Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Fréttir Gæðastýring í sauðfjárrækt: Bændur sem ekki standast skilyrði gæðastýringar missa greiðslur Umræða um dýravelferð hefur verið talsverð í þjóðfélaginu undanfarið. Dýravelferð er einn af mörgum þáttum í gæðastýringu í sauðfjárrækt sem Matvælastofnun hefur eftirlit með. Bændablaðið leitaði til Jóns Baldurs Lorange, framkvæmdastjóra Búnaðarstofu hjá Matvælastofnun, og innti hann eftir því hvort ein- hverjir þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt hafi ekki uppfyllt öll skilyrði reglugerðar um gæðastýr- ingu sauðfjárframleiðslu og falli þar með út úr gæðastýringunni. Jón Baldur segir að samkvæmt 20. gr. reglugerðar um gæðastýringu nr. 1160/2013 skal Matvælastofnun tilkynna framleiðanda eigi síðar en 31. ágúst ár hvert ef hann uppfyllir ekki skilyrði um gæðastýrða sauð- fjárframleiðslu og gefa honum kost á andmælum. Skyldur fjölmargar „Skyldur framleiðanda í gæðastýr- ingu eru fjölmargar sem þarf að upp- fylla til að fá gæðastýringargreiðslur. Meðal þátta sem falla undir gæða- stýringu eru aðbúnaður og með- ferð dýra, umhverfi, skýrsluhald og skráning á lyfjanotkun. Þá ber framleiðanda að færa gæðahandbók þar sem kemur meðal annars fram áburðarnotkun, gróffóðuröflun og fóðrun dýra. Einnig ber framleiðanda að uppfylla skilyrði um landnýtingu og er meginreglan að landnýting skal vera sjálfbær á öllu landi framleið- anda samkvæmt umsókn og skal það land jafnframt standast viðmið um ástand samkvæmt ströngum kröf- um sem koma fram í sérstökum viðauka við reglugerð um gæðastýr- ingu. Landbótaáætlun er gerð fyrir beitiland sem uppfyllir ekki kröfur samkvæmt fyrrgreindum viðauka. Landgræðsla ríkisins áritar land- bótaáætlun og Matvælastofnun þarf að staðfesta ef skilyrði reglu- gerðar um gæðastýringu eru upp- fyllt. Jafnframt þurfa allir þátt- takendur í gæðastýringu að sækja undirbúningsnámskeið á vegum Matvælastofnunar. Í dag eru um 1.710 bændur þátttakendur í gæða- stýringunni og þeir þurfa að uppfylla kröfur um öll þessi atriði til að fá gæðastýringargreiðslur.“ Góð skil á skýrsluhaldi í sauðfjárrækt Jón Baldur segir að Búnaðarstofa sendi öllum bændum sem eru í gæða- stýringunni bréf í upphafi árs sem ekki hafa gengið frá skýrsluhaldinu fyrir árið á undan, en því ber að skila eigi síðar en 31. desember. „Í ár voru það í kringum eitt hund- rað framleiðendur af þessum 1.710 sem fengu bréf frá Matvælastofnun vegna þessa. Næstum því allir drifu í því að ganga frá haustbók 2015 meðal annars með aðstoð Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnað- arins, en þeir framleiðendur sem brugðust ekki við féllu út úr gæða- stýringunni. Þeir sauðfjárbændur, sem koma nýir inn í gæðastýr- ingu og hafa ekki áður tekið þátt í skýrslu haldinu í sauðfjárrækt þurfa fyrsta árið að skila inn vorbók. Þetta voru um 15 nýliðar sem höfðu ekki skilað vorbók á réttum tíma. Matvælastofnun sendi þeim bréf í byrjun sumars og bættu þeir allir úr því innan þess tímafrests sem þeim var gefinn.“ Eftirlit dýraeftirlitsmanna lagt til grundvallar Búnaðarstofa Matvælastofnunar, sem hefur með framkvæmd á stuðn- ingsgreiðslum til bænda að gera, ber að fella niður gæðastýringar- greiðslu ef framleiðandi stenst ekki öll skilyrði gæðastýrðrar sauðfjár- framleiðslu. Fyrir enda ágústmánaðar ber Matvælastofnun að senda öllum þátttakendum í gæðastýringu bréf ef stofnunin telur að þeir standist ekki lengur öll skilyrði gæðastýrðrar sauð- fjárframleiðslu. Þeir framleiðendur sem fengu bréf frá stofnuninni um niðurfellingu gæða- stýringargreiðslu fengu andmælarétt í samræmi við stjórnsýslulög en að sögn Jóns Baldurs liggur fyrir að í þessum fasa muni 5 til 10 framleiðendur falla út úr gæðastýringunni, en endanleg tala liggur fyrir í lok mánaðarins. Stofnunin leggur til grundvallar þessari ákvörðun margvísleg gögn, m.a. niðurstöður eft- irlitsskýrslna dýraeftirlitsmanna stofn- unarinnar. Auk þess eru dregnar saman niðurstöður annarra þátta gæðastýr- ingarinnar svo sem skil á skýrsluhaldi og landbótaáætlunum. „Dýraeftirlitsmenn Matvæla- stofnunar heimsækja á hverju ári nokkur hundruð bændur og ganga frá eftirlitsskýrslu í framhaldi af þeim heimsóknum. Ef upp koma mál vegna frávika sem varða aðbún- að og meðferð dýra, umhverfisþátta, færslu gæðahandbókar og fleiri þátta sem dýraeftirlitsmenn skoða er það fært inn í eftirlitsskýrslur og er tekið til meðferðar innan stofnunarinnar í kjölfarið. Matvælastofnun hefur ýmis úrræði til að bregðast við og m.a. eru gerðar úrbótaáætlanir fyrir framleiðendur. Í slæmum tilfell- um eru til úrræði um dagsektir og vörslusviptingu gripa. Búnaðarstofa Matvælastofnunar hefur síðan það úrræði að fella niður gæðastýringar- greiðslu framleiðanda með því að taka ákvörðun um að fella viðkomandi út úr gæðastýringu. Framleiðandinn þarf þá að sækja aftur um til að komast í gæðastýringuna fyrir næsta ár og getur þá Matvælastofnun farið fram á að hann þurfi að sækja gæðastýr- ingarnámskeið að nýju,“ segir Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar. /VH Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu hjá Matvælastofnun. Mynd / HKr. Góðar horfur á landsvísu með kornuppskeru: Víðast hvar metuppskera á Suðurlandi – Helst á Norðausturlandi sem tíð hefur verið óhagstæð kornbændum Talsvert hefur birt yfir kornrækt- inni í sumar, eftir nokkur erfið samdráttarár. Tíðarfar hefur víðast hvar verið gott og útlitið varðandi uppskeru er eftir því. Samdráttarskeiðið var afleiðing af nokkrum þáttum. Tíðarfar hefur verið greininni frekar óhagstætt, ágangur álfta og gæsa verið mörgum kornbændum afar erfiður og svo hefur minna fengist fyrir íslenska byggið á heimamarkaði vegna gengis- og verð- þróunar á alþjóðlegum mörkuðum. Bændablaðið leitaði til ráðunauta og starfsmanna búnaðarsambanda á helstu kornræktarsvæðum landsins til að kanna hvort ekki hafi hýrnað yfir kornbændum eftir gott sumar. Þremur vikum fyrr í Árnessýslu Sveinn Sigurmundsson, hjá Búnaðar- sambandi Suðurlands, segir að á vesturhluta Suðurlands hafi þresking hafist víðast hvar í lok ágúst – eða allt að þremur vikum fyrr en alla jafna – og uppskeruhorfur séu almennt mjög góðar. Hann telur ekki meira um óværu eða illgresi samfara góðri tíð, en svo virðist sem ágangur álfta sé jafnvel enn harðari en í fyrra á sumum stöðum. Hann segir ástæðurnar vera þær að kornakrarnir sem þær hafi úr að moða séu færri og svo er líklegt að álftinni fjölgi hratt. Sveinn telur eðlilegt að kornbændur fengju leyfi – að uppfylltum skilyrðum – til að verja lönd sín fyrir þessum ágangi. Guðmundur Sigurðsson, hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands, segir að á Vesturlandi hafi kornræktin geng- ið mjög vel í sumar. „Víða er byrjað að þreskja kornið og nokkrir alveg búnir að þreskja. Uppskera er góð, til að mynda þrjú til fjögur tonn af þurru korni á hektara hjá einum. Fjórir aðil- ar eru með þurrkaðstöðu; Belgsholt, Langholt, Hurðarbak og Kolviðarnes. Langholt kom nýtt inn síðastliðið haust og er að endurbæta aðstöðuna. „Varðandi gæsir þá hef ég ekki heyrt mikið kvartað undan henni sem af er, enda er hún fyrst að koma í akra þessa dagana. Álftin er nokkuð staðbundin slæm í Reykholtsdal og Hálsasveit. Þeir sem ná að þreskja snemma sleppa við skaða af fugli. Varðandi svepp í korni þá eru margir sem eru farnir að úða og sleppa að mestu en sveppurinn er fyrst og fremst þar sem korn er mörg ári í sama akri. Þannig að ef vel á að takast með kornrækt verður að stunda skiptiræktun. Ég er ekki með tölur um stærð akra en það mun liggja fyrir í október þegar búið verður að taka út jarðabætur. Þó er tilfinningin sú að eitthvað er minna um byggrækt í ár en síðastliðin ár þótt munurinn sé ekki afgerandi. Varðandi að heimila veiði á álft þá hefur sú umræða vissulega verið hér og er mikilvægt að vinna að þeim málum enn frekar,“ segir Guðmundur. Mikið að magni og góð fylling Eiríkur Loftsson, ráðunautur hjá Ráð gjafarmiðstöð landbúnaðar- ins, segir að á Norðvesturlandi séu uppskeruhorfur góðar. „Almennt er kornið mikið að magni, fylling þess víðast góð en nokkuð misjafnt hve mikið það er farið að þorna. Þresking hófst í Skagafirði í síðustu viku. Fugl kemur í kornakrana strax og færi gefst, víðast er það ekki fyrr en byrjað er að þreskja og hann hefur svæði til að lenda. Hópar af fugli hafa sums staðar legið í túnum, mest nýræktuðum og einnig grænfóðri, bitið, traðkað og skitið – og spillt uppskeru bæði að magni og gæðum. Blaðsveppur hefur verið áberandi í stöku ökrum en heilt yfir ekki til vand- ræða. Illgresi sækir mjög á í landi þar sem korn er ræktað samfellt í nokkur ár ef ekki er unnið á því. Verkun korns er með líku móti og verið hefur en núna þegar það er meira þroskað og þurrara við þreskingu má búast við að meira verði þurrkað,“ segir Eiríkur. Guðmundur Helgi Gunnarsson, hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar- ins í Eyjafirði, segir að ekki sé búið að þreskja mikið á svæðinu. „Það var sáð frekar seint í akra í vor, aðallega á tímabilinu 10.–20. maí, vegna klaka og kulda framan af vori. Á síðustu vikum hefur verið talsverð úrkoma á svæðinu, sem einnig skýrir að hluta að ekki er meira búið að þreskja. Þar sem búið er að skera er upp- skeran misjöfn og virðist kornfyllingin sums staðar ekki nægilega góð – sem getur tengst veðurfarinu í sumar. En í júlímánuði var hér fremur sólarlítið og úrkomusamt. Nokkuð hefur orðið vart við sveppasmit í ökrum og þá meira í þeim eldri, en á því hefur ekki verið gerð nein úttekt. Slíkt smit rýrir bæði gæði og magn uppskeru. Kornþurrkurum hefur ekki fjölgað á svæðinu, enda erfitt að reka þá með svo litlu magni sem þurrkað er. Margir súrsa kornið, enda þarf það að vera vel fyllt svo það uppfylli lágmarks skil- yrði sem söluvara,“ segir Guðmundur. Hann bætir því við að ekki sé vitað um mikið tjón af völdum álfta og gæsa, en það sé þó alltaf eitthvað um það á einstaka ökrum. Metuppskera hjá flestum kornbændum á Suðurlandi Kristján Bjarndal Jónsson kann- aði stöðuna á Suðurlandi, austan Árnessýslu. „Það er nánast sama hvar við berum niður, það er metuppskera hjá flestum bændum í öllu. Menn hafa t.d. þorað að nefna allt að 40 prósenta aukningu á hektara í korninu. Að vísu var þurrt framan af og byggið spíraði seint og með þessum hlýindum hafa komið fram mikið af grænum hliðarsprotum og þeir bændur sem hafa lent í slíku hafa frekar viljað súrsa slíkt korn. Það er dýrt að þurrka það og lítið verður úr því. Snemma var hægt að fara að þreskja korn og urðu bændur því víða á undan fuglaplágunni. Vitað er til að byrjað var að þreskja 18. ágúst, en það er allt að tveimur vikum fyrr en í meðalári. Ég á von á því að allir hafi náð sex raða korninu, en það er viðkvæmara fyrir fyrstu óveðrunum en tveggja raða. Öxin verða þyngri og því við- kvæmari í bleytu og stormi. Þar sem tveggja raða kornið er orðið vel þroskað – og því þungt í þessari vætu sem nú er – hefur það tilhneigingu til að brotna niður, þar sem ekki er búið að þreskja það. Því er víða að bresta á barátta á milli fugla og bænda um það hvor hefur betur þegar það styttir upp og hægt verður að halda þreskingu áfram. Fuglinn er aðeins seinna á ferðinni í góðæri eins og nú. Sem dæmi má nefna að ég veit til þess að einn bóndi lagði sig smá stund efir hádegismatinn sem varð til þess að hann tapaði orrustu við fuglinn. Þetta er því oft mjög fljótt að gerast. Það er samdráttur í kornræktinni. Mér finnst það mikil synd af ýmsum búrekstrarlegum ástæðum,“ segir Kristján. /smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.