Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Þrasastaðir er staðsett í Stíflu í Austur-Fljótum. Stíflan var fyrr- um allstór sveit með mörgum bæjum en margar þeirra fóru í eyði þegar Skeiðsfossvirkjun var byggð á árunum 1942–1945. Núna er Þrasastaðir eini bær- inn í Stíflu. Við nytjum tún og úthaga flestra þeirra jarða sem fóru í eyði. Þrasastaðir er ágætis sauðfjárjörð og sumarbeit fyrir allan búpening góð en veturnir geta verið langir og harðir. Það er sumarfallegt í Fljótum. Jón er alinn upp á Þrasastöðum en Íris kemur frá Selfossi. Árið 1991 kaupir Jón jörðina af foreldrum sínum, Núma Jónssyni og Huldu Erlendsdóttur. Árið 1993 byrjum við svo búskap með 120 ær og nokkra hesta. Í gegnum tíðina hefur mikið verið unnið utan bús en það er draumur okkar að geta verið 100 prósent sauðfjárbændur. Býli: Þrasastaðir í Fljótum. Staðsett í sveit: Fremst í Stíflu inni undir Lágheiði. Ábúendur: Jón Elvar Númason (1973) og Íris Jónsdóttir (1971). Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum fjóra stráka: Þórgnýr (1996), smiður (hann er að hefja búskap með Kolbrúnu Malmquist (1998)), Skarphéðinn (1999), nemi við VMA, Konráð (2005) og Hlynur (2008), nemar við Sólgarðaskóla í Fljótum. Þrír smalahundar og einn minkahundur. Gerð bús? Sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir? 700 kindur, 15 hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Allir dagar hafa sína sérstöðu, en skóli, vinna og að sinna dýrunum er auðvitað eitthvað sem alltaf er gert. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Störfin eru mis- skemmtileg en að taka á móti lömbum á vorin er alltaf gaman en að þurfa að halda þeim og mæðrum þeirra inni þar sem allt er á kafi í snjó er ekki skemmtilegt. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Blikur á lofti og alveg ómögu- legt að sjá það fyrir sér. Við höfum verið bjartsýn í mörg ár og vonast eftir betri afkomu. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Sennilega er kerfið sem slíkt orðið of gamalt og úrelt og getur lítið þegar á heildina er litið. Eins og sannast á ítrekuðum launalækkunum til okkar haust eftir haust. En bændur og þeirra félagsskapur í grasrótinni er ágæt- ur. Hvernig mun íslenskum landbún- aði vegna í framtíðinni? Eins og þjóðfélagið er að þróast mun okkur ekki vegna vel. Íslenskur landbúnað- ur er fjölskyldubúskapur, rekinn vítt og breitt um landið, þróunin er ekki þannig í dag. Verksmiðjubúskapur, innflutningur og breyttar matarvenjur hjálpa ekki til að viðhalda íslenskum landbúnaði. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Verðum við ekki að horfa til vesturs eða líta okkur nær og bjóða íslenskan mat af öllu tagi á Íslandi? Hvað er alltaf til í ísskápnum? Það er ekkert til ef það er ekki mjólk þó að þar sé lýsi, álegg, ostar, grænmeti og ávextir. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Rækju-crepes, svið, lambahryggur og hrossalund. Íslenskt grænmeti. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Einhverra hluta vegna kemur snjór upp í hugann enda hefur mikið verið brasað í snjó. Í upphafi búskapar í hálfónýtum húsum með léleg tæki. Þannig að eftirminnilegasta atvikið er þegar ný hús voru tekin í notkun með breyttri aðstöðu fyrir menn og skepnur. Uppbygging og ný tæki af öllu tagi er líka gaman að taka í notkun og eignast. Gaman er að rifja upp skemmtileg dýr sem við höfum átt, góðar ær og mikl- ar mæður, smalahunda sem skilja mannamál og fallega góðhesta. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Andabringur, humar og hörpuskel Hörpuskel, humar og önd. Hvað er betra í haustbyrjun en að nostra við slíkt úrvals hrá- efni? Andabringur í vefju með agúrku og vorlauk • 2-4 stk. litlar a n d a b r i n g u r (u.þ.b. 450 g heildarþyngd) Fyrir kryddlög • 1 biti ferskt engi- fer, fínt saxað • 4 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir • ¼ tsk. chilli flögur • 4 msk. sæt soja sósa • 2 tsk. sykur • 1 tsk. kínversk fimm kryddblanda ( má sleppa eða nota kóríanderduft) • Smá olía til að pensla kjötið • 2½ msk. Hoisin sósa • 2½ msk. plómu (Plum) sósa • 1 meðalstór agúrka • 6 stórar (24 cm) hveiti tortilla, eða litlar kínverskar pönnukökur • 1 vorlaukur, skorinn á ská • 75 g súrsuður sushi engifer (skolaður) Aðferð Settu andabringu á bretti. Snyrta skal umfram fitu burt, um fimm millimetra frá jöðrum kjötsins á hvorri hlið – og efst og neðst á hverri bringu. Skerið þvers og kruss á ská í fituna á sentimetra millibili. Blandið kryddlög í skál. Setjið andabringu í og passið að hún sé vel hjúpuð krydd- leg- inum. F l y t j i ð öndina í plastspoka og kælið yfir nótt eða í að minnsta kosti þrjár klukkustundir Fyrir eldun. Penslið létt með olíu. Blandið hoisin- og plómusósu í skál. Skerið agúrkuna í tvennt og svo í fjórðunga með því að skera hvorn hluta langsum. Á þennan hátt getur þú tekið fræin auðveldlega úr. Svo er þetta skorið í þunnar ræmur. Öndin er elduð bleik á grilli, pönnu eða í ofni með kjarnhita um 60 °C. Setjið á grill í fjórar til fimm mínútur til að fá skinnið stökkt, en passið að fitan kveiki ekki í. Takið þá öndina til hliðar og látið hvíla í að minnsta kosti fimm mínútur áðu en hún er skorin. Setjið á hoisin- og plómusósu- blönduna á vefjur og rúllið upp með sneiðum af andabringu, agúrku og vorlauk. Rúllið þétt. Setjið aftur á grillið til að hita vefjuna. Skerið á ská og framreiðið með auka sósu á kantinum og kannski smá ferskum kóríander. Hvítlaukssmjör á humar Humarhalar eru eitt allra besta hráefni til matargerð- ar og kannski bara spari. En í þessari uppskrift skal ég sýna þér hversu auðvelt það er að elda og njóta l j ú f f e n g s g r i l l a ð s humars með hvítlaukssmjöri. Þetta er einföld en frábær upp- skrift, sem þarf ekki að breyta. • 8 miðlungs humarhalar, klofnir með hníf og görnin tekin úr. • 50 g ósaltað smjör • Tvær matskeiðar af saxaðri steinselju • 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir • Salt og pipar • Safi úr sítrónu • Svo er gott að setja smá brauðrasp og 1 eggjarauðu til að halda smjörinu á humr- inum við eldun. • Gott salat og nýbakað brauð til að hreinsa diskinn með. Hörpudiskur „Ceviche“ • 500 g lítil hörpuskel – helst íslensk úr Breiðafirði • 1 stórt rautt greipaldin, börkurinn flysj- aður af og ávöxturinn skorinn í bita • Safi úr einni límónu (um 1/4 bolli) • 1/2 rauðlaukur, sneiddur • 1 msk fínt saxað jalapeno (eða chili-mauk) • 1/2 tsk. salt • 1/4 tsk. ferskur malaður pipar • 2 matskeiðar saxað ferskt kóríander • 1 meðalstór avókadó, skrælt og skorið í bita Skolið hörpudiskinn í köldu vatni og sigtið. Geymið í kæli. Setjið greipaldinbita í skál. Kreistið safa af límónu og bætið í skálina. Hrærið saman við rauðlauknum, jalapeno og kryddið með salti og pipar. Bætið hörpudisk í blönduna, hrærið saman og geymið í kæli í að minnsta kosti tvær klukkustundir, en ekki lengur en fjórar klukkustundir. Rétt áður en stendur til að framreiða, er kóríander hrært saman við (sumir vilja setja smá gasloga á fiskinn svo hann sé hálfeldaður). Berið fram í glerskálum eða á smjör- pappír. Toppað með avókadó. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Þrasastaðir Mynd tekin við það tilefni þegar Skarphéðinn var fermdur 6. júní 2013. Kolbrún og Þórgnýr. Bræðurnir á Þrasastöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.