Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 Fréttir Skagafjörður: Óviðunandi niðurstaða við úthlutun byggðakvóta Atvinnu-, menningar- og kynn- ingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harð- lega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016–2017. Niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis hvað Skagafjörð varðar er að úthluta aðeins 19 þorskígildistonnum til Hofsóss og Sauðárkrókur fær engan byggðakvóta. Nefndinni hefur borist rökstuðningur ráðuneytisins fyrir úthlutuninni. Fram kemur í bókun nefndarinn- ar að þessi niðurstaða sé með öllu óviðunandi og ljóst að reglur um úthlutun byggðakvóta mæti engan veginn tilgangi þess að úthluta byggðakvóta til byggðarlaga sem standa höllum fæti, s.s. eins og til Hofsóss. „Þá er með engu móti hægt að sjá hvernig aukin veiði á rækju hefur með veiðar smábáta frá Sauðárkróki að gera,“ segir í bókun nefndarinnar. Atvinnu-, menningar- og kynningar nefnd skorar á sjávarút- vegs- og landbúnaðar ráðherra að breyta nú þegar reglum um úthlutun byggðakvóta og úthluta kvótanum að því loknu á grundvelli nýrra reglna um byggðakvóta sem raun- verulega ná því markmiði að styðja við veikari byggðir landsins. /MÞÞ Hagvaxtarvél sem kemst ekki yfir Holtavörðuheiði „Nú þurfa stjórnmálamenn að sýna fram á að þeir hafi vilja til þess að aðstoða íbúa Norðurlands vestra við að efla landshlutann og fjölga atvinnutækifærum, auk þess að gera það á annan hátt ákjósanlegt fyrir ungt og vel menntað fólk að lifa og starfa á Norðurlandi vestra. Reynsla fyrri ára sýnir að vilji er allt sem þarf, þ.e. vilji stjórnvalda, heimamenn eru tilbúnir.“ Þetta eru lokaorð ályktana sem samþykktar voru á 24. árs- þingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Á ársþinginu voru fjölmargar ályktanir samþykktar sem allar miða að eflingu byggða og bætt- um búsetuskilyrðum á Norðurlandi vestra en þær snúa m.a. að atvinnu- og byggðamálum, iðnaðar- uppbyggingu, ferðaþjónustu, vega- samgöngum, netsamgöngum, íbúa- þróun og málefnum sveitarfélaga. Fram kemur að nú virðist ára vel í þjóðarbúskapnum, góður gangur sé í flestum greinum atvinnulífs- ins, sjávarútvegur blómstri, stóriðju vegni vel, ferðaþjónusta sé nánast á ólöglegum hraða í sínum vexti og svipaða sögu megi segja af hugbúnaðar- og hátæknifyrirtæki séu daglega á síðum dagblaðanna í tengslum við stækkun. „Og spurt er: Er þá ekki allt í sóma?“ spyrja sveitarstjórnarmenn í fjórðungn- um. Þeir svara sjálfir á þessa leið: „Nei, því miður er það ekki svo því að það virðist vera að hag- vaxtarvélin hafi ekki komist yfir Holtavörðuheiðina, hvorki í þessari hagsveiflu eða í mörgum hinum fyrri.“ /MÞÞ Sveinbjörn og Hulda á Búvöllum hlutu viðurkenningu Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga, nafnbótina „Þingeyski bóndinn“. Mynd / Hermann Aðalsteinsson Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga Búvallahjónin hlutu viðurkenningu Búnaðarsamband Suður-Þing- eyinga stóð fyrir Bænda gleði fyrir skömmu, þetta er í fimmta sinn sem sambandið efnir til gleðinnar og var hún haldin á Sel-hóteli í Mývatnssveit. Veislustjórar voru þeir félagar í Hundi í óskilum, Hjörleifur og Eiríkur. Búnaðarsambandið veitti hin árlegu verðlaun, „Þingeyski bóndinn“, og komu þau verðlaun að þessu sinni í hlut Sveinbjörns Þórs Sigurðssonar og Huldu Kristjánsdóttur á Búvöllum í Aðaldal. Með afurðamestu kúabúum sýslunnar Hulda og Sveinbjörn á Búvöllum hafa áratugum saman rekið kúa- og sauðfjárbú af miklum myndarskap og hefur það verið í hópi afurðamestu búa í sýslunni sem og á landsvísu. Snyrtimennska og góðir búskaparhættir eru í hávegum höfð á Búvöllum og eru þau Hulda og Sveinbjörn því vel að verðlaununum komin. Guðrún Tryggvadóttir, for- maður Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga, afhenti þeim hjónum verðlaunin, sem var innrammað viðurkenningarskjal og málverk eftir Hólmfríði Bjartmarsdóttur á Sandi í Aðaldal. /MÞÞ Mynd / HKr. Byggðasamlagið haldi vöku sinni Hljótt er um störf Byggðasamlags um atvinnu- og menningarmál að mati fulltrúa E-listans í sveitarstjórn Húnavatnshrepps. Skora ful l trúarnir á byggðasamlagið að halda vöku sinni með hagsmuni héraðsins í huga. Bókun fulltrúa E-listans var samþykkt samhljóða á fundi sveitarstjórnar í liðinni viku. Óskað var eftir að bókunin yrði send til þeirra sveitarfélaga sem eiga aðild að byggðasamlaginu. Á sama fundi var einnig lögð fram tillaga um að Húnavatnshreppur gerði þá kröfu að þegar farið verði í viðbótarvirkjanir á veituleið Blöndu verði orkan nýtt til atvinnuuppbyggingar í heimahéraði. „Frá árinu 1991 hefur Blanda verið virkjuð og raforkan flutt til atvinnuuppbyggingar annars staðar á landinu. Mikill samdráttur hefur orðið í atvinnulífinu síðastliðna áratugi og viðvarandi fólksfækkun á svæðinu um langt skeið,“ segir í tillögunni sem samþykkt var samhljóða. /MÞÞ Enginn árangur af borun við Hrafnagil Borun eftir heitu vatni er sýnd veiði en ekki gefin. Sú hefur orðið raunin með holu HN 13 á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit, en þar var fyrr í haust hætt að bora þegar komið var niður á 1.905 metra dýpi. Borun gekk erfiðlega og gaf holan nánast ekkert vatn. Bor og bormenn yfirgáfu því svæðið. Á tímabili stóðu vonir til þess að borinn væri að komast í lek jarðlög þar sem svonefnt skolvatn sem notað er í boruninni virtist eiga leið út úr holunni en ekki upp úr henni. Við prófanir og svonefndar örvunaraðgerðir kom í ljós að leki er ekki fyrir hendi og jarðhitavatn því ekki að streyma inn í holuna. Því liggur fyrir að holan verður ekki virkjuð og mun verða minnisvarði um að í orkuöflun fyrir hitaveitu er ekkert sjálfgefið og það þrátt fyrir að borað sé í svæði sem gefið hefur vatn í holum í nokkurra metra fjarlægð. Norðurorka, sem stóð fyrir borun á svæðinu, mun því á næstu vikum fara í frágang í og við borsvæðið. Lögðu grunninn að hitaveitunni Jarðhitasvæðin í Eyjafjarðarsveit voru grunnurinn að stofnun Hitaveitu Akureyrar árið 1977 og þaðan kom stærsti hluti hitaveituvatnsins alveg fram á þessa öld. Á ýmsu hefur gengið við jarðhitavinnslu í Eyjafirði gegnum árin og margar holur verið boraðar sem litlum eða engum árangri hafa skilað, en sem betur fer einnig gjöfular og góðar borholur. Í upphafi hitaveitunnar ríkti mikil bjartsýni um vatnsöflun á svæðinu og tók uppbygging innviða mið af því. Síðar kom í ljós að vatnsöflunin varð ekki eins mikil og vonir stóðu til og því eru innviðirnir töluvert við vöxt, segir í frétt á vefsíðu Norðurorku. NASI á svæðinu síðan í vor Jarðhitasvæðin í Eyjafjarðarsveit hafa töluvert verið rannsökuð á undangengnum árum með það í huga að finna þar meira vatn og skapa þar með tækifæri til að nýta betur þá innviði sem til eru á svæðinu. Borun nýrrar holu (HN- 13) á mörkum jarðanna Hrafnagils og Botns á liðnu sumri er hluti af þessum áætlunum en eins og íbúar og gestir Eyjafjarðarsveitar hafa sjálfsagt tekið eftir hefur jarðborinn NASI frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða verið að störfum þar frá því í maí sl. Inn í þessa ákvörðun spilaði einnig sú staðreynd að önnur holan af tveimur á svæðinu hefur ekki gefið jafn mikið vatn og skyldi, þar sem rennsli úr henni hefur minnkað vegna tjóns á dælum o.fl., sem leiddi til þess að hluti búnaðar hrundi ofan í holuna. Því var ákveðið að bora nýja holu á svæðinu til að skapa nýja leið fyrir jarðhitavatnið. /MÞÞ nánast ekkert vatn og mun Norðurorka, sem stóð fyrir framkvæmdum á svæðinu, nú taka saman og fara í frágang. á svæðinu. Bændablaðið Næsta blað kemur út 15. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.