Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 lagahöfunda. Hann heitir sem áður segir Austfirskir staksteinar 3 og kemur í kjölfar tveggja samnefndra diska sem einnig innhalda lög eftir lagahöfunda að austan. Einnig kom út árið 1997 nítján laga diskur sem inniheldur 19 lög eftir Óðin G. Þórarinsson frá Fáskrúðsfirði. Fyrstu þrír diskarnir eru nú algerlega ófáanlegir, en þá var brugðið á það ráð árið 2006 að gefa út 44 laga tvö- faldan safndisk, en þeir félagar voru að fá þriðju útgáfu af þeim diskum í hendurnar, jafnhliða þeim nýja. Varðveislugildið skiptir mestu „Það sem fyrir okkur vakir með þessari útgáfu er að varðveita dans- og dægurlög eftir hina ýmsu höfunda sem tengjast Austurlandi á einhvern hátt. Það er fyrst og fremst sú hugsjón sem rekur okkur áfram í þessu, að forða verkum sem í flestum tilvikum eru eftir minna þekkta höfunda, frá glötun. Má því segja að það sé aðalmarkmið okkar með útgáfunni og höfum við fengið mikið þakklæti fyrir sem við kunn- um auðvitað vel að meta. Lögin hafa komið til okkar með ýmsu móti, fyrir utan það að þekkja svæðið býsna vel tónlistarlega, þá gaukar fólk þeim að okkur hér og hvar, sum hef ég fengið í hendur á ferðum mínum um svæðið, en nú veit fólk líka af okkar hugsjón og hefur samband,“ segir Friðjón og bætir við, að hann og félagar lúri enn á mörgum lögum á lager. Þau bíði þess að tækifæri gefist til að gefa út. „Það er minn draumur að gefa út fleiri diska, það væri mjög gaman að geta gefið út diska með laga- og textahöfundum frá fleiri landshlut- um. Staksteinum að norðan, vestan og sunnan. Við finnum vonandi einn góðan veðurdag tíma og grundvöll til að sá draumur rætist.“ Útgáfustarfsemin er alfar- ið í höndum félaganna í Danshljómveitinni, þeir sjá um allar hliðar málsins og gera það til hliðar við hefðbundinn hljómsveitarrekstur og önnur störf. Friðjón segir marga hafa lagt þeim lið, leikið með þeim á hin ýmsu hljóðfæri og kunni hann þeim bestu þakkir fyrir, en þeirra stoð og stytta í þessari vinnu frá árinu 2000 hefur verið Brynleifur Hallsson, mjólkurfræðingur og tón- listarmaður á Akureyri. Á meðan allir meðlimir hljómsveitarinn- ar bjuggu á Egilsstöðum var það hins vegar Einar Bragi Bragason, þá skólastjóri Tónlistarskólans á Seyðisfirði, sem sá um upptökur og útsetningar. Góðar viðtökur „Viðtökur almennings við okkar diskum hafa verið afar góðar, fólk tekur þeim fagnandi og hefur greini- lega ánægju af. Við segjum stundum bæði í gamni og alvöru að mark- hópurinn sé 50+ til 100 + og skömm- umst okkar síður en svo fyrir það. Þetta eru að mestu alveg óþekkt lög eftir höfunda sem í flestum tilfellum hafa ekki skapað sér nafn í hinum viðurkennda poppiðnaðarheimi. Við höfum þetta sem áhugamál, stöndum í þessu öllu alveg sjálfir, sjáum um útgáfu og dreifingu frá A til Ö, án allra styrkja. Við lítum á þetta sem okkar framlag til alþýðu- menningar hér á landi og erum stoltir af því. Þessi tónlist virðist þó ekki hátt skrifuð hjá Svæðisútvarpi Reykjavíkur og nágrennis (RÚV), sem er rekið undir slagorðinu útvarp allra landsmanna, en það er bara í góðu lagi, við þurfum ekkert á því að halda,“ segir Friðjón og ekki laust við að greina megi góðlátlegt glott á vörum hans. /MÞÞ Bílabúð Benna Sími: 590 2045 www.benni.is RÉTTU DEKKIN KOMA ÞÉR ALLA LEIÐ! Fáðu aðstoð við val á réttu dekkjunum fyrir þig hjá söluaðilum okkar um land allt Hér er Kristján við tæki hjá MS-Akureyri sem nýlega var tekið í notkun og í daglegu tali er nefnt Smjörbyssan. Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar. Árni Jóhann Óðinsson, sem leikur á gítar og syngur, og Daníel Friðjónsson, sonur Friðjóns, er á trommum, en sjálfur er Friðjón á bassanum auk þess að syngja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.