Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016
stuðnings í dreifbýli á meðan Vinstri
og Græningjar eru fremur þéttbýlis-
flokkar. Þess vegna er nauðsynlegt
að ný landbúnaðarstefna njóti stuðn-
ings kjósenda bæði í dreifbýli og
þéttbýli. Ósamkomulag um nokkur
gildishlaðin mál getur valdið sundr-
ungu hjá miðjukjósendum sem eru
velviljaðir landbúnaði, mál eins
og dýrbítur, loðdýr og afstaða til
stórbúa. Ætlir þú að byggja nýja
landbúnaðarstefnu með góðri sam-
stöðu þarftu að fá miklu breiðari
samstöðu, þú verður að fá ýmsa til
að láta af margs konar sérmálum og
jafnvel að þú þurfir að slátra ein-
hverjum heilögum kúm.
Sá sem ætlar að gera grunn-
breytingar á landbúnaðarstefnunni
verður að ræða við landbúnaðarvís-
indamenn. Eyddu ekki miklum tíma
í fagídjóta sem eru áhugalausir um
stjórnmál eða skilja þau ekki. Þú
rekst á faghópa, jafnvel innan sömu
greinar, sem gefa þér misvísandi
ráð. Áberandi vísindamenn, bæði í
Noregi og á alþjóðavísu, halda því
fram að við eigum að hætta neyslu
á nauta- og lambakjöti en borða
aðeins kjúkling og svín til að draga
úr gróðurhúsaáhrifum. Þeir gleyma
aðeins að það eru bara nautgripir,
geitur og sauðfé sem hafa inni-
byggða efnaverksmiðju sem gerir
þeim mögulegt að nýta gras sem
á annan hátt er okkur ónýt fæða.
Landbúnaðarauðlindir Noregs eru
öðru fremur gras og vatn, þar er for-
skot okkar í landbúnaðarsamanburði
fyrst og fremst að finna. Nokkrir
hagfræðingar halda því fram að
ekki eigi að höggva skóg heldur
láta standa til að binda sem mest
kolefni og bæta þannig stöðu okkar
í loftslagsmálum. Þú skalt heldur
hlusta á þá sem segja að það eigi að
endurnýja skóginn til að binda enn
meira kolefni. Mest að viðarfram-
leiðslunni fer í hús, brýr og húsgögn
sem binda kolefni um hundruð ára.
Vísindamenn hafa ekki allir á réttu
að standa, einstaka jafnvel alveg úti
að aka, þó að margir hafi á réttu að
standa. Í mörgum greinum byggja
vísindamenn á rannsóknarlíkönum
þar sem gerðar eru margs konar fyr-
irvarar og áhrif fárra þátta skoðuð
þannig að niðurstöður hafa takmark-
að gildi. Þannig er það og fjöldi vís-
indamanna hefur ekki hæfileika til
að setja smáatriðaþekkingu sína í
nokkurt samhengi við stjórnmál eða
samfélag. Þú sem stjórnmálamaður
verður að sækja til vísindanna en
jafnframt að nota heilbrigða skyn-
semi til að sjá samhengi hlutanna.
Það er ekki stór hópur sem er
með úrvalsmenntun í landbún-
aði, náttúrufræði, skógfræði eða
þjóðfélagsfræði en hafa jafnframt
góðan skilning á landbúnaðarpóli-
tík. Þetta fólk þarftu að leita uppi
og ná til að starfa með þér. Ég get
nefnt örfáa: Odd Magne Harstad,
Harald Volden og Birger Svihus við
Landbúnaðarháskólann, Annechen
Bugge við Neiendastofnunin, Nils
Vagstad og Oddveig Storstad við
Lífhagfræðistofnunina (NIBIO),
Bent Sofus Tranöy og Per Ingvar
Olsen við Verslunarháskólann
og samverkamenn mína, Hilde
Björkhaug og Jostein Vik. Fjarri
því að þetta fólk búi yfir stóra
sannleikanum en eru öll flink í að
miðla fræðunum og geta haldið uppi
umræðunni þegar andstæðingarnir
reiða til höggs og ætla sér að drepa
niður umræðuna eins og svo algengt
er síðustu árin.
Fáðu þér framkvæmdarými
með að byrja á að hlusta og læra
en í framhaldinu að taka pólitískar
ákvarðanir og leiðrétta þær síðan
strax ef þess reynist þörf. Þú skalt
vara bændur og aðra þátttakendur
við um breytingarnar tímanlega,
halda ótrauður stefnunni en gefa
fólki nægan tíma til að aðlaga sig.
Við þörfnumst ekki rándýrra og
tímafrekra úttekta heldur kröftugra
og framsýnna ráðstafana sem dreg-
ur þessa gamalgrónu grein upp úr
þeim hjólförum sem hún hefur of
lengi verið í.
Eftirmælin gætu orðið betri en
samtímadómarnir
„Breyting yfir í norska landbúnað-
arpólitík sem er flott, sjálfbær og
aðlöguð loftslagsbreytingum og
byggir á stóraukinni nýtingu norskra
náttúrauðlinda kemur til með að
kosta bæði sársauka og peninga.
Þess vegna hljóta að verða pólitísk
átök um margt af því sem þarf að
gera.
Þau grundvallar breytingaáform
sem ég er talsmaður fyrir í þessari
bók munu vekja mótmæli víða innan
sem utan landbúnaðarins. Breyting
landbúnaðarstefnunnar frá stefnu
Mork/Sundby (höfundar stefnunnar
frá 1930 (þýð.)) frá um 1930 yfir í
stefnu fyrir 21. öldina krefst tíma,
að lágmarki áratugar. Því verður að
hafa í gangi kerfi sem mælir áhrifin
jafnharðan þannig að við sjáum að
við séum á réttri leið og hverju þurfi
að breyta.
Óvíst er að þú fáir mikið klapp á
bakið þegar þú hættir og áreiðanlega
mikið skítkast meðan þú ert að störf-
um. Þú færð hrós frá einhverjum
en stólaðu ekki á að það séu þínir
tryggustu vinir. Heldur ekki gefið að
þeir sem ráðast mest að þér í upphafi
verði fjandmenn þínir að lokum. Í
landbúnaðarsögu 21. aldarinnar
þegar hún verður rituð gætir þú átt
stóran sess, takist þér að gera þess-
ar breytingar. Takist öðrum norsk-
um ráðherrum að gera þær grænu
umbætur sem allir tala um muntu
fá aðstoð þaðan og finna að þetta
eru breytingar á miklu stærri heild.
Hugsaðu þér að þú mættir þeim
Mork/Sundby í draumi eins og ég
gerði (tilvísun í annan kafla í bók-
inni (þýð.)) þegar þeir koma til
með að líta eftir landbúnaðarpóli-
tíkinni getur þú lagt hönd á hjarta
og sagt að nú hefðir þú mótað nýja
stefnu sem leysti af hólmi þeirra
nærri aldargömlu stefnu. Með hjálp
fjöldans verður nýja landbúnaðar-
stefnan umskipti fyrir landbúnað-
inn og verðugur þáttur hans í grænu
breytingunni. Þessi nýja landbúnað-
arstefna verður gjöf okkar til barna-
barnanna.“
Jón Viðar Jónmundsson
jvj101@outlook.com
Greinin hér að framan eftir Jón Viðar Jónmundsson sem er að mestu
þýðing úr bók Reidar Almås, er birt hér samkvæmt samkomulagi
um tímasetningu birtingar sem gerð var við Jón í byrjun júní.
Greinar í tveim blöðum þar á undan voru einnig birtar samkvæmt
ósk Jóns og munnlegu samkomulagi sem gert var á sama tíma.
Jón Viðar hefur farið mikinn í öðrum fjölmiðlum og haft uppi dylgjur
um að Bændablaðið hafi neitað að birta greinar hans. Jafnframt hefur
hann ausið úr skálum reiði sinnar yfir forystumenn í hagsmunasamtökum
bænda og ýmsa starfsmenn þeirra samtaka.
Svo því sé haldið til haga þá hefur undirritaður ekki neitað að birta
greinar frá Jón Viðari Jónmundssyni í Bændablaðinu. Ekki heldur
grein sem hann kaus að birta í Stundinni í síðustu viku. Það, að ekki sé
mögulega pláss í prentaðri útgáfu Bændablaðsins fyrir greinar eins og
þessa sem var yfir 3.000 orð, felur ekki í sér neina höfnun á birtingu
efnis á forsendum innihalds. Þegar Jón krafðist þess mörgum dögum
áður að fá skýr svör um það fyrirfram hvort Bændablaðið myndi „neita“
að birta greinina sem hann var þá ekki einu sinni búinn að skrifa, hvað
þá að upplýst væri um innihaldið, varð auðvitað fátt um svör. Þessari
kröfu fylgdi um leið hótun um að fara með málið í aðra fjölmiðla.
Nokkrum dögum áður en téð grein birtist mætti Jón Viðar á ritstjórn
blaðsins og hafði uppi ljót orð um ritskoðunartilburði Bændablaðsins
og spurði hvers vegna blaðið vildi ekki birta greinina sem nú er birt
hér að framan. Var honum þá vinsamlegast bent á að hann hafi sjálfur
óskað eftir að hún biði birtingar fram á haust. Varðandi ritskoðunartil-
burði sem Jón dylgjaði um, þá var honum bent á að í niðurlagi á grein
sem birtist í síðasta blaði var setning sem var algjörlega óviðkomandi
greininni en með ummælum um ákveðnar persónur sem jöðruðu við
brot á meiðyrðalöggjöf. Sem ábyrgðamaður blaðsins sagðist ég ekki
geta tekið ábyrgð á þeim orðum. Þar sem þessi setning kæmi efninu
ekkert við þá yrði greinin birt án þeirrar setningar og var það gert.
Jón Viðar lét af störfum hjá Bændasamtökunum á vordögum. Þegar
hann fór hvatti undirritaður hann eindregið til að halda áfram að skrifa
faglegar greinar í Bændablaðið. Það ætti Jón sjálfur að geta staðfest.
Það var gert þrátt fyrir að hann væri áður margítrekað búinn að ata
alla helstu forystumenn bænda auri í öðrum fjömiðlum og að hluta
í Bændablaðinu líka, sem og framkvæmdastjóra Ráðgjafarþjónustu
landbúnaðarins, yfirmann útgáfusviðs BÍ og mig sjálfan. Ósk mín við
hann um að halda áfram faglegum greinaskrifum þrátt fyrir allt sem
á undan var gengið, lýsir varla mikilli mannvonsku út í þennan ágæta
sérfræðing í búsvísindum.
Ég veit ekki um neinn sem virðir ekki mikla þekkingu Jóns og
framlag til ræktunar íslenskra búfjárstofna. Skoðanir eru þó eðlilega
skiptar, bæði meðal sérfræðinga og bænda, um þá stefnu sem efst er á
baugi í ræktunarmálum hverju sinni.
Bændablaðið reynir að birta allt aðsent efni sem berst svo fremi
að pláss sé fyrir hendi og fulls velsæmis gætt. Þetta er Jóni Viðari
Jónmundssyni fullkunnugt um og ætti því að vera óþarft að dylgja um
það í öðrum fjölmiðlum.
Virðingarfyllst,
Hörður Kristjánsson,
ritstjóri Bændablaðsins.
Að gefnu tilefni
Landbúnaður allra landsmanna:
Virði og vægi landbúnaðar
Sæmd er hverri þjóð að búa að
heilnæmri matvælaframleiðslu,
sem í senn er hægt að horfa til með
stolti. Ferðaþjónustan er marg-
slungin og vex hröðum skrefum
hér á landi. Ferðamenn kalla eftir
því að fá að kynnast viðfangsefnum
þeirra sem búa í dreifðum og þétt-
um byggðum Íslands. Samhliða
stórbrotinni náttúru.
Landbúnaður er ekki aðeins
verkefni og lifibrauð þeirra sem
hafa af honum daglegan starfa.
Landbúnaður skiptir ekki eingöngu
miklu máli fyrir einstök byggðar-
lög þar sem hann er stundaður með
blómlegum hætti, svo sem í upp-
sveitum Árnessýslu, í Skagafirði
og miklu víðar. Þessi atvinnugrein
hefur mikla þýðingu fyrir alla íbúa
landsins. Hvert bú í landinu skapar
störf í þéttbýlinu. Hér er ekki ein-
göngu átt við framleiðslu á mjólk
og kindakjöti. Búgreinarnar garð-
yrkja, eggjaframleiðsla, loðdýrarækt,
framleiðsla á öðru kjöti, svína-,
fugla- og nautakjöti, að ógleymdri
hrossarækt mynda allar í sameiningu
íslenskan landbúnað. Enn er það svo
að langstærstur hluti landbúnaðar-
afurða kemur frá íslenskum bænd-
um, þó vissulega hafi innflutningur
aukist á þeim. Vel má vera að það
opinbera landbúnaðarkerfi sem er
við lýði á Íslandi þarfnist uppstokk-
unar. Það færi betur að almennari
sátt væri um það. Ekki verður nánar
farið út í þá sálma í þessum pistli.
Bændur og aðrir landeigendur eru
vörslumenn síns lands og heyrir til
undantekinga ef því hlutverki er ekki
sinnt með sóma. Mörg eru dæmin
um stóra sigra í landgræðslu fyrir
tilstuðlan bændanna sjálfra.
Íslenskar sveitir og fólkið sem í
þeim býr eru dýrmætir hlekkir í upp-
byggingu þeirrar atvinnugreinar sem
nú vex hraðar en nokkur önnur grein
í þessu landi. Er þar átt við ferða-
þjónustuna. Má líkja henni við stór-
iðju. Það er hverjum Íslendingi hollt
að minnast þess að hin fagra ásýnd
sveitanna í landinu skapast ekki
síst af því að búfénaður er til staðar
og grösin hafa hlutverk. Yfirbragð
margra vinsælla ferðamannastaða
gæti orðið snautlegt ef grösin væru
líflaus sina. Ferðaþjónusta og land-
búnaður eru greinar sem styðja hvor
við aðra.
Matarforði þarf að vera tryggur
Ekki þarf að fjölyrða um að land-
búnaður vigtar meira nokkuð annað
þegar rætt er um matvælaframleiðslu
landsmanna. Nágrannar okkar Svíar
leggja áherslu á verndun staðbund-
ins landbúnaðar. Þeir kunna að
meta heimaframleidd matvæli eins
og margir Íslendingar. Auk þess eru
þeir meðvitaðir um að fæðuöryggi er
nokkuð sem getur verið stefnt í voða
ef ekki er hlúð að landbúnaði heima
fyrir. Það hefur sýnt sig undanfarin
ár, að það er ákveðið öryggi í því að
framleiða sem mest af eigin matvæl-
um. Í kjölfar hrunsins fundum við
fyrir því í þessu landi að óvissa var
með innflutning á ýmsum nauðsynja-
vörum og vöntun á öðrum. Komi
til verkfalla getur innflutningur líka
stöðvast. Við búum við vá frá náttúr-
unni, hún getur farið hamförum fyr-
irvaralaust. Komi til náttúruhamfara
eða ófriðar í veröldinni geta skapast
þær aðstæður að ekki verði hægt að
flytja vörur til landsins.
Í ljósi þess er nauðsynlegra en
flest sem brýnt er að eiga lágmarks-
birgðir af matvælum. Skilyrði til að
framleiða íslenskar matvörur þurfa
því að vera skýr svo tryggt sé að
lágmarksbirgðir séu til staðar hverju
sinni.
Öllum þjóðum er nauðsynlegt að
hafa lágmarksbirgðir af nauðsynleg-
ustu matvælum og setja sér skýrar
reglur hvað það varðar og standa
skipulega á bak við innlenda mat-
vælaframleiðslu.
Aðstæður og framleiðni í
landbúnaði
Tækniframfarir hafa verið býsna
miklar í landbúnaði á síðustu ára-
tugum. Ef litið er til kúabænda má
vera ljóst að þar jaðrar við byltingu.
Sífellt fleiri nýta sér mjaltaþjóna
og gjafakerfi sem létta vinnuna til
muna. Auk þess hefur heyskapar-
tækni fleygt mjög fram. Að sama
skapi eru gæði heyjanna tryggari og
hefur það ásamt auknum kynbótum
aukið afurðir búanna. Meðalbúið í
landinu framleiðir um 200.000 lítra
um þessar mundir. Það nær jafnvel
ein manneskja að sinna því og þaðan
af meiru stóran hluta úr árinu þar sem
aðstæður eru hagstæðar. Framundir
síðustu aldamót voru á mörgum
búum tvær manneskjur gengnar
upp að hnjám fyrir aldur fram við
að framleiða 60–70 þúsund lítra
mjólkur. Ætla má að sama skapi að
fjárbinding og skuldsetning búanna
sé heilt yfir umtalsvert meiri nú en
áður. Ekki er þróun óáþekk í garð-
yrkju. Þar eru framleiðslueiningarnar
stærri en áður gerðist. Raflýsing er
víðast hvar notuð við ræktun allt árið
um kring. Það eitt og sér hefur aukið
framleiðslumagn á fermetra mjög
mikið. Í kjötframleiðslu og loðdýra-
rækt hefur tæknin einnig gert störfin
léttari. Hér er á engan hátt verið að
dást að verksmiðjubúskap. Engu að
síður þurfa rekstrareiningar að ná
lágmarksstærð til að hægt sé að horfa
til framtíðar í búrekstri hér á landi.
Vel rekin fjölskyldubú hafa í gegnum
árin verið farsælt form búrekstrar.
Nútímabændur eru almennt vel í
stakk búnir til að takast á við aukna
framleiðslu. Sumir kunna að sakna
gamla tímans þar sem fjöldi fólks
var á hverjum bæ og flest unnið með
handaflinu. En sá tími heyrir fortíð-
inni til, þótt viss menningarverðmæti
geti falist í að varðveita þau vinnu-
brögð sem áður tíðkuðust. Geta þau
verðmæti gagnast ferðaþjónustu eins
og dæmin sýna.
Horft fram á veginn
Stór hluti Íslendinga á rætur í
dreifbýli landsins. Það er mislangt
í þær. Landbúnaður stendur nálægt
okkar hjarta sem höfum lifað og
hræst í landbúnaði um lengri eða
skemmri tíma. Almennt hygg ég
að þjóðin sé hlynnt bændum og
öðrum dreifbýlisbúum. Ég vona að
sú gjá sem stundum hefur borið á
milli þéttbýlis og dreifbýlisfólks sé
á undanhaldi. Sá sem þetta ritar upp-
lifði fyrir aldarfjórðungi eða svo að
mun stærri orð féllu í garð bænda af
vörum dómharðra einstaklinga en
nú tíðkast. Átti það ekki síst við um
fjölmiðla. Á hinn bóginn mátti einnig
finna dæmi um dómhörku dreifbýl-
isfólks í garð borgarbúa. En það er
hygg ég vera fáheyrðara nú til dags,
en svo bregður engu að síður við
að maður heyri menn vera stóryrta
í þessum efnum, ekki held ég samt
að sá kór sé fjölmennur.
Ekki er að mínu mati ástæða til að
gera mikið úr því að gjá sé til stað-
ar milli þéttbýlis og dreifbýlisbúa.
Þéttbýlisbúinn er ber að baki ef ekki
er líf í dreifbýlinu. Að sama skapi er
dreifbýlisbúinn illa staddur án lífs í
þéttbýli.
Kristófer Tómasson,
sveitarstjóri Skeiða- og
Gnúpverjahrepps
Kristófer Tómasson.