Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 9.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgarar kostar 4.950 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Árum saman hefur Bændablaðið birt fréttir af áhyggjum lækna, bæði íslenskra og erlendra, yfir að ofnotkun sýklalyfja við framleiðslu matvæla sé að leiða til óviðráðanlegra heilsufarsvandamála. Nú hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin séð ástæðu til að gefa út yfirlýsingu vegna sama máls. Lengst af hafa hagsmunaaðilar í innflutn- ingi á landbúnaðarafurðum reynt að gera lítið úr þessum málflutningi og nefnt hann sem dæmi um gamaldags hræðsluáróður bænda. Innflutningsfyrirtækin séu aftur á móti að hugsa um hag neytenda. Sömuleiðis hafa sumir fjölmiðlar þessa lands, svo ekki sé talað um háværa hópa á samfélagsmiðl- um, lagst á sveif með innflutningsverslun- inni í þessum efnum. Sama má segja um Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin, en málflutn- ingur þeirra hefur verið á þeim nótum að frjáls innflutningur á kjöti sé til að bæta hag neytenda. Lítið er þá gert með mögulega áhættu varðandi lýðheilsu þjóðarinnar. Á þriðjudag var birt í kvöldfrétt- um Sjónvarpsins frétt um áhyggjur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) af þessu máli. Breska ríkisútvarp- ið BBC fjallaði líka ítarlega um málið í gær. Spáir stofnunin því að árið 2050 dragi sýkingar af völdum ónæmra baktería tíu milljónir jarðarbúa til dauða árlega, fleiri en deyja úr krabbameini. Sýklalyf eru notuð í stórum stíl í land- búnaði bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum sem vaxtarhvetjandi efni. Á Íslandi er notk- un sýklalyfja í landbúnaði aftur á móti ein sú minnsta sem þekkist í heiminum. Þá hefur lítil tíðni sýkinga, t.d. í íslenskum kjúklingum, vakið alþjóðlega athygli. Afleiðingin af ofnotkun sýklalyfja er sú að bakteríur mynda smám saman með sér ónæmi gagnvart sýklalyfjunum. Slíkar ofur- bakteríur finnast nú í auknum mæli í kjöti sem fólk neytir. Berist slíkar sýklalyfja- ónæmar bakteríur eða ensím sem myndar vörn fyrir bakteríurnar í fólk, getur verið mjög erfitt að lækna það ef þá ekki ómögu- legt. Vitað er að árlega deyja á þriðja tug þúsunda manna í Bandaríkjunum af þessum sökum. Dánartalan í Evrópu er svipuð og fer vaxandi. Íslenskir og erlendir læknar og sér- fræðingar í smitsjúkdómum hafa árum saman varað við þessu og hafa talað um stærstu heilsufarsógn mannkynsins. Nú tala sérfræðingar WHO um að vandinn sé að verða óviðráðanlegur. Það sem gerir vandann einstaklega erfið- an við að eiga er alþjóðavæðing með sífellt frjálsari viðskiptum milli landa með hrátt kjöt og aðrar landbúnaðarvörur. Á þriðjudag fóru fram mikil mótmæli í Brussel, höfuð- vígi Evrópusambandsins. Þar var mótmælt brölti við gerð TTIP fríverslunarsamnings við Bandaríkin. Þar óttast fólk ekki bara atvinnumissi, heldur líka innflutning á erfðabreyttum matvörum. Þótt erfðabreytt korn þurfi ekki að vera hættulegt í sjálfu sér, þá er við ræktun þess notuð sífellt meiri eiturefni til að hámarka framleiðsluna. Þetta sýna ítrekaðar úttektir m.a. frá Eurostat. Þessi eiturefni hverfa ekkert við uppskeru og berast því í önnur matvæli sem erfða- breytta kornið er notað í. Í þessu ljósi ætti staðfesting Alþingis á nýjum tollasamningi við Evrópusambandið að vekja mönnum ugg. Þar er gefið stóraukið frelsi til inn- flutnings á landbúnaðarafurðum. Viðleitni íslenskra sauðfjárbænda til að banna erfðabreytt fóður við sína fram- leiðslu er því sérstaklega eftirtektarverð í þessu samhengi. Þar er markvisst verið að vinna að auknum hreinleika afurða og gegn massaframleiðslu með aðstoð hættulegra hjálparefna. /HKr. Heilsufarsógn Ísland er land þitt Stöðvarfjörður er þorp á sunnanverðum Austfjörðum og stendur við samnefndan fjörð. Íbúar eru um 200. Stöðvarfjörður varð hluti af Fjarða- byggð við sameiningu sveitarfélaga árið 2006. Íbúafjöldinn í Fjarðabyggð var 1. júní sl. 4.693 og hefur fjölgað talsvert á síðustu árum. Þéttbýlið á en störfum hefur þó fækkað mikið undanfarin ár. – Um Stöðvarfjörð segir í Landnámu: „Þórhaddur hinn gamli var hofgoði í Þrándheimi á Mæri. Mynd / HKr. Nú er rúm vika síðan Alþingi samþykkti lög er varða framkvæmd búvörusamninga. Það hefur tekið sinn tíma að sigla málinu í höfn en nú geta bændur horft fram á veginn og gert áætlanir í sínum rekstri. Fjölmörg jákvæð atriði er að finna í búvöru- samningunum sem munu efla innlenda mat- vælaframleiðslu. Óhætt er að segja að afgreiðsla málsins á Alþingi hafi vakið mikla athygli og umtal í samfélaginu. Ýmis orð hafa fallið um umfang og eðli búvörusamninganna, bæði frá fylgismönnum þeirra og gagnrýnendum. Bændur fagna allri umræðu um landbúnað en er mikið í mun um að hún sé byggð á réttum upplýsingum en ekki órökstuddri gagnrýni. Eitt af því sem mikið er rætt um er tíu ára gildistími samninganna og endurskoðunarákvæði sem kveðið er á um árin 2019 og 2023. Samningarnir verða endurskoðaðir 2019 Í nýsamþykktum lögum er kveðið á um að allir fjórir samningarnir skuli endurskoðaðir árið 2019. Endurskoðunarákvæði laganna byggir á endurskoðunarákvæðum sem eru til staðar í öllum samningunum fjórum og kveður á um að endurskoðun þeirra skuli fara fram árin 2019 og 2023. Þessa samninga hafa bændur samþykkt í atkvæðagreiðslu. Lögin kveða jafnframt á um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skuli fyrir 18. október næstkomandi skipa formlegan samráðshóp um endurskoðun búvörusamning- anna þar sem aðkoma afurðastöðva, atvinnu- lífs, bænda, launþega og neytenda skuli tryggð. Endanleg samningagerð verður þó áfram milli bænda og ríkisins eins og áður. Því hefur ranglega verið haldið fram, meðal annars af Alþýðusambandi Íslands, að bændur geti með einhverjum hætti komið í veg fyrir endurskoðun og þannig sé ekki um virka endur- skoðun að ræða. Hefur jafnvel verið ýjað að því að það sé hagur bænda að koma í veg fyrir þessa endurskoðun. Ekkert er fjær sanni. Það er mjög mikilvægt fyrir bændur að endurskoðun samninganna fari fram. Bæði eru ákvæði í samningunum sem eðlilegt er að endur- meta og síðan eru það hreinir og klárir hags- munir allra málsaðila að sátt náist um íslenskan landbúnað. Þess vegna fögnuðu Bændasamtök Íslands því víðtæka samráði sem meirihluti atvinnuveganefndar lagði til og ráðist verður í á næstu þremur árum. Bændur munu ganga til þeirrar vinnu með opnum hug og ríkan vilja til sáttar. Fyrir ASÍ og aðra þá sem vilja kynna sér markmiðin með endurskoðunarákvæðunum er hér rifjað upp hvað segir í samningunum um þau málefni. Verður kvótakerfi í mjólk eftir 2021? Við endurskoðun nautgriparæktarsamningsins árið 2019 þarf að taka ákvörðun um það hvort kvótakerfið verði afnumið 1. janúar 2021 eður ei. Kosið verður um málið á meðal kúabænda og mun niðurstaðan úr þeirri atkvæðagreiðslu ráða því hvernig trúnaðarmenn bænda verða nestaðir þegar gengið verður að samninga- borðinu með ríkisvaldinu. Einnig þarf að leggja mat á það hvernig framleiðslan hefur þróast, bæði í mjólk og nautakjöti, hvaða árangur hefur náðst við útflutning mjólkurafurða og hvernig markmið samningsins hafi gengið eftir. Hvernig þróast afurðatekjur sauðfjárbænda? Við endurskoðun sauðfjársamnings verður fyrst og fremst horft til þess hvernig framleiðsla sauðfjárafurða og afkoma í greininni hefur þróast, hvaða árangur hefur náðst við útflutning og hvernig markmið samningsins hafi gengið eftir. Einnig skal skoða þróun í bústærð, fjölda búa eftir svæðum og fjárfjölda í landinu. Fram að fyrri endurskoðun er stefnt að því að auka útflutningstekjur af sauðfjárrækt sem leiði til þess að hlutur bænda í heildarverðmætasköp- un greinarinnar aukist um 7,5% að lágmarki. Þetta miðast við óbreyttan fjárfjölda í landinu og fast verðlag. Takist það ekki skal niður- tröppun beingreiðslna endurskoðuð. Fjölgi fé í landinu yfir 10% frá gildistöku samnings- ins, fram til fyrri endurskoðunar árið 2019 skal endurskoða býlisstuðning, bæði fjárhæðir og þrep. Sérstaklega skal hafa í huga við þá endurskoðun að styðja við byggð alls staðar í landinu. Hvernig mun garðyrkjunni reiða af? Í endurskoðun á garðyrkjusamningi verður fyrst og fremst verði horft til þess hvernig framleiðsla garðyrkjuafurða hefur þróast og hvernig markmið samningsins hafa geng- ið eftir. Samningsaðilar munu á tímabilinu 2017–2019 greina hagkvæmni þess að taka upp uppskerutengdar greiðslur vegna útiræktaðra garðyrkjuafurða og kartaflna gegn mögulegri niðurfellingu og/eða lækkun tollverndar. Skýr skilaboð frá atvinnuveganefnd Til viðbótar því sem stendur í samningunum sjálfum ályktaði meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis sérstaklega um endurskoðunarákvæð- in og tilgang þeirra. Nefndin telur nauðsynlegt að við endurskoðun búvörusamninga árið 2019 verði rýnt í markmið samninganna og laganna, metið hvernig til hafi tekist og eftir atvikum lagðar til breytingar með hliðsjón af því mati. Meirihluti atvinnuveganefndar lagði til að við endurskoðun samninga 2019 lægi fyrir heildaráætlun um hlutverk landbúnaðarins í aðgerðum sem snerta loftslags- og umhverfis- mál. Nefndin vill skerpa á þeim atriðum í samningunum sem snúa að umhverfismálum og setja fram tölusett markmið og áfanga í þeim verkefnum. Meirihlutinn lagði áherslu á að við endurskoðunina 2019 lægju fyrir áætlanir um minni losun gróðurhúsalofttegunda í landbún- aði, um endurheimt votlendis, um sjálfbærni beitilands og um eflingu skógræktar og upp- græðslu á vegum bænda. Meirihluti atvinnuveganefndar lagði til að farið yrði vandlega yfir það hvernig samkeppn- islög gilda um mjólkuriðnað. Einnig verði rýnt í fyrirkomulag á söfnun og dreifingu mjólkur og starfsumhverfi afurðastöðva með tilliti til staðsetningar og mikilvægis fyrir þau byggðalög sem þau starfa í. Meirihlutinn taldi nauðsynlegt að við endurskoðunina verði af hálfu ríkisins sérstaklega kannað hvernig landbúnaðarstefnan geti enn frekar ýtt undir framleiðslu afurða beint frá býli og vöruþróun sem byggist á uppruna eða landfræðilegri sérstöðu. Jafnframt taldi meirihlutinn rétt að örva og hvetja til frekari sóknar fjölbreyttari flóru fyrirtækja í frum- vinnslu búvara og auk þess að huga að fyrir- komulagi og framtíð menntunar starfsmanna afurðastöðva í mjólkurfræði og kjötiðnaði. Sérstaklega var tekið fram að við endur- skoðun landbúnaðarstefnu þyrfti að huga að tengslum landbúnaðar við aðra atvinnuvegi. Vöxtur og viðgangur ferðaþjónustu hefði skapað sveitunum ný tækifæri víða um land og menn- ingarlandslag og byggðamynstur væru mikil- vægir þættir sem tengdust landbúnaði sterkum böndum. Deilur um landbúnað engum að gagni Að framansögðu er ljóst að næg verkefni eru fyrirliggjandi við að móta landbúnaðar- stefnu til framtíðar. Sitt sýnist hverjum um það landbúnaðarkerfi sem við búum við og deilur um það hafa gert umhverfi greinarinnar mun erfiðara en ella. Það eru hreinir og klárir hagsmunir Bændasamtaka Íslands að sátt náist um íslenskan landbúnað. Þess vegna fagna þau því víðtæka samráði sem ráðist verður í á næstu þremur árum. Bændur munu ganga til þeirrar vinnu með opnum hug og ríkan vilja til sáttar. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands sindri@bondi.is Sannleikurinn um endurskoðun búvörusamninga Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Ásgerður María Hólmbertsdóttir amh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefsíða blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Prentsnið – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.