Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Fyrstu helgina í september var Toyota með stóra haustssýningu á bílum með ýmsum hausttilboðum. Að lokinni sýningunni fékk ég til prófunar Toyota Avensis-skutbíl. Hugmyndin var að taka stuttan prufuakstur á bílnum, en það var svo gott að keyra bílinn að stutti prufu- aksturinn endaði í tæpum 300 km. Hljóðlátasti bensínbíll sem ég hef keyrt Eftir að hafa sett bílinn í gang varð ég að líta á snúningshraðamælinn til að sjá hvort vélin væri í gangi, svo lágvær var vélin. Þegar ég skoðaði þetta betur sá ég að vélarrýmið var vel hljóðein- angrað og ekki bara vélarrýmið sem var svona vel hljóðeinangrað því að í akstri heyrðist nánast ekkert veg- hljóð. Undirvagninn er líka hljóð- einangraður, jafnvel á malarvegi heyrist nánast ekkert steinahljóð. Aðeins einu sinni heyrði ég í vélinni í akstri, en það var þegar ég var með skiptinguna stillta á SPORT og var að finna snerpuna í bílnum að ég heyrði í vélinni í akstri. Sætin afar þægileg í langkeyrslu Bílstjórasætið er sérstaklega gott og varð ég hrifinn af hönnun og lögun sætisins þar sem sætið hélt vel við bakið á mér, en að setjast í þetta sæti minnti mig á þegar ég settist í keppnissæti á rallýbíl fyrir nokkrum árum. Í upphafi átti bíltúrinn að vera rétt austur fyrir fjall, en endaði í kaffi í Hrauneyjum, svo gott var að keyra bílinn. Í bakaleiðinni var malarvegakaflinn að Hjálpar fossi prófsteinninn á bílinn í malarvega- akstri. Á hlykkjóttum og holóttum malarveginum var ég hreinlega límdur í sætið og haggaðist ekki vegna hliðarstuðningsins í sætinu. 1,8 lítra bensínvél sem skilar 147 hestöflum Bíllinn sem ég prófaði var sjálf- skiptur með 7 þrepa sjálfskiptingu, þægilegur að keyra í alla staði, en ekki alveg gallalaus. Það eina sem mér fannst vara- samt var hversu ég fann lítið fyrir hraðanum og var aðeins of gjarn á að vera á of miklum hraða. 7 gíra sjálfskiptingin er mjúk, ég fann aldrei þegar bíllinn skipti sér. F a r a n g u r - srýmið er gott, en vara dekkið er það sem ég kalla aumingi. Felgustærðin er 17 tommur og er fínt á malbiki, en fyrir mikinn akstur á malarveg- um myndi ég alveg vilja sjá þennan bíl á 16 tommu felgum sem gætu borið belgmeiri dekk sem gæfu betri fjöðrun. Stutti bíltúrinn sem upphaflega var ráðgerður endaði í tæpum 300 km og samkvæmt aksturstölvu bíls- ins var meðaleyðsla mín 7,6 lítrar á hundraðið, en uppgefin meðaleyðsla samkvæmt sölubæklingi er á bilinu 5,9 til 6,4 lítrar á hundraðið. Óásættanlegur ljósabúnaður Það er aðeins tvennt sem ég get sett út á bílinn. Það er ljósabúnaðurinn og varadekksauminginn. Ljósin eru óásættanleg vegna þess að það þarf að kveikja á þeim í hvert skipti sem farið er af stað til að vera með afturljós og þar af leiðandi löglegur í umferðinni. Við það dofna ljósin í mælaborðinu svo mikið að maður sér varla á mæla- borðið. Rausnarlegt hausttilboð á aukahlutum Á haustssýningunni var fjölskyldu- bíllinn Toyota Avensis auglýstur á tilboði með aukahlutum sem voru m.a. dráttarkrókur, farangursbox á topp (stundum kallað tengda- mömmubox) og fleira. Í boði fyrir Avensis er mikið af aukahlutum og búnaði hjá Toyota. Ódýrasti Avensis er á verði frá 4.210.000 upp í 5.890.000 sá dýr- asti, en nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá sölumanni eða á vef- síðunni www.toyota.is. Vélabásinn liklegur@internet.is Hjörtur L. Jónsson Þyngd 1.410 kg Hæð 1.480 mm Breidd 1.810 mm Lengd 4.820 mm Helstu mál og upplýsingar : Toyota Avensis 1,8 með bensínvél. Í baksýn er Hjálparfoss. Myndir / HLJ Fótapláss gott og bílstjórasætið alveg draumur. Gott pláss fyrir farþega í aftursætum. hluta vegna betur en aðrar hlífar veghljóð inn í bílinn (nema að heyrnin sé farin að gefa sig hjá mér). versta, en gerir það sem henni ber. Hef séð betri og stærri hliðarspegla hjá Toyota, en þessir þjóna sínu. bíllinn skiptir sér. Hefði verið til í að prófa sama bíl á 16 tommu felgum á malarvegi með dekkjanna sem bíllinn er á. ekki slæmt, en í dagsbirtunni með ljósin kveikt fannst mér mælaborðið dauft og illlæsilegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.