Bændablaðið - 22.09.2016, Qupperneq 40

Bændablaðið - 22.09.2016, Qupperneq 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Heidel er dæmi um sjálfsbjargarviðleitni tveggja sveitapilta sem hönnuðu og hófu framleiðslu á dráttarvélum á fyrsta áratug síðustu aldar. Þrátt fyrir að framleiðsla þeirra stæði stutt voru þeir vinsælir á tímabili og eru þeir safngripir í dag. Samhliða búskap ráku bræðurnir Henry og John Heider lítið verkstæði og járnsmiðju þar sem Henry sá að mestu um viðgerðir og smíðar en John bókhaldið. Árið 1903 hófu þeir framleiðslu á jarðsléttunarherfi sem var knúið áfram af fjögurra hestafla mótor. Samhliða herfum framleiddu þeir útdraganlega stiga úr afgangs járni. Eftirspurn eftir stigunum var reyndar svo mikil á tímabili að þeir voru stærstur hluti af framleiðslu þeirra. Fyrstu sléttujárnin voru framleidd í Minnesota-ríki en vegna góðrar sölu hófu bræðurnir einnig framleiðslu í Iowa. Á sama tíma var mót- orinn stækkaður í sex hestöfl. Vinsældir jarðsléttuvélarinn- ar voru reyndar svo miklar að árið 1907 var vinnslugeta hennar aukin umtalsvert og mótorinn stækkaður í 25 hestöfl. Módel A, B, C og D Henry, sem var hönnuðurinn í fjöl- skyldunni, fékk þá flugu í höfuðið að hanna dráttarvél þegar hann var að hanna stóra 25 hestafla mótor- inn. Tveimur árum seinna leit svo fyrsti Heider-traktorinn dagsins ljós. Týpan kallaðist Model A og var fremur klunnaleg, gasknúin ellefu hestafla dráttarvél á fjórum járnhjólum. Einungis ellefu slíkir voru framleiddir fyrsta árið. Árið 1912 fylgdi Model B, sem var 22 hestöfl, í kjölfarið. Þrátt fyrir að sú týpa hafi þótt standa forvera sínum framar og verið talsvert vinsæl voru á henni ýmsir annmarkar. Eftirspurnin eftir Model B var meiri en fyr- irtækið gat annað og bræðurnir börðust í bönkum á þessum tíma vegna lausafjárskorts og um tíma leit út fyrir að fyrirtæk- ið færi á hausinn. Á síðustu stundu gerðu þeir samning við fyrirtæki sem kallaðist Rock Island og vantaði dráttarvél til að fylla upp í framleiðslulínu sína af landbúnaðartækjum. Rock Island var á þessum tíma stöndugt fyrirtæki sem meðal annars framleiddi plóga, jarð- bora og kornskurðarvélar. Rock Island tók yfir fram- leiðslu Heider á dráttarvélum og var Model C traktorinn hann- aður og settur á markað 1916. Fyrirtæki Heidel-bræðra hélt velli og framleiddi vagna til ársins 1983 þegar það var yfirtekið af vélaframleiðandanum Wellbuild. Model C var í framleiðslu til ársins 1925 undir heitunum C12-20 sem var fjögurra strokka, 17 hestöfl og þrjú tonn á þyngd. Model C 15-17 var einnig fjögurra strokka en 30 hestöfl og um þrjú tonn á þyngd. Auk þess sem fyrirtækið fram- leiddi Model D 9- 16, 17 hestafla dráttarvél sem var 1.814 kíló að þyngd á árun- um 1916 til 1929. Model C var langsamlega vin- sælasti traktorinn sem var framleiddur undir heitinu Heidel. Rock Island tractor Árið 1929 var Heidel nafnið látið fjúka og dráttarvélarnar framleiddar undir heitinu Rock Island Traktor. Framleiðslu þeirra var hætt 1937. /VH Heider – klunnalegur og þungur Utan úr heimi Nemendur og kennarar við Umhverfisháskóla Noregs (NMBU), undir forystu Pål Johan From doktors, hafa nú sérhæft sig með ákveðna vélmennatækni sem er talin geta komið að góðum notum við landbúnað. Þar að auki þróa þeir hagnýt vélræn verkfæri fyrir sjálfbærari og skilvirkari landbúnað. Fyrsta vélmennið fyrir landbúnað, Thorvald, var kynntur til leiks á síðasta ári. Pål Johan From, sem leiðir vél- mennavinnuna, hefur birt meira en 50 alþjóðlegar greinar um vélmenna- tækni og skrifað bók um efnið. Hann, ásamt meistaranemum hans, hafa trú á að með tækninni þrói þeir nú næsta stig að sjálfvirkari landbúnaði. „Við byrjuðum á að þróa vél- menni fyrir tveimur árum til sáningar og til að berjast gegn illgresi sem við kynntum opinberlega í fyrra. Hann vegur 150 kíló og getur borið um 200 kílóa þunga með verkfærum, fræjum, illgresiseyðum og fleiru. Öll hjól hans eru með eigin framhjóla- mótor og hægt er að stýra hverju og einu þeirra svo hann er stöðugur á jörðinni og vinnur vel. Vegna þess hversu léttur hann er komum við í veg fyrir skemmdir á jarðveginum sem getur verið mikið vandamál með dráttarvélar,“ útskýrir Pål. Létt og menga ekki Pål segir viðtökur við Thorvald, sem hann og teymið hans kynntu á síðasta ári, vera framar vonum en þeir hafa kynnt hann víðs vegar um Noreg. „Markmiðið var að búa til kerfi sem getur verið sjálfbær möguleiki til viðbótar við þær vélar sem við höfum í landbúnaði í dag. Vélarnar í dag eru mjög þungar og skemma jarðveginn með meðal annars mikilli þjöppun hans. Þar að auki menga þær ansi mikið. Þess vegna munu lítil og létt vélmenni verða sjálfbær möguleiki á móti þeim vélum sem til eru í dag,“ segir Pål og bætir við: „Nú erum við byrjuð að framleiða Thorvald II sem er enn á frumgerðar- stigi en er búinn til þannig að hægt er að markaðssetja hann nú þegar. Búið er að selja nokkur eintök af Thorvald II. Fyrir utan sjálfbærnina þá viljum við framleiða vélmenni og tæki sem geta aukið framleiðslu á hverju svæði.“ Fyrir allar tegundir landbúnaðar Teymið er komið út í þróun á vél- mennum sem geta gagnast við upp- skeru og hafa nú þegar selst nokkur vélmenni til áhugasamra einstaklinga þó að lítil áhersla sé lögð á sölu enn sem komið er. „Í grundvallaratriðum eru engin takmörk fyrir því hvers konar vél- menni til landbúnaðar við getum þróað og framleitt. Í augnablikinu vinnum við með vélmenni sem nýt- ist í berjaframleiðslu en sem getur einnig nýst við aðra framleiðslu. Kerfin er hægt að skala og breyta að öllum tegundum landbúnaðar,“ útskýrir Pål og aðspurður um kostn- að bænda við kaup á slíku vélmenni svarar hann: „Vélmennin munu kosta mun minna en dráttarvél og eru mun einfaldari í notkun. Vélmennin geta framkvæmt fleira en eina skipun eins og dráttarvélar en við búum til nokk- ur ólík verkfæri sem vélmennin geta borið með sér. Þannig að möguleik- arnir eru margir og við höfum trú á verkefninu og vonum að vélmennin geti komið mörgum bændum til góða við störf sín í framtíðinni.“ /ehg Vélmenni fyrir sjálfvirkari landbúnað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.