Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 „Góð heimasíða er gulls ígildi“ Einn af þeim þáttum sem ferðaþjónustubændurnir í Norður-Noregi hafa áhuga á að bæta í sinni starfsemi er að vera sýnilegri á netinu og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum. Hér er gríðarlega mikilvægt tæki á ferð, að mati Guðmundar R. Einarssonar, betur þekktur undir gælunafniu Gre, en hann er vefhönnuður og einn eigenda framkvæmdahússins Vefgerðarinnar. Vefgerðin vann á dögunum þriðju alþjóðlegu verðlaunin sín fyrir vefsíðuna Mekong Tourism – ferðaþjónustusíðu fyrir lönd sem eiga landamæri að Mekong- ánni í Suðaustur-Asíu. Vefsíðan hlaut ITB Asia-verðlaunin í flokki Responsible Tourism Website en verðlaunin eru afhent af TravelMole, netsamfélagi fyrir ferðabransann. „Þessi verðlaun eru frábær við- bót í verðlaunasafn Vefgerðarinnar en vefsíðan Mekong Tourism, sem unnin var fyrir ferðaþjón- ustubransann í Kambódíu, Kína, Laos, Myanmar, Taílandi og Víetnam, vann HSMAI Adrian- verðlaunin um síðustu áramót fyrir nýstárlega vefsíðuhönnun og framúrskarandi markaðsstarf. Eru verðlaunin ein sú virtustu í heiminum þegar kemur að ferða- þjónustuiðnaðinum og haldin af Hospitality Sales & Marketing Association Inter national, alþjóð- legum ferða þjónustu samtökum. Síðan fékk einnig verðlaun fyrir stuttu sem besta vefsíðan á árlegu PATA Gold-verðlaunahátíðinni sem haldin var í Indónesíu. PATA eru ferðaþjónustusamtök í Asíu og telur dómnefnd þeirra af atvinnumönnum í ferðaþjónustu- iðnaðinum að vefsíðan hvetji til ábyrgrar ferðaþjónustu á Mekong- svæðinu,“ útskýrir Guðmundur. Endalausir möguleikar „Góð heimasíða er gulls ígildi. Það sést líklegast best á tveimur ferða- þjónustusíðum sem við höfum gert – sagatravel.is og laxnes.is. Eftir að við tókum þær tvær síður í gegn með möguleika á að bóka ferðir beint á netinu hefur salan aukist gríðarlega og selur til dæmis Saga Travel 1/4 af sínum ferðum beint á netinu sem þýðir að þeir þurfa ekki að borga söluþóknun til milli- gönguaðila,“ segir Guðmundur og bætir við: „Ferðaþjónusta á Íslandi er í blóma og nýta ferðamenn það í auknum mæli að bóka á netinu og plana ferðina sína nokkra mánuði fram í tímann með því að púsla saman hinum og þess- um ferðum. Mikilvægur þáttur í þessu er bókunarkerfið Bókun sem hvaða ferðaþjónustuaðili sem er getur keypt aðgang að. Í Bókun er bróðurpartur af öllum ferðum sem seldar eru á Íslandi og við erum búin að finna leið til að tengja Bókun við vefsíður í Wordpress- vefsíðukerfinu. Þannig að þeir sem eru í ferðabransanum, til dæmis með heimagistingu eða bjóða upp á hestaferðir, geta rekið sína þjón- ustu á vefnum en líka verið með þessa tengingu við Bókun og selt ferðir frá öðrum ferðaþjónustu- aðilum og fá þá söluþóknun fyrir hverja ferð. Möguleikarnir eru endalausir í útfærslum á þessari tengingu! Heimasíðan er móðurskipið Guðmundur bendir einnig á að í mörg horn þurfi að líta þegar kemur að vefsíðugerð enda séu þær lykiltæki fyrir mörg fyrirtæki í nútímaþjóðfélagi. „Heimasíða þarf að virka á öllum snjalltækjum. Það er mjög mikilvægt. Fólk er á ferðalagi og vill fá upplýsingar strax, þó að það komist ekki í tölvu. Í öðru lagi þarf að vera gott efni inni á síðunni. Leitarvélar leita eftir vissum lykilorðum á vefsíð- um og til þess að þær finni vefsíður þarf að vera efni á þeim. Þannig að gott, skemmtilegt og gagnlegt blogg um staðsetninguna, starfsemina og reynslusögur kúnna getur gefið margfalt til baka. Góðar myndir eru líka plús. Í þriðja lagi þarf síðan að líta vel út. En hún má auðvitað ekki líta vel út en ekki virka. Þannig að þetta helst allt í hendur. Í fjórða lagi þarf að hugsa vel um vefsíðuna þannig að hún drabb- ist ekki niður. Það er mjög gott að fólk setji sér reglur um til dæmis bloggskrif og uppfæri síðuna reglulega,“ útskýrir Guðmundur og bendir einnig á: „Nú gæti einhver hugsað – er ekki bara nóg fyrir mig að vera á Facebook og öðrum samfélags- miðlum? Okkar svar er einfaldlega nei, því þú þarft alltaf að vera með einhvern lendingarstað. Það er erfitt að leita aftur í tímann á Facebook. Þú til dæmis finnur eitthvað sniðugt sem höfðar til þín einn daginn en nokkrum dögum seinna gæti orðið tímafrekt að finna það aftur. Við mælum með því að allt efni sé frumbirt á vefsíðunni og síðan endurbirt á samfélagsmiðlum þannig að fólk þurfi að smella á tengla og fara inn á vefsíðuna til að fá umferð um síðuna. Vefsíðan á að vera móðurskipið þar sem allar upplýsingar eru til staðar og hægt að nálgast þær á einfaldan og fljótlegan máta.“ /ehg Guðmundur R. Einarsson, vef- hönnuður og einn eigenda fram- kvæmda hússins Vefgerðarinnar, segir mikilvægt að heimasíður virki á öllum snjalltækjum. Skjámynd af heimasíðu Mekong tourism sem Vefgerðin fékk verðlaun fyrir. Bonito ehf. • Friendtex • Praxis Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.friendtex.is •www.praxis.is Vegna breytinga seljum við lagerinn okkar með miklum afslætti 40% afsláttur af öllum nýjum vörum frá Friendtex Allt að 80% afsláttur af eldri vörum Friendtex 30% afsláttur af öllum Praxis skóm 30% afsláttur af öllum stuttum primaloft úlpum Opið þrjá laugardaga í desember 3. 10. og 17. frá kl. 12.00–16.00 Ath. Lokað í desember frá og með 19. desember til og með 4. janúar 2017 Ekki svartir dagar bara skærir og flottir alla daga til jóla Weidemann smávélar og skotbómur á stórlega lækkuðu verði. VER ÐLÆ KKU N VER ÐLÆ KKU N VER ÐLÆ KKU N nar hefurVegna styrkingar krónun að fá sér sjaldan verið hagstæðara kotbómur. Weidemann smávélar og s ÚRVA L VÉL A Á L AGER Viðarhöfða 6 - Reykjavík I Skútuvogi 1 - Reykjavík I Bæjarhrauni 12 - Hafnarfjörður www.sindri.is / sími 575 0000 ALVÖRU VERKFÆRI 7SKÚFFUR 154.020 m/vsk SÁ VINSÆLI 283 verkfæri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.