Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 Lesendur Bændablaðsins hafa ekki verið offóðraðir á faglegu efni um nautgriparækt að undan- förnu. Þó að ekki hafi verið mikið um stórtíðindi í íslenskri naut- griparækt og því sem gerist lítið flaggað er það ekki staðan utan landsteinanna. Þrátt fyrir mikil kalviðri á mjólkurmörkuðum þar upp á síðkastið er öll þróun af meiri hraða en líklega nokkru sinni áður og sífellt leitað nýrra skýringa og svara. Nýlega barst mér í hendur nokkuð af alveg nýjum fagblöð- um danskra kúabænda. Þar var ótrúlegur fjöldi greina um ýmis mál þar sem ég trúi að geti verið forvitnilegir punktar fyrir íslenska bændur. Umhugsunarefni er í þessu sambandi að íslenskir bændur eru mögulega þeir einu í Evrópu sem ekki eiga sér almennt fagrit í land- búnaði, að ég tali ekki um sérrit einstakra greina. Held jafnvel að Færeyingar, nágrannar okkar, búi betur en við. Sé ýtrustu sanngirni gætt ber ef til vill að flokka útgáfu Nauta- og Hrútaskrár kynbótastöðv- anna undir reglulega fagútgáfu. Sú útgáfa siglir sinn sjó með sívaxandi glæsibrag. Ætlun mín er að segja frá nokkrum atriðum úr umræddum ritum. Til að valda ekki fóðurtrufl- unum, heldur að lesendur venjist aftur fóðrinu, mun ég matreiða þetta í smáskömmtum og reyna í sumum tilvikum ögn að tengja íslenskum veruleika. Fósturvísaflutningar hjá mjólkurkúm í Danmörku Fyrsta atriðið sem mig langar að taka aðeins punkta um er grein um fósturvísaflutninga hjá mjólkurkúm í Danmörku. Þessi tækni er komin í almenn not hjá dönskum bændum á níunda áratug síðustu aldar. Um 1990 eru fluttir um 2500 fósturvísar á milli kúa þar í landi. Þessi starf- semi fer vaxandi allt til aldamóta þegar um 4000 fósturvísar eru fluttir en fellur þá mjög ört um helming og hefur síðan verið aðeins sveiflukennt á því bili. Einhverjir muna eflaust frásagnir mínar frá bernskustigum tækninn- ar í Holllandi og Danmörku fyrir nokkrum áratugum. Þar læddi ég að þeim grun mínum að bænd- ur mundu brátt uppgötva að ger- breytingar með þessari tækni yrðu ekki. Alsystkinahóparnir væru einfaldlega það breytilegir. Þetta var einfaldlega það sem gerðist. Afkvæmi yfirburðakúnna stóðust ekki væntingar bændanna heldur lutu lögmálum erfðanna. Áhugi bændanna snarminnkaði, jafnvel hvarf. Hins vegar jókst áhugi stóru ræktunarstöðvanna til að tryggja sér á þennan hátt kálfa. Með tilkomu úrvals út frá erfðamengi eykst hann enn vegna þess að nú er strax hægt að finna nautkálfinn í albræðrahópn- um sem er yfirburðagripurinn í stað þess að albræðurnir fjórir eða fimm voru áður jafngildir þegar þeir voru ungkálfar. Það sem sést að er að ger- ast nú er hins vegar að yfirburða- kýrnar eru ekki lengur notaðar til mjólkurframleiðslu heldur sem eins konar útungunarvélar til að fram- leiða fjölda af albræðrahópum. Menn hafa lært mikið í þessari tækni þannig að alla jafnan fást nú í áttina að tíu nothæfum fósturvísum við hverja skolun. Engu að síður er eins og áður alltaf að koma fram tals- verður breytileiki í þessum efnum sem enn vantar betri skýringar á. Að lokum má nefna að greininni fylgir listi yfir danska dýralækna sem starfa við fósturvísaflutninga og telja þeir innan við tuginn Hugmyndir um ræktunarkjarna Tengjum þetta aðeins Íslandi. Einn íslenskur dýralæknir, Þorsteinn Ólafsson, hefur aflað sér fræðslu og þjálfunar á þessu sviði og vann að þessum málum hér fyrir allmörgum árum. Í tengslum við þessa tækni þróuðust hugmyndir um ræktunar- kjarna erlendis (MOET). Í einhverju bjartsýniskasti fengum við Sveinn Sigurmundsson þá hugmynd að stofna einn slíkan á Stóra-Ármóti. Mest af fósturvísaflutningum Þorsteins tengdust honum. Í raun varð þetta aldrei hvorki fugl né fisk- ur hjá okkur og við Sveinn skuldum bændum enn yfirlit um heildarstarf- semi kjarnans. Einhverjar sæmilegar nautsmæður komu samt þarna fram. Annað atriði sem tengist þessu er að Þorsteinn segir mér að hann hafi ekkert vilyrði fyrir að verða eilífur fremur en aðrir dauðlegir menn. Visst umhugsunarefni ætti að vera ef hin hagnýta þekking á þessu sviði verður ekki lengur fyrir hendi í landinu. Fram undan er nú innflutningur á fósturvísum úr holdanautgripum. Honum hlýtur að fylgja viss skammtur af slíkri þekk- ingu. Ástæða er til að hvetja til að sem best nýting á þeirri þekkingu er ekki ómerkur þáttur þessa verkefnis þó að stundum vilji hann líklega gleymast. /Jón Viðar Jónmundsson Fróðleiksmolar af ýmsu tagi úr nautgriparækt erlendis Loðdýrabændur í Noregi í kröppum dansi – Ríkisstjórnin vill herða mjög reglur um fjölda dýra í hveru búri Ríkisstjórn Noregs vill setja lög á loðdýrabændur þar í landi þar sem eingöngu verður leyfilegt að hafa tvo minka í hverju búi en í dag eru þrjú til fjögur dýr í hverju búri. Verði lögin að veruleika mun fóðurverð hækka umtalsvert og greinin þurrkast út að mati stjórnarformanns loðdýrabænda, Bertran Trane Skadsem. Lögin myndu leiða til þess að bændur þyrftu að byggja við og bæta húsakost sinn sem hefði miklar fjárhagslegar afleiðingar í för með sér og bendir Skadsem á að nú þegar sé töluverður hluti loðdýrabænda í landinu skuldsettur og því gætu þeir betur hætt en að reyna að halda áfram verði þetta að veruleika. „Það er eins og stjórnmálamennirnir hafi ekkert hugsað út í fóðurverð þegar þeir komu fram með þessar tillögur. Því ef loðdýrabændum fækkar umtalsvert þá mun fóðurverð hækka til muna og þá verður kostnaðurinn orðinn enn meiri og óyfirstíganlegri fyrir þá sem eftir verða. Það eru margir í okkar hópi sem eiga erfitt núna og sjálfur hef ég talað við nokkra sem eru mjög áttavilltir. Ég held að margir neyðist til að hætta, þeir hafa gert sínar rekstrar- og fjárfestingaáætlanir þar sem framleiða þarf ákveðinn fjölda skinna. Þegar sá fjöldi verður helmingi minni en áætlað var þá sjá það allir í hendi sér að dæmið gengur ekki upp,“ segir Skadsem en um 150 loðdýrabændur eru í Noregi og er um 95 prósent þeirra með dýrin sín í hópum. /ehg - Bondebladet Stían er svo tekin með liðléttingi og kálfurinn færður yfir í þá aðstöðu þar sem aðrir smákálfar eru haldnir. Erlendis tíðkast víða að taka kálfana beint frá kúnum til þess að draga úr líkum á því að kálfarnir fái einhverja sýkingu úr umhverfinu. Kostir þess að kýrin kari kálfinn eru hins vegar ó-tvíræðir og því kom Spinder með þessa nýjung. Kálfurinn er í raun í einangrunarboxi sem kýrin kemst þó að til þess að kara kálfinn. Hluti af þessari uppfinningu er færanleg innri hliðgrind í stíunni, sem gerir bóndanum mögulegt að setja kúna í aðhald án aðstoðar. 2. Snjallt umhirðukerfi fyrir smákálfa Þýska hátæknifyrirtækið Förster- Technik fékk gullverðlaun fyrir áhugaverða nýjung sem er eins- konar heildarlausn fyrir umhirðu með smákálfum og kallast „Smart Calf System“. Um þrenns konar nýjungar er að ræða. Í fyrsta lagi hefur fyrirtækið breytt kálfafóstrunni þannig að þegar kálfurinn hefur drukkið skammtinn sinn, hvolfist túttan niður í þvottaskál þar sem túttan er þrifin og bíður svo þar í vari þar til kálfur með drykkjarheimild mætir á ný í fóstruna. Þá kemur túttan upp aftur og næsti kálfur fær að drekka. Þetta dregur úr álaginu á túttuna og búnaðinn auk þess að hreinlætið við mjólkurgjöfina eykst umtalsvert. Í öðru lagi eru hálsbönd kálfanna með ljósbúnaði en hafi kálfurinn ekki drukkið skammtinn sinn fer rautt ljós að blikka á kálfinum og því fer það ekki á milli mála að bregðast þarf við. Í þriðja lagi fylgist tölvubúnaður Förster-Technik með drykkjaratferli kálfanna og skráir hve mikið vatn þeir drekka. Hér er einnig fylgst með því að kálfarnir komi og drekki og ef svo er ekki, fer rauða ljósið að blikka. Allt eftirlit verður með öðrum orðum mun auðveldara en ella með þessum áhugaverða búnaði frá Förster-Technik. 3. Heilfóðurvaktin Gullverðlaun EuroTier féllu ítalska fyrirtækinu Dinamica Generale í skaut en hér er á ferðinni einkar áhugaverð nýjung sem felst í því að meta með stafrænum hætti hve vel heilfóðurblandari hefur blandað saman fóðrinu fyrir kýrnar. Kerfið byggir á þekktri stafrænni myndavélatækni, sem m.a. er notuð í kjötiðnaði þegar t.d. nautahakk er blandað svo tryggja megi jöfn gæði hakksins. Ítalirnir hafa hins vegar þróað tæknina áfram og er búnaðurinn festur á hlið heilfóðurblandarans. Myndavélin „horfir“ svo inn í fóðrið og metur stubbalengd stráanna. Þegar réttri meðallengd er náð, stöðvast blöndunin ef um rafrænan blöndunarbúnað er að ræða, ella lætur tækið vita að nú sé fóðrið fullblandað. Fyrir vikið fá kýrnar svo til alltaf jafn vel blandað fóður og því verða fóðurbreytingarnar af völdum ólíkrar blöndunar a.m.k. úr sögunni. Þó svo að ítalska tækið sé ekki gríðarlega nákvæmt enn sem komið er, þá er tæknin vissulega áhugaverð og hér er stigið nýtt skref í átt að enn nákvæmari og betri fóðrun mjólkurkúa. 4. TARSA gúmmímottan Síðustu gullverðlaunin og þau fjórðu hlaut þýska fyrirtækið Kraiburg en það þekkja margir enda eru gúmmímottur frá Kraiburg í mörgum básafjósum hér á landi. Kraiburg er að heita má leiðandi á sviði gúmmímottuframleiðslu en hefur misst nokkuð markaðshlutdeild eftir að dýnur í legubása skutu upp kollinum fyrir hálfum öðrum áratug. Þeir sem þekkja dýnurnar vita hins vegar að ending þeirra er ekki mikil og á 8-10 árum er fjöðrunin oftast farin úr dýnunum eða yfirborðsdúkurinn slitinn upp. Nú telja forsvarsmenn Kraiburg sig hafa leyst málið með TARSA gúmmímottunni sem er samsett úr þremur mismunandi lögum af gúmmíi og svampi. Þá er aftasti hluti mottunnar sérstaklega hannaður með það fyrir augum að halda undirburðinum á mottunni en um leið að skapa kúnum gott og eftir- gefanlegt legusvæði. Þessar mottur eru augljóslega spennandi valkostur í fjós með legubása enda með mýkt hefðbundinna dýna en slitstyrk og endingu gúmmímottunnar. Næsta EuroTier verður haldin í Hannover frá 13. til 16. nóvember 2018. Snorri Sigurðsson sns@seges.dk Sviðsstjóri hjá SEGES P/S Danmörku Frá sýningu EuroTier 2016. Hálsbandsljós. Þegar stóru fyrirtækin á sviði mjaltatækninnar hafa sett á markað nýjungar sem bændur taka vel á móti eru önnur fyrirtæki ekki lengi að framleiða svipaðar lausnir eða jafnvel nákvæmlega eins og selja á hagstæðu verði. Fyrir nokkrum árum voru kínversk fyrirtæki fyrirferðarmest á þessum markaði en nú sjást mörg evrópsk fyrirtæki oftar með eftirlíkingar. Delgado frá Spáni var t.d. með þessa mjaltakrossa, sem eru sláandi líkir þekktum krossum frá öðru evrópsku fyrirtæki. Með tilkomu mjaltaþjónanna Lely A4 og Fullwood M2 var vörðuð leiðin varðandi að láta kýr ganga beint inn og beint út úr mjaltaklefa. Fyrirtækið Hanskamp er nú komið með nýjung sem er kjarnfóðurbás þar sem kýrnar ganga einmitt beint í gegn, þ.e. þegar þær hafa étið opnast framhlið bássins og kýrnar ganga beint áfram út úr básnum. Enn fremur er bakhlið bássins lokuð á meðan kýrin étur, og er hún því í friði og ró en það er vel þekkt að kýr séu reknar úr kjarnfóðurbásum af öðrum kúm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.