar og styrkja þannig rekstrar- grundvöll sauðfjárbúa. /MÞÞ Fjölmennur fundur sauðfjárbænda í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum: Stærsta krísan í langan tíma − Búið að berja á bændum árum saman − „Nú ættum við að taka slaginn“ „Þetta er gríðarlega alvarlegt ástand, ein stærsta krísa sem við höfum staðið frammi fyrir í langan tíma, mörg bú verða ekki rekstrarhæf og við horfum fram á mikla byggðaröskun verði ekki eitthvað róttækt gert í stöðunni. Sauðfjárrækt er eina alvöru byggðastefnan sem rekin er hér á landi og við okkur blasir hrun á ákveðnum svæðum,“ sagði Einar Ófeigur Björnsson, stjórnarmað- ur í Bændasamtökum Íslands, en hann átti einnig sæti í nefnd sem stóð að gerð búvörusamninga. Félag sauðfjárbænda í Suður- Þingeyjarsýslu og Félag sauð- fjárbænda í Eyjafirði héldu fund á Hrafnagili á mánudagskvöld og var vel mætt. Fundarefnið var verðlækkun á sauðfjárafurðum nú í haust og hvað væri til ráða í stöðunni. Á fundinn mættu fram- kvæmdastjóri og formaður stjórnar Norðlenska, Ágúst Torfi Hauksson og Sigurgeir Hreinsson, og Eiður Gunnlaugsson frá Kjarnafæði, sem á SAHun á Blönduósi og hlut í sláturhúsinu á Vopnafirði. Formaður og framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, þeir Þórarinn Ingi Pétursson og Svavar Halldórsson, voru einnig á fundinum. Þórarinn Ingi fór yfir röksemdir LS í málinu og til hvaða aðgerða hefði verið gripið af hálfu samtakanna. Ágúst Torfi og Eiður skýrðu sjónarmið afurðastöðvanna og kváðu þær hafa verið nauð- beygðar að grípa til þess ráðs að lækka afurðaverð til bænda vegna slæmrar stöðu. Fram kom í máli Sigurgeirs að tap af rekstri slátur- húsanna í landinu á liðnu ári væri yfir 800 milljónir króna. Sá sem hefur engu að tapa Bændur voru margir ómyrkir í máli á fundinum og fannst harkalega að sér vegið. Þeir hefðu fremur kosið að afurðastöðvar hefðu beint spjótum sínum að verslun- inni í landinu sem augljóslega tæki alltof mikið til sín. Eftir sætu bændur og afurðastöðvar með sárt ennið. Þegar væri búið að hagræða „í drasl“ innan afurðastöðv- anna, án þess að það kæmi bændum til góða. „Hættulegasti andstæðurinn er sá sem hefur engu að tapa,“ sagði Guðrún Tryggvadóttir í Svartárkoti í Bárðardal. Búið væri að berja á bænd- um árum saman án þess þeir hefðu staðið í lappirnar og verslunin hefði tögl og hagldir. −„Nú ættum við að taka slaginn.“ Þurfum við að eiga fyrirtækið? Þeirri hugmynd var varpað upp að fækka sláturhúsum í landinu jafn- vel niður í eitt sem yrði þá í stífri keyrslu. Var henni ekki illa tekið. Birgir Arason, formaður Félags eyfirskra sauðfjárbænda, sagði óhjá- kvæmilegt fyrir bændur að velta því fyrir sér hvort þeir ættu yfirleitt að halda sínum eignarhlut í Norðlenska, „þurfum við að eiga þetta fyrirtæki, er tímabært núna að láta það frá sér?“ spurði hann. /MÞÞ Svavar og Þórarinn koma skilaboðum LS á framfæri við fundinn. Myndir / MÞÞ Fjölmenni var á fundi sauðfjárbænda í matsal Hrafnagilsskóla á mánudagskvöld, en til hans voru boðaðir bænd- Sigurbjörg Einarsdóttir á Hóli við Dalvík, Arnfríður Friðriksdóttir á Hálsi, Guðmundur Sturluson, Þúfna- völlum og Arnþór Ólafsson frá Gerði. Guðrún Sigríður Tryggvadóttir bóndi í Svartárkoti og formaður BSSÞ. Næst er Sigurður Pálsson Lækjarvöllum og síðan Bergljót Þorsteinsdóttir Halldórsstöðum. Þau komu öll um langan veg úr Bárðardal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.