Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Ég var á fundi í síðustu viku í Ljósheimum. Þar fór Ágúst Andrésson, sláturhússtjóri Kaupfélags Skagfirðinga, yfir helstu ástæður verðfellingar fyrirtækisins á kindakjöti til bænda, það er að segja útgáfu kaupfélagsins á því. Hann hélt því fram að ástæðan væri ein- göngu vegna útflutnings en innanlandsneyslan kæmi þessu máli á engan hátt við. Þarna er ég í grundvallarat- riðum ÓSAMMÁLA sláturhús- stjóranum. Innanlandsneyslan er 60% af framleiðslu kindakjöts í landinu og því ótækt að slá hana út af borðinu í umræðum um ástæðu verðlækkunarinnar til bænda. Ég ætla hreint ekki að halda því fram að Ágúst fari með rangt mál um það sem hann sagði í framsögu sinni um útflutn- ingsmál, það er hins vegar það sem ekki var sagt (eða minna var talað um) sem á skilið meiri athygli. Á Íslandi ríkir svoköll- uð fákeppni í verslun með mat- vörur. Þessi fákeppni hér á landi er í boði og undir verndarvæng Samkeppniseftirlitsins íslenska þar sem þeir leyfa henni að við- gangast og í raun hleyptu þessu í gang á sínum tíma. Ég vil reyndar frekar kalla þetta einokunarversl- un, enda stórlega í ætt við það sem áður hefur gerst hér á landi þar sem dönsku einokunarkaup- mennirnir greiddu það sem þeim sýndist fyrir vörurnar verandi í aðstöðu til þess. Nú er svo komið, og hefur reyndar verið í einhver ár, að sláturleyfishafar þora ekki að fara fram á að einokunarkaupmenn greiði sannanlegan framleiðslu- kostnað fyrir kindakjöt, þeir gætu jú neitað að versla hjá þeim og snúið sér annað. Þetta er að mínu mati aðalástæðan fyrir því að slát- urleyfishafar koma svona fram við sauðfjárbændur. Svo virð- ist sem Samkeppniseftirlitið sé ekki að vinna vinnuna sína því þvermóðska og græðgi íslenskra einokunarkaupmanna stefnir í að rústa íslenskum sauðfjárbúskap og um leið dreifðum byggðum landsins. Þetta virðist allt með ráðum gert því ekkert má standa í vegi fyrir enn meiri hagnaði kaupmanna þótt þeir séu nú þegar með margfaldan hagnað miðað við kaupmenn á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Hvað er til ráða? Íslenskir þingmenn virðast ekki vera með á nótunum, allavega heyrist álíka lítið í þeim þessa dagana og í forsvarsmönnum einok- unarkaupmanna (sem annars eru daglega í fjölmiðlum að ljúga að landsmönnum). Ef fólk hefur einhvern snefil af áhuga á að vita hvernig þessi ósanngjarna lækkun til bænda lítur út hjá þeim, þá er það ein- hvern veginn svona: Búið er að greiða kostnaðinn við framleiðslu þessa árs og verð- ur svo aftur að ári, enda kostn- aðurinn fastur að miklu leyti. Rekstur allur á vélum, tækjum, húsum sem og viðhald er eitthvað sem ekki er hægt að komast hjá að greiða. Hvar eiga bændur þá að taka þessa peninga til að greiða sláturleyfishöfum? Það er af þeim litlu launum sem þeir hafa greitt sér og eins og fram hefur komið getur lækkunin þýtt ALLT AÐ 30% launalækkun! Þá skul- um við ekki gleyma því að sagt hefur verið frá því að almennar launahækkanir hafi undanfarið verið yfir 20%, svona rétt til sam- anburðar. • Ábyrgð einokunarkaupmanna Íslands er mikil! • Ábyrgð forstjóra Sam- keppnis eftirlitsins er mikil! • Ábyrgð alþingismanna er mikil! • Ábyrgð ráðherra er mikil! • Hvenær skyldi einhver ofan- greindra aðila vakna af sínum Þyrnirósarsvefni, sjá eyði- legginguna sem blasir við í íslenskum sauðfjárbúskap, gyrða upp um sig brækurnar og fara að gera eitthvað vit- rænt í málinu ...? Ég held að menn ættu að gefa sér tíma til að lesa skýrslu um mat- vöruverð á Íslandi, allavega þeir sem vilja vita hvað er í gangi. Góðar stundir. Högni Elfar Gylfason Korná, Skagafirði Lesendur Alvarleg staða í íslenskum sauðfjárbúskap um en í fjórða sæti varð Seiður frá Flugumýri II, einnig með 119 stig og 17 dæmd afkvæmi. Í fimmta sæti er svo Kjerúlf frá Kollaleiru með 118 stig og 17 dæmd afkvæmi. Lýsingar dómnefndar Landsmóts á þessum afkvæmahestum eru komnar inní WorldFeng en þar er einnig að finna meðaleinkunnir afkvæmanna og kynbótamat hestanna fyrir alla eiginleika. Heilbrigðisskoðanir kynbótahrossa Heilbrigði kynbótahrossa var skoðað einsog undanfarin ár, bæði fyrir og eftir dóm. Allir áverkar sem hrossin hlutu í dómi voru stigaðir í þrjá flokka og átti þetta við bæði særindi í munni og ágrip á fótum. Fyrsta stigs athugasemdir teljast ekki vera eiginlegir áverkar en eru t.d. særindi í munni sem ná ekki í gegnum slímhúð eða strokur á fótum sem ná ekki í gegnum húð og eru án eymsla eða bólgu. Annars stigs athugasemdir eru áverkar, s.s. lítil sár í munni eða á ágrip á fótum sem ná þó ekki einum cm. Þriðja stigs athugasemdir eru alvarlegir áverka og á þá lund að hrossið hlýtur ekki reiðdóm og getur ekki mætt til yfir- litssýningar. Nákvæmari lýsingu á þessari kvörðun má finna á heima- síðu RML. Skráð voru ágrip á fótum í 16% tilfella en 75% af þeim til- heyrðu 1. stigi. Var því um eigin- leg ágrip (áverka) á fótum að ræða í 4% tilfella (athugasemdir 2 og 3) og ágrip sem tilheyra 3. stigi voru 7 eða um 0.5%. Þá voru skráð særindi eða blóð í munni í 3.5% tilfella og var í öllum tilfellum um 1. stigs særindi að ræða nema í tveimur tilfellum. Niðurstöðurnar segja að tíðni alvarlegra áverka fari lækkandi á milli ára en tíðni ágripa af fyrsta stigi er afar svipuð og hún var í fyrra. Skoðað var hvort tíðni áverka (ágrip og særindi í munni) væri mis- munandi eftir því hvort um dóm eða yfirlit væri að ræða, reyndist svo ekki vera en um helmingur áverkanna var skráður í dómi og hinn helmingurinn á yfirliti. Tíðni ágripa er lægri í þeim hópi hrossa þar sem sýnandinn er einnig skráður þjálfari samanborið við heildargagnasafnið en í þeim hópi var heildartíðni ágripa um 12% og tíðni alvarlegra ágripa um 3.0%. Þetta segir væntanlega ákveðna sögu um verðmæti þess að knapinn þekki hrossin sem hann sýnir. Þróun dómstarfa Góð þróun hefur verið í dómstörfum kynbótahrossa á undanförnum árum, þar sem meiri áhersla hefur verið lögð á gæði gangtegunda. Þættir eins og mýkt, jafnvægi og burður vega nú meira inn í einkunnagjöfina en t.d. hraði eða fótaburður. Gæði á hægu tölti og hægu stökki hafa nú meiri áhrif á lokaeinkunn fyrir þessar gangtegundir svo dæmi sé tekið og við erum sífellt að átta okkur betur á því hvernig líkamsbeitingu við vilj- um verðlauna og hvernig hún hefur áhrif á einkunn fyrir fegurð í reið. En þetta er þróun sem við verðum að halda áfram með. Það er margt sem þarf að skil- greina betur og marka skýrari stefnu með. Við verðum einnig að vera vakandi fyrir þvi, dómarar og sýnendur, að auka enn á kröfuna um fágun í reiðmennsku og hestvænar sýningar. Mikið hefur þetta lagast á síðastliðnum árum og í heildina um að ræða hestvænar sýningar á vel undirbúnum hrossum. En betur má ef duga skal og ég er viss um að reiðmennska sem telst innan marka í dag hvað ásýnd varðar, telst það ekki innan fárra ára. Einsýnt er að við verðum að fara að gera mismunandi kröfur eftir aldri hestsins; létta kröf- urnar á yngstu hrossin en jafnframt auka kröfurnar á eldri hrossin. Við erum að sumu leyti að gera of mikl- ar kröfur til yngstu hrossanna, t.d. hvað varðar reisingu, burð á hægu, rými og lengd sprettfæris, og of litlar kröfur til elstu hrossanna. Dæmi má nefna um dóma á tölti, þar sem gerð er til dæmis krafa um lágmarkseinkunnina 8.0 fyrir hægt tölt, eigi einkunnin 9.0 fyrir tölt að nást. Það er spurning hvernig við úrfærum sýningar á fjögurra vetra hrossum í framtíðinni og einnig spurning hvort þetta sé ekki sann- gjörn krafa á 5 vetra hross en hvað varðar 6 vetra hross og ekki síst eldri hrossin þá eru þetta of litlar kröfur. Þannig verðum við að ætlast til þess að hrossin auki burð og fjaðurmagn á hægu tölti með aldri og að hæga töltið verðskuldi að lágmarki 8.5 í einkunn til að 9.0 fyrir tölt eigi að nást. Þannig verðum við að stuðla að því að gæði hægu gangtegundanna endurspeglist betur í aðaleinkunn hestsins í framtíðinni. Þetta er einnig ein leið til að tryggja betur að hrossin sem fara hæst í aðaleinkunn gefi okkar allar hinar verðmætu hest- gerðir sem sóst er eftir. Til að bæta mat á gangtegundum er einboðið að setja upp hljóðnema við brautirnar til að fá mat á takti í öllum tilfellum. Þetta mun einnig bæta samræmi á milli dóma en sums staðar eru aðstæður þannig að dóm- arar sjá og heyra vel en sums staðar heyra þeir ekki neitt inn í dómsskúr- um. Þetta var prófað á tveimur sýn- ingum í ár, þannig að nokkur reynsla er komin á útfærslur og verður fund- inn flötur á því að hafa þetta á öllum sýningum á næsta ári. Margt fleira væri hægt að nefna sem hugurinn stefnir til að bæta og þróa en læt staðar numið að sinni. Afar ánægjulegu sýningarári er lokið og þakka ég sýnendum, ræktendum og eigendum hrossa og staðarhöldur- um á hverjum sýningarstað góð sam- skipti á árinu. Mynd / Karen Hrönn Vatnsdal Að efla byggð á landsbyggðinni Á dögunum áttu undirritað- ar þess kost að sitja ráðstefnu Byggðastofnunar á Breiðdalsvík sem bar yfirskriftina: „Sókn lands- byggða. Kemur unga fólkið? Hvar liggja tækifærin?“ Ráðstefnan var um margt mjög áhugaverð, ekki síst þegar horft er til hinna dreifðu byggða. Víða þarf grettistak til að skapa fjölbreytt störf til að laða að ungt fólk og ekki síður til þess að halda í unga fólkið sem nú þegar er á svæðunum. Öflug og fjölbreytt atvinnu- starfsemi um allt land er mikilvæg í efnahagslegu tilliti. Við eigum mjög verðmætt ræktunarland, við eigum nóg af vatni og við höfum þekkinguna til að nýta þau gæði. Matvælaframleiðsla hefur verið hrygglengjan í landbúnaði og atvinnustarfsemi í dreifbýlinu. Stórir hlutar láglendis okkar eru vel fallnir til ýmiss konar landbúnaðarfram- leiðslu. Æskilegt er að þjóðin sé að mestu sjálfbær um framleiðslu matvæla. Hvað stendur í veginum? Hindranirnar í dreifbýli eru því miður margar þrátt fyrir áhuga fólks og tilraunir til að sækja fram í nýsköpun og þar ber helst að nefna vöntun á þriggja fasa rafmagni, betri nettengingu og tryggari og öruggari samgöngur. Það er eitt af meginhlutverkum ríkisins í atvinnumálum að sjá til þess að stoðkerfið, sem sinnir þörf- um þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref í atvinnurekstri eða að undirbúa slíkt, sé öflugt og aðgengilegt en því miður er það ekki raunin. Stóru orðin Núverandi ríkisstjórn hefur enn ekki, þrátt fyrir digurbarkaleg orð þar um, lagt fram framkvæmdaáætlun til næstu ára um bættar nettengingar í dreifbýli. Stjórnvöld hafa hins vegar velt miklum kostnaði af því verkefni yfir á sveitarfélögin. Það er einnig ljóst að ef ungt fólk á að setjast að í dreifbýli þá þarf skjótar umbætur í þessum efnum. Sama á við um lagningu þriggja fasa raf- magns. Það verkefni getur ekki beðið fram til ársins 2030, eins og gert er ráð fyrir í skýrslu sem unnin var fyrir iðnaðarráðuneytið árið 2008. Tækifærin í nýsköpun og fjölbreytt- um störfum heima í héraði felast í því að þessir hlutir séu í lagi. Það eru þjóðhagslegir hagsmunir að reka fjölbreytt og öflugt atvinnulíf um allt land og ekki síst matvælaframleiðslu sem byggir sem allra mest á innlend- um aðföngum. Með því skilum við þjóðarbúinu mestu, bæði vegna nýt- ingar auðlinda og þeirrar vinnu sem leggja þarf til framleiðslunnar. Ef ekki er … En svo við víkjum að endingu að spurningunni í upphafi greinarinnar þá má velta því fyrir sér hvort ekki sé ástæða til að snúa henni við. Hvað getum við gert fyrir unga fólkið sem nú þegar býr á landsbyggðinni? Rannsóknir og kannanir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að tryggja innviði svo að hægt sé yfirhöfuð að byggja upp öflugt atvinnulíf og fjöl- breytt samfélag á landsbyggðinni. Ef það er ekkert internet, kemur enginn. Ef samgöngur eru slakar, gefst fólk upp. Ef það er ekki nægt rafmagn fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, fara þau eitthvert annað. Á meðan byggðastefna ríkisins boðar borg- urum landsins jafnræði óháð búsetu þá verður ríkið jafnframt að standa við stóru orðin. Þetta hefur jú verið rætt nógu oft, nógu lengi. Tæknin er til staðar, það virðist vera til nóg af peningum, þetta er einungis spurning um forgangsröðun. Byrjum í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir alþingismaður, skipar 2. sæti á framboðslista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi Berglind Häsler bóndi, matvælaframleiðandi og tónlistarmaður, skipar 6. sæti á framboðslista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi Lesendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.