Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 Andlit norðursins eftir Ragnar Axelsson fjallar um líf fólks í þremur löndum í norðri, Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Bókin kom fyrst út árið 2004 en er nú endurútgefin í algerlega breyttri mynd og aukin um meira en helming. Ragnar hefur sótt áður óbirtar myndir í safn sitt og segir sögur myndefnanna svo úr verður yfirlit yfir ferðir hans um norðurslóðir til 30 ára. Fólkið sem hann ljósmyndaði á Íslandi frá því um miðjan níunda áratuginn og fram um aldamótin 2000 átti það sameiginlegt að lifa af landi og sjó og meginhugsun Ragnars var að gera því skil í myndum áður en tíminn feykti minningunni um líf þeirra í burtu. Þannig eru fjölmargir á myndunum nú látnir, margir bæir sem þá voru í byggð nú komnir í eyði og ýmislegt breytt á öðrum stöðum. Eftir sitja hins vegar myndir Ragnars og sögurnar af fólki um allt land. Hér eru nokkrar sögur af fólki til sveita sem Ragnar hitti og ljósmyndaði. Jónmundur Ólafsson í Kambakoti – 1999 Jónmundur Ólafsson, bóndi í Kambakoti, hafði marga hildi háð í lífinu og sögðu fróðir menn að hann hefði í það minnsta níu líf eins og kötturinn. Eitt sinn lenti hann í árekstri við rútu á dráttarvélinni sinni sem fór í tvennt við ákeyrsl- una. Jónmundur var fluttur á spítala, illa brotinn, og lá í dái í þrjár vikur. Hann hlaut varanlega áverka og var í marga mánuði að jafna sig. Nokkrum árum síðar lenti hann í annars konar árekstri. Stríðni geit- hafurinn hans átti það til að hnubba í hann við mjaltir og í eitt skiptið náði hafurinn að stanga Jónmund svo hann féll harkalega og steinrotaðist. „Þannig var að ég var á ferðinni í útihúsunum. Geithafurinn var inni í hlöðu og ég varð ekki var við að hann kæmi á eftir mér. Ég var á leið niður nokkur þrep, sem liggja inn í fjós, þegar geithafurinn kom aftan að mér og stangaði mig. Ég þeyttist inn og rann á rassinum eftir sleipu gólfinu og rotaðist. Ég hafði ekki fengið því- líkt högg síðan rútan keyrði á mig.“ Þrátt fyrir þetta voru þeir enn vinir, Jónmundur og geithafurinn. Eitt sinn þurfti hann að fella kvígu. Hann batt hana við Toyota- jeppann sinn svo hún færi ekkert í burtu þegar hann mundaði byssuna. En vart hafði hann hleypt af skot- inu þegar Bogga konan hans kom askvaðandi út í dyr og kallaði á bónda sinn í símann. Á línunni var Jakob á Árbakka vinur hans sem þurfti að biðja hann um smágreiða. Þar sem Jónmundur var greiðvikinn og hjálpsamur maður rauk hann af stað eins og skot, stökk upp í bíl- inn og ók í hendingskasti af stað. Í flýtinum steingleymdi Jónmundur að steindauð kvígan var enn bund- in við jeppann. Þegar hann kom niður að aðalveginum, sem liggur þó nokkuð langt frá afleggjaranum að Kambakoti, beygði hann á fullri ferð svo að rammsterkur kaðallinn sem kvígan var bundin í flæktist um biðskyldumerkið og kýrin hentist hinum megin við það. Jónmundur snarhemlaði svo bíllinn var þvers- um á veginum og horfði hvumsa á kvíguna vafða utan um stöngina. Þá loksins fékk hann skýringu á af hverju bíllinn hafði verið svona kraftlaus. Sagan af Jónmundi og kvígunni var á allra vörum í sveitinni en menn greindi nokkuð á um hversu langt hann hefði ekið með kusu í eftir- dragi, sumir sögðu að hann hefði ekki komist upp allan afleggjarann. Jónmundur hafði líka orðið undir rútu en lifað það af. Þá hafði naut hann undir svo hann slapp naumlega með skrámur. Það féll á hann margra tonna húsklæðning en hann komst frá því lítt skaddaður. Einu sinni ók svo á hann dráttarvél og er þá fátt eitt nefnt. En alltaf reis hann upp aftur. Lokinhamradalur 1992 Sigríður Ragnarsdóttir bjó ein á bænum Hrafnabjörgum í Lokinhamradal þar sem hún var fædd og uppalin. Mér fannst hún einna líkust Gretu Garbo. Á sínum tíma var faðir hennar stærsti fjárbóndi Vestfjarða og Hrafnabjörg stórbú. Sigríður varð snemma atkvæðamikil við bústörfin og hafði frábært auga fyrir sauðfé. Þegar faðir hennar lést um 1960 tók hún við búinu ásamt bróður sínum og móður. Sigríður lifði þau bæði og bjó ein með fé í nærri tvo áratugi, þar til hún fluttist til Reykjavíkur þar sem hún lést árið 1998. Lokinhamradalur er svipmikill staður. Yfir öllu gnæfir fjallið Skeggi en Sigríði var ekki alls kostar vel við það. Þar hafði hún misst marga ána. „Ég lít Skeggjafjandann oft horn- auga, hann hefur tekið fé frá mér,“ sagði hún. Fjallið er gróið upp í efstu brúnir vegna þess að ríkulegur áburður er úr fuglinum. Féð sækir í gróðurinn og kemst við það iðulega í sjálfheldu. Þá er því miður oft ekkert hægt að gera. Einu sinni festist ær frá Sigríði í sjálfheldu á syllu sem sást vel frá bænum. Það var ekki viðlit að komast að henni svo Sigríður mátti horfa upp á hana þarna mánuðum saman. Það var í októberbyrjun að kindin komst í hann krappan en síðast sást til hennar í febrúar sama vetur. Þá gerði óveður og þegar rofaði til var hún horfin. Á meðan samgöngur voru einkum á sjó voru Hrafnabjörg og Lokinhamradalur ekki meira úr leið en gekk og gerðist á Vestfjörðum, en þegar bílar tóku við af bátum og nútíminn hlykkjaðist um sveitirnar með rafmagnið sitt og símann urðu fáir staðir á Íslandi jafn afskekkt- ir. Símasamband var til að mynda aldrei þolanlegt við Lokinhamradal og ómögulegt að komast þangað á vetrum á vélsleðum, eins og sann- reynt var með tilraunum. En ekki síst var talið algerlega ómögulegt að leggja þangað veg. Dýrfirðingur að nafni Elís Kjaran Friðfinnsson var hins vegar ekki alveg sammála þeirri fullyrðingu og hófst handa við Anna Guðjónsdóttir á Dröngum á Ströndum. Sigurjón Jónasson, bóndi á Hrafnabjörgum í Lokinhamradal. Myndir / Ragnar Axelsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.