Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 11
11Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Gengið hefur verið frá samningi um að þýski lyfja- og efnafram- leiðandinn Bayer kaupi fræsölu- og efnaframleiðslurisann Monsanto. Kaupverðið er 56,6 milljarðar banda- ríkjadalir en uppreiknast í 66 milljarða dala þegar tekið er með í reikninginn að Bayer yfirtekur skuldir Monsanta. Kaupin eru stærstu einstöku við- skipti ársins í heiminum og jafngildir kaupverðið tæpum 6,5 þúsund millj- örðum íslenskra króna en 7,588 millj- örðum sé yfirtaka skulda tekin með. Til samanburðar eru fjárlög íslenska ríkisins árið 2016 tæpir 700 millj- arðar og tæp 10% af kaupverðinu en beingreiðslur vegna nýsamþykktra búvörusamninganna næstu tíu árin eru 13 milljarðar. Samkeppnisyfirvöld eiga eftir að samþykkja kaupin Bayer hefur einnig samþykkt að greiða Monsanto tvo milljarða dala, tæpa 230 milljarða króna, leyfi samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu ekki kaupin. Hlutabréf í báðum fyrirtækjum hafa hækkað umtalsvert eftir að fréttist að samningur milli fyrirtækjanna um kaupin hefði gengið eftir. Helmings líkur eru taldar vera á að samkeppnisyfirvöld stöðvi kaup- in. Til að auka líkurnar á samþykki kaupanna gæti þurft að selja hluta starfseminnar og er þá helst talað um þann hluta Monsanto sem framleiðir soja-, bómullar- og kanólafræ. 25% markaðshlutdeild Með kaupum Bayer á Monsanto verð- ur til stærsta fyrirtæki í heimi á sviði fræ- og efnasölu til landbúnaðar með rúmlega 25% markaðshlutdeild. Til stendur að höfuðstöðvar fræsölu og rannsókna á sviði erfðatækni verði áfram í St. Louis í Bandaríkjunum þar sem höfuðstöðvar Monsanto eru, en framleiðsla á skordýra- og plöntueitri í Monhein í Þýskalandi, heimaborg Bayer. Talið er líklegt að heitið Monsanto muni hverfa af framleiðsluvörum hins sameinaða félags þar sem það hefur víða á sér slæmt orð. Harðnandi samkeppni Samkeppni á fræ- og efnamarkaði í landbúnaði er hörð og er alltaf að harðna þegar kemur að mat- vælaframleiðslu í heiminum og fá risafyrirtæki sem bítast um yfirráð á því sviði. Á síðasta ári sameinuðust bandarísku landbúnaðarrisarnir Dow og DuPont og Syngenta í Sviss gekk til liðs við kínverska fyrirtækið ChemChina sem er í ríkiseigu og með tögl og hagldir þegar kemur að matvælafram- leiðslu í Kína. Kaup ChemChina á Syngenta áttu sér stað eftir að Syngenta mistókst að ná samn- ingum við Monsanto. Samanlagt stjórna fyrrgreind fyrirtæki milli 80 og 90% af fræsölu og framleiðslu á efnum til landbúnaðar í heiminum. /VH Sala og ráðgjöf Sími 540 1100 www.lifland.is Reykjavík Lyngháls Akureyri Óseyri Borgarnes Borgarbraut Blönduós Efstubraut Hvolsvöllur Stórólfsvelli FJÖLBREYTT VÖRUÚRVAL FYRIR MJÓLKURKÝR Hin sívinsæla bætiefnafata fyrir kýr og kindur. Bætiefnafata sem er sérstaklega löguð að þörfum mjólkurkúa á geldstöðu. ADE60 - SE Ný vara í stað Rautt Tranol. Fljótandi A-, D-, og E- vítamín og selengjafi. HIMAG FATA PRO - KETO Vítamínbættur og lystugur kringum burð. GELDSTÖÐUFATA Stjórn Félags sauðfjárbænda í Strandasýslu stendur fyrir héraðs- sýningu á lambhrútum á Ströndum laugardaginn 8. október. Verður hún haldin í tvennu lagi vegna sauðfjárveikivarna. Annars vegar á Heydalsá (hjá Ragnari og Sigríði) kl. 11.00 og hins vegar í Bæ (hjá Gunnari og Þorgerði) kl. 15.00, þar verða úrslit kynnt og viðurkenn- ingar veittar. Allir áhugamenn um sauðfé velkomnir. Strandasýsla: Héraðssýning á lambhrútum Stórtíðindi í líftækni- og fræsöluheiminum: Bayer kaupir líftæknirisann Monsanto Með kaupum Bayer á Monsanto verður til eitt stærsta fyrirtæki í heimi á sviði fræ- og efnasölu í landbúnaði með um 25% markaðshlutdeild. UPPSTOPPUN KRISTJÁN FRÁ GILHAGA SÍMI 892-8154 Drekagili 9 603 Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.