Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 Reglugerð nr. 878/2016 sem bannar notkun erfðabreytts fóðurs í sauðfjárrækt mun gera útflytjendum kleift að ábyrgjast að íslenskt lambakjöt – framleitt án erfða- breyttra efna – stuðli að öryggi neytenda. Líftími sláturlamba er stuttur; þau ná því tæpast að verða fyrir heilsutjóni vegna neyslu erfðabreytts fóðurs, en neytendur sem neyta lambakjöts til lengri tíma kynnu að verða fyrir slíkum áhrifum. Ekki er hægt að ábyrgjast að neysla á kjöti, mjólkurafurðum eða eggjum úr búfé sem fóðrað er með erfðabreyttu fóðri sé örugg. Vísindarannsóknir sýna að erfðaefni (DNA) úr slíku fóðri eyðist ekki alltaf í meltingarvegi búfjár, en kann að berast úr meltingarfærum dýra í blóð þeirra og líffæri. Neytendur sem neyta kjöts eða annarra afurða dýra sem fóðruð eru á erfðabreyttu fóðri kunna að verða fyrir varanlegu heilsutjóni. Þetta sýna nú æ fleiri rannsóknir. Erfðabreyttar fóðurplöntur sem nota glýfosat – ekki sýnt fram á öryggi þeirra Meginhluti (80%) heimsræktunar erfðabreyttra nytjaplantna eru plöntur sem erfðabreytt var til að þola illgresiseitrið glýfosat, en algengust þeirra er erfðabreytt soja sem einkum er notuð til fóðrunar búfjár. Á þeim 20 árum sem glýfosat-þolnar plöntur hafa verið ræktaðar hafa hundruð sjálfstæðra rannsókna verið gerðar á heilsufarsáhrifum þeirra á búfé, tilraunadýr, fiska og vatnalíf, jarðveg og frumur í mönnum, svo og áhrif þeirra á andrúmsloft og grunnvatn. Margar tilraunarannsóknir sýna neikvæð áhrif á lifur og nýru, svo og önnur helstu líffæri, í músum og rottum sem fóðraðar voru á erfðabreyttu fóðri. Þessar rannsóknir hafa vakið svo miklar áhyggjur af áhættu sem heilsufari neytenda er búin af glýfosati að vísindamenn efast nú um hvort leyfisveitingar opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu standi á nógu traustum forsendum. Á grundvelli rannsóknar sem 14 vísindamenn gerðu undir forystu heimsþekkts sameindalíffræðings lögðu þeir fram ályktun þess efnis að mat eftlirlistsstofnana á öryggi glýfosats sé byggt á úreltum aðferðum. Þær meta heilsufarsáhættu af stórum skömmtum sem ekki eru notaðir, en meta ekki áhættu af lægri skömmtum sem í reynd eru notaðir. Þær kanna heldur ekki hvernig glýfosat truflar innkirtlastarfsemina, sem aftur kann að valda krabbameini, fæðingargöllum og þroskatruflun í börnum. Það er verulegt áhyggjuefni að erfðabreytt fóður innihaldi glýfosatleifar. En Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (nánar tiltekið alþjóða krabbameins- rannsóknastofnunin, IRAC) hefur lýst yfir að glýfosat sé líklega krabbameinsvaldur. Notkun þess hefur fimmtán-faldast á síðustu tveimur áratugum, eða síðan ræktun erfðabreyttra plantna hófst. Það kemur ekki á óvart að óháð rannsóknastofa fann efnið í 10 af 24 morgunkornvörum, m.a. vinsælum tegundum á borð við Cheerios og Kelloggs kornflex. Rannsóknir í Bandaríkjunum greindu glýfosat í þvagi 93% neytenda sem voru kannaðir. Lögmenn fjögurra bænda og búfræðings sem létust eftir að hafa umgengist glýfosat hafa sótt Monsanto (framleiðandann) til saka fyrir að gefa almenningi villandi upplýsingar um öryggi þess. Erfðabreyttar fóðurplöntur sem nota Bt-skordýraeitur – ekki sýnt fram á öryggi þeirra Bt-eitur er notað í fóðurplöntur (einkum maís og soja) sem erfðabreytt var með því að skjóta því í erfðamengið til þess að eyða skordýrum sem sækja á plönturnar. Bt-eitrið í erfðabreyttum plöntum er að finna í öllum þáttum plöntunnar (laufi, stilkum, blómum og rótum) og í ríkum mæli. Dýr sem éta erfðabreyttar Bt-plöntur innbyrða með því Bt-eitur sem borist getur í blóð þeirra og einstök líffæri, og endað þar með á diskum neytenda. Margar tilraunir á músum og rottum sýna tjón af völdum neyslu Bt-fóðurs og hið sama hefur komið fram í nokkrum rannsóknum á búfé. Í einni rannsókn kom í ljós að ær sem fengu Bt-maís í þrjár kynslóðir urðu fyrir truflunum á starfsemi meltingarkerfisins og í lömbum þeirra komu fram frumubreytingar í lifur og brisi. Önnur rannsókn sýndi að svín sem fengu fóðurblöndu með erfðabreyttu soja og maís á 22,7 vikna löngu meðal æviskeiði þjáðust tíðar af alvarlegum magabólgum en svín sem fengu venjulegt ó-erfðabreytt fóður, auk þess að leg þeirra var að jafnaði 25% þyngra (notað sem vísbending í meinafræðum). Ný ritrýnd frönsk rannsókn (2016) sem gerð var í samstarfi við þýskan kúabónda (sem jafnframt er með meistaragráðu í búvísindum) rannsakaði gögn bóndans um allar mjólkurkýr hans sem fóðraðar voru að 40% á Bt-maís. Hún sýndi að maísyrkið Bt176 olli eitrun í kúnum til lengri tíma. Kýrnar þjáðust af staðbundinni lömun, þreytu og vandamálum í nýrum og slímhúð. Af þeim kúm sem veiktust drápust 10%. Neytendur átta sig á því að við neyslu búfjárafurða eru þeir að innbyrða það sem búféð nærðist á. Það getur ekki talist tilviljun að í kanadískri rannsókn (2011) komu tvö helstu eiturefnin sem notuð eru við ræktun erfðabreyttra plantna – Bt-eitur og glýfosat – fram í blóði þungaðra kvenna og í blóði ófæddra barna þeirra. Íslenskir sauðfjárbændur eiga hrós skilið fyrir að vernda heilbrigði búfjár og neytenda með banni við erfðabreyttu fóðri í sauðfjárrækt. Hver veit nema sú jákvæða þróun eigi eftir að hafa áhrif á svínarækt, mjólkurframleiðslu, eggja- og kjúklingabúskap landsmanna áður en langt um líður. Sandra B. Jónsdóttir Lesendabás Íslenskir sauðfjárbændur taka forystu Sandra B. Jónsdóttir. Fram undan er þriggja vikna starf- semi sauðfjársæðinga stöðvanna. Fyrir þau bú sem nýta sér þá þjón- ustu hefur það, svo að sem bestur árangur náist, verulega fjárhags- lega þýðingu. Í þessum pistli ætla ég aðeins að ræða þau mál. Fyrir þrem vikum sendi ég rit- stjóra Bændablaðsins pistil um þetta efni sem hugsaður var sem íhugun- arefni fyrir bændur um nokkur atriði vegna funda stöðvanna með bændum sem nú er nýlokið. Af einhverjum annarlegum ástæðum birti ritstjórinn ekki umrædda grein, sem að hluta missti þannig marks. Annað í grein- inni á að mínu viti enn fullt erindi til bænda meðan sæðingastarfsemin stendur yfir og þar sem ég er frekar nýtinn maður reyni ég öðru sinni að koma því efni á framfæri, að vísu talsvert breyttu vegna aðstæðna á síðum Bændablaðsins. Árangur sæðinganna skiptir miklu máli bæði rekstrarlega og ræktunarlega Það er öllum ljóst að það skiptir bóndann gríðarlegu máli hvort eftir sæðingu á 50 ám fást 80–90 lömb næsta haust eða 20–30. Algengt í rauntölum um sæðingar að sjá hlið- stæðar útkomur. Ræktunarlegi ávinningurinn er augljós, bæði vegna stóraukins lambafjölda til að velja úr þar sem vel gengur og einnig að álitlegum ásetningsgimbrum af mjög sterku ætterni getur stórfjölgað. Þessi hlið verður ekki rædd frekar hér. Hin hliðin varðandi betri árangur sæðinganna skiptir bóndann verulegu fyrir rekstur búsins. Ég held að möguleg bæting árangurs sæðinganna megi skila fjárbændum meiru fjárhagslega en flýting fengitíma til að mæta þeirri auknu eftirspurn snemmslátrunar næsta haust sem sláturleyfishafar boða. Skráning sæðinga Fyrir tæpum áratug var tekin upp skráning á sæðingum beint í FJARVÍS. Eftir það sér kerfið sjálft um að safna saman frekari upplýs- ingum um niðurstöður og árangur sæðinganna. Þarna hefur á örfáum árum safnast saman ótrúlegt upp- lýsingamagn sem veitir feikimiklar upplýsingar um þetta starf. Vegna þeirrar þekkingar sem fjögurra ára- tuga stúss í kringum sauðfjárrækt- ina hefur skilað mér um búskap á flestum fjárbúum er ég mögulega aðeins fljótari en margir aðrir að sjá ýmis atriði sem þarna leynast. Vegna fyrri greinarinnar gaf ég mér dagpart til að skoða niðurstöður og vil koma á framfæri örfáum atriðum sem þar blasa við. Samanburður við Norðmenn Áður en ég byrja á því vil ég samt vekja athygli á því að frændur okkar Norðmenn eru tvímælalaust þeir aðilar sem nota sæðingarnar á líkastan hátt og við og því eðlilegt að bera sig saman við. Löngum var samt bæði árangur og umfang starfsins betri og meira hér en þar. Á síðustu tveim áratugum hefur þetta alveg snúist við. Þeir hafa aðeins siglt fram úr okkur í umfangi enda með miklu fleira fé. Í árangri hafa þeir nánast stungið okkur af sem á engan hátt er viðunandi. Þeir hafa stundað umfangsmiklar rannsóknir og leiðbeiningar til bænda. Hér á landi hefur minna farið fyrir slíku, aðeins frábært starf Þorsteins Ólafssonar sem fjárbændur eiga að vera iðnari með að nýta sér. Einstakar leiðbeiningar hans eiga að vera öllum aðgengilegar í hrútaskránni. Þessi breyting er hins vegar ein rök þess að mikið átak á að vera mögulegt á örskömmum tíma hér á landi. Þróunin hérlendis Á mynd er sýnd þróun í árangri sæðinganna hér á landi frá því að skráning í FJÁRVÍS hófst. Allar tölur sem nefndar eru í sambandi við árangur eru fyrir notkun á fersku sæði fyrir ósamstilltar ær. Það sem athygli vekur á myndinni er að breyting í árangri er hverfandi lítil. Sveiflur milli ára virðast allar skýrast af óstöðugleika í árangri við sæðingar frá Borgarnesstöðinni. Stjórnendur þar hljóta að ráða bót á því. Þrátt fyrir þetta leyfi ég mér að fullyrða að almennt eru gæði sæðis sem stöðvarnar senda frá sér það mikil að þau eiga að lágmarki að geta tryggt 90% árangur sæðinganna. Skoðun talnanna leyfir mér einnig að álykta að nánast allur sá mikli breytileiki sem sést í árangri eru munur á milli búa (og oftast um leið mögulega sæðingamanna). Þegar reynt er að greina mun á milli landsvæða, sýslna, þá er hann greinilegur. Hann er hins vegar ekki vegna staðsetningar svæðanna gagn- vart flutningum eða slíkum þáttum heldur áreiðanlega fyrst og fremst munur í vandvirkni í framkvæmd. Það er að mínu viti ekki tilviljun að svæðin sem lengst hafa staðið næst leiðbeiningum beint frá stöðvunum Árnessýsla og Eyjafjörður sýna yfirleitt langbestan og stöðugastan árangur. Ég held að það sé ekki til- viljun að mörg ár kemur fram skýr munur á milli Húnavatnssýslnanna, ætíð sömu sýslunni í vil ef hann er fyrir hendi. Mér er ekki ljós neinn landfræðilegur munur sem skýrir þetta og held að skýringarnar séu aðrar. Þar sem allar tölulegar niðurstöð- ur um árangur sýna að hann er fyrst og fremst á milli búa held ég að ljóst sé að ástæðna sé öðru fremur að leita í misjafnlega nákvæmri framkvæmd. Átakið til að bæta árangur er því númer eitt að kynna sér sem best greinar Þorsteins um framkvæmd sæðinganna og umfram allt vinna samkvæmt þeim. Framkvæmd sæðinganna er óneitanlega nákvæmnisvinna. Fyrir um tveim áratugum hófst sú breyting að fleiri og fleiri tóku að sinna sæðingum og algengast að hver bóndi sæði ærnar í eigin hjörð. Þetta gerir að vísu nær ómögulegt að greina hvort misfellur í framkvæmd eru fremur hjá sæðingamanninum eða bóndanum við val og meðferð ánna fyrir sæðinguna. Rétt er samt að fram komi að enn er talsverð- ur hópur sæðingamanna sem sæðir á fleiri búum og mikinn fjölda af ám. Margir þeirra með frábærum árangri á hverju ári. Þessi hugsun að sæðingarnar séu vinna sem henti hverjum sem er held ég að megi taka til skoðunar. Sæðingamenn sem eru aðeins að ná 50% árangri eða lakari ár eftir ár held ég að eigi að skoða hvort þetta sé endilega starf sem henti þeim vel eða fara á endur- þjálfunarnámskeið hjá Þorsteini sem stöðvarnar hafa lengi boðið upp á árlega. Sæðið gemlingana Eitt af þeim atriðum sem ég skoð- aði í niðurstöðunum var hvaða áhrif mætti mögulega greina af aldri ánna á árangurinn. Þar komu fram þær niðurstöður sem myndin sýnir fyrir síðasta ár. Árangurinn er bestur hjá gemlingunum. Það kemur hins vegar um leið fram að umfang sæðinga hjá gemlingunum er mjög lítið. Þetta er atriði sem ég hvet ykkur til að endurskoða. Í þeim miklu framförum sem nú eru í fjárstofninum á flest- um búum í landinu er hæsta hlut- fall úrvalsánna að sjálfsögðu meðal gemlinganna. Þess vegna er mikið að vinna með því að gera þá strax virka í ræktunarstarfinu með notkun sæðinga. Til gamans vil ég geta að fyrst kynntist ég þessu í ræktunar- starfinu hjá bændum í Ytri-Skógum og þeir hafa ætíð verið hvað virkastir og mestir í þessari notkun sæðing- anna. Ekki verður að mínu mati lesið úr hrútaskránum að það hafi mikið spillt ræktunarárangri hjá þeim. Bændur, gerið nú stórátak í að bæta árangur sauðfjársæðinganna á næstu dögum. Takist það mun það bæði skila sér í bættri fjárhagslegri afkomu vegna sæðinganna og um leið stórum viðbótarhópi föngulegra lamba inn í ræktunarstarfið haustið 2017. Jón Viðar Jónmundsson Náið sem bestum árangri við sauðfjársæðingarnar 50 55 60 65 70 2016 2015 2014 2013 2012 2011 2010 2009 Árangur sæðinga frá stöðvunum á árunum frá 2009 til 2016 Þorleifskot Borgarnes 52 54 56 58 60 62 64 66 68 2015 2014 2013 2012 2011 2010 2009 2008 Árangur sæðinga vorið 2016 Árangur sæðinga frá stöðvunum tveim síðustu átta árin. Takið eftir að sæðingar frá stöðinni í Þorleifskoti sýna nokkuð jafnan árangur allan tímann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.