Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 19
19Bændablaðið | Þriðjudagur 22. mars 2016 Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 DALEN snjóblásarar Snjóblásararnir frá DALEN hafa slegið í gegn á undanförnum árum enda gífurlega öflugir og vel smíðaðir blásarar. Alla DALEN snjóblásara er hægt að nota á þrjá vegu: Að framan, að aftan og dreginn. Nú er rétti tíminn til þess að leita tilboða í alvöru snjóblásara. Við bjóðum DALEN snjóblásarana í þremur stærðum: DALEN 2014 Vinnslubreidd: 270 Aflþörf: 160 hö. DALEN 2013 Vinnslubreidd: 255 cm Aflþörf: 130 hö. DALEN 2011 Vinnslubreidd: 233 cm Aflþörf: 100 hö. ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Gúmmíbelti - Fyrir smágröfur Skútuvogi 11 www.neyd.is s: 510 8888 Opið alla virka daga 8-18 laugardaga 10-14 Vantar Hurðapumpur MENNING&LISTIR Hvað mælti Óðinn? Hvað mælti Óðinn? er titill á spánnýrri myndasögu eftir Bjarna Hinriksson og Jón Karl Helgason. Af því tilefni efna myndasögufor- lögin Gisp! og Froskur til útgáfu- fagnaðar á Kaffi Laugalæk/Gallerí Laugalæk (í gamla Verðlistahúsinu við Laugalæk) föstudaginn kl. 17.00. Myndasagan verður seld á sérstöku kynningarverði við þetta tækifæri, auk þess sem sýnishorn og hljóðdæmi úr bókinni verða borin á borð, ásamt nýnorrænum guðaveigum. Myndasagan Hvað mælti Óðinn? er frjálsleg endursköpun á eddukvæð- inu Vafþrúðnismálum, einu elsta og vanmetnasta snilldarverki íslenskr- ar bókmenntasögu. Kvæðið lýsir háskalegri fróðleikskeppni Óðins og jötunsins Vafþrúðnis en birtir um leið heimsmynd h e i ð i n n a manna með eftirminni- legum hætti. Samkvæmt Vafþrúðni var jörðin upphaflega smíðuð úr s k r o k k i j ö t u n s i n s Ýmis en hann spáir jafnframt fyrir um endalok Óðins og fleiri guða í Ragnarökum. Kvæðið er túlkað í lit- ríkum teikningum Bjarna en jafnframt ort upp á nútímamáli af þeim Jóni Karli og Jóni Halli Stefánssyni. Um höfundana Bjarni Hinriksson er grafískur hönnuður og myndlistarmaður. Hann lærði myndasögugerð í Angoulême í Frakklandi á árunum 1985-1989. Eftir að námi lauk hefur Bjarni unnið sem fréttagrafíker hjá RÚV og kennt við Myndlistaskólann í Reykjavík auk þess að sinna myndasögugerð. Hann er einn af stofnendum Gisp!-hópsins sem gefið hefur út samnefnt mynda- sögublað síðan 1990. Bjarni hefur á liðnum árum sent frá sér fjölmargar styttri og lengri myndasögur, nú síðast Skugginn af sjálfum mér árið 2013. Jón Karl Helgason er prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Hann lauk dokt- orsnámi í samanburðarbókmennt- um frá Massachusetts-háskóla í Bandaríkjunum 1995 og hefur lengi fengist við fræðiskrif og þýðingar. Í rannsóknum sínum hefur hann fjallað sérstaklega um endurritanir íslenskra fornbókmennta og aðlögun þeirra í ólíkum tjáningarmiðlum. Nýjasta verk hans á þeim vettvangi, Echoes of Valhalla: The Afterlife of the Eddas and Sagas, kemur út í Bretlandi vorið 2017 Úr eftirmála: Myndasagan Hvað mælti Óðinn? hefur verið tæpan aldarfjórð- ung í vinnslu. Sköpun hennar má rekja til eldri myndasagna Bjarna Hinrikssonar þar sem íslensk tröll leika stórt hlutverk og leikgerðum Jóns Karls Helgasonar á Þrymskviðu, Skírnismálum og Vafþrúðnismálum sem frumfluttar voru í Ríkisútvarpinu 1992. Þessi þrjú eddukvæði eiga það sameiginlegt að gerast að drjúgum hluta meðal jötna í Jötunheimum og þótti þeim Bjarna og Jón Karli áhugavert að endurskapa eitt þeirra sem myndasögu. Varð Vafþrúðnismál fyrir valinu enda hafði það, fyllilega óverðskuldað, staðið í skugga þekkt- ari eddukvæða sem fást við svipað efni, ekki síst Völuspár. Teikning myndasögunnar hófst 1994. Bjarni vann myndirnar með bleki á pappír og skyggði með blýanti og þannig var sagan sýnd á sýningu Bjarna á Kjarvalsstöðum 1995 undir titlinum Vafamál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.