Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016
18 hundar kepptu í þrem flokkum
Alls voru skráðir 18 hundar til leiks
þetta árið. Þeir skiptust þannig í
flokka að þrír kepptu í unghunda-
flokki, fjórir í B-flokki og 11 í
A-flokki. Í unghundaflokki eru gjald-
gengir þeir hundar sem eru yngri en
3ja ára, í B-flokk eru gjaldgengir
hundar sem eru eldri en 3ja ára en
hafa ekki fengið meira en 50 stig
í keppni áður og A-flokkur er svo
opinn öllum. Það er einnig gaman að
segja frá því að í fyrsta skipti í sögu
Smalahundafélagsins hefur Ísland
keppnisrétt á Heimsmeistaramóti
smalahunda og efstu tveir í A-flokki
unnu sér inn keppnisrétt þar.
Eftirfarandi voru efstir í sínum
flokki (öll úrslit mótsins má finna
á heimasíðu SFÍ):
Unghundaflokkur:
1. Aðalsteinn Aðalsteinsson
og Píla frá Húsatóftum 2a,
78+39=137 stig.
2. Maríus Snær Halldórsson
og Elsa frá Hallgilsstöðum,
74+57=131 stig.
3. Kristinn S. Hákonarson og Mist
frá Bretlandi, 0+82=82 stig.
B-flokkur:
1. Brynjar Hildibrandsson og
Þristur frá Daðastöðum,
77+69=146 stig.
1. Brynjar Hildibrandsson og
Kobbi frá Húsatóftum 2a,
73+67=140 stig.
1. Björn Viggó Björnsson og Tinna
frá Stokkseyri, 50+57=107 stig.
A-flokkur:
1. Svanur Guðmundsson og Korka
frá Miðhrauni, 71+83=154 stig.
1. Aðalsteinn Aðalsteinsson og
Frigg frá Kýrholti, 68+85=153
stig.
1. Gunnar Guðmundsson og
Karven Taff frá Bretlandi,
69+83=152 stig.
/Aðalsteinn J. Halldórsson
Áhorfendur fylgjast spenntir með framvindu keppninnar.
Bevis Jordan segir Elísabetu
Gunnarsdóttur til.
Brynjar Hildibrandsson bíður eftir
því að komast í braut.