Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Helstu nytjadýr heimsins − framhald Forystufé Forystuféð barst til landsins með landnámsmönnum. Slíkt fé er ein- göngu til hér á landi en fyrr á tímum var það sennilega til víðar. Hér hefur það viðhaldist vegna þess að hér voru not fyrir sérstæða eiginleika þess í beitarbúskapnum. Í dag skilur þetta forystufé sig það mikið frá hefð- bundnu íslensku fé að réttast er að skilgreina það sem sérstakt fjárkyn. Veðurspár, heilastappa og endagörn Þakkirnar sem sauðkindin hefur feng- ið fyrir að hafa haldið lífinu í þjóð- inni í harðærum gegnum aldirnar er samheiti yfir heimsku og aulahátt. Enginn vill vera kallaður sauður, vera kindarlegur eða hrútheimskur. Þrátt fyrir þessa neikvæðni hefur skepnan verið einstaklega vel nýtt og það ekki eingöngu til matar. Garnir og milta voru notaðar til að spá í veður og fyrir fólki, auk þess sem garnirnar voru þurrkaðar og notaðar í fiðlu- og hörpustrengi og sem rokksnúrur og smokkar utan um bjúgu. Margir trúðu að lungu, steikt eða soðin, og étin á tóman maga væru óbrigðult ráð móti áfengissýki. Hlandblaðran úr hrútum var notuð til að spá fyrir veðri og úr henni voru búnar til skjóður og stundum var hún þurrkuð og gerð að leikfangi. Tólgarkerti eru búin til úr bræddum mör. Til matar þótti hjartað, nýrun og lifrin herramannsmatur og lifrarpylsa var búin til með því að setja hakkaða lifur í vinstrina og sjóða. Úr heilanum var búin til heilastappa. Lungun voru hökkuð og ásamt mör sett í langa, e.k. pylsu, síðan reykt og kallað grjúpán. Mör var og er enn notaður í slátur- og bjúgnagerð og var vömbin saumuð utan um slátrið. Blóðmör er að miklu leyti búinn til úr blóði og blóðgrautur er gerður úr blóði, hveiti og vatni. Hrútspungar og kindajúgur voru sett í súr og borðuð. Endagörnin var rist upp og skafin og síðan saumuð inn í þind ásamt lundunum sem eru neðan á hryggnum. Ristillinn var notaður í lundabagga. Ruslabaggi var gerður úr görnum, milta, brisi og afgöngum sem sett voru í þind og hún saumuð saman. Ruslabaggar voru ætlaðir hundum en fólk borðaði þá ef ekkert annað var á boðstólum. Í dag er margt af þessu kallað þorramatur. Sauðatað var og er enn notað sem áburður á tún en hætt er að nota það sem eldivið eins og áður var gert. Eitthvað mun enn vera um að kjöt sé taðreykt. Fjármörk og nöfn sauðfjár Allt fé á Íslandi er plötumerkt í eyru auk þess sem það er eyrnamarkað með því að ákveðin fjármörk eru skorin í eyrun, annað eða bæði. Fjármörk eru þekkt á öllum Norðurlöndum og hafa borist hingað með landnámsmönnum. Þeirra er getið í Grágás og kallast þar einkunnir og þar segir; „er mælt í lögum vorum að hver maður sá er sauði á eða búfé, er skyldur að hafa eina einkunn á öllu kvikfé sínu.“ Íslensku fjármörkin eru 70 og hafa líklega verið fleiri fyrr á tímum en þykja misgóð. Dæmi um mörk eru stýft á báðum, andfjaðrað, fjöður, gagnstigað, geirstýft, lögg, sýlt, sýlt í blaðstýft, tvífjaðrað og þrístigað. Brennimörk á hornum voru einnig þekkt. Misjafnt er hvort menn gefi kindunum sínum nafn en dæmi eru um fjárglögga bændur sem þekkja allar ærnar sínar með nafni og vísa nöfnin oft til útlitseinkenna fjárins eins og í eftirfarandi nafnavísu. Flegða, Héla, Frenja, Dröfn, Flekka, Sauðarhyrna, Gletta, Hnúða, Gráleit, Sjöfn, Gullbrá, Fjóla, Birna. Bláleit, Hekla, Blökk, Dilkhvít Bjartleit, Ófríð, Næpa, Svanhvít, Drífa, Sóley, Hít, Selja, Bússa, Læpa. Sauðaþjófar Sá glæpur sem verstur þótti í íslenska bændasamfélaginu var sauðaþjófnaður enda voru verðmæti í gripunum og fólk byggði lífsafkomu sína á þeim eins og kemur fram í heitum eins og búpeningur, búfé, fjár- og peningshús. Sauðaþjófar voru til dæmis þeir sem stálu fé og ráku í sínar afréttir og mörkuðu upp á nýtt. Stundum var um fátækt fólk að ræða sem fór um í rökkri og rak annarra manna fé heim til síns bæjar. Útigangsmenn áttu til að verða sauðaþjófar og eru til frægar sögur af slíkum þjófnaði. Einnig var um hreina græðgi að ræða. Í desember 1681 var stórtækur sauðaþjófur á ferð á Melum í Hrútafirði og 50 kindum stolið. Sauðaþjófurinn kom víðar við í sömu ferð og rændi fé á fleiri bæjum í innanverðum Hrútafirði. Í sögu sem kallast Þjófurinn og tunglið segir frá sauðaþjóf sem settist niður á afviknum stað með feitt sauðarlæri sem hann hafði stolið og ætlaði hann að snæða það í makindum. Tunglið skein skært og engin ský voru á lofti. Þjófurinn ávarpaði þá tunglið með þessum ósvífnisorðum og rétti um leið upp á móti því hnífinn með ketbita á oddinum. Viltu, tungl, þér á munn þennan bita feitan? Þá svaraði honum aftur rödd af himni: Viltu, hvinn, þér á kinn þenna lykil heitan? Í sama bili féll glóandi lykill úr háloftunum niður á kinn þjófsins og brenndi þar á hann brennimark. Sagt er að af þessu hafi sá siður verið tekinn upp sem algengur var á fyrri öldum að brennimerkja þjófa. Sauðaþjófnaður virðist enn stundaður því í ágúst 2010 var greint frá því í Ríkisútvarpinu að sauðaþjófar hafi verið á ferð á Vesturlandi. Í fréttinni segir að lögregla rannsaki málið en hafi úr fáum vísbendingum að moða. „Nýlega hafa fundist ræflar af tveimur lömbum, og sýna ummerkin að þau hafa verið skorin, bestu bitarnir teknir og hræin skilin eftir. Vitað er um tvö dæmi, annað í Norðurárdal, hitt í Dölum. Lögreglu grunar að ferðamenn hafi verið að verki. Ekki hefur verið staðfest að um sama mann sé að ræða, en þó er það talið líklegt enda stutt á milli ódæðanna í tíma og rúmi.“ Sums staðar á Íslandi var því trúað, að ef unglingar söfnuðu hagalögðum, vofði sú hætta yfir, að þeir yrðu sauðaþjófar. Að lokum er vert að muna að misjafn er sauður í mörgu fé og öllum kindum er eitthvað til annmarka.Íslensk eyrnamörk. Íslenskar kindur á gjöf við garða. Sauðfé hefur góða sjón, heyrn og þefskyn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.