Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Fréttir Spunasystur stefna á að setja Íslandsmet í spuna sunnudaginn 9. október frá kl. 14.00 til 15.00 í Brúarlundi. Á sama tíma fer fram sýning á ullarvinnslu, spuna og ullarvörum undir heitinu „Frá fé til flíkur“. Já, við bjóðum öllu spunafólki á öllum aldri að koma til okkar með rokk eða snældu og spinna með okkur. Það verður frítt inn og kaffi og kökur verður selt á sanngjörnu verði,“ segir Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir, ein Spunasystra. Tvisvar í mánuði „Við erum hópur kvenna í Rangárvallasýslu og nágrenni sem hittumst hálfsmánaðarlega yfir vetur- inn og spinnum. Við vorum nokkrar vinkonur sem byrjuðum að hittast heima hjá hver annarri fyrir nokkrum árum. Þetta hefur undið upp á sig síðan þá og nú erum við u.þ.b. 12 –14 sem erum að mæta og hittumst við reglulega tvisvar sinnum í mánuði allan veturinn. Við hittumst í gömlu félagsheim- ili, Brúarlundi í Landsveit. Þetta er mjög óformlegt hjá okkur og þær mæta sem geta og oftast er „fundar- fært“ hjá okkur eftir að við fórum að vera svona margar,“ segir Elísabet. Hún segir að hver og ein kona mæti með sinn rokk, kembivél eða bara prjóna. „Við eigum flestar kindur og því erum við mikið að vinna okkar eigin ull. Það gefur spunanum annan blæ þegar maður er að vinna með eigin ull því maður veit nákvæmlega hvaðan hráefnið er og hvaða er verið með í höndunum,“ segir Elísabet. Duglegar að sækja námskeið Spunasystur hafa verið mjög dug- legar að sækja fjölbreytt námskeið og fá til sín kennara. Þær sóttu t.d. námskeið til Guðrúnar Bjarnadóttur í Hespu þegar þær voru að byrja að spinna og lita. Á síðasta ári fengu þær til sín mjög þekktan kennara frá Bandaríkjunum, Jacey Boggs Faulkner, en hún hefur gefið út bækur og kennslumynd- bönd um spuna og hún gefur m.a. út tímaritið Ply. Hún kenndi hópnum óhefðbundinn spuna. Þá kenndi Heidi Greb hópnum í febrúar síðastliðnum en hún er mjög þekkt þýskt listakona og kenndi þæfingu. Í vor kom síðan Laura Spinner en hún kenndi hópnum að lita með sýrulitum í örbylgjuofni. Laura Spinner er frá Bandaríkjunum og heldur fjölmörg námskeið árlega. Spunahittingurinn er heilagur Elísabet segir að spunahittingur sé hópnum heilagur. „Já, við njótum þess virkilega að koma saman, vinna, spjalla, sjá hvað hinar eru að gera, drekka kaffi og borða. Það er kannski það sem er mikilvægast. Við erum óhræddar að sýna verk okkar og fá álit eða gagnrýni frá hinum. Það er nauðsynlegt þegar verið er að læra eitthvað nýtt að fá hvatningu og leið- beiningu á jákvæðum nótum. Við erum óhræddar að prófa hinar ýmsu gerðir af rokkum, s.s. majacraft, louet, kromski o.fl. og þá dettur okkur alls ekki í hug að selja þann gamla. Ég hef stundum sagt að það væri hægt að segja til um hver spann hvaða hespu út frá karaktereinkennum okkar. Við erum ólíkar og leyfum okkur að vera það og tel ég það vera jafnframt styrk okkar,“ segir spunakonan Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir. /MHH Spunasystur stefna á Íslandsmet í fjöldaspuna 9. október – Landsmönnum boðið að taka þátt í metinu Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir, ein af spunasystrunum, sem segir fátt skemmtilegra en að vinna með hópnum. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sunnudaginn 9. október í haust stefna spunasystur á að setja Íslandsmet í spuna með aðstoð áhugasamra spunameistara. Lorya Björk sótti skemmtilegt námskeið hjá Lauru Spinner en hún kenndi hópnum að lita með sýrulitum í örbylgjuofni. Laura Spinner, einn af leiðbein- endunum sem spunasystur hafa fengið til sín. Kaja organic opnar útibú á Óðinstorgi Á Akranesi er starfandi fyrirtæk- ið Kaja organic sem flytur inn lífrænt vottaða hrávöru, pakkar og selur; meðal annars til smá- söluverslana, mötuneyta grunn- og leikskóla og matvælafram- leiðenda. Auk þess er verslun á Akranesi rekin með vörum fyrir- tækisins, en einnig eru þar vörur frá grænmetis- og kúabændum sem stunda lífrænan landbúnað. Þann 13. september síðastliðinn var opnað útibú í Þingholtunum í Reykjavík, nánar tiltekið í kjallara við Óðinstorg þar sem Frú Lauga var áður með útibú sitt. Karen Jónsdóttir á og rekur fyrir- tækið, sem var stofnað fyrir rúmum þremur árum. Hún segist vera í góðu sambandi við nokkra góða bændur í lífrænum búskap – grænmetisbænd- urna Hlíðarenda og Móður Jörð til dæmis – og eigi von á vörum frá þeim á fyrstu opnunardögunum. „Ég á reyndar eftir að fá vottun á búðina en það verður farið í það í næstu viku. Við leggjum áherslu á að það sem við verðum með sé lífrænt vottað, líka það sem selt er í lausu eins og þurrvara, ávextir og grænmeti, frystivara og kælivara. Vöruúrvalið verður með svipuðu sniði og í Matarbúri Kaju en öllu meira verður þó selt í lausu. Lífrænt vottað útibú frá Akranesi Karen segir að það sé alveg óhætt að kalla þetta lífræna útrás frá Akranesi, enda kallast verslunin við Óðinstorg Matarbúr Kaju útibú. „Við erum með allt lífrænt vottað og verðum með gott vöruúrval – í raun meira eins og lítil heilsteypt kjörbúð með nánast allt nema fisk. Meira að segja verður líf- rænt vottað kjöt í frysti. Síðan stendur til að selja lífrænar hrákökur sem við framleiðum á Akranesi; gómsætar hrátertur og þær sömu og við bjóðum á kaffihúsinu sem er í húsnæði okkar á Akranesi,“ segir Karen. Verslunin verður opin alla virka daga kl. 11–18 og 11–16 á laugar- dögum. /smh Karen Jónsdóttir í nýju verslun sinni við Óðinstorg. Myndir / smh Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Gúmmíbelti - Fyrir smágröfur Icetrack ehf. Sími 773 4334 netfang: mtdekk@mtdekk.is / www.mtdekk.is MICKEY THOMPSON jeppadekkin hafa sannað sig á Íslandi M/T merkið er þekkt um allan heim sem hágæða jeppadekk og felgur. Stærðir 32” - 54” J E P PA D E K K BAJA CLAW MTZDEEGAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.