Bændablaðið - 01.12.2016, Page 4

Bændablaðið - 01.12.2016, Page 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 Yfirlýsing frá Sambandi garðyrkjumanna Að gefnu tilefni skal það áréttað að merki um vistvæna vottun er Sambandi garðyrkjubænda óvið- komandi. Samband garðyrkjubænda hefur hins vegar einkaleyfi á vörumerk- inu ,,Íslensku fánaröndinni“ en hún stendur fyrst og fremst fyrir íslensk- an uppruna vörunnar. Þeir sem nota það vörumerki þurfa til þess leyfi frá Sambandi garðyrkjubænda. Um þessar mundir stendur yfir innleiðing á gæðakerfi og endur- skoðun á reglum um fánaröndina. Í framtíðinni mun Íslenska fánaröndin vera tákn um íslenskan uppruna og að þeir sem merkið nota fylgi fyrir- fram mörkuðum gæðaferlum sem teknir eru út af þriðja aðila. Þegar er hafið reynsluverkefni í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vegna þess. Samband garðyrkjubænda hvet- ur og styður félaga sína og aðra til að vanda til verka við merkingar og þiggur gjarnan ábendingar um það sem betur mætti fara í þeim efnum. Jafnframt væri ánægjulegt að fá upplýsingar um þá sem eru til fyrir- myndar varðandi nákvæmni og gæði í merkingum. Það er sameiginlegt verkefni framleiðenda, seljenda og kaupenda að standa vel að merkingum og veita nauðsynlegt aðhald til að svo megi verða. Sambandi garðyrkjubænda er bæði ljúft og skylt að taka þátt í því. Fréttir Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála: MS lýsir yfir ánægju Í yfirlýsingu á heimasíðu MS vegna úrskurðar áfrýjunarnefnd- ar samkeppnismála er lýst yfir ánægju með úrskurð nefndarinn- ar. MS viðurkennir að hafa láðst að leggja fram tiltekinn samn- ing, sem margoft var þó vísað til á fyrri stigum málsins en neita að hafa lagt fram rangar upplýs- ingar. Í yfirlýsingunni segir að MS lýsi ánægju yfir því að áfrýjunarnefnd hafi farið vel í saumana á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. „Þá er það sérstakt ánægjuefni að nefndin skuli hafa staðfest að samstarf MS við tengda aðila hafi verið að fullu í samræmi við lög og að Samkeppniseftirlitið hafi ekki gefið samspili samkeppnislaga og búvörulaga nægilegan gaum í rann- sókn sinni. Samkvæmt lögum er hluti af starfsemi mjólkuriðnaðarins undan- þeginn afmörkuðum ákvæðum samkeppnislaga. Markmið þessa er að lækka kostnað við framleiðslu mjólkurafurða, til ábata fyrir neyt- endur. Skipulag starfsemi MS og tengdra aðila hefur grundvallast á þessu. Sú heimild til samstarfs sem aðil- ar í mjólkuriðnaði hafa á grundvelli búvörulaga, hefur skilað sér í veru- legri hagræðingu og þar af leiðandi umtalsvert lægra vöruverði til neyt- enda. Þetta fyrirkomulag hefur skilað sér í töluvert lægra verði á mjólk- urvörum til neytenda, samkvæmt óháðum úttektum aðila á borð við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Varðandi staðfestingu á úrskurði Samkeppniseftirlitsins um að MS hafi láðst að leggja fram tiltekið gagn þá skal það tekið fram að MS hafði engan hag af því, heldur þvert á móti, enda studdi það málstað MS. Þá skal það áréttað að MS veitti ekki á nokkru stigi rangar upplýsingar heldur láðist að leggja fram tiltekinn samning, sem margoft var þó vísað til á fyrri stigum málsins. Það eru hagsmunir kúabænda, eigenda MS, að sem flestir aðilar starfi að nýsköpun í greininni, að vöruframboð sé fjölbreytt og smærri fyrirtæki skili árangri í nýtingu mjólkurafurða.“ /VH Matvælastofnun telur litlar líkur á að fuglaflensan berist hingað til lands. Þar ræður árstíminn og strangar reglur um innflutning á lifandi fuglum þyngst. Málið er samt áhugavert í öðru samhengi. Í ljósi þess að hugsanlega megi eiga von á fuglaflensufaraldri í nágrannalöndum okkar er áhuga- vert að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi fyrir skömmu dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrirtæki skaða- bætur vegna hindrana á innflutningi á fersku kjöti. Fagna dómsniðurstöðu Samtök verslunar og þjónustu hafa í tilkynningu fagnað niðurstöðu dómsins enda sé það staðföst trú þeirra að núverandi innflutnings- bann á fersku kjöti frá aðildarríkj- um EES-samningsins gangi gegn ákvæðum samningsins og samnings- skuldbindingum íslenska ríkisins líkt og ESA og EFTA-dómstóllinn. Þess er krafist að innflutning- ur á fersku kjöti, sem unninn er í samræmi við samevrópskar kröfur og undir eftirliti annarra EES-ríkja, verði heimilaður hér á landi í sam- ræmi við EES-löggjöf. EFTA-dómstóllinn hafði áður dæmt að þessar hindranir samræmd- ust ekki EES-samningnum. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lýst því yfir að Alþingi eigi að koma tafarlaust saman og aflétta öllum höftum á innflutningi á hráu kjöti til landsins. Hræsni í rökum talsmanna um óheftan innflutning Úrskurður héraðsdóms kom sama dag og helgaður var auk- inni vitund heilbrigðisstarfs- manna um sýklalyfjaónæði af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Vilhjálmur Ari Arason, sér- fræðingur í sýklalyfjanotkun barna og útbreiðslusýklaónæmra baktería, sagði í samtalið við Bændablaðið fyrr á þessu ári: „Að mínu mati felst mikil hræsni í því þegar menn tala á móti þeim aðferðum sem við höfum til að halda hættu á sýkingum vegna sýklalyfja- ónæmra baktería niðri og vísa í máli sínu til hags neytenda. Talsmenn óhefts innflutnings á kjöti tala vísindin óhikað niður og tala einnig niður til heilbrigðisstafs- fólks sem glöggt þekkja til máls- ins. Sumir nefna að við komumst auðveldlega í snertingu við þessar bakteríur erlendis, sem er satt. En þar borðum við yfirleitt bakteríurnar og drepum þær þannig eða þvoum þær af okkur jafnóðum. Þótt vissu- lega sé hætta í einhverjum tilvikum á að bakteríurnar berist með okkur eða erlendu ferðafólki til landsins. Hrátt kjöt getur hins vegar borið mikið magn baktería á yfirborði sínu sem auðveldlega getur borist í lík- amsflóruna okkar úr því.“ Erum að taka rosalega áhættu „Samkvæmt lýðheilsu sjónar miðum erum við að minnsta kosti að taka rosalega áhættu með því að flytja kjöt óhindrað til landsins. Kjöti sem gæti verið í allt að þriðjungi tilfella smitað af algengum sýkla- lyfjaónæmum bakteríustofnum eins og svokölluðum klasakokkum sem varla finnast ennþá hér á landi,“ sagði Vilhjálmur Ari Arason. /VH Fuglaflensa í Evrópu vekur ýmsar spurningar um öryggi matvæla: „Hræsni“ í rökum talsmanna um óheftan innflutning Félag eggjaframleiðenda: Fordæmir starfshætti sem fjallað var um í Kastljósi Félag eggjaframleiðenda er slegið yfir þeim aðbúnaði sem umfjöll- un Kastljóss leiddi í ljós að varp- hænur byggju við í einu eggjabúi á Íslandi. Félagið telur aðbúnaðinn og blekkingar gagnvart neytendum um að þar fari fram vistvænn búskapur til skammar. Félagið biður íslenska neytendur afsökunar á þessu og for- dæmir þessa starfshætti. Í yfirlýsingu frá Félagi eggja- framleiðenda segir að félagið leggi áherslu á að samkvæmt úttektum Matvælastofnunar er um einstakt tilvik að ræða. Á undanförnum árum hafa átt sér stað miklar umbætur í íslenskum eggjabúum sem hafa miðað að því að bæta aðbúnað varphæna, meðal annars með nýjum húsum sem uppfylla ýtrustu kröfur. Auk þess hefur eitt eggjabú verið vott- að af Vottunarstofunni Túni sem lífræn framleiðsla þar sem gerðar eru auknar kröfur um velferð og aðbúnað. Félag eggjaframleiðenda leggur ríka áherslu á að eggjabú lands- ins gæti að velferð og aðbúnaði varphæna. Félagið mun leggja sig fram, í samstarfi við opinberar eft- irlitsstofnanir og neytendur, við að uppræta starfshætti í líkingu við þá sem fjallað var um í Kastljósi því þeir eru með öllu óboðlegir. Stærstu verslanakeðjur lands- ins og fleiri verslanir hafa tekið egg frá Brúneggjum úr sölu eftir umfjöllun Kastljóss fyrr í vik- unni. Þar sem markaðshlutdeild Brúneggja er nokkuð stór hefur komið upp kvittur um hugsan- legan skort á eggjum fyrir jólin. Samkvæmt því sem kom fram í Kastljósi hefur Brúnegg verið með um 20% markaðshlutdeild á eggja- markaði þrátt fyrir að fyrirtækið hafi selt egg á 40% hærra verði en aðrir framleiðendur. Það var gert í skjóli þess að eggin voru merkt sem vistvæn. Samkvæmt upplýsingum Bændablaðsins mun markaðshlut- deild fyrirtækisins nær því að vera tæp 15%. Hlutfall fugla eftir framleiðendum Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun yfir leyfilegan hámarksfjölda fugla hjá eggja- framleiðendum með leyfi til frumframleiðslu, er hlutfall hænsna hjá framleiðendum sem hlutfall af heildarfjölda hænsna á landinu sem hér segir. Stjörnuegg er með 40% hæna, Nesbúegg er með 35%, Brúnegg er með 8% og önnur fyr- irtæki, Högnastaðabúið, Hvammur, Grænegg, Grænahraun, Klaufi, Efri-Mýrarbúið, Hamraegg og Grýlusteinn, eru með undir 5% hæna. Í framhaldi af því að stærstu verslanakeðjur landsins og fleiri verslanir hafa hætt að selja egg frá Brúneggjum í framhaldi af umfjöll- un Kastljóss hafa heyrst raddir sem telja að skortur verði á eggjum á næstunni. Framleiðendur munu anna eftirspurn Þorsteinn Sigmundsson, eggja- framleiðandi á Elliðahvammi og formaður Félags eggjabænda, telur litlar líkur á að framleiðendur nái ekki að anna eftirspurn eftir eggj- um fyrir jólin þrátt fyrir að egg frá Brúneggjum séu tekin af markaði. „Eggjaframleiðendur hafa keyrt framleiðslu sína á fullu frá því í vor til að framleiða egg fyrir erlenda ferðamenn og ekki enn farnir að draga hana saman þannig að ég held að þetta eigi að sleppa. Sala á eggjum er mest frá og með júní til september og svo um jólin þannig að fólk þarf ekkert að óttast skort eða fara að hamstra eggjum.“ Ítrekaðar athugasemdir MAST Í umfjöllun Kastljóss um illa meðferð Brúneggja á varphænum kom fram að Matvælastofnun gerði ítrekaðar athugasemdir við aðbúnað dýranna og að fyrirtækið hafi brugðist seint og illa við athugasemdum stofnunar- innar um að bæta aðbúnað dýranna. Í umfjöllun Kastljóss kom einnig fram að Brúnegg hefur merkt fram- leiðslu sína sem vistvæna framleiðslu í mörg ár án þess að hafa til þess vottun og þannig blekkt neytendur til fjölda ára. Hætta að selja egg frá Brúneggjum Bæði þessi atriði hafa vakið upp gríðarlega hörð viðbrögð neyt- enda. Verslanir Krónunnar, Bónus Hagkaup og Melabúðin hafa allar lýst því yfir að þær séu hættar að selja egg frá Brúneggjum eftir umfjöllun Kastljóss. /VH Ólíklegt að skortur verði á eggjum fyrir jól

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.