Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Í einni ítarlegustu úttekt og for- orðningu sinni, Capitulare de Villis, lét Karlamagnús gera lista yfir ríflega sjötíu tegundir jurta sem hann vildi hafa í görðum sínum. Allar þessar jurtir höfðu þá verið í ræktun frá upphafi söguritunar við norðanvert Miðjarðarhaf. Einkum eru það matjurtirn- ar, t.d. káltegundir og laukar af ýmsu tagi, salat og spínat, gulræt- ur, betur og baunir sem enn eru ræktaðar um alla Evrópu. Ekki vantaði heldur krásjurtir eins og sellerí, fennil, pastínökku og hinar náskyldu dillu, kóríander, steinselju, skessujurt og kerfil, svo eitthvað sé nefnt sem við þekkjum af eigin reynslu í görðunum okkar. Kryddjurtir af öllu tagi voru þar líka tilteknar. Flestar þeirra má enn finna í okkar daglegu matargerð. En ekki síst margs- konar lækningajurtir og plöntur sem skiptu máli við undirbúning kirkjustarfs og til lyfjagerðar í klaustrunum eða sem almenningur greip til sér til bóta við algeng- um meinum. Kirkjujurtirnar eru sérlega áhugaverðar, því þær eru enn á slæðingi kringum klaustur- rústir, kirkjur og kirkjugarða hér á Norðurlöndum sem arfur frá pápískri tíð. Aldursforseti garðjurtanna Sú kirkjujurt sem er áberandi enn þann dag hér á Íslandi er ugglaust reinfangið, Tanacetum vulgare. Tegundin vex villt um mestan hluta Evrópu og Vestur-Asíu. Á Norðurlöndum, meðal annars á Íslandi, finnst reinfang hér og hvar í skúfum og stóðum en er hvergi yfirdrifið. En það var ekki villitegundin sem Karlamagnús vildi sjá. Heldur afbrigðið með hrokknu blöðunum, það sem nú hefur fræðiheitið Tanacetum vulgare f. crispum. Svíar og Norðmenn kalla það munkareinfang og ég sting upp á að við öpum það eftir þeim. Og sú nafngift er ekki að ástæðulausu, því að munkareinfangið skipti miklu máli við klausturhaldið, kirkjusiði og ekki síst þegar verið var að búa lík til greftrunar. Munkareinfangið er lægra og þéttvaxnara en frum- tegundin. Ilmur þess og önnur efni eru mun magnaðri. Í raun er það „klónn“, það er að segja að allt munkareinfang er og hefur verið einn og sami einstaklingurinn frá því að það var uppgötvað. Og þessi klónn hefur dreifst með Evrópumönnum um allan heim og þrífst hvarvetna þar sem hann fær vetrarríki og hjálparhönd frá mönnum. Uppruni munkareinfangsins er óviss en gæti verið í einhverj- um fjalladal á svæðinu næst Svartahafi vestanverðu, líklega í ræktun. Það blómgast seint og þroskar sjaldan fræ á okkar slóð- um. En gerist það, verða allir afkomendurnir bara venjulegt reinfang. Líklegasta skýringin á útbreiðslu reinfangs í Vestur- Evrópu er að hún sé að mestu að þakka fræplöntum af munkarein- fangi sem námu land hér og hvar alla leið til nyrstu héraða vest- rænna byggða og hófu sjálfstætt líf án afskipta manna. En sjálft munkareinfangið þrífst hvergi nema í návistum við menn og er háð mannlegri umönnun og dreifingu af manna völdum. Það gefst fljótt upp í samkeppni við gras og þar sem ágangur sauða og geita er einhver. Skepnur af því tagi nauðnaga það að rót um leið og það byrjar að bæra á sér á vorin. Því þarf alltaf að fjölga með skiptingu eða stöngulgræðlingum. Og þegar við sinnum um eða sjáum rein- fang með hrokkin blöð er gott að minnast þess að þar er um að ræða einstakan plöntuklón sem á að baki sér einhverja lengstu ræktunarsögu sem nokkur garðjurt getur státað af. Kær börn eiga mörg nöfn Hér á landi hefur munkareinfang- ið líklega vaxið á flestum kirkju- stöðum fyrir siðaskipti eins og hvarvetna þar sem kaþólska kirkj- an hafði yfirhönd. Og kannski höfðu tilmæli Karlamagnúsar ekki síst áhrif á að það dreifðist milli klaustra og kirkna um leið og þjóðir NV-Evrópu tóku upp krist- inn sið. Það var notað til að krydda messuvínið í Dymbilvikunni, remman af því átti að minna á þjáningar Krists á föstudaginn langa. Blöð þess voru höfð í fatakistum til að verja fatnaðinn mölflugum og pöddunagi. Það var líka tengt útfararsiðum, lík voru þvegin með reinfangsseyði til að tryggja hinum látnu betri endur- komu á upprisudegi og líka til að fyrirbyggja að skordýr legðust á líkin þegar þau stóðu uppi. Nafnið reinfang er svo sér kapítuli. „Reinfan“ er hið upp- haflega. Komið úr fornþýsku, máli Karlamagnúsar. Samsett út tveim hugtökum, „rein“ og „fön“. Rein þýðir mjó ræma eða lítill blettur, jafnvel afmörkun og leiði í kirkjugarði. Orðið fön er oftast notað í fleirtölumyndinni fanir. Í nafni reinfangsins er líkingin dregin af fönum fjaðra og fanir eru líka gamalt heiti á vængjum. Géið í endann hefur svo bæst við í íslensku vegna dansks misskiln- ings á síðustu öld. Semsagt: rein + fjöður. Það var skilningurinn sem Karlamagnús lagði í nafnið. Þýska heitið „Reinfarn“ (rein + burkni) er síð- ari tíma útskýring eftir að hugtak- ið „fön“ hætti að virka í þýsku. En þetta forngermanska orð lifir enn í enskunnar „fan“ sem merkir nú blævængur eða vifta. Reinfann er norska heitið, ren- fana á sænsku og danska heitið er rejnfan. Á íslensku var heitið reinafáni eða reinfan. En um aldamótin 1900 skrifaði danskur garðaskríbent „regnfang“ í texta sem hann lét frá sér. Sá ritháttur smitaði út frá sér og þarna þótti vera komin góð skýring á nafn- inu – „auðvitað fangar það regn- ið!“. Danir gera ekki greinarmun í framburði á „rejn“ og „regn“ og margir þeirra skilja heldur ekki orðið rejn. Einar Helgason og Stefán Stefánsson nota báðir „reinfan“ í bókum sínum. En íslenskir garðyrkjubóka- höfundar sem síðar komu tóku upp hið danska „regnfang“ því sá ritháttur var farinn að vera yfir- gnæfandi þar. Og fáir skildu frum- nafnið. En síðari tíma garð- og plöntufræðahöfundar í Danmörku eru fyrir löngu búnir að leiðrétta misskilninginn og skrifa nú alltaf „rejnfang“ samkvæmt upprunan- um. En við sitjum uppi með „rein- fang“ og jafnvel „regnfang“ eftir þetta nafnaævintýri. Á íslensku eru samt til all mörg önnur heiti á reinfanginu. Rannfang, ramfrag, leiðabuski, rammfang, ránfang, rænfang, reinfáni, daggarsmali, leiðabuski og ormagras eru nokk- ur dæmi. Síðasta heitið er gamalt og gefur vísbendingu um notkun þess sem ormalyfs. Ríkir yfir dauðanum Ættkvíslarheitið Tanacetum er gamalt. Upphaflega komið af grískunnar „aþasania“ sem þýðir „sá sem sigrar dauðann“ eða öllu heldur „sá sem ríkir yfir dauðan- um“. Í fornsögum er sagt frá því að Seifur hefði látið færa hinum fagra en dauðlega unglingi Ganymedesi, sem hann hafði ofurást á, drykk ódauðleikans, aþanasia, svo að hann gæti eilíflega dvalið hjá honum meðal hinna ódauðlegu guða. Grísku guðirnir viðhöfðu semsé enga einstefnu í ástamálum sínum. Líklega hefur þessi ódáind- veig verið uppáhellingur þar sem reinfangið kom við sögu. Enska heitið „tansy“ er af sama stofni og fræðiheitið. Var komið til sögunnar löngu áður en Linné ákvað fræði- heitið. Til ættkvíslarinnar heyra um 180 tegundir sem vaxa víðsvegar um á Norðurhveli jarðar. Í Evrópu voru það fyrst og fremst reinfangið og maríubráin, Tanacetum balsamita, sem ræktaðar voru sem kirkju- og lyfjajurtir. En fleiri tegundir koma einnig við sögu í öðrum heimshlutum. Í Egyptalandi hinu forna var reinfang notað í tróðið sem sett var inn í múmíurnar og léreftið sem vafið var utan um þær hafði verið vætt í reinfangsseyði til að koma í veg fyrir pöddugang. Alþýðunot og læknisdómar Hvarvetna hefur reinfang komið við sögu í þjóðtrú og daglegu brúki Vestur-Evrópumanna. En hafa þarf varann á, því plönturn- ar innihalda mörg varhugaverð efni sem ekki er gott að innbyrða í mannslíkamann. Eitt af þeim er tújón sem er sterkt eiturefni og ástæðan fyrir því hve vel reinfang gagnast gegn smádýrum og örver- um. En auk þess m.a. ísótújon, kíneol og kamfóru. Saman gefa þessi efni frá sér hina sérstöku lykt sem einkennir reinfangið. Sterkust er reinfangslyktin af munkareinfanginu vegna þess að efnainnihald þess er mun megnara en í frumtegundinni. Blómunum var safnað, þau síðan þurrkuð og mulin smátt og lögð í vín eða mysu. Vökvinn var svo notaður í hóflegum skömmt- um gegn innyflaormum í fólki og fénaði. Enn nota sumir dýra- læknar þennan lög gegn ormum í skepnum. Litlir snapsar af rein- fangskrydduðu brennivíni þóttu góðir gegn meltingartruflunum, kláða og gikt. Þóttu líka vinna á krampaflogum og magakveisu. Seyði af reinfangsblöðum var ráðlagt fólki sem átti í vandræðum með þvaglát eða svitaköst. Setbað í reinfangsvatni var ráðlagt konum sem þjáðust af klæðaföllum. Og í nokkrum löndum tíðkaðist að leggja bakstra úr reinfangi yfir líf- bein sængurkvenna til að auðvelda þeim fæðinguna. Reinfangsbakstrar voru líka lagði yfir auma og bólgna liði til að draga úr verkjum. Og brögð voru að því að konur drukku reinfangsveig til að losna undan óvelkominni þungun. En þar þurfti að fara varlega svo að ekki hlytist verra af. Reinfangsblöðum var oft núið á kjöt til að verja það skemmdum. Líka mátti vefja reinfangsblöðum utan um kjötið í sama tilgangi. Og reinfang var ekki síður nytsamlegt sem fjandafæla. Reinfangsknippi hér og hvar í híbýlum og peningshús- um þóttu standa sig sérlega vel að því að halda púkum og öðru illþýði andskotans í skefjum. Með varúð er hægt að nota reinfang sem kryddjurt. Fyrst og fremst til að gefa sérstæða remmu í öl og brennivín. Enskur siður meðal kaþólikka var að gera svokallaðan „tansy-pudding“ sem er einhvers konar búðingur gerður úr hrærð- um eggjum, brauðmylsnu og ótal kryddum, ósætt. Af honum var ramt kryddbragð þar sem reinfangið yfir- gnæfði. Þetta var borið fram með öðrum mat um páskana og þótti verðug ábending um pínu Krists. Á nokkrum stöðum þar sem sauðfé er haft til matar á Bretlandseyjum þykir gott að gera sósu úr ediki og reinfangi sem svo er borin fram með kjötinu til að kæfa ullar- bragðið. Um aldaraðir hefur reinfang verið notað sem litunarjurt fyrir ullarband. Með ýmsum aðferðum má fá fram með því gula, græna eða brúna litatóna. Varnaðarorð og reinfangsráð í restina Vegna efnainnihaldsins er rein- fang af öllu tagi nokkuð eitrað. Geitur og sauðfé þola það í ein- hverjum mæli, en ekki fólk. Þess vegna verður að hafa það hugfast að fara varlega ef ætlunin er að nota það sem krydd eða til lækn- inga. Best er að láta það ógert, en eitt og eitt blað af og til er samt varla banvænt. Hægt er að búa til sterkt skordýraeitur með því að leggja reinfangsblöð í sjóðandi vatn í hlut- föllunum 1:1 að rúmmáli og láta kólna vel. Lögurinn er svo síaður og blandaður með einni matskeið af fljótandi mjúksápu í hvern lítra af leginum. Pressið vel allan vökva úr blöðunum. Síðan þynntur 1:10 með vatni og úðað á skaðvalda í gróðri. Þetta er snertieitur, svo ekki þýðir að nota hann sem fyrirbyggjandi vörn. Og þó, ef þessum legi er úðað meðfram smáplöntum af káljurtum á þeim tíma sem kál- flugan er á sveimi truflar lyktin kálfluguna svo að hún finnur ekki plönturnar. Fróðleiksbásinn Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur Jurtir Karlamagnúsar – munkareinfang Plöntulistinn í Capitulare de Villis. Munkareinfang, Tanacetum vulgare f. crispum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.