Bændablaðið - 01.12.2016, Side 19

Bændablaðið - 01.12.2016, Side 19
19Bændablaðið | Þriðjudagur 22. mars 2016 Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 DALEN snjóblásarar Snjóblásararnir frá DALEN hafa slegið í gegn á undanförnum árum enda gífurlega öflugir og vel smíðaðir blásarar. Alla DALEN snjóblásara er hægt að nota á þrjá vegu: Að framan, að aftan og dreginn. Nú er rétti tíminn til þess að leita tilboða í alvöru snjóblásara. Við bjóðum DALEN snjóblásarana í þremur stærðum: DALEN 2014 Vinnslubreidd: 270 Aflþörf: 160 hö. DALEN 2013 Vinnslubreidd: 255 cm Aflþörf: 130 hö. DALEN 2011 Vinnslubreidd: 233 cm Aflþörf: 100 hö. ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Gúmmíbelti - Fyrir smágröfur Skútuvogi 11 www.neyd.is s: 510 8888 Opið alla virka daga 8-18 laugardaga 10-14 Vantar Hurðapumpur MENNING&LISTIR Hvað mælti Óðinn? Hvað mælti Óðinn? er titill á spánnýrri myndasögu eftir Bjarna Hinriksson og Jón Karl Helgason. Af því tilefni efna myndasögufor- lögin Gisp! og Froskur til útgáfu- fagnaðar á Kaffi Laugalæk/Gallerí Laugalæk (í gamla Verðlistahúsinu við Laugalæk) föstudaginn kl. 17.00. Myndasagan verður seld á sérstöku kynningarverði við þetta tækifæri, auk þess sem sýnishorn og hljóðdæmi úr bókinni verða borin á borð, ásamt nýnorrænum guðaveigum. Myndasagan Hvað mælti Óðinn? er frjálsleg endursköpun á eddukvæð- inu Vafþrúðnismálum, einu elsta og vanmetnasta snilldarverki íslenskr- ar bókmenntasögu. Kvæðið lýsir háskalegri fróðleikskeppni Óðins og jötunsins Vafþrúðnis en birtir um leið heimsmynd h e i ð i n n a manna með eftirminni- legum hætti. Samkvæmt Vafþrúðni var jörðin upphaflega smíðuð úr s k r o k k i j ö t u n s i n s Ýmis en hann spáir jafnframt fyrir um endalok Óðins og fleiri guða í Ragnarökum. Kvæðið er túlkað í lit- ríkum teikningum Bjarna en jafnframt ort upp á nútímamáli af þeim Jóni Karli og Jóni Halli Stefánssyni. Um höfundana Bjarni Hinriksson er grafískur hönnuður og myndlistarmaður. Hann lærði myndasögugerð í Angoulême í Frakklandi á árunum 1985-1989. Eftir að námi lauk hefur Bjarni unnið sem fréttagrafíker hjá RÚV og kennt við Myndlistaskólann í Reykjavík auk þess að sinna myndasögugerð. Hann er einn af stofnendum Gisp!-hópsins sem gefið hefur út samnefnt mynda- sögublað síðan 1990. Bjarni hefur á liðnum árum sent frá sér fjölmargar styttri og lengri myndasögur, nú síðast Skugginn af sjálfum mér árið 2013. Jón Karl Helgason er prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Hann lauk dokt- orsnámi í samanburðarbókmennt- um frá Massachusetts-háskóla í Bandaríkjunum 1995 og hefur lengi fengist við fræðiskrif og þýðingar. Í rannsóknum sínum hefur hann fjallað sérstaklega um endurritanir íslenskra fornbókmennta og aðlögun þeirra í ólíkum tjáningarmiðlum. Nýjasta verk hans á þeim vettvangi, Echoes of Valhalla: The Afterlife of the Eddas and Sagas, kemur út í Bretlandi vorið 2017 Úr eftirmála: Myndasagan Hvað mælti Óðinn? hefur verið tæpan aldarfjórð- ung í vinnslu. Sköpun hennar má rekja til eldri myndasagna Bjarna Hinrikssonar þar sem íslensk tröll leika stórt hlutverk og leikgerðum Jóns Karls Helgasonar á Þrymskviðu, Skírnismálum og Vafþrúðnismálum sem frumfluttar voru í Ríkisútvarpinu 1992. Þessi þrjú eddukvæði eiga það sameiginlegt að gerast að drjúgum hluta meðal jötna í Jötunheimum og þótti þeim Bjarna og Jón Karli áhugavert að endurskapa eitt þeirra sem myndasögu. Varð Vafþrúðnismál fyrir valinu enda hafði það, fyllilega óverðskuldað, staðið í skugga þekkt- ari eddukvæða sem fást við svipað efni, ekki síst Völuspár. Teikning myndasögunnar hófst 1994. Bjarni vann myndirnar með bleki á pappír og skyggði með blýanti og þannig var sagan sýnd á sýningu Bjarna á Kjarvalsstöðum 1995 undir titlinum Vafamál.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.