Bændablaðið - 22.09.2016, Page 28

Bændablaðið - 22.09.2016, Page 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Réttað í Reynisrétt undir Akrafjalli Smalað var í Reynisrétt undir Akrafjalli í Hvalfirði um síðustu helgi. Reynisrétt er hlaðin úr grjóti og var tekin í notkun árið 1856. Saga réttarinnar er því orðin æði löng og merkileg þó seint skipist Reynisrétt í hóp stórrétta landsins. Réttað hefur verið í Reynisrétt nær alla tíð frá því hún var vígð utan nokkur ár þegar ástand grjót- hleðslunnar var orðið dapurt. Þá var réttað í Grafarrétt, sem ekki er lengur til. Það var eftir að farið var í fjárskipti í kjölfar þess að fé var skorið niður í Innri-Akraneshreppi vegna mæðiveiki. Farið var í endurhleðslu á réttinni undir stjórn Sigurðar Brynjólfssonar, sem kenndur var við Gerði sem áður tilheyrði Innri- Akraneshreppi. Lauk hann við endurhleðslu réttarinnar árið 1995, en hann lést árið 1999. Réttirnar um nýliðna helgi voru því þær 21. frá endurnýjun Reynisréttar. Bærinn Reynir (Rein) stend- ur við rætur þess að sunnanverðu undir hlíð- um Háahnúks. Þar bjó um tíma, í upphafi 18. aldar, snærisþjófurinn frægi úr Íslandsklukku Halldórs Laxness, Jón Hreggviðsson. Vestast í túnfætinum á Reyni er uppspretta sem Guðmundur góði átti að hafa vígt. Skammt fyrir neðan og innan við klettamyndun sem nefnist „Reynisskip“ er Reynisrétt. Réttarstjóri í Reynisrétt um síðustu helgi var Lilja Guðrún Eyþórsdóttir, bóndi á Vestra-Reyni. Þar býr hún ásamt manni sínum, Haraldi Benediktssyni alþingis- manni og börnum. Haraldur er fæddur og upp- alinn á Reyni þar sem faðir hans og afi bjuggu á undan honum. Réttardagurinn er Haraldi sér- staklega hugleikinn. Á fésbók- arsíðu sinni segir hann m.a. frá því að Benedikt, faðir hans, hafi einmitt dáið á sjálfan réttardaginn árið 1995. Þá hafi Haraldur afi hans á Reyni líka dáið á Reynisréttardaginn árið 1936. Báðir hafi þeir dáið heima, þrotnir af kröft- um, en um leið fengið að njóta þess heiðurs að fá að skilja við á hátíðis- degi sveitanna – rétt- ardaginn sjálfan. /HKr. Það er skammt í landsbyggðartenginguna hjá Herði Páli Harðarsyni og dætrum hans, Karen Evu og Alexöndru Ýri. Það var því kærkomið að kíkja í Reynisrétt. Lilja Guðrún Eyþórsdóttir, réttarstjóri og bóndi á Vestra-Reyni, ræðir hér við frænda sinn, Sigurð Hjálmarsson á Ásfelli. Féð rekið í Reynisrétt laugardaginn 17. september. Myndir / HKr. Það er alltaf jafn spennandi hjá börnunum að fara í réttir.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.