Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Vaxandi efasemdir um ágæti ESB: Forseti Tékka vill setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu − Einnig að kosið verði um aðild landsins að NATO Efasemdir um framtíð Evrópusambandsins hafa farið vaxandi síðan meirihluti breskra kjósenda ákvað í Brexit- kosningum í júní að Bretland segði sig úr ESB. Í skoðanakönnunum sem lýst var á BBC 23. júní kom m.a. fram að Frakkar voru mun andsnúnari ESB en Bretar og vildi 61% þeirra yfirgefa sambandið. Þá var and- staðan á Spáni í svipaða veru og í Bretlandi. Ekki kom á óvart hörð andstaða grísks almennings sem að 71 hundraðshluta er andvígt veru í sambandinu. Fregnir undanfarna daga sýna að Tékkar eru líka orðnir mjög frá- hverfir ESB, en landið gerðist full- gildur aðili að sambandinu 2004. Hafa fréttir þess efnis reyndar verið að berast allt þetta ár og má t.d. benda á frétt í The Telegraph frá 23. febrúar 2016. Í skoðanakönnun sem fram fór í landinu í október 2015 vildu 62% landsmanna að Tékkland (Tékkneska lýðveldið) segði sig úr ESB. Í byrjun júlí birt ust svo frétt- ir af því að Milos Zeman, forseti Tékklands, hafi óskað eftir þjóðar- atkvæðagreiðslu um veru Tékka í ESB og aðild landsins að NATO. Þetta er þrátt fyrir að forsetinn sé yfirlýstur stuðningsmaður aðildar- innar að ESB og NATO. Miðað við skoðanakönnun CVVM-stofnunarinnar, sem fram fór í apríl, þá horfir ekki byrlega fyrir ESB-aðildinni í Tékklandi. Þar kom fram að aðeins 25% þjóðarinnar vill að Tékkland verði áfram í ESB. Tólf mánuðum áður hafi skoðanakönnun sýnt 32% fylgi við aðild. Milos Zeman forseti sagði í sam- tali við Reuters að hann væri ósam- mála þeim sem vildu yfirgefa ESB. „Ég mun samt gera allt til að þeir geti kosið um það og lýst skoðunum sínum og eins hvort það sama gildi gagnvart NATO.“ Ummælum Zeman hefur ekki verið sérlega vel tekið meðal for- ystumanna aðildarþjóða ESB. Starfandi forsætisráðherra Spánar, Jose Manuel Garcia-Margallo, kall- ar það „slæma hugmynd að Tékkar haldi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að ESB. Í svipaðan streng hafa fleiri evrópskir for- ystumenn tekið. Marine Le Pen, leiðtogi National Front-flokksins í Frakklandi, hefur aftur á móti kall- að eftir að Frakkar haldi þjóðarat- kvæðagreiðslu um aðildina að ESB. Nýjustu fréttir af hugmynd- um um stofnun sameigin- legs hers Evrópusambandsins hafa síður en svo orðið til að lægja andstöðuöldurnar. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, hefur reynt að slá á umræðuna um myndun sameigin- legs hers og sagt þetta meira snúast um hernaðarlegt samstarf aðildar- ríkjanna í gegnum NATO. /HKr. Hafrannsóknastofnun rannsakar lífríkið í sjávardjúpunum: Kortlagning búsvæða á hafsbotni Myndun hafsbotnsins í kring- um Ísland er liður í því að safna gögnum um búsvæði hans við landið. Lífríkið ásamt botngerð og fleiri þáttum eru skoðuð og flokkuð. Í ár var lífríkið við Djúpálinn, Halann, NA af Horni, Kolbeinseyjarhrygg og kantinn suður af Selvogsbanka myndað. Alls voru tekin 73 snið með fjölgeislamælum, hvert snið var um 600 metra langt, þannig að samanlagt voru sniðin um 43,8 kílómetrar að lengd. Sniðin voru mjög ólík, frá 70 niður á 850 metra dýpi, allt frá dúnmjúkum leir yfir í harðan og grófan hraunbotn og tegundasamsetning ólík eftir því. Leirbotn í Djúpálnum Í Djúpálnum var leirbotn og flest botndýr ofan í setinu. Einkum var að sjá leirblóm, sem er sæfífill, og rækjur ofan á botninum. Halamið eru einhver mest sótta veiðislóð við Ísland. Þar var því ekki búist við miklu botndýralífi, sem stóð heima. Neðan við veiðislóðina, í kantinum út af Halanum, var hins vegar að finna fjölmargar tegundir. Fjölskrúðugar svampabreiður Á Kolbeinseyjarhrygg, sunnan Kolbeinseyjar, voru miklar og fjölskrúðugar svampabreiður. Mest áberandi voru svokallaðir vasa- eða blaðlaga svampar, en augljóst er að mikið er af svampa- tegundum á svæðinu. Í fyrsta sinn voru myndaðir kaldsjávarsvampar af ætt Cladorhizidae hér við land. Þessir svampar eru mjög áhuga- verðir, einkum þar sem þeir eru rándýr, en ekki síarar eins og aðrir svampar. Utan við hrygginn eru rækjumið og þar er mjög fíngerð- ur leir. Á kantinum út af Selvogsgrunni var lífríkið nokkuð fábreytt á köfl- um, á hörðum blettum voru svamp- ar en á mjúkum svæðum voru humarholur, sæfjaðrir og sæfíflar. Í djúpkantinum suður af Selvogsgrunni voru að líkindum móbergsflákar með sæliljum, sæfjöðrum, nornakrabba og stöku kóral. /VH Svampabreiður sunnan Kolbeinseyjar. Myndir / Hafrannsóknastofnun Fiskeldi: Hrognkelsi á leið til Skotlands 350.000 hrognkelsaseiði voru fyrir skömmu send sjóleiðina til Skotlands þar sem þau verða notuð í tilraunaverkefni. Seiðunum verður sleppt í laxeld- iskvíar og hafa þau það verkefni að éta laxalýs sem herja á eldis- fiska. Hrognkelsið er alið í eldisstöð Stofnfisks í Höfnum á Reykjanesi til lífrænna varna í sjókvíum með eld- islaxi. Þegar hafa verið flutt út hátt í 700.000 seiði til Færeyja á þessu ári og gefið góða raun, seiðin éta laxa- lús af eldislaxinum án þess að vera sjálf étin af laxinum. Samanburður á notkun seiðanna borið saman við lyfjanotkun sýnir betri árangur og minni kostnað við notkun lífrænna varna í baráttunni gegn laxalúsinni. Góð sjúkdómastaða í íslensku fiskeldi hefur gert íslenskum fyr- irtækjum kleift að sækja á markaði sem hafa að mestu verið lokaðir fyrir innflutningi vegna hættu á útbreiðslu smitsjúkdóma. /VH Japan: Elstu önglar í heimi Önglar úr skeljum sem taldir eru vera 23.000 ára gamlir, fundust fyrir skömmu í helli á Okinawa- eyju í Japan. Fundur önglanna sýnir að þróun veiðarfæra hófst mun fyrr en áður var talið. Búseta á Okinawa-eyju er talin hefjast fyrir um það bil fimmtíu þúsund árum en vegna takmark- aðra fornleifarannsókna á eyjunni er lítið vita um líf fyrstu íbúanna þar. Rannsóknarhópur sem hefur verið starfandi á eyjunni undan- farin þrjú ár fann önglana. Eyjan hefur til þessa verið talin harðbýll frumbyggjum þar en fund- ur önglanna bendir til að fólk þar hafi létt sér lífið með fiskveiðum. Auk önglanna fundust fiskbein í hellinum sem bendir til að fólk hafi hafst við í honum fyrir fimmtíu þúsund árum. /VH Milos Zeman, forseti Tékklands. Jose Manuel Garcia-Margallo, for-Jean-Claude Juncker, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins. Marine Le Pen, leiðtogi National Front í Frakklandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.