Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 algengt og víða undirstaða dýrahalds í Mið- og Norður-Evrópu tólf hund- ruð árum fyrir Krist. Tamið sauðfé barst til Suður- , Mið- og Norður-Ameríku og til Ástralíu og Nýja-Sjálands við land- nám Evrópubúa þar. Elstu minjar um sauðfjárhald í Noregi eru frá því um 3000 fyrir Krist. Sauðfé er í dag ræktað í nánast öllum löndum heims og nytjar af því eru margvísleg en aðallega kjöt, mjólk og ull. Auk þess sem sauða- tað er nýtt sem eldiviður, gæran til sauma og bein og horn í skrautmuni. Ull af sauðfé er mest nýtta dýraafurð til vefnaðar í heiminum enda verið ómetanlegt efni í fatnað í köldu loftslagi. Rómverjar töldu sauðkindina standa öðrum húsdýrum framar vegna ullarinnar. Ærin Dolly Vel er við hæfi að fyrsti grasbíturinn sem gerður var að húsdýri hafi einnig verið fyrsta skepnan sem var klón- uð. Árið 1996 bar ær fyrsta klónaða lambinu og fékk það nafnið Dolly í höfuðið á sveitasöngkonunni Dolly Parton. Ástæðan nafnsins mun vera sú að fruman sem kindin Dolly er klónuð af mun hafa verið tekin úr júgri og á þeim tíma munu fáar konur hafa státað af jafn framstæðum og myndarlegum mjólkurkirtlum og söngkonan góða. Ánni Dolly var lógað 2003 eftir alvarleg veikindi. Hún bar samtals sex lömbum eftir að hafa verið þrisvar sinnum tvílembd. Líffræði og atferli Sauðfé er fremur smávaxið húsdýr. Mörg kyn eru annaðhvort hyrnd eða kollótt og stjórnast það 100% af erfðum. Hornin eru yfirleitt tvö en geta verið fjögur og jafnvel fleiri en í sumum tilfellum vantar þau alveg og kallast slíkt fé kollótt. Kindur með mjög lítil horn kallast hnýflóttar. Litur ullarinnar er breytilegur eftir kynjum og allt frá því að vera hvítur yfir í dökkmórauður og svartur. Hæð og þyngd gripa er mismun- andi eftir kyni og sauðfjárkynjum. Fullvaxnir hrútar geta verið frá 35 og upp í 180 kíló en ær frá 30 og upp í rúm 100 kíló. Fjöldi tanna í fullvöxnu fé er 32. Fé notar fram- tennur í neðri góm til að bíta gras en jaxlana til að tyggja það. Kindur eru á beit frá sólarupprás til sólseturs en hvíla sig oft yfir daginn til að jórtra og melta fæðuna. Sauðfé hefur engar framtennur í efri góm. Kindur hafa góða heyrn og gott þefskyn og finna lykt með nefinu og litlum þefkirtlum sem eru neðan við augun á þeim. Sjónsviðið er vítt og spannar frá 280 að 320 gráðum og geta þær því séð aftur fyrir sig án þess að snúa höfðinu. Dýpt sjónarinnar er líka góð en þær sjá illa í myrkri. Talið er að kindur sjái svartan, hvítan og brúnan lit og geti greint milli rauðra, grænna og gulra litatóna. Líkt og hjá flestum hjarðdýr- um er eitt karldýr ríkjandi yfir hópi kvendýra og innan hópsins er rík goggunarröð. Kindur í hópum strjúka sér iðulega saman og er það talið auka samheldni hjarðarinnar og gefa til kynna stöðu einstakra dýra innan hópsins. Villt sauðfé fylgir forystudýrinu af tryggð og heldur sig við hópinn sem ferðast milli beiti- landa eftir árstíma og sækir á sömu svæðin ár eftir ár. Eitt af sérkennum íslenska fjárins er að það hefur nánast enga hjarð- hegðun. Kjörbeitiland fyrir sauðfé er þar sem gróðurfar er fjölbreytt en þar sem féð bítur gróðurinn mjög nærri sverðinum er hætt við ofbeit þar sem gróður er viðkvæmur. Sauðfé er fótvisst og hefur til- hneigingu til að leita upp í móti sé það áreitt eða komi að því styggð. Meðganga og burður Hrútar nota lyktarskynið til að vita hvenær kindur eru blæsma og fýla oft grön við slíkt tækifæri. Erlendar rannsóknir benda til að um 8% hrúta sýni samkynhneigð, eink- um í hrútahópum, en oftast virðist atferlið tímabundið því að flestir þeirra sinna ám með eðlilegum hætti þegar að fengitíma kemur. Fengitími flestra sauðfjárkynja er árstíðabundinn. Hjá villtu sauð- fé verða gimbrar kynþroska sex til átta mánaða gamlar en lambhrútar fjögurra til sex mánaða. Kynþroski getur tekið lengri tíma hjá öldu fé og dæmi um að það verði ekki kyn- þroska fyrr en á tuttugasta mánuði. Gangferill áa er 15 til 19 dagar en venjulega 16 til 17 dagar hjá íslenskum ám. Hrútar berjast sín á milli um fengitímann með því að taka tilhlaup og stangast kröftuglega og vinnur yfirleitt hrúturinn með stærstu hornin. Meðganga tekur tæpa fimm mánuði og burður einn til þrjá klukkutíma og eru ær yfirleitt ein- eða tvílemdar þrátt fyrir að þrí-, fjór- fimm- og upp í áttlembdar ær þekkist. Eftir að ær karar lamb stendur það fljótlega á fætur og fer á spena og er farið að fylgja móð- urinni innan við klukkustund eftir burð. Líftími villts sauðfjár er að jafn- aði tíu til tólf ár en vitað er um kind- ur sem hafa náð ríflega tuttugu ára aldri. Líf eða endingartími eldisfjár er yfirleitt lægri. Fé í trúarbrögðum Hauskúpur af hrútum fundust við uppgröft á 9.000 ára gömlum mannvistarleifum í Çatal Höyük í Tyrklandi og af egypskum steinrist- um að dæma var guðinn Amon Ra með hrútshöfuð. Hermes sonur Seifs og Maiu var sendiboði guðanna og guð frjósemi í grískri goðafræði. Hann var verndari búfénaðar og sérstaklega sauðfjár. Samkvæmt Gamla testamentinu er sauðfé í mikilvægu hlutverki við fórnarathafnir gyðinga eins og þegar páskalambinu er fórnað. Í Mósebókunum er oft minnst á lömb í tengslum við fórnir og þar segir meðal annars: „Þeir skulu taka dálítið af blóðinu og rjóða því á báða dyrastafina og dyratréð í húsunum þar sem þeir eta lambið.“ (12:7) „Drottinn sagði við Móse og Aron: „Þetta er ákvæðið um páska- lambið: Enginn útlendingur má eta neitt af því“ (12:43). „Öðru lamb- inu skaltu fórna að morgni en hinu um sólsetur.“ (29:39) Orðið lamb kemur einnig oft fyrir í líkingamáli Opinberunarbókarinnar. „Og ég sá annað dýr stíga upp af jörðunni og það hafði tvö horn lík lambshornum en það talaði eins og dreki.“ (13:11). „Þetta eru þeir sem ekki hafa saurg- ast með konum. Þeir eru skírlífir. Þeir fylgja lambinu hvert sem það fer. Þeir voru leystir úr hópi manna sem frumgróði handa Guði og lamb- inu.“ (14:4). Angnus Dei stendur fyrir lamb Guðs eða Jesú Krist. Hrúturinn er eitt að stjörnumerkjum dýrahrings- ins og oft finnst úlfur í sauðargæru. Sauðfé á Íslandi Við landnám fluttu nýbúar á Íslandi með sér búfé til landsins og þar á meðal sauðfé. Í fyrstu er talið að sauðfé hafi verið fátt í landinu og það gengið sjálfala allt árið. Íslenska sauðfjárkynið heyrir til norður- evrópska stuttrófufjárins og skyldast landkynjum í Noregi, Færeyjum og eyjunum norðan Skotlands. Þótt fé af öðrum kynjum hafi verið flutt inn frá Danmörku, Skotlandi og Þýskalandi á 18., 19. og 20. öld urðu áhrif þess á eigin- leika íslenska fjárins lítil sem engin. Þrátt fyrir að 80 til 85% íslenska fjárins sé hvítt er litafjölbreytni í stofninum mikil. Má þar nefna liti og litasamsetningar eins og gulan, svartan, gráan og dökkgráan, mórauðan, grámórauðan og gols- ótt. Kindur geta verið móbotnóttar, svarhálsóttar, flekkóttar, blesóttar, móarnóttar, golbílóttar, mókrúnótt- ar, móarnhosóttar og svarleisóttar. Ull íslenska landnámskynsins er gerð úr tveimur hárgerðum, þeli og togi. Togið er breytilegra en þelið og það því oft lengra. Tóvinna var víða til sveita aðalvetrarstarf fólks. Fyrst var ullin þvegin en síðan táin, kembd og spunnin á snældu. Úr bandinu var prjónaður eða ofinn klæðnaður og teppi. Milli 70 og 75% fjárins er hyrnt og jafnvel ferhyrnt sem er orðið sjaldgæft í heiminum. Þungi íslenskra áa er 60 til 70 kíló en hrúta 90 til 100 kíló. Íslenskt fé verður snemma kynþroska, er frjósamt og fæðir hver ær 1,8 lömb að meðaltali og marglembingar að sex lömbum þekkt. Fé af Þoku- og Lóustofnum er þekkt fyrir mjög mikla frjósemi. − Framhald á næstu síðu Litafjölbreytni í íslenska sauðfjárstofninum er mikil. Fé bítur gróðurinn mjög nærri sverðinum og því er hætt við ofbeit þar sem gróður er viðkvæmur. Árið 1996 bar ær fyrsta klónaða lambinu og fékk það nafnið Dolly. ALLAR VÖRUR SENDAR FRÍTT hvert á land sem er! MEÐ ÍSLANDSPÓSTI BLEK TÓNER PRENTARAR RITFÖNG PAPPÍR w w w . p r e n t v o r u r . i s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.