Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 Að þessu sinni verður ekki beint fjallað um gamla dráttarvél heldur farið vítt og breitt yfir dráttarvélaframleiðslu í Kína. Erfitt er að henda reiður á sögu dráttar- vélaframleiðslu í Kína. Landbúnaðar framleiðsla í landinu hefur aukist hratt og er enn í vexti og á sama tíma eru sveitir landsins að vélvæðast. Í dag eru vel yfir 60 dráttarvélaverksmiðjur í landinu. Verksmiðjurnar framleiða traktora á ýmsum þróunarstig- um, hvort sem það eru dráttar- vélar sem byggja á tækni frá því um 1960 eða hátæknitraktora í samvinnu við John Deere eða AGCO. Laun í Kína eru lág í sam- anburði við Vesturlönd og því hafa stórir vestrænir dráttarvéla- framleiðendur flutt starfsemi sína þangað. Fyrir vikið er hægt að halda framleiðslukostnaðin- um og verði á heimamarkaði líka niðri. Auk þess er talið að markaður fyrir dráttarvélar og önnur landbúnaðartæki í Kína eigi eftir að margfaldast á næstu áratugum með vaxandi landbún- aðarframleiðslu. Traktorsvæðing Kína Dráttarvélavæðing Kína hófst fyrir alvöru árið fyrir fráfall Maó for- manns, 1976. Fyrir þann tíma voru dráttarvélar sameign samyrkjubúa en á árunum 1975 til 1985 komust um 80% allra traktora í landinu í einkaeigu. Í fyrstu voru flestar vélarnar notaðar í byggingargeiranum og annarri verktakastarf- semi en minna var um þá við plægingar úti á ökrunum. Sama kram annað nafn Margar af vélaverksmiðjunum í Kína framleiða sömu dráttar- vélarnar undir sömu nöfnum. Annars staðar getur traktorinn heitið eitthvað allt annað þrátt fyrir að kramið sé það sama. Einnig eru til verksmiðjur sem framleiða traktora eftir eigin hönnun og hafa gert það árum saman án sjáanlegra framfara. Í Kína er að finna fjölda drátt- arvélaframleiðenda í fjölmörg- um héruðum landsins sem bera orðin Weifang eða Shandong í heitinu. Sum þessara fyrirtækja eru í eigu ríkisins en önnur hafa verið seld einkaaðilum án þess að skipt hafi verið um nafn. Innreið vestrænna stórfyrirtækja Eftir að Kínverjar hófu að einkavæða eða einkavæða að hluta fyrirtæki í eigu rík- isins hafa mörg vestræn stórfyrirtæki tekið til stafa í Kína. Í mörgum tilfellum hafa framleið- endur landbúnaðartækja hafið samstarf við kín- verska dráttarvélafram- leiðendur eða yfirtekið rekstur þeirra með leyfi kínversku stjórnarinnar. Árið 2001 hófu risa landbúnaðartækjafram- leiðandinn CNH og kín- verski véla framleiðandinn SAIC samstarf undir heitinu Shanghai New Holland Agricultural Machinery Corp. Í dag fram- leiðir það fyrirtæki dráttar- vélar undir vörumerkjunum Shanghai Tractors, Shanghai- New Holland og New Holland tractors. Árið 2007 keypti John Deera kínverska traktora fram- leiðandann Ningbo Benye Tractor Co., sem framleiddi dráttarvélar sem kölluðust Bebye. Hansen er málið Þekktustu dráttarvélarnar sem Kínverjar framleiða í eigin verksmiðjum eru Foton Lovol, Jinma og Tai Shan. Hjá fyrir- tækinu sem framleiðir Jinma er hægt að sérpanta dráttarvél með hvaða heiti sem er. Eins og til dæmis Hansen-traktorinn. /VH Draumurinn um Hansen frá Kína Skráning örnefna heima í héraði Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi örnefna og þeirra menningarverðmæta sem felast í örnefnum á Íslandi. Breytingar í atvinnuháttum og tækni á undanförnum áratugum hafa þó orðið til þess að þekking manna á örnefnum hefur minnkað og vitneskja um þau er hætt að ganga mann fram af manni. Til að varðveita þessi örnefni og staðsetningu þeirra er því mikilvægt að fá aðstoð staðkunnugra við að merkja þau á kort eða loftmynd þannig að þau verði aðgengileg til framtíðar í örnefnagrunni. Árið 2015 voru lög um örnefni samþykkt á Alþingi en markmið þeirra er meðal annars að stuðla að verndun örnefna og nafngiftarhefðar í landinu sem hluta af íslenskum menningararfi og tryggja að honum verði viðhaldið handa komandi kynslóðum. Í lögunum kemur einnig fram að Landmælingar Íslands skuli sjá um skráningu, viðhald og miðlun örnefnagrunns í samráði við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Örnefnagrunnurinn er aðgengi- legur öllum án gjaldtöku og undanfarin ár hafa Landmælingar gert staðkunnugum kleift að skrá örnefni í þennan örnefnagrunn og eru nú þegar um 110.000 örnefni í honum. Þar hefur munað mest um samstarf við heimildarmenn og skráningaraðila víða um land og hafa ýmis stærri og smærri verkefni á sviði örnefnaskráningar verið í gangi. Sem dæmi um verkefni má nefna að menningarfélagið Urðarbrunnur í Þingeyjarsveit hefur skráð örnefni beint inn í örnefnagrunn með því að nota örnefnaskráningarveftól Landmælinga Íslands. Þar vinna skráningaraðilar náið með heimafólki og staðkunnugum og nýta sér skjávarpa til að varpa loftmyndum upp á tjald og skrá jafnóðum örnefni sem fláka, línur og punkta samkvæmt tilsögn heimildarmanna á hverri jörð. (sjá mynd 1) Félag aldraðra í Borgarfjarðar- dölum hefur lokið skráningu á sínu svæði en þar var valin sú leið að teikna fláka, línur og punkta á útprentaðar loftmyndir og vísa í númer úr örnefnalýsingum jarða. Skráningaraðili tekur svo við myndunum og skráir örnefnin inn í örnefnagrunn. Þannig eru örnefnalýsingar jarða alltaf lykillinn að skráningunni ásamt staðkunnugum heimamanni. (Sjá mynd 2) Að auki má nefna að fjöldi einstaklinga hefur verið að skrá í örnefnagrunninn um allt land. Sem dæmi um hve mikilvægt framlag hvers og eins er má nefna að Gunnþóra Gunnarsdóttir frá Hnappavöllum skráði og staðsetti um 500 örnefni og Sigurgeir Jónsson á Fagurhólsmýri skráði og staðsetti um 800 örnefni en Sigurgeir, sem lést í árslok 2015, var elsti skráningaraðili stofnunarinnar sem skráði beint inn í örnefnagrunn Staðkunnugir heimildarmenn, flest eldra fólk, gegnir lykilhlut- verki við staðsetningu örnefna. Ekki væri mögulegt að staðsetja örnefni úr örnefnalýsingum jarða með jafn mikilli vissu og hraða án þeirra. Það er því mikilvægt að fá fleiri í lið skráningaraðila örnefna og flýta því björgunarstarfi sem um er að ræða á þessum mikilvæga menningararfi. Þeir sem hafa áhuga á samstarfi um örnefnasöfnun geta haft samband við Landmælingar Íslands í netfangið lmi@lmi.is eða í síma 430 9000. Gunnar H. Kristinsson Kort sem sýnir örnefni fyrir og eftir skráningu heimamanna í Reykjadal í Þingeyjarsveit. Rannveig Lydia Benediktsdóttir, verkefnastjóri örnefnaskráningar hjá Land- skráningin fer fram. Mynd / LMÍ Mynd / Baldur Daníelsson Lesendabás
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.