Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 Umræður um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum (USA). líkt og mat á því sem verið hefur að ger- ast í íslenskri og evrópskri pólitík, virðist byggðar á miklu skilnings- leysi ráðandi þjóðfélagshópa, eða svokallaðrar „elítu“. Kosning Donalds Trump hefur aldrei snúist um sérstakan áhuga landsbyggðarbúa á þessari sérkenni- legu persónu sem var tilbúin til að standa uppi í hárinu á ráðandi öflum í stærstu stjórnmálaflokkum landsins. Þess í stað snerist málið um óánægju með ríkjandi kerfi og þá elítu sem stýrt hefur kerfinu. Þetta kemur vel fram í fréttaskýringum fjölmiðla eins og politico.com, New York Post og fleiri. Í svipaðan streng tók Financial Times í vikubyrjun varðandi alhæf- ingar hagfræðingaelítunnar um ástæður og afleiðingar af Brexit- kosningunum í Bretlandi. Bendir FT líka á að raunveruleg ástæða þess sem er að gerast í Bretlandi, Bandaríkjunum og einnig varðandi uppgang hægri öfgaafla í Frakklandi, sé óánægja almennings með stjórn þess kerfis sem er undirstaða að rekstri þessara þjóðfélaga. Sigur Donalds Trump er afleiðing af tilraun millistéttar sem missti mikið í efnahagshruninu, þ.e. fag- menntaðra iðnaðarmanna, verka- fólks og bænda til að láta hlusta á sín sjónarmið. Þar var einfaldlega enginn til staðar og í framboði sem gat skipt sköpum nema Donald Trump. Þetta endurspeglaðist vel í ræðum frambjóðenda strax í sept- ember 2015. Allra síst var Hillary Clinton vænlegur kostur, en í upphafi kosningabaráttu sinnar stillti hún sér upp við hlið verðbréfaguttanna á Wall Street. Ráðandi öfl sem fylktu sér að baki Clinton, þ.e. sjálfskipuð elíta í menntun, pólitík og í fjármála- geiranum, talaði allan tímann niður til andstæðinga sinna og sakaði þá um kynþáttafordóma, þröngsýni og heimsku. Þeir tóku þessu greinilega sem persónulegum árásum og dylgj- um um þeirra kunnáttu og andlegu hæfni frá fólki sem var uppfullt af menntahroka. Þetta varð trúlega öðru fremur til að beina andstæðingunum beint í faðm Donalds Trump. Það sem elítan skilur ekki enn New York Post fjallaði m.a. um þetta fyrir skömmu undir fyrirsögninni „Það sem elítan skilur ekki enn varð- andi bandaríska pólitík“ (What the elites still don’t get about American politics). „Firring Demókrataflokksins varðandi málefni verkafólks kann að vera ný af nálinni. Tilvera kjósenda úr verkalýðsstétt og spennan milli borgarbúa og íbúa í dreifbýlinu er það hins vegar ekki. Kosningarnar nú snerust því ekki um endur- skipulagningu flokksins heldur endurfullyrðingu. Erfiðisfólk gegn „gáfaða“ fólkinu Dreifbýliskjósendur í Pennsylvaníu, Michigan, Ohio, Wisconsin, Iowa og fleiri ríkjum hafa alltaf verið til staðar. Þeir létu heyra í sér núna með því að kjósa Donald Trump. Þannig sýndu þeir innmúraðri elít- unni hvað þeim finnst um að vera stjórnað úr fjarlægð og hundsuð á sama tíma. Pólitíska elítan er samt ekki að skilja sneiðina og fullyrðir að Trump sé aðeins afurð af sögulegri ókyrrð og nýrra tilburða í banda- rískri pólitík eða svæðisbundinnar sérhagsmunahyggju. Hún stilli erfið- isfólkinu (backwoods rednecks) upp á móti heimsvana, gáfaða, háþróaða, menntaða og fágaða fólkinu í borg- unum.“ Síðan spyr greinarhöfundur New York Post, „hefur þetta fólk aldrei lesið sögubækur?“ Þá fer hann í smá upprifjun á sögu Bandaríkjanna og tilurð ríkjaskipunarinnar. Hvernig sundruð ríki með svæðisbundna sér- hagsmuni sameinuðust gegn bresku valdi. Þrátt fyrir sameininguna hafi alltaf verið til staðar andstæð öfl með mismunandi hagsmuni. Ríkjandi elítan hafi bara ekki skil- ið almenning og geri ekki enn. Það hafi m.a. verið grunnurinn að hinni illa skipulögðu Whiskey uppreisn í Vestur-Pennsylvaníu 1791 í tíð Georg Washington forseta. Ætlunin hafi verið að neyða elítuöflin í borg- unum við ströndina til að skilja þarfir fólkisn sem þá var að ryðja braut landnem anna. Það snerist að miklu leyti um viðskiptahagsmuni og eins var það ákall um vernd gegn bresk- um agentum og árásum indíána. Á móti var elítan óánægð með að þurfa að greiða skatta til að leggja vegi inn í landið, til að koma upp nýjum skólum og til að halda úti her. Ráð elítunnar var að skella á sérstökum Whiskey-skatti sem bitnaði illa á framleiðendunum í innríkjunum. Bendir greinarhöfundur einnig á að þegar Andrew Jackson var kosinn forseti og nefndur „forseti fólksins“ þá hafi elítan litið á hann sem popúlista. Kosning hans hafi þó fyrst og fremst verið uppreisn fólks- ins í landinu gegn ráðandi öflum við ströndina. Hann heldur síðan áfram: „Í landi sem er jafn stórt og fjöl- breytt og Bandaríkin ætti engan að undra að sérhagsmunahyggja sé þar til staðar. Það sem vekur hins vegar undrun er hvað þetta kemur elítunni á óvart. Svo mjög, að hún flokkar þetta sem kynþáttafordóma (racism), þröngsýni og eða heimsku og reynir ekki að skilja hvað um er að vera. Íbúar í dreifðum byggðum Bandaríkjanna vilja ekki að svæð- isbundinn ágreiningur valdi klofn- ingi. Þvert á móti líta þeir á slíkan ágreining sem styrkleika. Þeir vilja að ríkin standi saman. Viðbrögð borgarbúaelítunnar við sigri Trump mun síðan leiða í ljós hvort hún vilji það sama.“ Kolrangar og villandi spár sérfræðinga Wolfgang Münchau, dálka höfundur Financial Times, skrifaði einmitt um skilningsleysi eltítunnar á því hvað sé að gerast beggja vegna Atlantsála. Þar hafi spunameistarar úr stétt hagfræðinga og skriffinnar hins opinbera, m.a. innan veggja Evrópusambandsins, hvað eftir annað komið fram með spár sem voru hreinn uppspuni. Það var gert til að reyna að hafa áhrif á afstöðu almennings. Kosningar í Bretlandi og Bandaríkjunum hafi svo staðfest hversu óáreiðanleg spálíkön þeirra eru. Þar hafi verið settar fram full- yrðingar um niðurstöðu sem reynd- ust svo kolrangar. Þetta var sett fram þrátt fyrir augljósa óvissu í aðdraganda kosninga þar sem eina tæknilega rétta svarið var „ég veit það ekki“. Fyrir Brexit-kosningarnar var alið á ótta (Project Fear) við úrsögn úr ESB. Einnig að fólk ætti að hlusta á orð sérfræðinganna, sem voru reyndar dregnir fram hver af öðrum, meira að segja for- seti Bandaríkjanna. Það hafi reynst kolröng nálgun og hrein heimska. Staðan er einfaldlega sú að fólkið sem vantreystir kerfinu var fyrir löngu farið að vantreysta öllum sér- fræðingum kerfisins. Vantraustið er líka á Íslandi Þetta ættu menn líka að þekkja vel hér á Íslandi. Ríkisstjórnir hafa t.d. verið kolfelldar og flokkar nán- ast þurrkaðir út vegna vantrausts almennings. Traust almennings á sérfræðingum bankanna og annarra stofnana ríkisins er heldur vart til að hrópa húrra fyrir. Nýjasta dæmið um vantraust á stofnanasérfræðing- um er brúneggjafárið sem upplýst var um í Kastljósi sl. mánudag. Það er kannski helst að lögreglan á Íslandi haldi enn haus gagnvart trausti almennings á kerfið. Lagning rafstrengs til Bretlands, sem enn og aftur hefur poppað upp í frétt- um, er líka gott dæmi um hvernig slíkt stórmál er keyrt áfram á sömu blindu forsjárhyggju „stofnanasér- fræðinga“. Vantraust á fríverslunarsamninga Dálkahöfundur Financial Times heldur áfram og bendir á það sem verið hefur að gerast varðandi frí- verslunarsamninga landa á milli. Þar sé mikil andstaða meðal almennings sem treystir því ekki hvað embættis- menn og pólitíkusar séu þar að gera. Það eigi við nýgerðan fríverslun- arsamning ESB við Kanada og ófull- gerðan TTIP- samning við Banda ríkin. Fólk óttist að verið sé að ganga á snið við n e y t e n d a - vernd í þágu hremminga (grabbing) alþjóðlegra valdamikilla stór fyrir tækja á valdi þjóðríkja. Spinna upp pólitískar lagaflækjur „Hagfræðisérfræðingarnir héldu að enginn dirfðist að skora yfirvöld á hólm. Enda hafa ítalskir pólitíkusar leikið svona valdatafl alla tíð. Það er síðan hlutverk embættismanna ESB að finna snjallar leiðir til að spinna upp pólitískar lagaflækjur og samn- inga sem yfirtaka lög þjóð ríkjanna sem aðild eiga að ESB. Kerfið held- ur áfram þessum spuna þrátt fyrir að menn horfi á afleið- i n g a r n a r með upp- gangi afla á borð við frú Marine Le Pen í Frakklandi, herra Beppe Grillo á Ítalíu og Geert Wilder í Þýskalandi.“ D á l k a - höf und ur inn heldur áfram og segir kerfið óhæft til að taka á þessum vanda. Rétt viðbrögð hefðu verið að hætta að móðga kjósendur, og það sem meira er, að komast undan áhrifum fjármálageirans. Taka á ójöfnuði í tekjum og stjórnlausu flæði fólks. Á evrusvæðinu hafa pólitískir leiðtogar helst fundið sér það verk- efni að reyna að böðlast í gegnum bankakreppuna og dýpka um leið skuldakreppuna. Bara til að komast að því að skuld- ir Grykkja eru ekki sjálfbær- ar og að í t a l ska b a n k a - kerfið er í alvarleg- um vanda. Eftir átta ára baráttu eru fjárfestar enn að veðja sínum pen- ingum á hrun evrusvæðisins eins og við þekkjum það. H e r r a Matteo Renzi (forsætisráð- herra Ítalíu) hefði getað notað sinn pólitíska tíma til að endur- skipuleggja peningakerfi Ítalíu í stað þess að leggja allt í að styrkja sín pólitísku völd. Ímyndið ykkur svo hvað Angela Merkel, kansl- ari Þýskalands, hefði getað í mun stærra hagkerfi til að finna lausn á fjölþættum vanda evrusvæð- isins eða draga úr óhóflegri offram- leiðslu. Ef þú vilt berj ast við öfga öflin, leystu þá vandamálið sem að baki liggur.“ Síðan klykkir dálka höf undur Financial Times út með því að segja: „Varðhundar vestræns kapítal- isma hafa, eins og forverar þeirra, greinilega ekkert lært og engu gleymt.“ „Það sem elítan skilur ekki enn“ − Hún stillir „sveitalubbum“ í dreifbýlinu upp sem andstæðingum „heimsvana gáfaða fólksins“ í borgunum, segir í New York Post Andrew Jackson, sem var forseti Bandaríkjanna 1829 til 1837, er ef- - Fréttaskýring Hörður Kristjánsson hk@bondi.is - Brexit-kosningar í Bretlandi og for- setakosningarnar í Bandaríkjunum Geert Wilder
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.