Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Réttað í Reynisrétt undir Akrafjalli Smalað var í Reynisrétt undir Akrafjalli í Hvalfirði um síðustu helgi. Reynisrétt er hlaðin úr grjóti og var tekin í notkun árið 1856. Saga réttarinnar er því orðin æði löng og merkileg þó seint skipist Reynisrétt í hóp stórrétta landsins. Réttað hefur verið í Reynisrétt nær alla tíð frá því hún var vígð utan nokkur ár þegar ástand grjót- hleðslunnar var orðið dapurt. Þá var réttað í Grafarrétt, sem ekki er lengur til. Það var eftir að farið var í fjárskipti í kjölfar þess að fé var skorið niður í Innri-Akraneshreppi vegna mæðiveiki. Farið var í endurhleðslu á réttinni undir stjórn Sigurðar Brynjólfssonar, sem kenndur var við Gerði sem áður tilheyrði Innri- Akraneshreppi. Lauk hann við endurhleðslu réttarinnar árið 1995, en hann lést árið 1999. Réttirnar um nýliðna helgi voru því þær 21. frá endurnýjun Reynisréttar. Bærinn Reynir (Rein) stend- ur við rætur þess að sunnanverðu undir hlíð- um Háahnúks. Þar bjó um tíma, í upphafi 18. aldar, snærisþjófurinn frægi úr Íslandsklukku Halldórs Laxness, Jón Hreggviðsson. Vestast í túnfætinum á Reyni er uppspretta sem Guðmundur góði átti að hafa vígt. Skammt fyrir neðan og innan við klettamyndun sem nefnist „Reynisskip“ er Reynisrétt. Réttarstjóri í Reynisrétt um síðustu helgi var Lilja Guðrún Eyþórsdóttir, bóndi á Vestra-Reyni. Þar býr hún ásamt manni sínum, Haraldi Benediktssyni alþingis- manni og börnum. Haraldur er fæddur og upp- alinn á Reyni þar sem faðir hans og afi bjuggu á undan honum. Réttardagurinn er Haraldi sér- staklega hugleikinn. Á fésbók- arsíðu sinni segir hann m.a. frá því að Benedikt, faðir hans, hafi einmitt dáið á sjálfan réttardaginn árið 1995. Þá hafi Haraldur afi hans á Reyni líka dáið á Reynisréttardaginn árið 1936. Báðir hafi þeir dáið heima, þrotnir af kröft- um, en um leið fengið að njóta þess heiðurs að fá að skilja við á hátíðis- degi sveitanna – rétt- ardaginn sjálfan. /HKr. Það er skammt í landsbyggðartenginguna hjá Herði Páli Harðarsyni og dætrum hans, Karen Evu og Alexöndru Ýri. Það var því kærkomið að kíkja í Reynisrétt. Lilja Guðrún Eyþórsdóttir, réttarstjóri og bóndi á Vestra-Reyni, ræðir hér við frænda sinn, Sigurð Hjálmarsson á Ásfelli. Féð rekið í Reynisrétt laugardaginn 17. september. Myndir / HKr. Það er alltaf jafn spennandi hjá börnunum að fara í réttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.