Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 Fréttir „Það þýðir ekkert annað en vera bjartsýnn. Það er vissulega fram- tíð í íslenskum landbúnaði þó svo að nú um stundir sé nokkur óvissa ríkjandi. Það var farið af stað með þessar framkvæmdir hér þegar hvað mest bjartsýni var ríkjandi og markaðurinn kallaði á okkar afurðir. Svo skipast veður oft fljótt í lofti,“ segir Gísli Björn Gíslason á Vöglum í Skagafirði. Gísli og María Hjaltadóttir, kona hans, buðu sveitungum að skoða nýtt fjós sem þau hafa reist við bæinn og taka senn í notkun. „Við erum að vinna hér við ýmiss konar frágang og erum á lokametrunum, ég geri ráð fyrir að kýrnar verði fluttar yfir í nýja fjósið á næstu dögum,“ segir hann. Gísli og María búa að Vöglum ásamt börnum sínum tveimur, Hákoni Kolka, 10 ára og Iðunni Kolku, 7 ára auk þess sem móðir Gísla, Kristín Sigurmonsdóttir, býr þar og Þorsteinn Egilsson vinnu- maður til fjölda ára. Þau búa með 80 kýr, 120 geldneyti, nokkra ketti og tvo hunda svo öllu sé nú til haga haldið. Gísli er fæddur og uppalinn á Vöglum, er þar fjórði ættliður sem stundar þar búskap, þannig að ætt hans hefur verið þar tæp hundrað ár. Núverandi fjós var byggt á árun- um 1988 til 1989, var upphaflega básafjós og hlað sem breytt var í lausagöngu með mjaltabás árið 2000. Árið 2007 keyptu þau hjón Delaval-mjólkurþjón. „Við byrjuðum að byggja hér 1100 fermetra stálgrindarhús með steinullarklæðningum vorið 2015 og er það samtengt eldra fjósi. Gluggar eru á hliðum og loftræsting með strompum. Það eru 97 básar í nýja fjósinu, tveir Delaval-mjólkurþjónar og Valmetal-fóðurkerfi,“ segir Gísli Björn. Kýrnar verða í tveimur hópum, nýbærur og kýr sem sinna þarf aukalega eru í svonefndu vel- ferðarrými, en það og átsvæðið er klætt gúmmímottum. Gúmmímottur ryðja sér til rúms Gúmmímotturnar eru frá Animat í Kanada, þar sem slíkar mottur á steinbita eru boðnar til kaups eftir máli. Kaupfélag Skagfirðinga tók þátt í uppbyggingu fjóssins á Vöglum og fluttu gúmmímotturnar inn til landsins. Indriði Grétarsson, sölumaður hjá KS, segir að það fær- ist í vöxt að gúmmímottur séu settar á steinbita og það sé ágætur kostur fyrir bændur að bæta slíkum mottum við hjá sér. „Það eru margir spennandi kost- ir við nýja fjósið,“ segir Indriði og nefnir auk gúmmímottanna, haug- tankinn, sem fram til þessa hafa ekki verið algengir á bæjum hér á landi. Breyting gæti þó orðið þar á vegna reglugerðarbreytinga. Hann segir að KS hafi flutt haugtankinn sem stend- ur við Vagla inn frá IBF í Danmörku, sem er eitt stærsta fyrirtækið þar í landi sem framleiðir forsteyptar ein- ingar hvers konar sem og steinbita. Öflugasta útfærslan fyrir norrænar slóðir Tankurinn er 2020 m3 í heildar- rúmmál og tekur 1620 rúmmetra af mykju, hann er settur saman úr forsteyptum einingum og er fjögurra metra hár. Sú hæð þótti hentugasti kosturinn bæði varðandi uppsetningu og einnig nýtingu. Sérfræðingur kom á staðinn til að kenna KS-mönnum réttu handtökin við uppsetningu og frágang „Ef við hefðum ætlað að vinna þetta eftir höfðinu hefði það tekið marga daga að klóra sig fram úr því verkefni,“ segir Indriði. Starfsmenn Friðriks Jónssonar ehf. á Sauðárkróki voru fengnir í verkið og munu þeir eftirleiðis sjá um uppsetningu á tönkum frá KS, en þeir nutu leiðsagnar frá framleiðanda við að setja haugtankinn upp. „Við vildum vera vissir um að rétt væri að málum staðið frá fyrsta degi,“ segir Indriði. Sams konar tankur hefur verið í notkun á Kjalarnesi frá árinu 2007. „Sú útfærsla sem verður notuð á Vöglum er talin sú öflugasta fyrir norrænar slóðir, það er komin á hana áratuga góð reynsla á öðrum Norðurlöndum.“ Störfin verða léttari Gísli Björn segir að störfin í nýju fjósi verði mun léttari en áður var, það verði til að mynda afskaplega gott að hafa nú tvo mjaltarþjóna í stað eins áður. „En ég geri líka ráð fyrir að því fylgi mikil þægindi að hafa valið þessa lausn með haug- tankinn, það flýtir fyrir og sparar vinnu,“ segir hann. Indriði bætir við að þessi lausn að safna úrgangi í þar til gerðan tank utanhúss gæti einnig hentað annarri starfsemi eins og til dæmis fiskeldi. „Þessi bygging er eingöngu ætluð mjólkandi kúm, eldra fjós verður notað fyrir geldstöðukýr, burðarstíur og uppeldi,“ segir hann. Víðimelsbræður sáu um jarðverk- töku, Örn Felixson í Reykjavík var yfirsmiður, stálgrind og klæðningar voru keyptar af Sindrason og félagið Stálbyggingar sá um að reisa nýja fjósið. /MÞÞ Nýtt og glæsilegt fjós tekið í notkun á Vöglum í Skagafirði Mikilvægi vistheimtar er ört vax- andi nauðsyn og alþjóðlegir samn- ingar í umhverfismálum krefjast aðgerða við endurheimt vistkerfa. Þar má nefna aðgerðaráætlun við samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sem stefnir að því að 15% raskaðra vistkerfa verði endurheimt fyrir 2020. Markmið af þessu tagi kalla á vinnu við stefnumörkun. Vegna takmarkaðs fjármagns til stjórnunar náttúruauðlinda og í náttúruvernd er mikilvægt að forgangsraða þannig að fé sé nýtt sem best í þágu nátt- úrunnar. Landgræðslan í norrænu samstarfi Á heimasíðu Landgræðslu ríkisins segir að stofnunin hafi tekið þátt í norrænu og eistlensku samstarfs- verkefni undir forystu Svía um for- gangsröðun og áætlanir í vistheimt. Verkefninu lauk nýlega með útgáfu rits sem kallast Restoration priorities and strategies; Restoration to protect biodiversity and enhance Green infrastructure: Nordic examp- les of priorities and needs for stra- tegic solutions. Tilgangur verkefnisins var að deila reynslu þátttökuþjóðanna af forgangsröðun og vistheimt. Ekki var ætlunin að taka saman heildaryfirlit um forgangsröðun í löndunum heldur frekar að sýna með dæmum mögulegar leiðir, ræða þær út frá fræðum um for- gangsröðun við nýtingu lands og að leggja grunn að áframhaldandi vinnu um forgangsröðun í vistheimt á Norðurlöndunum. Ólíkar leiðir hafa verið farnar í löndunum en helsta niðurstaðan var að engir staðlar eru til um forgangs- röðun í vistheimt og jafnframt hefur mjög takmörkuð vinna farið fram um hvernig best sé að forgangsraða. Slæmt ástand á Íslandi Vegna slæms ástands vistkerfa á Íslandi eru mörg vistheimtarverk- efni sem æskilegt er að fara í. Því er mikilvægt hér á landi sem annars staðar að forgangsraða verkefnum og sú vinna sem fram fór í sam- starfsverkefninu ætti að nýtast umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Landgræðslunni og öðrum aðilum sem koma að vistheimt við þá vinnu. Samhliða vann sami hópur verk- efni undir stjórn Norðmanna um það hvernig Norðurlöndin gætu skipulagt vinnu til að bregðast við markmið- um sem tengjast vistheimt í aðgerð- aráætlun samnings SÞ um líffræði- lega fjölbreytni til 2020. Sérstaklega markmiðið um endurheimt 15% raskaðra vistkerfa. Þeirri vinnu lauk með útgáfu ritsins The Nordic Aichi restoration project; How can the Nordic countries implement the CBD-target on restoration of 15% of degraded ecosystems within 2020? /VH Norðurlandasamstarf: Forgangsröðun í vistheimt Leiðrétting á staðsetningu kúabúa Myndir / IRG - Í frétt í síðasta blaði um mesta innlegg af mjólk frá einstökum búum á yfirstandandi ári slædd- ust inn tvær hvimleiðar villur. Þar er sagt að Þverholtsbúið, sem var í þriðja sæti yfir heildarmagn innleggjenda og með langflestar árskýr, eða um 250, sé í Dölum. Hið rétta er að Þverholtsbúið er og hefur alltaf verið á Mýrum þótt eignarhald Daða Einarssonar og fjölskyldu í landbúnaði teygi sig eflaust í Dalina. Þá var sagt að Birtingaholt 1, sem var í fjórða sæti með innlegg, væri á Skeiðum. Þar búa Bogi Pétur Eiríksson og Svava Kristjánsdóttir með 118,7 árskýr og tilheyra Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Beðist er velvirðingar á þessu. Ný reglugerð um gæði eldsneytis Umhverfis- og auðlindaráðu- neytið hefur gefið út reglugerð um gæði eldsneytis, sem felur í sér breytingar á reglum um fljót- andi eldsneyti. Markmið reglugerðarinnar er að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda í tengslum við eldsneyti eða orku sem afhent er hér á landi og hugsanlegum skaðlegum áhrif- um eldsneytis á heilsu fólks og umhverfi. Í reglugerðinni eru gerðar ákveðnar kröfur til bensíns og dísileldsneytis sem er markaðssett hérlendis. Einnig kveður reglu- gerðin á um skyldu birgja til að skila inn skýrslum um styrk gróð- urhúsalofttegunda úr eldsneyti og orku sem afhent hefur verið hér á landi og að draga í áföngum úr losun gróðurhúsalofttegunda úr eldsneyti og orku, um allt að 10% fram til 2020. Með reglugerðinni eru inn- leidd ákvæði tilskipunar Evrópu- sambandsins um gæði bensíns og dísileldsneytis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.