Bændablaðið - 22.09.2016, Side 57

Bændablaðið - 22.09.2016, Side 57
57 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Barnapeysan Dís HANNYRÐAHORNIÐ garn@garn.is Barnapeysan Dís úr Navia, fær- eyska ullargarninu, yljar gull- molunum nú þegar kólna fer hjá okkur. Stílhrein peysa með ein- földu munstri. Navia Duo fæst í 18 fallegum litum, skoðaðu úrvalið á heimasíðunni www.garn.is. Stærðir: 6 mánaða (1-1½ árs) 2 ára. Yfirvíddd : 49 (54) 57 sm Lengd: 26 (30) 34 sm. Garn: Navia Duo (100% ull/50 g = 180 m): • Litur 1: 2 (2) 3 dokkur • • Litur 2: 1 (1) 1 dokka Prjónar: Hringprjónar 40-60 sm, nr 3 og 4 Prjónfesta: 25 lykkjur = 10 sm í sléttu prjóni á prjóna nr 4 Annað: 6 tölur Bolur: Fitjið upp 119 (131) 143 lykkjur á hringprjón nr 3 með lit 1 og prjónið fram og til baka 7 umferðir stroff (1 slétt, 1 brugðin). Skiptið yfir á hringprjón nr 4 og prjónið munstur eftir teikningu, ATH: í fyrstu umferð er aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir umferðina = 123 (135) 147 lykkjur. Þegar munstri lýkur er prjónað áfram með lit 1 fram og til baka slétt prjón þar til bolurinn mælist 16 (19) 22 sm. Fellið af fyrir handvegi þannig: Prjónið 27 (30) 33 lykkjur, fellið af 6 lykkjur, prjónið 57 (63) 69 lykkjur, fellið af 6 lykkjur, prjónið 27 (30) 33 lykkjur. Prjónið bak- og framstykki nú hvert fyrir sig. Bak: Haldið áfram að prjóna fram og til baka og fellið af 1 lykkju við handveg báðu megin í annarri hverri umferð alls 6 sinnum. Prjónið áfram slétt þar til handvegur mælist 11 (12) 13 sm. Geymið stykkið. Framstykki: Haldið áfram að prjóna fram og til baka og fellið af 1 lykkju við handveg í annarri hverri umferð alls 6 sinnum. Prjónið áfram slétt þar til handvegur mælist 6 (6,5) 7 sm. Fellið af 5, 2, 1 (5, 2, 1, 1) 5, 2, 2, 1 lykkju við hálsmál í annarri hverri umferð = 13 (15) 17 lykkjur á prjóninum. Prjónið þar til stykkið er jafnlangt bakstykki. Leggið fram- og bakstykki saman, rétta á móti réttu. Prjónið lykkjurnar/axlirnar saman og fellið af um leið. Prjónið hitt framstykkið eins en speglað. Ermar: Fitjið upp 32 (34) 36 lykkjur á hringprjón nr 3 með lit 1 og prjónið stroff fram og til baka eins og á bol. Skiptið yfir á hringprjón nr 4 og prjónið munstur eftir teikningu en í fyrstu umferð er aukið út í 43 (45) 47 lykkjur, jafnt yfir umferðina. Þegar munstri lýkur er haldið áfram að prjóna með lit 1 og aukið út í upphafi og enda hvers prjóns um 1 lykkju í 4. hverri umferð, alls 3 (5) 6 sinnum, síðan í 10. hverri umferð alls 2 (3) 4 sinnum. Þegar ermin mælist 17 (20) 23 sm, eru felldar af 3 lykkjur sitt hvoru megin á erminni fyrir handvegi og ermakúpull prjónaður. Ermakúpull: Haldið áfram að prjóna slétt prjón fram og til baka en fellið af 1 lykkju í upphafi hvers prjóns þar til 7 (9) 11 lykkjur eru eftir. Fellið af. Frágangur: Saumið ermar saman og saumið þær í. Hægri listi: Prjónið upp með lit 2, á prjóna nr 3; 48 (57) 64 lykkjur frá réttunni á hægra framstykki. Prjónið 6 umferðir stroff (1 slétt, 1 brugðin). ATH: í 3. umferð eru prjónuð 5 hnappagöt með jöfnu millibili þannig: Byrjið neðan frá; prjónið 4 lykkjur stroff, *1 hnappagat, 8 (9) 10 lykkjur stroff* Endurtakið frá *-* alls 5 sinnum og endið á 4 lykkjur stroff. (6. Hnappagatið er prjónað í hálsmáli) Hnappagat: Sláið uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman. Fellið laust af. Vinstri listi: Prjónið eins og hægri lista en án hnappagata. Hálsmál: Prjónið upp með lit 2, á prjóna nr 3, 65 (71) 75 lykkjur. Prjónið 6 umferðir stroff (1 slétt, 1 brugðin). ATH: í 3. umferð er prjónað hnappagat á hægri hlið þannig: prjónið 3 lykkjur stroff, hnappagat, prjónið stroff út umferðina. Fellið af. Frágangur: Gangið frá endum og saumið tölur í peysuna. Þvoið flíkina úr Navia ullarsápu og leggið til þerris í rétt mál. Hönnun: Beinta Johannessen. Þýtt með leyfi Navia af Guðrúnu Maríu Guðmundsdóttur Prjónakveðja, Mægðurnar í Handverkskúnst Hraunbæ 102b, 110 Reykjavík Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 9 8 1 3 4 1 4 5 6 5 4 7 8 1 4 6 2 1 7 9 7 3 1 5 3 8 4 4 7 9 2 3 6 3 5 7 8 2 4 6 5 Þyngst 9 5 8 6 8 3 5 4 5 4 7 1 9 4 2 6 1 7 9 2 7 1 3 5 8 9 7 6 2 4 9 3 7 3 1 4 6 4 5 7 8 9 9 7 5 1 4 2 1 1 4 2 1 6 1 9 3 4 1 6 3 9 7 2 6 3 8 2 7 5 4 1 9 6 8 5 5 7 4 5 8 9 7 4 3 8 3 6 3 4 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Úðaði heilum brúsa af fjólubláu í hárið Helena er alveg að verða átta ára og æfir fimleika og fótbolta. Hún stefnir á að verða leikkona. Nafn: Helena Ása Snæbjörnsdóttir. Aldur: Er 7 að verða 8. Stjörnumerki: Bogamaður. Búseta: Fákahvarf 14, Kópavogi. Skóli: Vatnsendaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skól- anum? Smiðja. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Köttur. Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur. Uppáhaldshljómsveit: Páll Óskar. Uppáhaldskvikmynd: Fólkið í blokk- inni. Fyrsta minning þín? Sjá pabba og mömmu. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóð- færi? Já, ég æfi fótbolta og fimleika. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Leikkona. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég spreyjaði heilum brúsa af fjólubláu í hárið mitt. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fór til útlanda í vatnsrenni- brautagarð og dýragarð. Næst » Helena skorar á systur sína Elísabetu að svara næst. Vantar þig íslenskan lopa? Álafosslopi - Plötulopi - Léttlopi - Einband - Bulkylopi - Kambgarn Heimasíðan gefjun.is býður upp á lopa frá Ístex á lægsta fáanlega verði ! Sendum um allt land! Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 6. október

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.