Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Þungarokkshljómsveitin Skál m- öld er að senda frá sér sína fjórðu hljóðversplötu og kemur hún formlega út 30. september næstkomandi. Hljómsveitin hefur einnig gefið út tónleikaplötu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þráinn Árni Baldvinsson, gítar- leikari sveitarinnar, segir að nýja platan heiti Vögguvísur Yggdrasils og sé gefin út af austurríska útgáfu- fyrirtækinu Napalm Records. „Á plötunni, eins og fyrri plötun- um okkar, erum við að vinna með heim sem er að hluta til ímyndaður en byggður á norrænni goðafræði. Eftir síðustu, Með vættum, spratt upp sú hugmynd að gera plötu með vögguvísum. Við veltum talsvert fyrir okkur hvernig við gætum tækl- að verkefnið. Ein hugmyndin var að senda frá okkur rólega fjögurra laga plötu en útkoman er níu laga kraftmikil og hröð plata. Þema plötunnar eru vögguvísur fyrir alla níu heima norrænnar goða- fræði og í framhaldi af því er gaman að velta fyrir sér hvernig vögguvísa í Hel hljómar svo dæmi sé tekið. Öll lög og allir textar plötunn- ar eru frumsamdir en minnin og hugmyndafræði þeirra eru tekin úr goðafræðinni,“ segir Þráinn. Gulur vínyll fyrir Ísland „Útgáfa plötunnar er ólík því sem áður hefur verið því að hún er ein- göngu gefin út af Napalm Records en Sena sér um að dreifa henni hér á landi. Platan verður gefin út bæði á CD og vínyl og er um þrjár mis- munandi liti á vínylnum að ræða. Litirnir eru rauður, appelsínugulur og gulur og verður gula útgáfan eingöngu seld á Íslandi. Þetta gleð- ur vínyl safnarann mig gríðarlega mikið, ég hlusta nær eingöngu á vínyl.“ Þráinn segir að Naplam Records komi til með að dreifa plötunni um allan heim nema í Asíu. „Fyrirtækið er með dreifingarsamning við Universal í Bandaríkjunum en ég veit satt að segja ekki hvort búið er að semja um dreifinguna í Asíu.“ Tónleikar og gott partí Skálmöld verður með stóra útgáfu- tónleika á Íslandi eftir áramótin en verður þó með ferna tónleika í tengslum við útgáfu plötunnar strax í október á Gauknum og Græna hattinum. Þráinn segir að það séu ekki beinlínis útgáfutónleikar held- ur frekar gott partí þar sem þeir ætla að spila. „Skömmu eftir miðjan október tekur svo við tónleikaferð um Evrópu fram í miðjan nóvember. Fyrst tónleikarnir verða í Póllandi, sem er orðinn okkar annar heima- völlur, og við verðum í viku þar. Eftir það förum við svo til nokkurra landa í Evrópu en mest í henni aust- anverðri.“ Saumaklúbburinn Skálmöld Skálmöld samanstendur af gítar- leikurunum Baldri Ragnarssyni, Björgvini Sigurðssyni og Þráni Árna, Gunnari Ben, sem leikur á hljómborð, Jóni Geir Jóhannssyni á trommur og Snæbirni Ragnarssyni á bassa. Allir meðlimir syngja. Þráinn segir að saumaklúbburinn Skálmöld hafi orðið til þegar nokkr- ir áhugamenn um þungarokk hafi ákveðið að stofna hljómsveit og spila tónlist sem þeir hefðu gaman af. „Hugmyndin var alltaf að gera þetta fyrir okkur sjálfa en ekki endi- lega til að heilla aðra með. Þegar við ákváðum að gera fyrstu plötuna var ég sannfærður um að ég kæmi til með að eiga 250 eintök undir rúmi um ókomna framtíð og lauma eintökum í afmælispakka ættingja minna um ókomna tíð. Raunin var aftur á móti sú að platan seldist upp á nokkrum dögum og eftir það fór allt af stað og og hefur eiginlega rúllað glórulaust síðan.“ Þungarokk og norræn goðafræði Textar Skálmaldar fylgja fornum íslenskum bragarháttum og yrkis- efni þeirra eru bardagar og goða- fræði. Þegar Þráinn er spurður hvers vegna norræn goðafræði sé vinsælt umfjöllunarefni þungarokkshljóm- sveita og aðdáenda þeirra segir hann að það liggi í augum uppi. „Áhugi fyrir víkingum og víkinga- tímanum er mikill eins og sást þegar sverðið fannst í Skaftárhreppi fyrir skömmu. Það er eitthvað svalt við hugmyndina um víkingaskip og allt það og aðvitað er heilmikið rokk í goðafræðinni.“ Iron Maiden í sveitinni Þráinn Árni ólst upp í Kinn, við bakka Skjálfandafljóts. „Ég er sveitapiltur að upplagi og enda vonandi sem fjárbóndi. Ég man vel þegar ég sat á garðabandi í fjárhús- inu með afa, hann tók í nefið og mig dreymdi um að spila í þungarokks- hljómsveit, núna stefnir hugurinn aftur í sveitina. Ég var því mjög glaður í sumar þegar við tókum kynningarmyndir og heilt mynd- band fyrir nýju plötuna við ósinn Bjargarkrók þar sem Skjálfandafljót rennur út í Skjálfandaflóa en Hlöðver, bóndi á Björgum, leyfði okkur að fara á þetta mikla orku- svæði enda er hann þungarokkari sjálfur,“ segir Þráinn að lokum. /VH Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Ís- lands, segist ekki hafa farið að hlusta á þungarokk að neinu ráði fyrr en á fullorðinsárum, en alltaf haft gaman af klass- ískara rokki, einkum þjóðlagaskotnu. „Ég er því ekki innmúraður þungarokkshundur, en þetta hefur verið hægfara þróun. Það var magnað að mæta á Metallica þegar þeir komu til Íslands árið 2004 og Iron Maiden 2005. Þegar Skálmöld kom til sögunnar þá breytti það stöðunni. Þeirra tónlist er einhvern veginn allt sem mér finnst skemmtilegt, þungt rokk, en þó melódískt og um leið með sterka tengingu við þjóðlagaarfinn og íslenska menningu. Það var Karl Hreiðars- son, vinur minn frá Húsavík, sem benti mér fyrst á hljómsveitina. Fyrsta lagið sem birtist frá þeim var Kvaðning sem síðar kom út á fyrstu plötunni þeirra, Baldri, og það bara dugði. Síðan þá hef ég beðið spenntur eftir öllu sem frá þeim hefur komið og farið á marga tónleika. Í tengslum við þetta hef ég líka farið að hlusta meira á þungarokk almennt, bæði íslenskt og hljómsveit- ir annars staðar frá, sem spila þjóðlagatengt þungarokk. En ég verð alltaf spenntastur yfir Skálmöld. Hljómsveitina sá ég síð- ast á NASA í lok síðasta mánaðar, þar sem meðal annars voru spiluð nokkur lög af Vögguvísum Yggdrasils sem kemur út um mánaðamótin. Ég hlakka til að fá hana í hendur. Skálmöld breytti stöðunni Þráinn Árni Baldvinsson. Mynd / Birta Rán.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.