Bændablaðið - 22.09.2016, Qupperneq 57

Bændablaðið - 22.09.2016, Qupperneq 57
57 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Barnapeysan Dís HANNYRÐAHORNIÐ garn@garn.is Barnapeysan Dís úr Navia, fær- eyska ullargarninu, yljar gull- molunum nú þegar kólna fer hjá okkur. Stílhrein peysa með ein- földu munstri. Navia Duo fæst í 18 fallegum litum, skoðaðu úrvalið á heimasíðunni www.garn.is. Stærðir: 6 mánaða (1-1½ árs) 2 ára. Yfirvíddd : 49 (54) 57 sm Lengd: 26 (30) 34 sm. Garn: Navia Duo (100% ull/50 g = 180 m): • Litur 1: 2 (2) 3 dokkur • • Litur 2: 1 (1) 1 dokka Prjónar: Hringprjónar 40-60 sm, nr 3 og 4 Prjónfesta: 25 lykkjur = 10 sm í sléttu prjóni á prjóna nr 4 Annað: 6 tölur Bolur: Fitjið upp 119 (131) 143 lykkjur á hringprjón nr 3 með lit 1 og prjónið fram og til baka 7 umferðir stroff (1 slétt, 1 brugðin). Skiptið yfir á hringprjón nr 4 og prjónið munstur eftir teikningu, ATH: í fyrstu umferð er aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir umferðina = 123 (135) 147 lykkjur. Þegar munstri lýkur er prjónað áfram með lit 1 fram og til baka slétt prjón þar til bolurinn mælist 16 (19) 22 sm. Fellið af fyrir handvegi þannig: Prjónið 27 (30) 33 lykkjur, fellið af 6 lykkjur, prjónið 57 (63) 69 lykkjur, fellið af 6 lykkjur, prjónið 27 (30) 33 lykkjur. Prjónið bak- og framstykki nú hvert fyrir sig. Bak: Haldið áfram að prjóna fram og til baka og fellið af 1 lykkju við handveg báðu megin í annarri hverri umferð alls 6 sinnum. Prjónið áfram slétt þar til handvegur mælist 11 (12) 13 sm. Geymið stykkið. Framstykki: Haldið áfram að prjóna fram og til baka og fellið af 1 lykkju við handveg í annarri hverri umferð alls 6 sinnum. Prjónið áfram slétt þar til handvegur mælist 6 (6,5) 7 sm. Fellið af 5, 2, 1 (5, 2, 1, 1) 5, 2, 2, 1 lykkju við hálsmál í annarri hverri umferð = 13 (15) 17 lykkjur á prjóninum. Prjónið þar til stykkið er jafnlangt bakstykki. Leggið fram- og bakstykki saman, rétta á móti réttu. Prjónið lykkjurnar/axlirnar saman og fellið af um leið. Prjónið hitt framstykkið eins en speglað. Ermar: Fitjið upp 32 (34) 36 lykkjur á hringprjón nr 3 með lit 1 og prjónið stroff fram og til baka eins og á bol. Skiptið yfir á hringprjón nr 4 og prjónið munstur eftir teikningu en í fyrstu umferð er aukið út í 43 (45) 47 lykkjur, jafnt yfir umferðina. Þegar munstri lýkur er haldið áfram að prjóna með lit 1 og aukið út í upphafi og enda hvers prjóns um 1 lykkju í 4. hverri umferð, alls 3 (5) 6 sinnum, síðan í 10. hverri umferð alls 2 (3) 4 sinnum. Þegar ermin mælist 17 (20) 23 sm, eru felldar af 3 lykkjur sitt hvoru megin á erminni fyrir handvegi og ermakúpull prjónaður. Ermakúpull: Haldið áfram að prjóna slétt prjón fram og til baka en fellið af 1 lykkju í upphafi hvers prjóns þar til 7 (9) 11 lykkjur eru eftir. Fellið af. Frágangur: Saumið ermar saman og saumið þær í. Hægri listi: Prjónið upp með lit 2, á prjóna nr 3; 48 (57) 64 lykkjur frá réttunni á hægra framstykki. Prjónið 6 umferðir stroff (1 slétt, 1 brugðin). ATH: í 3. umferð eru prjónuð 5 hnappagöt með jöfnu millibili þannig: Byrjið neðan frá; prjónið 4 lykkjur stroff, *1 hnappagat, 8 (9) 10 lykkjur stroff* Endurtakið frá *-* alls 5 sinnum og endið á 4 lykkjur stroff. (6. Hnappagatið er prjónað í hálsmáli) Hnappagat: Sláið uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman. Fellið laust af. Vinstri listi: Prjónið eins og hægri lista en án hnappagata. Hálsmál: Prjónið upp með lit 2, á prjóna nr 3, 65 (71) 75 lykkjur. Prjónið 6 umferðir stroff (1 slétt, 1 brugðin). ATH: í 3. umferð er prjónað hnappagat á hægri hlið þannig: prjónið 3 lykkjur stroff, hnappagat, prjónið stroff út umferðina. Fellið af. Frágangur: Gangið frá endum og saumið tölur í peysuna. Þvoið flíkina úr Navia ullarsápu og leggið til þerris í rétt mál. Hönnun: Beinta Johannessen. Þýtt með leyfi Navia af Guðrúnu Maríu Guðmundsdóttur Prjónakveðja, Mægðurnar í Handverkskúnst Hraunbæ 102b, 110 Reykjavík Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 9 8 1 3 4 1 4 5 6 5 4 7 8 1 4 6 2 1 7 9 7 3 1 5 3 8 4 4 7 9 2 3 6 3 5 7 8 2 4 6 5 Þyngst 9 5 8 6 8 3 5 4 5 4 7 1 9 4 2 6 1 7 9 2 7 1 3 5 8 9 7 6 2 4 9 3 7 3 1 4 6 4 5 7 8 9 9 7 5 1 4 2 1 1 4 2 1 6 1 9 3 4 1 6 3 9 7 2 6 3 8 2 7 5 4 1 9 6 8 5 5 7 4 5 8 9 7 4 3 8 3 6 3 4 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Úðaði heilum brúsa af fjólubláu í hárið Helena er alveg að verða átta ára og æfir fimleika og fótbolta. Hún stefnir á að verða leikkona. Nafn: Helena Ása Snæbjörnsdóttir. Aldur: Er 7 að verða 8. Stjörnumerki: Bogamaður. Búseta: Fákahvarf 14, Kópavogi. Skóli: Vatnsendaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skól- anum? Smiðja. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Köttur. Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur. Uppáhaldshljómsveit: Páll Óskar. Uppáhaldskvikmynd: Fólkið í blokk- inni. Fyrsta minning þín? Sjá pabba og mömmu. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóð- færi? Já, ég æfi fótbolta og fimleika. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Leikkona. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég spreyjaði heilum brúsa af fjólubláu í hárið mitt. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fór til útlanda í vatnsrenni- brautagarð og dýragarð. Næst » Helena skorar á systur sína Elísabetu að svara næst. Vantar þig íslenskan lopa? Álafosslopi - Plötulopi - Léttlopi - Einband - Bulkylopi - Kambgarn Heimasíðan gefjun.is býður upp á lopa frá Ístex á lægsta fáanlega verði ! Sendum um allt land! Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 6. október
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.