Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað − Skólinn í Skóginum: Metnaðarfullt nám í notalegu umhverfi og fjölbreytt fagsvið Húsmæðraskólinn á Hallormsstað var stofnaður árið 1930 fyrir for- göngu hjónanna Sigrúnar og Benedikts Blöndal. Skólinn starfar enn og heitir nú Handverks- og hússtjórnarskólinn á Hallormsstað. Skólinn er viður- kenndur einkaskóli á framhalds- skólastigi og býður upp á fullt nám á hússtjórnarskólabraut með áherslu á matreiðslu og ýmsar handverks- greinar. Sagan og staðurinn Árið 1929, þann 14. mars, var valinn staður fyrir skólann, á svokölluðum Stekk. Skólahúsið er byggt í gömlum burstabæjarstíl, sérstakt og fallegt með góða sál. Höllin er hjarta skól- ans. Þar hafa nemendur komið saman í leik og starfi; haldið kvöldvökur, unnið í handavinnu, hlustað á tónlist, spilað og rætt um framtíðardrauma. Heimavistarherbergin eru 14 talsins og dreifast þau á þrjár hæðir í skól- anum. Öll herbergin eru einstök og merkt eftir fornum klausturheitum. Hvert herbergi hefur sína sögu og sinn sjarma. Hallormsstaðar- skógur er algjör nátt- úruparadís með ævin- týralegum gönguleið- um sem leiða þig um leyndardóma skógar- ins. Skógurinn er einnig matarkista fyrir nemendur skólans þar sem meðal annars er að finna rifsber, hrúta- ber, hindber og bláber ásamt ýmsum tegund- um af matarsveppum. Nám við skólann svarar kröfum gamla og nýja tímans Nám við skólann er krefjandi og nútíma- legt en byggir í senn á gömlum hefð- um. Við skólann starfa sérfræðingar á sviði matreiðslu og gæðaeftirlits, í heilbrigðisfræðum og í fjölbreyttu handverki s.s. vefnaði, prjóni og hekli, útsaumi og fatagerð og í nám- inu er lögð áhersla á undirstöðu í þessum greinum. Námið er verk- efnatengt og veitir víðtæka þjálfun og þekkingu. Með fjölbreytileikan- um tileinka nemendur sér alhliða kunnáttu og aðferðarfræði ólíkra fagasviða skólans. Nemendur skólans koma víða að af landinu og ávallt af báðum kynj- um. Nemendur koma á öllum aldri en nemendur á framhaldsskólaaldri hafa forgang í nám. Margir koma til að láta gamlan draum rætast og enn aðrir sækjast eftir ró og næði frá amstri stærri þéttbýlisstaða. Hér fá nemendur tækifæri til að læra eitthvað nýtt og gagnlegt á hverj- um degi, taka ábyrgð á sjálfum sér og öðrum í litlu skólasamfélagi. Gildi skólans; virðing, vandvirkni og vinátta, fléttast inn í allt skóla- starfið og fylgir nemendum áfram út lífið. Margir eignast framtíðarvini og margir árgangar hittast reglulega og rifja upp gamla og góða tíma hér í skólanum. Fullt nám eða styttri námsleiðir Uppbygging og samsetning námsins veitir traustan og fræðilegan grunn. Nemendafjöldinn er takmarkað- ur sem eykur gæði kennslunnar og persónuleg tengsl nemenda og kennara. Námið veitir viðurkennd- ar framhaldsskólaeiningar og hægt er að sækja um jöfn- unarstyrk frá LÍN fyrir náminu. Fullt nám tekur eina önn og er kennt bæði haust- og v o r ö n n . Hvor önn um sig skiptist í fyrri og seinni spönn og eru þrjár leiðir í boði; matreiðsla, handverk eða hússtjórnarnám, sem er blanda af matreiðslu og handverki. Í matreiðslu er lögð áhersla á undirstöðu- atriði í matargerð og framreiðslu. Nemendur kynnast margvíslegu hrá- efni, meðhöndlun þess í matargerð og næringar- gildi. Í eldhúsinu gerast töfrarnir þar sem einfaldir og flóknir réttir eru mat- reiddir og matarmenning okkar og annarra þjóða kynnt. Í handverksgreinum eru kennd undirstöðuatriði í hverju fagi fyrir sig. Vefnaður hefur verið kenndur í vefstofunni, sem kölluð er baðstofa, frá upphafi og ofin hafa verið ófá værðarvoðin. Í útsaum fá nemend- ur að kynnast klassískum útsaums- aðferðum til að þræða í gegnum mismunandi efni og falleg munstur og myndir fá að njóta sín. Ákveðin ró fylgir handverki sem unnið er í höndunum. Prjón og hekl er einn þeirra áfanga þar sem nemendur fá að spreyta sig lykkju fyrir lykkju þar til heil lopapeysa eða leistar eru tilbúnir. Sækja um nám Allar upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans, www.hushall.is, og sótt er um nám undir umsóknir. Innifalið í námi skólans er heimavist, fullt fæði á námstíma, kennslugögn og allt efni samkvæmt kennsluáætl- un áfanga hússtjórnarskólabrautar skólans. Næsta spönn hefst 17. október og lýkur 11. desember með opnu húsi og sýningu nemenda á handverki annarinnar. Verk nemenda. Útsaumur. Skólinn í skóginum. Fatasaumur er líka kenndur við skólann. Starðaráin. Gylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200 www.velfang.is velfang@velfang.is VERKIN TALA Brand haughrærur leysa vandann allsstaðar FR U M - w w w fr u m .is Afköst – styrkur – fjölbreytni Eldhúseiningar (4 einingar 2,4x7,4m) með öllum búnaði m.a. allur tækjabúnaður fyrir eldhús, leirtau, kælar og frystiklefi (sjálfstæð eining 2,4X6m). Var sett upp til að þjóna 50 til 60 manna vinnustað. Borðstofueiningar (5 einingar2,4x6m) og salernis, vinnufata og frystieining (3 einingar 2,4x 6m) Eldhús og borðstofueiningar (samt. 12 einingar) Verð: Óskað er eftir tilboði í eignirnar - við tilboðsverð bætist vsk. Málsetning eininganna er c.a. utanmál þeirra. Upplýsingar veita: Óskar í síma 842 6500 oskar@advance.is og /eða Magnús í síma 699 0775 magnus@logskipti.is. Til sölu í Vinnubúðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.