Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Fréttir Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið hvernig fyrirkomu- lag rjúpnaveiða skuli vera nú í október og nóvember. Leyft verður að veiða í 12 daga sem skiptast á fjórar helgar á tímabilinu frá 28. október til 20. nóvember 2016. Er það fyrirkomulag með sama sniði og verið hefur síðustu þrjú ár. Leyfileg heildarveiði á rjúpum er 40.000 rjúpur sem gerir fimm til sex rjúpur á hvern skotveiðimann miðað við fjölda þeirra í fyrra. Er það í sam- ræmi við mat Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) á veiðiþoli stofnsins. Þetta er 20 prósent minni veiði en leyfð var í fyrra þegar heimilt var að veiða 54 þúsund fugla. Áfram verður sölubann á rjúpum og er Umhverfisstofnun (UST) falið að fylgja því eftir. Horft framhjá Umhverfisstofnun Eftir að umhverfis- og auðlindaráð- herra hafði tilkynnt um ákvörðun sína heyrðust óánægjuraddir frá Skotveiðifélagi Íslands (SKOTVÍS), þess efnis að ráðherra hefði tekið tillögur Náttúruverndarstofnunar Íslands fram yfir þær sem UST lagði fram. Þar var lagt til að veiðidagarnir yrðu 18 – eða sex þriggja daga helg- ar – og það veiðifyrirkomulag yrði ótímabundið. Þó er þar tiltekið að varpstofn rjúpu færi ekki undir 90 þúsund fugla. Gerðist það yrðu veið- ar ekki heimilaðar það ár og ekki aftur fyrr en varpstofninn teldi 100 þúsund fugla. Varpstofn rjúpu er metinn 131.563 fuglar, samkvæmt stofnmati NÍ. Dúi J. Landmark, formaður SKOTVÍS, segir að það sé fyrst og fremst ósætti við að ráðherra skuli algjörlega líta framhjá tillög- um sem Umhverfisstofnun leggur fram. „Það er sú stofnun sem fer með veiðistjórnun í landinu. Þessar tillögur voru unnar í samvinnu við SKOTVÍS og Fuglavernd, og mikil og fagleg vinna sem liggur þeim að baki. Okkur þykir óverjandi að ráðherra taki ekki meira mark eða tillit til þess sem þessir aðilar hafa fram að færa. Þegar veiðistjóraembættið var lagt niður upp úr árinu 2000 og UST var komið á laggirnar tók hún við veiðistjórnunarhlutverkinu sam- kvæmt stjórnskipun og hefur gegnt því síðan. Eitt af hlutverkum NÍ er að veita ráðgjöf og leiðbeiningar þegar kemur að nýtingu náttúru- auðlinda, ekki veiðistjórnun. Hún hefur þó seilst inn á það svið reglu- lega þegar kemur að rjúpnaveiðum. Árlega sendir NÍ frá sér tilkynningu um stöðu stofnsins sem er gott og blessað, en oftar en ekki koma þeir með hugmyndir um hvernig þeir telja að fyrirkomulagi veiða á að vera háttað – sem er einfaldlega ekki þeirra hlutverk. Sú slæma hefð virðist síðan hafa skapast að bæði fjölmiðlar og ráð- herrar oft á stundum taki þessum hugmyndum NÍ sem stóra sann- leik þegar kemur að veiði rjúpu. Á NÍ er að finna mikið af mjög hæfu fólki sem við hjá SKOTVÍS berum mikla virðingu fyrir og vilj- um eiga málefnalega samvinnu við. Veiðistjórnun er samt sem áður ekki hennar hlutverk, það ætti ráðherra að vita og miða sínar ákvarðanir við það. Við viljum að sjálfsögðu fá fleiri daga, en það þýðir ekki meiri sóknarþunga eins og skilningur ráð- herra virðist vera, heldur að álagið dreifist á fleiri daga. Það verður því minni veiðiþungi á hverjum leyfð- um veiðidegi. Þetta snýst um að dreifa álaginu og hafa meira öryggi fyrir veiðimenn. Það þýðir ekki fleiri veiddar rjúpur,“ segir Dúi. Lokaákvörðun um fyrirkomulag rjúpnaveiða er alltaf í höndum ráð- herra en Dúi segir að það gangi ekki að tillögur UST séu ítrekað virtar að vettugi við þá ákvörðunartöku. „Við höfum fyllstu trú á að ráðherra geti séð ljósið í þessu. Það ganga fimm til sex þúsund atkvæðisbærir veiðimenn og -konur til veiða á hverju hausti. Þetta fólk tekur eftir því hvernig þeirra málstað er sinnt af hálfu stjórn- málamanna. Hið sama má segja um þá tólf þúsund veiðikorthafa sem er að finna í landinu.“ UST og NÍ ráðherra til ráðgjafar Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðar- maður umhverfis- og auðlindaráð- herra, segir að í 3. grein laga um villt dýr sé tekið fram að UST og Náttúrufræðistofnun Íslands skulu báðar vera ráðherra til ráðgjafar og gera tillögur varðandi vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villt- um spendýrum eftir því sem tilefni er til. „Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur viðmið um sjálfbærar veiðar í fyrirrúmi við sína ákvarðanatöku. Ráðherra ákvað því í þessu ljósi, það er fyrirliggjandi mati á stærð stofns- ins, að veiðidagafyrirkomulag haustið 2016 verði einfaldlega með sama sniði og verið hefur undanfarin þrjú ár, það er 12 veiðidagar á landinu. Til að tryggja fyrirsjáanleika er jafnframt gefinn út veiðitími fyrir árin 2017 og 2018, en með þeim fyrirvara að daga- fjöldinn þá geti átt eftir að aukast eða minnka eftir því hverjar niðurstöður eru í stofnmælingum. Áhugavert er að leita leiða til að styrkja veiðistjórnun á rjúpu – og ef mögulegt er að fjölga veiðidögum. Það er eftirsóknarvert til að sem flestir veiðimenn geti notið þessa sports og tilheyrandi útiveru í náttúrunni, ef hægt er að tryggja að það leiði ekki til ósjálfbærra veiða og umfram það sem ráðlagt er. Það mun ráðuneytið skoða í samstarfi við sínar fag- stofnanir og hagsmunaðila,“ segir Ingveldur. UST gerir tillögur um stjórn og framkvæmd veiða Eins og Ingveldur segir er það tekið skýrt fram í 3. grein laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum að NÍ og UST skuli vera ráðherra til ráðgjafar og gera tillögur varðandi vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum. Þar er eftirfarandi einnig tiltekið í 3. grein: „Umhverfisstofnun hefur umsjón með og stjórn á þeim aðgerðum af opinberri hálfu sem ætlað er að hafa áhrif á stofnstærð og útbreiðslu villtra dýra eða koma í veg fyrir tjón af þeirra völdum, sbr. VI. kafla. [Í þeim tilvikum sem ákveðið er að aflétta friðun skal Umhverfisstofnun gera tillögur til [ráðherra]1) um stjórn og framkvæmd veiða á stofnum villtra fugla og spendýra, sbr. 7. gr., að höfðu samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands.]2) Um stefnumótandi mál um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum skal haft samráð við Bændasamtök Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, hrein- dýraráð að því er varðar hreindýr, Skotveiðifélag Íslands sem og áhuga- og hagsmunasamtök um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Umhverfisstofnun leiðbeinir þeim sem stunda veiðar og aðrar aðgerðir til þess að koma í veg fyrir tjón af völdum villtra dýra.] “ /smh Umhverfis- og auðlindaráðherra ákveður fyrirkomulag rjúpnaveiða: Heimilt að veiða 20 prósent færri fugla en í fyrra – Formaður Skotveiðifélags Íslands gagnrýnir vinnubrögð ráðherra Dúi J. Landmark, formaður Skotveiðifélags Íslands. Í skýrslu Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga um eftirlitsverkefni varðandi nær- ingarmerkingar matvæla, sem kom út í lok ágústmánaðar, kemur fram að töluvert er af frávikum sem kalla á úrbætur, þótt víðast hvar séu merkingar í lagi. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að eingöngu matvörur með næringarmerkingar hafi verið skoð- aðar. Meirihluti skoðaðra matvara, eða 58 prósent, var með næringar- merkingu þrátt fyrir að aðeins væri skylt að næringarmerkja 42 prósent varanna sem skoðaðar voru. Sameiginleg eftirlitsverkefni Matvælastofnunar og Heilbrigðis- eftirlits sveitarfélaga eru unnin í því skyni að samræma matvælaeftirlit í landinu og skoða ákveðna þætti við framleiðslu og dreifingu matvæla. Þetta verkefni var unnið á tímabilinu frá byrjun september 2015 til loka febrúar 2016 og var tilgangurinn tví- þættur; annars vegar að auka þjálfun eftirlitsmanna Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga í að skoða næringarmerkingar og hins vegar að kanna hvort næringarmerk- ingar sem eru á matvörum á markaði eru réttar. Nýjar reglur um næringarmerkingar Tilefni þessa verkefnis er meðal annars það að 13. desember 2016 verður skylt að merkja næringargildi á flestar forpakkaðar matvörur og því mikilvægt að efla þekkingu og þjálfun á þessu sviði. Fram til þess tíma er eingöngu skylt að næringar- merkja ákveðnar matvörur, svo sem matvörur með næringar- og heilsu- fullyrðingum og kjötvörur. Jónína Stefánsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, gefur dæmi um þær matvörur sem nýja reglugerðin mun ná yfir: forpakkað brauð, við- bit, ostar, kex, sælgæti, jógúrt, súpur, sósur, grautar, fiskvörur (svo sem plokkfiskur), pitsur, tilbúin matvæli, ís og fleira af svipuðu tagi. Hún segir að þróunin sé nú hröð í þá átt að fyr- irtæki séu tilbúin þegar fresturinn rennur út í desember, margir séu þegar farnir að merkja sínar matvörur í samræmi við reglugerðina. Í þeirri reglugerð um næringar- merkingar sem nú er í gildi kemur fram að í miðlun upplýsinga um mat- væli til neytenda skulu vera upplýs- ingar um orku, fitu, kolvetni, trefjar, prótein og salt. Einnig má gefa upp magn af vítamínum og steinefnum. Nær reglugerðin yfir birtingar allra slíkra upplýsinga; hvort sem um er að ræða vefsíður, matseðla eða annað. Þetta mun einnig eiga við í reglu- gerðinni sem tekur gildi í desember. Saltmagn utan vikmarka í 12 af 37 matvörum Í eftirlitsverkefninu voru næringar- merkingar skoðaðar á 183 matvör- um frá tæplega 80 fyrirtækjum og natríummælingar (saltmælingar) voru gerðar á 47 matvörum frá 37 fyrirtækjum. Þegar lögboðnar nær- ingarlýsingar voru skoðaðar kom í ljós að í rúmlega 75 prósent tilvika voru öll næringarefni og orka gefin upp. Í saltmælingunum kom í ljós að í 12 tilvikum var saltmagn utan vikmarka og í fimm tilvikum var saltmagnið meira en gefið var upp samkvæmt merkingu. Í þremur vörum var nærri einu grammi meira af salti í 100 grömmum en gefið var upp á merkingum. Frávikum sem komu í ljós við skoðun næringarmerkinga er fylgt eftir af opinberu eft- irliti (Heilbrigðiseftirliti eða Matvælastofnun) viðkomandi matvælafyrirtækis. Öllum fyrir- tækjum var tilkynnt skriflega um niðurstöður natríummælinga (salt). Þar sem mælt magn var ekki innan vikmarka er málinu fylgt eftir af opinberu eftirliti (Heilbrigðiseftirliti eða Matvælastofnun) viðkomandi matvælafyrirtækis. Í lokaorðum skýrslunnar segir að fjöldi frávika frá saltmagni veki athygli og sýni ef til vill þörf á að yfirfara bakgrunn næringarmerk- inga svo að treysta megi betur þeim upplýsingum sem gefnar eru. Í því sambandi er sérstaklega tiltekið að mikilvægt sé að merking gefi ekki upp of lítið af salti svo að neytend- ur, sem þurfa heilsu sinnar vegna að takmarka saltinntöku, séu ekki blekktir. Skýrslan er aðgengileg á vef Matvælastofnunar, undir Eftirlitsniðurstöður. /smh Verkefni um næringarmerkingar matvæla: Töluvert af frávikum sem kalla á úrbætur – Ný reglugerð tekur gildi 13. desember Dæmi um framsetningu umbúða- merkinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.