Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Þriðjudagur 22. mars 2016 uppi um viðskipti með mjólkurvörur, bíla og lyf allt fram á síðasta dag samningaviðræðnanna. TTIP-samningagerðin í frosti Af svipuðum toga hefur á liðnum misserum verið reynt að hnoða saman öðrum fríverslunarsamningi á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Gengur hann undir nafninu „Transatlantic Trade and Investment Partnership,“ skamm stafað TTIP, í talmáli gjarnan nefnt „Tí-tip“. Þeim áformum hefur m.a. verið harðlega mótmælt í Þýskalandi, ekki síst af umhverfisverndarsinnum sem óttast m.a. ítök efnarisa á borð við Monsanto í evrópskum landbúnaði. Eftir að Donald Trump náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna hafa viðræður um TTIP verið í frosti. Barack Obama reyndi þó að halda uppi voninni um þá samningsgerð á fundi hans með Angelu Merkel í Þýskalandi fyrir skömmu. Í umfjöllun um fund þessara leiðtoga í þýska vikublaðinu Wirtschaftswoche, var sagt að Þjóðverjar og Bandaríkjamenn eygðu með TTIP- samningnum möguleika á að móta alþjóðavæðinguna samkvæmt sínu gildismati og hugmyndum. „Við skuldum okkar fyrirtækjum, okkar þegnum og jafnvel heimsbyggðinni allri, það að breikka og dýpka okkar samvinnu,“ sagði í mjög svo gildishlaðinni umfjöllun Wirtschaftswoche um ágæti samningsins. Þar sagði einnig: „Þetta er í takt við virðingu fyrir mannlegri reisn og skyldur okkar í mannúðarmálum og að veita milljónum flóttamanna um allan heim aðstoð.“ Þá var í greininni sagt að TTIP-samningurinn „muni án nokkurs vafa“ gagnast bandarískum og þýskum atvinnurekendum, launamönnum, neytendum sem og bændum. Virðist þessi málflutningur vera á nákvæmlega sömu nótum og tal hagsmunaaðila varðandi stóraukið frelsi í innflutningi á vörum til Íslands. Það eru samt greinilega ekki allir sammála fagurgalanum um aukið frelsi í alþjóðaviðskiptum. Þannig mótmælti aðgerðarhópur neytenda nýverið TTIP-samningagerðinni og aukinni alþjóðavæðingu í Berlín. Hundruð þúsunda tóku þátt í þeim mótmælum. Hnattvæðingin sögð komin að endamörkum Í umfjöllun breska blaðsins Guardian er spurt hvort sú viðleitni að auka stöðugt hnattvæðinguna í viðskiptaheiminum sé komin að endamörkum. Sem dæmi um það er bent á að dregið hafi úr milliríkjaviðskiptum í hlutfalli við verga þjóðarframleiðslu á heimsvísu. Einnig er bent á að Bretland sé á leið út úr stærsta fríverslunarsvæðinu, þ.e. ESB. „Það eru teikn á lofti um að hægur dauðdagi sé fram undan hjá alþjóðavæðingunni sem innleidd var af ríku þjóðunum eftir seinni heimsstyrjöldina,“ sagði í grein Guardian. Þýska blaðið Wirtschaftswoche segir aftur á móti af mikilli kokhreysti að það sé engin leið til baka í það ástand sem ríkti fyrir daga hnattvæðingarinnar. Samningur Mið-Ameríkuríkja CAFTA Margvísleg deilumál hafa komið upp út af framkvæmd fríverslunar- samninga. Eitt slíkt kom m.a. upp í El Salvador, í tengslum við „Central American Free Trade Agreement (CAFTA)“. Þessi samningur er á milli Gvatemala, El Salvador, Hondúras, Kosta Ríka og Dóminíska lýðveldisins. Hann var undirritaður 28. maí 2004 og er sagður hafa verið að hluta fyrirmynd við TPP- samningagerðina, sér í lagi er varðar yfirþjóðlegan rétt fyrirtækja. Í El Salvador spratt m.a. upp eitt mál þar sem almenningur krafðist þess að hætt yrði við námusamning við stórfyrirtæki vegna mengunar á grunnvatni. Í kjölfarið fór fyrirtækið í mál við ríkið og krafðist bóta um á 315 milljónir dollara samkvæmt ákvæðum frí-verslunarsamningsins. Annað dæmi hefur verið nefnt af stórfyrirtækinu Bechtel sem stefndi Bólivíu vegna áætlaðs 50 milljóna dollara taps á framtíðarhagnaði. Þá var fyrirtækið aðeins búið að fjárfesta fyrir 1 milljón dollara þegar einkavæða átti vatnsveitur í landinu. Tugir mála af svipuðum toga hafa sprottið upp út af þessum fríverslunarsamningi og hafa fréttaveitur á borð við Bloomberg m.a. fjallað um slík mál. Fríverslunarsamningur CETA á milli Kanada og ESB Enn einn samningurinn er svo „Comprehensive Economic and Trade Agreement“ (CETA), sem hefur verið í smíðum á milli Evrópu- sambandsins og Kanada. Gert er ráð fyrir að hann öðlist gildi á næsta ári og að innleiðingin taki 7 ár. Það varðar m.a. niðurfellingu tolla af hveiti, nautakjöti og öðrum landbúnaðarvörum. Hefur þessum samningi verið líkt við TTIP- samninginn og verið harðlega mótmælt víða um Evrópu. Talað er um ólýðræðisleg vinnubrögð við samningagerðina sem hafi farið fram á bak við luktar dyr. Lá við að samningurinn yrði endanlega jarðaður er Vallónar í Belgíu lögðust gegn honum. Haldinn var neyðarfundur á Evrópuþinginu vegna þess með aðkomu Kanadamanna og Paul Magnette, fulltrúa Vallóna. Belgía samþykkti í kjölfarið samninginn, síðust 28 ESB-þjóða. Hann var svo undirritaður formlega 30. október sl. í Brussel af hálfu fulltrúa ESB og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Gagnrýnendur samningsins hafa bent á að hann muni veikja rétt neytenda í Evrópu, sér í lagi þeirra sem annt er um matvælaöryggi. Þá er einnig gagnrýnt að samningurinn sé að mestu hugsaður út frá hagsmunum fjölþjóðlegra stórfyrirtækja. Áhættan fyrir almenning sé líka mikil í formi mögulegs atvinnuleysis vegna tilflutnings á atvinnutækifærum. Auk þess sem hann muni leiða til skemmda á náttúrunni vegna ofnýtingar. Norður- Ameríkusamningurinn NAFTA NAFTA, eða „North American Free Trade Agreement“, er síðan fríverslunarsamningur sem gerður var á milli Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó og tók gildi 1. janúar 1994. Þessi samningur nær til rúm- lega 487 milljóna manna. Hann hefur m.a. leitt til þess að banda- ríski bílaiðnaðurinn hefur að stórum hluta flust til Kanada og Mexíkó. Þá afnam hann m.a. margvísleg einka- réttarákvæði á milli samningsland- anna. Hefur Donald Trump, verð- andi Bandaríkjaforseti, gagnrýnt þennan samning harðlega og telur að hann hafi stórskaðað bandarískt atvinnulíf. Hvort hann stendur við stóru orðin eða ekki, fær fólk svo væntanlega að kynnast á komandi mánuðum og misserum. Fríverslunarsamningar Íslands Ísland hefur líka gert sína fríverslunarsamninga þótt í smærri skala sé. Þar má fyrst nefna EFTA- samninginn (European Free Trade Association) milli Íslands, Liechtenstein, Noregs og Sviss. Síðan er samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES, sem er sameiginlegt markaðssvæði 31 ríkis í Evrópu, þar af 28 ESB-ríkja. Sá samningur hefur bæði verið talinn til mikilla hagsbóta fyrir Ísland, en af sumum líka til bölvunar. Vegna hans hefur Ísland t.d. þurft að breyta lögum og regluverki til samræmis við Evrópusambandið. Önnur ríki EFTA-samningsins eru líka aðilar að EES, nema Sviss, sem hafnaði aðild að samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Auk þessa er Ísland með ýmsa tvíhliða viðskiptasamninga við önnur lönd, þar á meðal við Kanada, Kína og Færeyjar, eða svokallaðan Hoyvíkur-samning. Ísland þátttakandi í TiSA- viðræðum bak við luktar dyr TiSA, eða „Trade in Services Agreement“, er enn einn samn- ingurinn sem sagður er eiga að auðvelda milliríkjaviðskipti með þjónustu og auka gegnsæi í slíkum viðskiptum. Ísland, ásamt fimmtíu öðrum ríkjum, tekur þátt í samninga- viðræðunum en þar á meðal eru aðildarríki ESB, Bandaríkin, Kanada, Noregur, Sviss, Japan o.fl. Samningurinn mun byggja á gildandi samningum (GATS-reglum) og fjalla m.a. um fjármálaþjónustu, fjarskipta- og upplýsingatækni, för þjónustuveitenda og rafræn viðskipti. Virðist þar vera um sömu grunnáherslur að ræða og í TPP- samningnum. Viðræðurnar eru formlega utan WTO (World Trade Organization) þótt 23 aðildarríki taki þátt í samningagerðinni. Vonast er til að fleiri aðildarríki WTO gerist aðilar að TiSA-samningnum þegar fram í sækir. Eins og viðræður um aðra viðskiptasamninga af þessum toga, er almenningur ekki upplýstur mikið um gang mála. Leyndin er því mikil og hafa ESB ríkin t.d. einungis leyft almenningi að kíkja á einstakar tillögur. Samningafundir voru í síðasta mánuði um TiSA, en engin formleg dagsetning hefur verið sett á hvenær samningaviðræðum á að ljúka samkvæmt vefsíðu framkvæmdastjórnar ESB. Ísland er meðal fjölmargra þjóða sem eiga aðild að viðræðum um nýjan fríverslunarsamning, sem nefndur hefur verið „Trade in Services Agreement“ skammstafað TiSA. Viðræðurnar fara fram með mikilli leynd samkvæmt upplýsingum á vefsíðu framkvæmdastjórnar ESB. Aðildarríki EES-samningsins. Öll ríki ESB auk EFTA-landanna að Sviss undanskildu. Áhrifasvæði CETA-samningsins milli Kanada og Evrópusambandsins. Mótmæli í Mexíkó gegn TPP-samningnum. Þar á Donald Trump greinilega einhverja samherja þrátt fyrir allt tal hans um að reisa múr á landamærunum. Sprettur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.