Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Helstu nytjadýr heimsins Sauðfé er fyrsta dýrið sem mað- urinn elur sér til matar og hefur fylgt honum í ellefu aldir og í dag telur sauðfé í heiminum rúman milljarð. Leiddar hafa verið að því líkur að án sauðkindarinnar hefði íslenska þjóðin ekki lifað af harðindi fyrri alda. Samkvæmt tölfræði Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAOSTAD, mun alið sauðfé í heiminum telja rúman millj- arð. Mestur er heildarfjöldi þess í Kína, tæpir 200 milljón hausar, og tæp 20% af heildarfjöldanum. Indland er í öðru sæti þegar kemur að fjölda sauðfjár, um 80 milljón, Ástralía fylgir fast á eftir með tæp- lega 80 milljón ær. Súdan og Íran eru í fjórða og fimmta sæti með um 53 milljónir fjár hvort land. Næst koma Nígería með um 36 milljónir, Nýja- Sjáland 32 milljónir, Bretlandseyjar 31 milljón og Pakistan og Eþíópía bæði með um rúmlega 26 milljónir fjár. Reyndar er ekki alveg að marka tölurnar frá Nígeríu, Pakistan og Eþíópíu þar sem sauðfé og geitur eru taldar saman. Vetrarfóðrað sauðfé á Íslandi vet- urinn 2015 til 2016 var 474 þúsund en í sumarbeit 2016 um ein milljón fjár. Lambakjötsneysla er útbreidd um allan heim. Mest er hún af magni í Kína, löndunum við Persaflóa og í Mið-Austurlöndum, Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Grikklandi, Úrúgvæ, Bretlandseyjum og Írlandi. Neysla á lambakjöti í Bandaríkjunum er innan við 500 grömm á mann á ári. Meðalneysla kindakjöts á mann á ári er mest í Mongólíu og á Íslandi, um 20 kíló. Heimsverslun með lambakjöt Kína, Ástralía og Nýja-Sjáland voru þau lönd í heiminum sem framleiddu mest af lambakjöti árið 2013. Ástralía og Nýja-Sjáland eru langstærstu útflytjendur lambakjöts í heiminum með um 68% markaðs- hlutdeild samanlagt. Bretlandseyjar eru þriðji stærsti útflytjandinn með um 9% markaðarins. Því næst koma Írland, Spánn og Úrúgvæ. Útflutningur á lambakjöti frá Íslandi árið 2015 var 2620 tonn en 5445 tonn af sauðfjárafurðum í heild. Helstu innflytjendur lambakjöts í heiminum eru Kína, Frakkland, Bretlandseyjar, Bandaríkin og Sádi- Arabía. Sé litið á Evrópusambandið sem heild er það í öðru sæti sem stærsti innflytjandi lambakjöts í heiminum. Spár gera ráð fyrir að ræktun, viðskipti og neysla á lambakjöti í heiminum eigi eftir að aukast á næstu áratugum. Ættkvíslin Ovis Sauðkindur eru ferfætt klauf- og jórturdýr sem fylgt hafa manninn í rúm tíu þúsund ár og fyrsta dýrið sem maðurinn elur sér til matar. Sauðfé er annað húsdýrið á eftir hundinum og fyrstu grasbítarnir sem maðurinn hóf ræktun á. Fræðimenn eru ekki á sama máli um uppruna alinna sauðkinda. Sumir telja að upprunans sé að leita í villifé sem lifði á Balkanskaga og austur í Kákasus en aðrir að hlutur amerísku kynjanna sé þar meiri en almennt er viðurkennt. Fornleifarannsóknir benda til að frumfé hafi verið hyrnt, lágfætt og með rauðleita ull með svörtum og hvítum strípum og ljósan kvið. Í dag er sauðfé skipt í átta tegund- ir sem allar teljast til ættkvíslarinnar Ovis. Nánasti afkomandi frumkindar- innar kallast O. vignei og finnst í Kákasusfjöllum. Síberískar villikindur sem stundum kallast snjókindur flokkast sem O. nivicola, evrópskar villikindur kallast O. musimon, en asískar O. orientalis. Villt fé sem finnst í norðvesturhluta Bandaríkjanna kallast O. dalli og stórhyrndar villikindur í Norður- Ameríku O. canadensis. Í afskekktu héraði í Nepal finnst sjaldgæf tegund fjallakinda sem kallast O. ammon. Tamið sauðfé, O. aries, sem við þekkjum best, skiptist í fjölda sauðfjárkynja. Dæmi um sauðfjár- kyn eru Acipayam-fé í Tyrklandi, Arapwa á Nýja Sjálandi, Bond í Ástralíu, Kikta í Ungverjalandi, Dalfé í Svíþjóð, Hanzhong í Kína, Rahmany í Egyptalandi, Van Rooy í Suður-Afríku og íslenska fjárkynið. Nytjar af sauðfé Rannsóknir benda til að sauðfé hafi fyrst verið haldið 9.500 árum fyrir upphaf okkar tímatals á svæði sem í dag er Íran og Írak. Beinaleifar sýna að skipuleg ræktun og kynbætur á sauðfé hefjast 2.500 árum síðar af kornyrkjumönnum í fjallahéruðum Kúrdistan. Útbreiðsla sauðfjár er hröð eftir það og stuttrófufé orðið Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Kjörbeitiland fyrir sauðfé er þar sem gróðurfar er fjölbreitt. - fjöllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.