Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 almennings á greininni. Mjög hafi verið vandað til verka við gerð þáttanna á öllum sviðum. „Ég er viss um að áhorfendur taka þessu fagnandi.“ Harðduglegir og hæfileikaríkir Þau Birna og Árni Þór vörpuðu í fyrsta þættinum upp spurningunni um staðalmynd af hinum íslenska bónda og bentu m.a. á nokkra góð- kunningja sem margir í huga sér tengja við íslenska bændur, m.a. hina geðþekku bræður Magnús og Eyjólf og Gísla á Uppsölum. Staðalmyndir af því tagi séu lífseigar en eigi sér enga stoð í veruleikanum. „Nútímabændur hér á landi eru langt frá þessari mynd, þeir eru harðduglegir, búa yfir mikilli þekk- ingu og hafa yfir góðum tækjakosti að ráða sem léttir þeim störfin. Þeir eru hæfileikaríkir og metnaðarfull- ir. Á það munum við benda í þátta- röðinni,“ segja þau. „Vonandi mun okkur takast að kollvarpa þessari mýtu sem því miður hefur alltof lengi verið viðloðandi íslensku bændastéttina.“ Gefum boltann á bændur Þættirnir eru unnir í samstarfi við Bændasamtök Íslands, en þar á bæ gengu menn með svipaða hug- mynd í kollinum. Yfirskriftin hjá bændaforystunni var gerð þátta með heitinu Bændur segja allt gott, en niðurstaðan var að gefa boltann á bændur sjálfa og leyfa þeim að segja frá því sem þeim býr í brjósti, koma sínum sjónarmiðum á fram- færi við þjóðina. „Okkar leiðarljós var að varpa upp raunsannri mynd af íslenskum landbúnaði, íslenskum bændum og hvað þeir eru að fást við í sínum daglegu störfum. Þetta eru mann- lífsþættir fyrst og fremst, bændur hafa orðið og fræða okkur um líf sitt og starf,“ segja þau Birna og Árni. Þau hafa undanfarið ár lagt land undir fót og komið við í öllum landshlutum, bankað upp á hjá bændum sem sinna búgreinum af öllu tagi og forvitnast um stöðu og horfur. „Það var gaman að sjá hversu sterkur landbúnaðurinn var á sumum svæðum sem við heim- sóttum og skipti miklu máli fyrir viðkomandi hérað. Eflaust eru ekki allir sem átta sig á því.“ Létt og afslappað yfirbragð Birna og Árni Þór munu í næstu þáttum m.a. beina sjónum að ungu fólki til sveita, menntunar- málum í landbúnaði, rannsóknum og frumkvöðlastarfi í greininni, fjölskyldulífi, úrvinnslu afurða, dreifingu þeirra og útflutningi. Eins fá áhorfendur innsýn í matreiðslu, þar sem höndlað er með úrvals hrá- efni. „Þetta er mjög fjölbreytt og gefur þáttunum létt og afslappað yfirbragð, en um leið fá áhorfend- ur tækifæri á að fræðast heilmikið um hina ýmsu anga greinarinnar,“ segja þau. Fylgst var með bændum að störfum á öllum árstímum, störfin geta verið misjöfn eftir því hvort er sumar, vetur, vor eða haust. „Það var að okkar mati nauðsynlegt að sýna hvað fram fer á hverjum árstíma, sauðburður, heyskapur, göngur og réttir svo dæmi sé tekið,“ segja þau. Höfðingjar heim að sækja Bæði eru sammála um að verkefnið hafi verið mjög skemmtilegt, enda bændur höfðingjar heim að sækja. „Það var alls staðar tekið á móti okkur með kostum og kynjum, kaffi og kökur á hverjum bæ og aldrei örlaði á stressi þótt næg verkefni biðu úrlausnar. Gestrisni er þeim í blóð borin og hvarvetna urðum við líka vör við að allir vildu greiða götu okkar, ef eitthvað kom upp á í ferðalaginu, eins og til að mynda sprungið dekk, voru allir boðn- ir og búnir að aðstoða. Það hefur verið einstaklega skemmtilegt og lærdómsríkt að kynnast íslenskum landbúnaði á þennan hátt, með vinnslu þáttanna.“ /MÞÞ Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda Haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum dagana 7. og 8. október 2016 Aðalfundur LSE verður haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum 7. og 8. október næstkomandi. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Félag skógarbænda á Austurlandi. Fundurinn hefst kl. 14.00 á föstudeginum 7. október með venjulegum aðalfundar- störfum. Hlé verður gert á fundinum kl. 15.30 en honum svo framhaldið laugardeginum 8. október og hefst kl. 9.00. Málþing verður haldið í tengslum við aðalfundinn og hefst það kl. 16.00. þann 7. október. Umfjöllunarefni er úrvinnsla skógarafurða og samvinna skógarbænda og Skógræktarinnar og hlutverk LSE í nýju umhverfi. Félag skógarbænda á Austur- landi bjóða fundargestum í skógargöngu og sýningu á ýms- um skógarafurðum og úrvinnsluvélum. Að lokum skemmta fundargestir sér saman á árshátíð skógarbænda. Nánari upplýsingar veitir Hrönn Guðmundsdóttir fram- kvæmdastjóri LSE í síma 899-9662 eða netfangið hronn.lse@ gmail.com eða á heimasíðu LSE: www.skogarbondi.is Hitaveitu & gasskápar Blikksmiðjan Vík ehf / Skemmuvegur 42, 200 Kópavogi / kt. 4309850279 / Sími: 557-1555 / blikkvik@blikkvik.is fyrir sumarbústaði og heimili Gæði • Þjónusta • Öryggi Hitaveituskápar Við sérsmíðum og eigum líka hitaveitukassa á lager. Einnig smíðum við mikið af kössum á kerrur, bíla ofl. Fáanlegir í mörgum litum. Gasskápar Eigum gasskápa á lager. Læsanlegir og smíðaðir úr áli. Láttu ekki stela af þér kútunum! Stllt upp fyrir töku. Birna í fjósinu á Hvanneyri þar sem hluti þáttanna var tekinn upp. Í þáttunum Hvað segja bændur? sem hóf göngu sína á sjón- varpsstöðinni N4 síðastliðið sunnudagskvöld er fjallað um allar búgreinar innan Bændasamtaka Íslands á ólík- an og spennandi hátt auk þess sem kynntar eru til sögunnar óhefðbundnari búgreinar í bland. „Við heimsækjum fjöldann allan af bændum um land allt og kynnumst því hve fjöl- breyttur og framtakssamur hópur er þar á ferð. Við þræð- um ekki hverja búgrein fyrir sig frá A til Ö heldur förum aðrar leiðir, eigum m.a. hrað- stefnumót með fulltrúum frá hverri búgrein, kynnumst ungu fólki í landbúnaði, skoð- um menntun í greininni og gerum sögunni skil auk þess að forvitnast um fjölskylduna í sveitinni, árstíðirnar, rann- sóknir og frumkvöðlastarf,“ segja Birna Pétursdóttir og Árni Þór Theodórsson, sem borið hafa hitann og þungann af gerð þáttanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.