Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 1
18. tölublað 2016 ▯ Fimmtudagur 22. september ▯ Blað nr. 475 ▯ 22. árg. ▯ Upplag 32.000 Ný reglugerð á borði ráðherra getur gjörbreytt möguleikum fyrir hreinleikavottun á íslensku lambakjöti: Erfðabreytt fóður bannað í íslenskri sauðfjárrækt − „Þessar breytingar geta þýtt ný markaðstækifæri fyrir íslenskt lambakjöt,“ segir ráðherra Lögfræðingar á vegum landbún- aðarráðuneytisins vinna nú að því að yfirfara reglugerðartexta sem miðar að því að erfðabreytt fóður verði bannað við sauðfjárrækt á Íslandi. Er það talið geta skipt sköpum varðandi markaðssetn- ingu á sauðfjárafurðum í fram- tíðinni. Íslensk fjallalömb eru alin án erfðabreytts fóðurs, á móðurmjólk og fjallagróðri. Þótt hingað til hafi ekki verið bannað að gefa erfðabreytt fóður (GMO), er notkun á því hverf- andi í íslenskri sauðfjárrækt. Landssamtök sauðfjárbænda (LS) hafa ítrekað samþykkt að erfða- breytt fóður verði bannað í grein- inni. Hafa samtökin farið fram á það við landbúnaðarráðuneytið að bann verði sett inn í reglugerð við notk- un á slíku fóðri. Hugmyndin er að í framhaldi af því gefist möguleikar á að fá alþjóðlegar vottanir sem auki virði og sölumöguleika afurðanna. Gunnar Bragi Sveinsson landbún- aðarráðherra hefur tekið vel undir óskir bænda í þessu efni. „Ráðuneytið er nú að skoða hvernig hægt sé að verða við óskum bænda. Ég vona að fljótlega liggi fyrir nauðsynlegar breytingar svo við getum gefið út nýja reglugerð. Þessar breytingar geta þýtt ný markaðstæki- færi fyrir íslenskt lambakjöt,“ segir ráðherra. Vinna við breytinguna er langt komin og lögfræðingar ráðuneytisins eru nú að fara yfir reglugerðartext- ann. Framkvæmdastjóri LS fagn- ar því að ráðherra skuli taka svo afgerandi afstöðu með heilnæmi og hreinleika lambakjötsins. Þetta muni skila sér í bættri samkeppnisstöðu og meiri verðmætum fyrir íslenska bændur. Þess má geta að fyrir skömmu voru hér á ferð fulltrúar frá banda- rísku verslunarkeðjunni Whole Food Market. Eitt af skilyrðum fyrir kaupum þeirra keðju á landbúnað- arafurðum, hvort sem er frá Íslandi eða öðrum löndum er, að hægt sé að tryggja hreinleika vörunnar. Það varðar m.a. upprunamerkingar og að ekki sé verið að nota erfðabreytt fóður við framleiðsluna. Kerfi Whole Food er afar strangt og erfitt að koma vörum í gegnum það nál- arauga. Ef bann verður sett á notkun erfðabreytts fóður í sauðfjárrækt, þá opnar það fyrir alþjóðlegar vottan- ir og opnar um leið fjölda dyra á alþjóðlegum markaði. Þetta skiptir líka máli á innlendum markaði í vaxandi straumi erlendra ferðamanna sem sækjast eftir hreinni fæðu án allra aukaefna. Þar hefur erfðabreytt fóður á sér slæman stimp- il. Fyrir íslensk veitingahús er málið einnig mikilvægt þar sem þau geta þá sýnt viðskiptavinum sínum fram á viðurkenndar alþjóðlegar vottanir um hreinleika íslenska lambakjöts- ins. Að auki auðveldar þetta bændum sem vilja hefja lífræna framleiðslu á lambakjöti, en slík framleiðsla hefur farið vaxandi víða um heim. Þar gilda enn strangari reglur er varða m.a. áburðargjöf á túnum. /HKr. Marteinn Gunnarsson, bóndi á Hálsi í Kinn í Þingeyjarsveit, var að þreskja á Hjarðarbóli í Aðaldal í vikunni. Var uppskeran í byrjun um 4 tonn á hektara. Mynd / Atli Vigfússon Laxamýri. Bændur á syðsta hluta landsins eru mjög ánægðir með kornupp- skeruna eftir einstaklega gott sumar. Sömu sögu er að segja víða um land, en á Norðausturlandi er staðan nokkuð misjöfn. Sveinn Sigurmundsson, hjá Búnaðar sambandi Suðurlands, segir að á vesturhluta Suðurlands hafi þresking hafist víðast hvar í lok ágúst, eða allt að þremur vikum fyrr en alla jafna og uppskeruhorfur séu almennt mjög góðar. Guðmundur Sigurðsson, hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands, segir að á Vesturlandi hafi kornræktin geng- ið mjög vel í sumar. „Víða er byrjað að þreskja korn- ið og nokkrir alveg búnir að þreskja. Uppskera er góð, til að mynda þrjú til fjögur tonn af þurru korni á hektara hjá einum.“ Eiríkur Loftsson, ráðunautur hjá Ráð gjafarmiðstöð landbúnaðar- ins, segir að á Norðvesturlandi séu uppskeruhorfur góðar. „Almennt er kornið mikið að magni, fylling þess víðast góð en nokkuð misjafnt hve mikið það er farið að þorna. Þresking hófst í Skagafirði í síðustu viku.“ Staðan er ekki eins góð í Eyjafirði. Nýlega var svo byrjað að þreskja kornið í Suður-Þingeyjarsýslu en uppskeran er misjöfn, að sögn Atla Vigfússonar á Laxamýri. Bændur vonast til afraksturinn verði betri þegar líður á, en einungis er búið að skera hluta af því sem liggur fyrir. Í S-Þingeyjarsýslu er ræktað bygg á 60 hekturum, en það er bara brot af því sem var þegar best lét. Þá var ræktað korn á 260 hektur- um, en lítil uppskera og misjafnt tíðarfar undanfarin ár hefur orðið til þess að nokkrir bændur hafa helst úr lestinni. Marteinn er bjartsýnn á gott veður í haust og hlakkar til að skera kornið á bæjunum, en bændur á Hálsi hafa gert út á verktöku í kornræktinni og er þá átt við sáningar, þreskingu og þurrkun. /smh/AV/HKr. −Sjánánarábls4. Þreskivél á kornakri á Hálsi í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Mynd / AV Víðast góðar horfur með kornuppskeru: Metuppskera á Suðurlandi − Misjöfn staða í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu Margt um manninn í Tungnarétt 18 Heiðraði minningu föður 34 Bændur sem ekki standast skilyrði gæðastýringar missa greiðslur 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.