Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 Fréttir Haraldur Kristjánsson, bóndi í Einholti: Gaf Bláskógabyggð tíu milljónir króna − vegna endurbóta á íbúðum fyrir eldri borgara Haraldur Kristjánsson, bóndi í Einholti í Biskupstungum, gaf Bláskógabyggð 10 milljónir króna. Er féð ætlað til endurbóta á íbúð- um fyrir eldri borgara. „Fjármagnið verður nýtt til að endurbæta og gera neðri hæðina í Kistuholti 3–5 í Reykholti betri fyrir eldri borgara, s.s. til margvíslegra samverustunda, tómstunda og aðstöðu til líkamsræktar. Hvað verð- ur gert nákvæmlega á eftir að hanna og ákveða meira í smáatriðum. Þetta er því peningagjöf sem verður nýtt til að búa betur að eldri borgurum í því húsnæði sem sveitar- félagið hefur byggt fyrir eldri borgara í Kistuholti,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar þakkar Haraldi Kristjánssyni fyrir þann stórhug og rausnarskap sem hann sýnir samfélaginu með þessari peningagjöf,“ bætir Valtýr við. /MHH Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskóga byggðar. Flóttamenn frá Sýrlandi flytja á Selfoss og í Hveragerði Áætlað er að tvær fjölskyldur sýrlenskra flóttamanna flytji á Selfoss í janúar 2017, alls fjórtán einstaklingar. Sveitarfélagið er búið að taka á leigu húsnæði fyrir fólkið og unnið er að gerð samnings við velferð- arráðuneytið um verkefnið. Þá flytur ein fjölskylda í Hveragerði, foreldrar og fimm börn þeirra. „Sveitarfélagið Árborg og Hveragerði hafa með sér samstarf um ákveðna þætti sem snúa að móttöku flóttamanna og verður auglýst eftir verkefnisstjóra sem mun leiða verkefnið og vinna að móttöku flóttamanna í báðum sveitarfélögunum. Ráðuneytið gerir líka samning við Rauða krossinn um aðkomu þeirra að málinu, en hún snýr m.a. að húsbúnaði í íbúðirnar og að útvega stuðningsfjölskyldur,“ segir Ásta Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar. /MHH Húnavatnshreppur: Fimm félög fá styrki Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps í liðinni viku var samþykkt að styrkja ýmis félög vegna starfsemi þeirra á næsta ári. Textílsetur Íslands fær 400.000 króna styrk vegna starf- semi setursins á næsta ári og Björgunarfélagið Blanda fær 350.000 króna styrk til kaupa á sérhæfðum sjúkrabörum. Ungmennasamband Austur- Húnvetninga fær 350.000 krónur í styrk, Ungmennafélagið Geisli 280.000 krónur og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps 225.000 krónur. Þá fær mótanefnd Hesta- mannafélagsins Neista 30.000 krónur í styrk vegna Ísmótsins Svínavatn 2017 og einnig sam- þykkti sveitarstjórn að greiða vildargjald 2017 að fjárhæð 79.000 til Farskólans. /MÞÞ Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra: Vilja iðnaðaruppbyggingu við Hafursstaði Sveitarfélögin í Austur- Húnavatnssýslu, ásamt Húnaþingi vestra og Sveitarfélaginu Skagafirði, hafa lýst vilja til samvinnu um iðnaðaruppbyggingu við Hafursstaði í Austur- Húnavatnssýslu. „Í ljósi mikillar og stöðugrar fækkunar íbúa landshlutans er þýð- ingarmikið að sveitarfélögin fái stuðning hins opinbera til þess að kanna þá kosti sem uppi geta verið í stóriðjumálum og henta landshlutan- um, m.a. með tilliti til náttúrugæða,“ segir í ályktun um iðnaðarupp- byggingu við Hafursstaði sem sam- þykkt var á ársþingi Sveitarfélags á Norðurlandi vestra, en það fór fram nýlega. Fram kemur í ályktuninni að þakka beri framlag til málsins á fjárlögum ársins 2016, en jafnframt verði að krefja stjórnvöld um áfram- haldandi og aukinn beinan fjárstuðn- ing við uppbyggingu iðnaðarkosta í landshlutanum. Gerð er skýlaus krafa um að öll orkuöflun í lands- hlutanum verði nýtt til atvinnuefl- ingar á svæðinu. Á ársþinginu kom fram í ræðu framkvæmdastjóra þess að samþykkt hefði verið að gera íbúakönnun á starfssvæði samtakanna. Í könnun- inni var spurt um ýmsa búsetuþætti á svæðinu. Einnig var spurt um viðhorf til iðnaðaruppbyggingar við Hafursstaði. Fram kom að verið væri að vinna úr svörum við könnuninni og niðurstöður hennar yrðu kynntar fljótlega. /MÞÞ Jólaskógarnir opnir almenningi á aðventunni Eins og síðustu ár verða jóla- skógar skógræktarfélag- anna opnir á aðventunni. Ragnhildur Freysteinsdóttir hjá Skógræktarfélagi Íslands segir fyrirkomulag jólatrjáasölu hjá skógræktarfélögunum vera svipað frá ári til árs, en það sveiflist þó aðeins hvort sala sé hjá tilteknum félögum eður ei. Ég er þessa dagana að hnippa í félögin og biðja um upplýsingar – hvort þau verði með sölu og þá upplýsingar um söluna, ef svo er. Þau félög sem ég hef fengið upplýsingar frá eru öll inni á jólatrjáavefnum okkar (www.skog.is/jolatre) – þar set ég upplýsingar inn um leið og þær berast,“ segir Ragnhildur. Að fella sitt eigið tré Að sögn Ragnhildar eru flest félögin með þannig sölu að fólk getur komið, valið sér tré í skóginum og fellt. „Sum félög, eins og Skógræktarfélag Akraness, Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, Skógræktarfélag Árnesinga, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Skógræktarfélag Eyfirðinga, eru einnig með felld tré eða annan varning til sölu samhliða. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er eina undantekningin, þar eru bara seld felld tré.“ Stafafuran langalgengust Á jólatrjáavef Skógræktarfélags Íslands eru upplýsingar um algeng- ustu jólatrjáategundirnar. Stafafuran er langalgengust – en meira en helm- ingur selst af henni. Á eftir henni fylgja svo rauðgreni, með um 20 prósent sölu, blágreni með um 15 prósent og sitkagreni um 10 prósent. Restin skiptist á margar tegundir – mest af fjallaþin og svo stöku tré af síberíuþin, lindifuru, bergfuru og einhverjar fleiri tegundir seljast líka. Ragnhildur segir fjallaþin vera vonarstjörnuna, að því leyti að hann er fyllilega samkeppnishæfur við innflutta nordmannsþininn útlits- lega séð. „En það er enn mikið verk eftir til að finna betri kvæmi af honum fyrir ræktun til jólatrjáa hérlendis. Það er það stutt síðan farið var að gróðursetja hann í ein- hverju magni að það er töluvert í að hann fari að vega eitthvað að ráði sem jólatré, sérstaklega þar sem hann þarf lengri tíma til þess að verða jólatré en til dæmis stafa- furan. Það eru engir sérstakir skógar með fjallaþin þannig séð – það er smá af honum á víð og dreif í hinum og þessum skógum félaganna.“ Jólamarkaður við Elliðavatn Mikil jólastemning er jafn- an á aðventunni á jólamarkaði Skógræktarfélags Reykjavíkur við Elliðavatn. Hann var opnaður laugardaginn 26. nóvember og verð- ur opinn allar helgar fram að jólum frá 11–16.30. Á hlaðinu eru til sölu nýhöggvin íslensk jólatré og þar að auki mikið úrval af tröpputrjánum vinsælu, eldiviði, viðarkyndlum auk annarra afurða úr Heiðmörk. Í boði er stafa- fura, rauðgreni, blágreni, sitkagreni og fjallaþinur. Það er orðin sterk hefð í mörg- um fjölskyldum að koma í Jólaskóg Skógræktarfélags Reykjavíkur á aðventunni og höggva sitt eigið jóla- tré. Í ár verður Jólaskógurinn opinn helgarnar 3–4. desember 10.–11. desember og 17.–18 desember, kl. 11–16. Alla daga verður líf og fjör, jóla- sveinarnir verða á staðnum og það verður logandi varðeldur. Hægt verð- ur að kaupa heitt kakó og smákökur og jólalögin sungin. Íslensk jólatré eru vistvæn. Þau eru ræktuð án eiturefna og eru ekki flutt á milli landa. Í staðinn fyrir hvert tré sem höggvið er gróðurset- ur Skógræktarfélag Reykjavíkur að minnsta kosti þrjátíu tré. /smh Frá jólamarkaði Skógræktarfélags Reykjavíkur við Elliðavatn. Myndir / smh Á hlaðinu við gamla bæinn eru til sölu nýhöggvin íslensk jólatré. Góð stemning er jafnan á jólamarkaðinum við Elliðavatn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.