Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Lesendabás Fyrir nokkru barst mér í hend- ur ný norsk bók um landbúnað- arstefnuna þar í landi. Örstutt hefur áður verið sagt frá bókinni í Bændablaðinu, en hún ber titilinn „OMSTART − Forslag til en ny landbrukspolitikk“. Höfundur bókarinnar er Reidar Almås og mun hann vera prófessor á eft- irlaunum við miðstöð dreifbýlis- rannsókna í Þrándheimi. Að mínu viti er hér um að ræða einhverja beinskeyttustu bók um landbúnaðarpólitík sem skrifuð hefur verið á Norðurlöndunum um áratugaskeið. Reidar hefur um ára- tugaskeið verið harður talsmaður norsku landbúnaðarstefnunnar. Nú telur hann hins vegar að stefnuna hafi rekið það af réttri leið að hún krefjist róttækrar endurskoðunar. Setur hann í bókinni fram ákaflega áhugaverðar tillögur þar um. Áður en þýðingin byrjar er ef til vill rétt að gera grein fyrir vissum grunnatriðum. Norska landbún- aðarstefnan á upphaf sitt í byrjun fjórða áratugar síðustu aldar eins og eflaust má segja einnig um Ísland. Sá grundvallarmunur er samt þar á, sem skiptir meginmáli varðandi skilning á greininni, að á meðan hafa íslensk stjórnvöld nánast aldrei síðar sinnt eða haft nokkra stefnumörkun í landbúnaðarmál- um. Meðan Guðni Ágústsson var landbúnaðarráðherra þá vissu flestir hver stefnan var og náði jafnlangt og hriplek landbúnaðarlöggjöf leyfði. Norska Stórþingið hefur hins vegar endurnýjað landbúnaðar- stefnuna á innan við tíu ára fresti. Segja verður að þar sé byggt á sama grunninum frá 1930 en hann beygður og sveigður á alla kanta og óendanlegum fjölda aðgerða og styrkja bætt á flíkina. Mótaðili þeirra eru hins vegar samtök bænda sem í Noregi eru tvö, annars vegar Bændasamtökin (NB) sem eru meginsamtökin og félagar þar koma mest frá miðflokkunum eða jafnvel hægriflokknum og hins vegar Smábændasamtökin (NBS) sem oft hafa verið nátengd Verkamannaflokknum. Bæði þessi samtök hafa haft sína skýru land- búnaðarstefnu þó að stundum hafi þar verið talsvert breið vík á milli. Hér á landi hafa bændur aftur á móti búið að forystu í hartnær ára- tug sem ég held að viti ekki einu sinni hvað landbúnaðarstefna er, hvað þá að hún hafi gert tilraun til mótun slíkrar. Árlega er gerður landbúnaðar- samningur á milli ríkisins og sam- taka bænda í Noregi. Þar er kveðið á um verðlagningu á landbúnaðar- afurðum og styrki til bænda. Oftar en ekki næst samkomulag, stundum aðeins við önnur samtökin. Náist ekki samkomulag munu bændur sitja upp með tilboð ríkisins það árið. Bréf til verðandi landbúnaðarráðherra Kæri NN „Ég vil byrja á að óska þér til ham- ingju með starf nýs landbúnaðar- og fæðumálaráðherra. Óvænt var það en ég er þess fullviss að þín bíða spennandi tímar. Ég veit að í ráðu- neytinu hefur þú ákaflega þéttan hóp góðra embættismanna. Veltu ekki fyrir þér pólitískum skoðunum þeirra frekar en minna. Umfram allt eru þeir útlærðir ráðgjafar og þú verður að treysta þeim. Þá verð- ur þú strax að mynda sambönd og traust hjá aðilum í starfsgreininni. Ferðastu mikið, spyrðu menn spjör- unum úr og komstu til botns í sem flestum málum. Til að byrja með hefur þú vissan biðtíma þar sem þú átt ekki endilega að vita allt. Þegar þú lætur af störfum, það gera allir ráðherrar einhvern tímann, muntu hafa séð eða komist í kynni við ákaflega fjölbreytt byggða- og framleiðsluumhverfi í Noregi. Þá verður þú búinn að sjá fjölda lifandi byggðarlaga og dýrlegt umhverfi þar sem er fjöldi hæfileikaríkra bænda sem hafa mikinn áhuga á búfé og leggja áherslu á og hafa lifandi áhuga fyrir norskri mat- vælaframleiðslu.“ Hvað þarf að gera vegna barnabarnanna? „Landbúnaðar- og fæðumála- ráðherrann þarf að hugsa meira fram í tímann en aðrir ráðherrar. Það tekur yfirleitt kálf um tvö og hálft ár að verða kýr, skógarplantan þarf um 70 ár til að verða fullvaxta tré og ljóstillífunin og örverur í jarðvegi þarfnast árþúsunds til að mynda 10 cm af jarðvegi. Daglega þegar þú stendur upp frá verki skaltu leiða hugann að því hvað þú getir gert sem komi barnabörnunum að mestum notum. Málið snýst ekki aðeins um að það vaxi tvö strá þar sem áður óx eitt, að kýrnar mjólki meira en áður og ærnar eigi fleiri lömb. Verk okkar þurfa að vera glæst þannig að við skilum Noregi og norskum landbúnaði í sem allra bestu ástandi til þeirra sem fá að lifa fram að og jafnvel fram yfir næstu aldamót. Daglega ertu upptekinn af fund- um og ferðum, ýmiss konar málum, miklum eða þýðingarlitl- um ákvörðunum. Gefðu þér samt daglega tíma til að leiða hugann að sjónarmiðum barnabarn- anna. Hvað gerir þú sem kemur þeim að notum sem verða hér eftir hund- rað ár? Hans Dietrich Gensher, fyrrverandi Þýskalandskanslari , sagði þegar hann lét af störfum að hann hefði notað 95% af tíma sínum í skammtímalausnir en aðeins 5% til langtíma- lausna. Fengi hann annað tækifæri mundi hann snúa þessu á haus. Ekki aðeins landbúnaðurinn er í eðli sínu með fjarlægan sjón- deildarhring, heldur kalla loftslagsmál, orkumál og margs konar átakamál í heiminum einnig á lang- tímalausnir. Það er ekki öruggt að barnabörnin gangi mett til svefns. Íbúar jarðar verða mögulega um tíu millj- arðar um næstu aldamót og framtíð þegnanna þá mun ráðast af því hversu skynsamlegar ákvarðanir leiðtogar heimsins taka til þess tíma. En íbúarnir munu þurfa mat, það er hið ákveðna markmið sem við getum leyft okkur að sigla eftir. Þar dugar ekki að treysta á aðra, sérstaklega ekki í landi þar sem helmingur matarorkunnar sem við neytum daglega er innfluttur. Horfðu vel fram í tímann og hugsaðu og stjórnaðu samkvæmt því. Reyndu að vera fastur punktur í daglegu þrasi og hrópum um meira fé til allra skapaðra hluta. Reyndu að bæta við framsýnum og mikil- vægum ákvörðunum við skamm- tímaverkefnin sem daglega þarf að leysa. Gerðu samstarfsmönnum þínum, pólitískum og hinum, alveg ljóst að þínar lausnir miðist ekki við næstu viku, mánuð eða ár. Hugsaðu þér myndrænt að þú ætlir að snúa Titanic áður en það er um seinan. Ræddu þetta ekki nákvæmlega við neinn og alls ekki við fjölmiðla en notaðu tímann til að leiða hugann að þessu þegar þú getur á kvöldin. Í byrjun er margt óskýrt og margt sem þarf að læra og margir sem reyna að tefja þig. Hlutirnir skýrast og fljótt sérðu lengra fram í tímann. Margir ræða um grænar breytingar en það er þitt að framkvæma þær.“ Hugsaðu fram í tímann og vertu djarfur, öflugur og þolinmóður „Þér hefur verið falið ögrandi en erfitt starf. Landbúnaðarpólitíkin í Noregi er flókin og vart fyrir leik- menn að botna í. Þetta er vegna þess að markmiðum hefur verið bætt við markmið, aðgerðum á aðgerð og ráðum á ráð. Það var nýlega ráðherra sem ætlaði að ein- falda þetta en lítið gerðist og enn er erfitt að greina sundur markmið og aðgerðir. Þó að markmiðin séu hátimbruð og fögur veit enginn með vissu hvað hentar best til að ná markmiðinu eða hvaða styrki þurfi til. Margar aðgerðir hafa haft ófyrirséð áhrif eða gengið sér til húðar sökum þess að margir land- búnaðarráðherrar hafa reynt að breyta landbúnaðarstefnunni en hafa yfirleitt fest í neti hagsmuna utan landbúnaðarins sem reynt hafa að teyma þá hingað eða þangað. Tími er kominn til að setja markmið í forgang, velja virkar aðferðir með að nota það sem þarf af leyf- um, lögum og reglugerðum og binda sig við mastrið og sigla rétta stefnu. Höldum okkur við sjómannamálið, þá þarf stefnubreytingin ekki að vera mikil í byrjun en þegar tíminn líður verður hún skýr. Það hefur verið erfitt að breyta smáatriðum í landbúnaðarsamningnum vegna þess að allt er meira og minna krosstengt. Allir samningsaðilar eru með góð reiknimódel sem strax reikna breytingar fyrir einstaka hópa innan samn- ingsins. Reiknimeistarar eru fjölmargir innan og kringum landbúnaðinn og með nútíma gagna- aðgangi á netinu heyrist strax hljóð úr horni frá þeim sem telja sig fara halloka vegna breyting- anna (Vinnuaðferðir þær við samninga sem hér er lýst eru að vísu frammámönn- um íslensks landbúnaðar algerlega lokuð bók (þýð.). Í framhaldinu nefnir hann dæmi úr samningum síðasta árs í Noregi vegna gæða- stuðnings í lamakjöti sem engu þjónar að þýða en endaði með að samningsaðilar firrtu sig allir ábyrgðinni á. Atvik þetta minnir mig samt á frásögn fransks starfsbróður, Bertrand Hervieu. Hann var í byrjun níunda áratugarins fulltrúi í franska landbúnaðarráðuneytinu og tók því þátt í umræðum um breytingar á landbúnaðarstefnu EBE, CAP í Brussel á þeim tíma. Á fundinum þar sem breytinga- tillögurnar voru kynntar sátu ráð- herrarnir með ráðgjöfum sínum kringum hringlaga borð tilbúnir að gera grein fyrir viðhorfum stjórna sinna. Kæmu óvæntar breytinga- tillögur voru ráðherrarnir og ráð- gjafar þeirra með vasareiknivélar undir borðinu þar sem þeir um leið reiknuðu út hver áhrifin yrðu fyrir tiltekna hópa innan landbúnaðarins í hverju landi. Viðbrögðin komu því eldsnöggt frá hverju landi öll í takti við það hvernig þau þjónuðu ákveðnum þrýstihópum í hverju landi. Þetta leiddi til harðlæstrar stöðu á sama tíma og landbúnaður- inn tók til sín helming af útgjöldum sambandsins og CAP bókstaflega hrópaði á róttækar breytingar. Nú erum við í Noregi í sams konar stöðu þar sem snjallsímar allra helstu samningsaðila landbúnað- arsamninganna hrópa í takt við hver græðir eða tapar á breytingartillögu. Þess vegna verður ráðherra sem ætlar sér að flytja peninga á milli aðgerðarþátta í samningnum bæði að vera djarfur, öflugur og þolin- móður. Það þarf að vera djarfur til að standa í stríði, því að þetta verður stríð. Landbúnaðarráðherrann sem ætlar að móta nýja stefnu verður að vera öflugur og þolinmóður vegna þess að það eru sterk öfl sem standa vörð um núverandi stefnu. Það krefst þolinmæði að halda skýrri stefnu þar til bændur og stofnanir þeirra hafa verið dregnir úr gamla plógfarinu og nægjanlega margir hafa náð að skynja breytingar á landbúnaðarstefnunni.“ Hvernig er mögulegt að byggja samstöðu um nýja stefnu sem á að standa hið minnsta í eina kynslóð? „Þú ert í þinni stöðu vegna þess að þú kannt til verka við að mynda pólitíska samstöðu um þín eigin mál og skoðanir. Landbúnaður og matvælaiðnaður eru greinar þar sem sýna verður klókindi við val vina og samstarfsfélaga. Lýstu þig ekki heimsmeistara í byrjun og sýndu vilja til að læra nýtt. Margir eru ákafir í að koma sínum sjónarmið- um á framfæri og flestir hafa eitt- hvað til málanna að leggja. Í dag eru alltof margir sem eru sokknir í sitt sérsvið sem þeir helst vilja ræða en ella skjóta úr skotgröfunum. Þú ert sá sem verður að sjá heildarmyndina og byggja upp samsteypu á milli helstu leikenda bæði í stjórnmálum og atvinnugreinunum á sviðinu fyrir hina nýju landbúnaðarstefnu. Sá sem ætlar að breyta landbún- aðarstefnunni kemst ekki framhjá Bændasamtökunum (NB). Þetta eru stærstu samtök norskra bænda með félagsmenn í öllum sveitarfélögum utan þéttbýlisins. Bændasamtökin hafa farið í krossferð fyrir núverandi landbúnaðarstefnu og vænst fullrar fjármögnunar samkvæmt því sem hún byggir á, sem aldrei hefur náðst. Bændasamtökin, sem einn stærsti aðili í baráttunni gegn EBE á sínum tíma, hafa verulega sterka grasrót. Þeir hafa einnig langa reynslu af að gera málamiðlanir. Þannig hafa þeir skrifað undir landbúnaðar- samninginn í 22 skipti á síðustu 32 árum. Áður voru þau félagsskapur meðalstórra og stórbænda í bestu landbúnaðarhéruðunum en hafa á síðustu árum einnig orðið meiri og meiri talsmenn lítilla búa um allt landið. Þeim er að verða betur og betur ljóst að fjármögnun núver- andi stefnu mun aldrei skila sér að fullu. Á þeim punkti verður að hefja samvinnuna. Sá sem ætlar að ná samvinnu með þjóð og þingi kemst aldrei framhjá miðflokkunum. Þó að miðflokkarnir séu litlir, aðeins með 15–20% atkvæðamagnsins, hafa þeir alveg frá 1965 verið í oddaaðstöðu í Stórþinginu. Leið nýrrar landbúnaðarstefnu verður því að liggja um miðjuna þar sem Græningjarnir (MDG) hafa einnig tekið sér stöðu. Allar samsteypu- stjórnir næstu ára byggja áreið- anlega á stuðningi eins eða fleiri af miðjuflokkunum fjórum. Ný landbúnaðarstefna verður því að byggja á stuðningi frá miðjunni. Framsóknarflokkurinn og Kristilegi flokkurinn njóta fyrst og fremst Bréf til verðandi landbúnaðarráðherra Reidar Almås.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.