Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Sjötta alþjóðlega júgurbólguráð- stefna IDF, sem eru alþjóðasamtök mjólkuriðnaðarins, var haldin í Nantes í Frakklandi dagana 7. til 9. september og tóku 360 manns þátt í ráðstefnunni. Dagskrá ráðstefnunnar var afar fjölbreytt og voru alls haldnar 8 mis- munandi málstofur á ráðstefnunni: um mjaltir, um forvarnir og vöktun, um bústjórn, um kindur, geitur og kameldýr, um mótstöðu og erfðir, um meðferðarúrræði, um gagnanotkun og um faraldursfræði. Hér verður hér gerð stuttlega grein fyrir nokkrum málstofum þessarar ráðstefnu. Mjaltir Í þessari málstofu voru haldin 6 erindi og stóðu tvö erindi upp úr, annars vegar erindi hins þekkta vís- indamanns Douglas Reinmann frá háskólanum Wisconsin-Madison í Bandaríkjunum og hins vegar erindi Japanans Hajime Nagahata. Douglas ræddi í erindi sínu um áhrif spenagúmmís á júgurheilbrigði í víðum skilningi, en hann hefur ein- beitt sér að þessu rannsóknaefni í áratugi. Sú deild sem Douglas þessi starfar við hefur m.a. þróað einkar áhugaverða aðferð við að prófa mis- munandi spenagúmmí og áhrif mis- munandi hönnunar þeirra á spena- enda og gæði mjalta en aðferðin byggir m.a. á því að mæla með hlutlægum hætti mótstöðu, sveigju og rými spenagúmmís. Í dag snúast mjaltir mikið til um afköst enda því meiri sem þau eru, því lægri verður framleiðslukostnaður mjólkurinn- ar svo fremi sem mjólkurgæðin og júgurheilbrigði kúnna haldist í lagi. Ræddi hann m.a. um hve hátt væri hægt að fara með kerfissog mjaltakerfa, hvernig breyta mætti hreyfitíðni spenagúmmís og um áhrif þess að vera með loftventla í kraga spenagúmmís í stað hefðbundins ventils í mjaltakrossi. Í stuttu máli sagt er hægt að hraða mjöltum umtalsvert með auknu kerfissogi og með því að lengja mjaltafasa sogskiptis sé þess gætt að kýrnar séu tilbúnar til mjalta við ásetningu tækis, þ.e. selji vel, og sé mjaltatæk- ið tekið af í tíma. Þess má geta að í Danmörku eru viðmið við aftöku mjaltatækja í dag 5–700 ml/mínútu sé mjólkað tvisvar á dag. Erindi Hajime var ekki síður áhugavert en hann starfar hjá fyrir- tæki sem sérhæfir sig í sótthreinsun mjaltatækja á milli mjalta einstakra kúa í mjaltaþjónum. Fyrirtækinu hefur tekist að þróa aðferð, þar sem jónuðu vatni er dælt inn í mjalta- hylkin þegar búið er að taka af kúnni og þau sótthreinsuð þannig. Þetta hefur gefið mun betri raun en að nota t.d. gufu að hans sögn, en hefur ekki verið prófað víða utan Japan enn sem komið er. Bústjórn Erindin í þessari málstofu voru afar ólík og tóku til ólíkra aðstæðna. Mörg snéru að geldstöðunni og hvernig best sé að sinna forvörnum gegn júgurbólgu þegar kýrnar eru á því skeiði. Svíinn Håkan Landin flutti einkar gott erindi um tilraun sem gerð hefur verið í Svíþjóð með spenakítti eins og t.d. Boviseal eða Orbeseal. Sumir hafa haldið að nóg sé að nota spenakítti án þess að meðhöndla kýr með geldstöðulyfi á sama tíma og var niðurstaða tilraunarinnar að sé ekki notað annað en spenakítti, þá sé það hreinlega verra en að nota það ekki. Ástæðan gæti falist í því að með spenakítti lokast spenaendinn algjörlega og séu einhverjar bakter- íur í júgrinu við lokun, lokist þær inni. Niðurstaðan var því sú að eigi að nota slíkt kítti, sé það einungis gert séu kýrnar meðhöndlaðar með lyfjum á sama tíma einnig. Mótstaða og erfðir Í þessari málstofu voru flutt fjöl- breytt erindi en erindi Pascal Rainard frá Frakklandi stóð upp úr að mati greinarhöfundar. Hann fjallaði um hina áhugaverðu spurningu sem oft heyrist: Er hægt að vera með of lága frumutölu í hjörð? − Með öðrum orðum, getur lág frumutala til lengri tíma leitt til þess að mótstaða kúnna veikist og kýrnar fái oftar svæsin tilfelli júgurbólgu? Til eru rannsóknir sem benda í báðar áttir og því leitaði Pascal að svörum við þessari áleitnu spurn- ingu með því að kynna sér ótal rann- sóknir á þessu sviði og bera saman niðurstöður þeirra auk þess að skoða frönsk gögn í þessu sambandi. Til þess að gera langa sögu stutta þá var niðurstaða hans að það sé alltaf kostur að lækka frumutölu hjarðarinnar, jafnvel vel niður fyrir 100 þúsund. Takist það dregur veru- lega úr smitálagi því sem kýrnar sjálfar dreifa um fjósið og á milli sín. Hann mælti því með því að þegar horft er til kynbótastarfs eigi alltaf að horfa á frumutölu gripa, með því sé valið fyrir sterkari einstaklingum sem hafa betri mótstöðu gegn júg- urbólgu og ekki þurfi að óttast að frumutalan verði of lág. Meðferðarúrræði Hin finnska Satu Pyörälä flutt í þessari málstofu erindi um með- ferðarúrræðin og hvort það væri eitthvað nýtt undir sólinni þegar að því kæmi að meðhöndla kýr við júgurbólgu. Allt frá fimmta áratug síðustu aldar hafa verið notaðar spenatúpur með mótefnum í og hefur í raun lítið breyst í meðferð gegn júgurbólgu frá þeim tíma, annað en skammta- stærðin og lyfjagerðin sem í túp- unum er. Í Finnlandi hefur meðhöndlun gegn júgurbólgu orðið mun mark- vissari með árunum og með bættri greiningatækni eins og notkun á PCR þá hefur nákvæmni við lyfja- val aukist verulega. Það sem hefur þó skilað Finnum mestum árangri í því að draga úr lyfjanotkun sinni er að hlúa að forvörnum, að koma í veg fyrir að kýrnar fái júgurbólgu. Í því sambandi benti Satu m.a. á samnorrænar leiðbeiningar um forvarnir gegn júgurbólgu og með- höndlun júgurbólgutilfella. Einnig að nú orðið horfi flestir dýralæknar til þess að meðhöndla kýr í geld- stöðu í stað þess að reyna við júg- urbólgutilfellin á mjaltaskeiðinu sjálfu. Auk þess séu fleiri og fleiri bændur í Finnlandi farnir að rækta heima sýnin úr kúnum svo þegar dýralæknir ber að garði þá liggur nákvæmlega fyrir hvaða sýkill er á ferðinni og því verður meðhöndlun- in gegn sjúkdóminum mun réttari. Þannig sé meðhöndlað með lyfjum séu bakteríurnar gram-jákvæðar en séu þær gram-neikvæðar er ekki meðhöndlað. Meðhöndlun með breiðvirkum lyfjum hefur því dregist stórlega saman og sýndi hún niðurstöður um að á þeim búum sem hafa tekið þessa aðferð upp í Bandaríkjunum, Kanada og nokkrum Evrópulöndum þá hefur lyfjanotkun dregist saman um 50%. Á sama tíma hefur ekki verið sýnt fram á að hlutfall nýsmit- aðra kúa aukist þrátt fyrir að veru- lega sé dregið úr meðhöndlun. Gagnanotkun Víða um heim er gögnum safnað um mjólkurframleiðslu og sé rétt unnið með gögn má oftar en ekki nýta þau með eftirtektarverðum árangri. Í þessari málstofu var víða komið við og var áhugavert að fræðast um það hvernig írskir vísindamenn nýta þarlendan gagnagrunn til þess að ná tökum á frumutöluvandamálum í landinu í heild sinni. Finola McCoy kynnt verkefnið CellCheck sem er írskt júgurheil- brigðisátak en því er ætlað að leiða til þess að árið 2020 verði 75% af allri framleiddri mjólk í landinu með minna en 200.000 frumur/ml. Það er metnaðarfullt markmið. Í dag eru í landinu um 1.250 þúsund mjólkur- kýr og 17 þúsund kúabú með með- alstærð í kringum 64 kýr. CellCheck-verkefnið snýr að hverju og einu kúabúi en með því er sett innra markmið fyrir hvert og eitt kúabú, gerðar greiningar á þeim nú gögnum sem búið býr yfir og þær bornar við landsupplýsingarnar. Hver breyta er svo tengd við krón- ur og aura og getur kúabóndinn séð með ein-földum hætti hvað hann eða hún getur gert til þess að nýta tekjur búsins betur og/eða jafnvel aukið tekjur búsins. Áhugavert og næstum línulegt samhengi er í Írlandi á milli hagnaðs og meðal-frumutölu, en þau bú sem eru með frumutölu sem er lægri en 100.000 eru í hinum írska gagna- grunni með tvöfalt meiri hagnað en þau bú sem eru með 300–400.000 í meðal frumutölu. Þá er hagnað- ur hinna frumulágu búa um 60% meiri en þeirra búa sem eru með 200–300.000 í meðal frumutölu. Snorri Sigurðsson sns@seges.dk Ráðgjafi hjá SEGES P/S Danmörku Sjötta Alþjóðlega júgurbólgu- ráðstefna IDF Utan úr heimi Konungleg tilmæli: Karl Bretaprins hvetur fólk til að klæðast ull Hans konunglega tign, Karl Bretaprins, skrifaði pistil í The Telegraph fyrr í þessum mánuði þar sem hann mærir ull og hvet- ur fólk til að klæðast ullarfatnaði á vetri komandi. Greinin hefst á því að spyrja hvað sé betra en efnið sem er ræktað á náttúrulegan hátt, þurfi bara vatn og gras og að hægt sé að búa til úr því hlýjan og góðan fatnað og hafi teygju og styrk í endingargóð teppi og áklæði. Efni sem sé fyrirtaks varma- og hljóðeinangrun og heldur hita þrátt fyrir að blotna og sé brunaþolið og taki ekki í sig lykt. Og það sem meira er, það brotnar niður á nátt- úrulegan hátt í náttúrunni. Það furðulegasta af öllu er að þetta undraefni er til og hefur verið til í langan tíma og er ull. Það að ull sé ekki nýtt efni og að ekki þurfti að finna hana upp hefur hugsanlega valdið því að við höfum misst sjón- ar á henni og notum hana ekki sem skyldi nú á tímun. Ekki er þörf fyrir jarðefnaelds- neyti til að framleiða náttúrulegar afurðir eins og ull og hægt er að endurnýta þær. Slíkar afurðir koma til með að verða sífellt mikilvægari í framtíðinni og baráttunni við hlýnun jarðar. Næst segir Karl frá því að hann ætla að standa fyrir ullarráðstefnu í Skotlandi þar sem saman munu koma fjöldi aðila sem tengist ull og framleiðslu úr henni. Vonast prinsinn að vegur ullar muni aukast og að verð á henni til bænda hækki í kjölfar ráðstefnunnar. /VH Hans konunglega tign, Karl Bretaprins, klæðist iðulega ullartvídjakka. Sameinuðu þjóðirnar: Stefnt að því að útrýma sýkingum vegna sýklalyfjaónæmra baktería Öll 193 lönd Sameinuðu þjóðanna hafa samþykkt að undirrita yfir- lýsingu þar sem stefnt er að því að útrúma sýkingum vegna sýklalyf- jaónæmra baktería. Yfirlýsingin var sex ár í vinnslu og ef hún gengur eftir er talið að koma megi í veg fyrir ótímabæran dauða 700 þúsund manna á ári. Þetta er í fjórða sinn sem Sameinuðu þjóð- irnar senda frá sér svipaða yfirlýs- ingu. Fyrst vegna HIV-veirunnar árið 2001, næst 2011 vegna krónískra sjúkdóma sem ekki eru smitandi og síðan 2013 vegna ebóla-veirunnar. Þjóðir sem undirrita yfirlýs- inguna hafa tvö ár til að setja saman áætlun um varnir gegn sýkingum vegna sýklalyfjaónæmra baktería. Gríðarleg ógn Sérfræðingar á svið bakteríusýk- inga segja sýkingar af þessu tagi séu ein stærsta heilsufarslega ógn sem mannkynið stendur frami fyrir í dag. Verði ekki gripið inn strax er talin veruleg hætta á að tiltölulega litlar sýkingar geti farið úr böndun- um vegna þess að sýklalyf sem til eru í dag ráði ekki við bakteríurnar sem valda þeim. Dæmi um aðgerðir sem gætu reynst banvænar eru lið- skipti og keisaraskurður. Ástæða þess að margar bakteríur hafa mynda ónæmi gegn sýklalyf- jum er ofnotkun á sýklalyfjum við lækningar á fólki og búfé og sem vaxtarhvata í búfjárrækt. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin spáir því að árið 2050 muni allt að 10 millj- ónir manna látast af völdum sýkinga af þessu tagi verði ekkert að gert. Aukið eftirlit og fræðsla Í yfirlýsingunni kemur fram að þjóðir sem undirrita hana muni koma sér upp eftirlitskerfi þar sem fylgst verður með sölu og notkun á sýklalyfjum til lækninga á mönnum og dýrum. Hvetja til þess að þróuð verði ný lyf og að greining á sýk- ingum verði hraðað og að fræðsla til heilbrigðisstarfsmanna og almenn- ings vegna hættu á sýkingum vegna sýklalyfjaónæmra baktería verði aukin. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.