Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 Lesendabás Vegagerð um Hornafjarðarfljót Íbúar á Suðausturlandi hafa lengi beðið eftir bættum samgöngum yfir Hornafjarðarfljót. Sveitarstjórn Hornafjarðar hefur ákveðið að endurskoða framkvæmdarleyfi fyrir nýjum vegi yfir fljótið vegna nýrra náttúruverndarlaga. Samkvæmt skipulagslögum þá hefur sveitarstjórn skipulagsvaldið og gefur út framkvæmdarleyfi. Núverandi vegarkafli á hringvegi (1) er 30,3 km langur og á honum eru 3 einbreiðar brýr; yfir Djúpá, Hornafjarðarfljót og Hoffellsá. Vegstæðið er að mestu leyti á flötu, grónu landi. Árið 1961 var byggð einbreið 255 metra löng brú yfir Hornafjarðarfljót. Fyrir austan fljótið liggur hringvegurinn yfir Hoffellsá, austan við vatnið Þveit, framhjá blómlegum bújörðum, þéttbýlinu í Nesjum og framhjá Hornafjarðarflugvelli að veginum niður að Höfn. Með nýjum hringvegi (1) yfir Hornafjarðarfljót styttist leiðin um 11-12 km á milli Austurlands og Suðurlands. Á leið 1 um 11 km, á leið 2 um 12 km og á leið 3 um 11,5 km, það munar einungis 500 metrum á leið 1 og 3. Sveitarstjórn hefur lagt áherslu á að stytta samgöngur innan héraðsins og þess vegna hefur rökstuðningur sveitarstjórnar verið að mæla með veglínu 3 þar sem fjarlægðin af Mýrum og Suðursveit er 2,5 km styttri með leiðarvali 3 í stað leiðar 1. Þess má geta að íbúar Mýra og Suðursveitar eru um 100 manns, en yfir 90% íbúa sveitarfélagsins búa austan við fljótið. Öræfin eru innan marka sveitarfélagsins, en á milli Hafnar og Svínafells í Öræfum eru um 130 km, þannig að það skiptir ekki höfuðmáli hvort leiðin úr Svínafelli verði 119 km eða 116,5 km. Nauðsynleg hæð vegar gagnvart sjávarflóðum Í skýrslu Helga Jóhannessonar, vatnaverkfræðings Vegagerðarinnar frá 2007, kemur m.a. eftirfarandi fram: „Hvað sjávarflóð varðar þá hefur Vegagerðin metið að nauðsynleg hæð vegar verði í kóta 3,5 m gagn- vart sjávarflóðum en til samanburðar má nefna að núverandi flugvöllur er í kóta 1,84 m þar sem hann er lægstur. Vegfyllingar og vegfláar munu hafa varanleg áhrif á lands- lag Hornafjarðar og í Skarðsfirði. Straumar breytast í nágrenni vegfyll- inganna. Tillaga Vegagerðarinnar um 40 m langa brú á leið 2 og 50 m langa brú á leið 3 en hún tryggir að mannvirkin hafa nánast engin áhrif á sjávarföll og vatnskipti innan veglínanna. Þrátt fyrir þetta verður að gera ráð fyrir að set safnist fyrir í voginum í skjóli við vegfyllinguna hraðar en ætti sér stað án mannvirkj- ana. Ástæðan er sú að Hornafjörður er grunnur fjörður og mikið set berst í fjörðinn með Hornafjarðarfljóti sem rótast upp í öldugangi í hvass- viðri. Óhjákvæmilegt er að þetta set berst með sjávarfallastraumum í gegnum brúaropið á leiðum 2 og 3 og sest til í skjóli við vegfyllinguna hraðar en ætti sér stað án vegar“. Samkvæmt nýjum upplýsingum um hönnun vegarins þá er gert ráð fyrir að vegurinn verði í kóta 4,5 metrum í stað kóta 3,5 m. Aukið umferðaröryggi Markmið Vegagerðarinnar er fyrst og fremst að auka umferðaröryggi, draga úr slysahættu og tryggja góðar samgöngur á svæðinu. Að mati Vegagerðarinnar voru þessar þrjár veglínur sem skoðaðar voru álíka varðandi vegtækni og umferðarör- yggi. Hönnunarhraði vegarins verð- ur 90 km/klst. Áætlaður kostnaður við leið 3 er 4250 milljónir króna. Vegsvæði vegarins telst vera 60 m breitt og nær 30 metra frá miðlínu vegar til hvorrar hliðar. Með allt að 4,5 metra háum vegi með 1:4 vegfláum þá gæti neðsta burðarlag vegarins verið allt að 40 metra á breidd. Áætluð efnisþörf á leið 1 er 470.000 rúmmetrar og á leið 2 og 3 er áætlað 700.000 rúmmetrar, allt að 50% meiri efnisþörf á leið 1 og 3. Grjótvarnir á leið 3 er margfalt meiri en á leið 1 og er áætlað að taka efni víða í Nesjum sem geta valdið miklum breytingum á lands- lagi svæðisins. Miklar líkur eru á að efnisþörf í veginn sé vanáætluð, enda fullnaðarhönnun vegarins ekki lokið. Miklu styttri nýlagning Í skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands frá 2006 um gróður á umræddri veglínu segir: „Augljós kostur veglínu 1 fram yfir veglínu 2 er hversu miklu styttri nýlagning er á þeirri leið og þar af leiðandi minna rask. Hér vegur þyngst minni skering blaut- ara votlendis á leið 1 þar sem um 25 ha þessara gróðurlenda á leið 1 en 110 ha á leið 2. Út frá þessum rökum er leið 1 tvímælalaust betri kostur“. Umhverfisstofnun tekur undir álit N.Í. í sinni umsögn. Í skýrslu Líffræðistofnunar Háskóla Íslands frá 2006, fjölrit 75 „Ljóst er að leið 1 mun ekki valda röskun á leirum og fitjum Hornarfjarðar“. Í áliti Skiplagsstofnunar frá 2009 um Umhverfismat vegna fram- kvæmdarinnar taldi stofnunin að neikvæð umhverfisáhrif leiðar 1 væru minni en leiðar 2 og 3 en lagðist ekki gegn öðrum kostum. Við leiðarval 1 nýtist lengri kafli á núverandi hringvegi við Hornafjarðarfljót, þar sem hún fylgir að stórum hluta núverandi vegi á Mýrum og í Nesjum. En leið 2 og 3 verður nánast eingöngu um nýlagningu vega að ræða. Í mati á landslagi kemur fram að mikilvægt er að nýr vegur um Hornafjörð lagi sig að landslagi. Það er að mínu mati nánast ómögulegt að leið 2 og 3 geri það, þar sem vegurinn liggur hátt í landi og sker sig í gegnum sjáv- arfitjar eða er sunnan við þær, en þar mun gæta flóðs og fjöru beggja vegna við fyrirhugaðan veg. Samkvæmt náttúruverndarlög- um njóta bæði sjávarfitjar og leirur sérstakrar verndunar og skal forð- ast röskun þeirra eins og kostur er. Veglína 2 og 3 munu hafa mikil áhrif á sjávarlón, sjávarfitj- ar og votlendissvæði við Hrísey, Árnanes, Lækjarnes, Dilksnes og í Skarðsfirði. Undirritaður fagnar nýlegri ákvörðun sveitarstjórnar Horna- fjarðar um að endurskoða fram- kvæmdarleyfið fyrir lagningu vega um Hornafjarðarfljót og hvetur sveitarstjórn í framhaldi að skoða breytingu á aðalskipulagi sveitarfé- lagsins. Í aðalskipulagi Hornafjarðar frá september 2014 er leiðarvalið samkvæmt leið 3b. Til þess að framkvæmdir geti hafist sumar- ið 2017 þá þarf að náðst sæmileg sátt á milli sveitarstjórnar og land- eigenda í Nesjum, annars er hætta á að löng bið verði á nýjum vegi og brú fyrir Hornafjarðarfljót. Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda á vegagerð yfir Hornafjarðarfljót er brátt tíu ára gamalt, en ef fram- kvæmdir hefjast ekki á næsta ári þá þarf Skipulagsstofnun að meta hvort endurskoða þurfi matskýrsluna að hluta eða í heild sinni. Sterkur rökstuðningur fyrir að velja leið 1 Þegar velja á milli leiða 1, 2 og 3, þá er sterkur rökstuðningur fyrir að velja leið 1. A. Hún raskar 85 ha minna af votlendi, fellur betur að landslagi og er þar af leiðandi betri m.t.t. náttúruverndar. B. Hún er yfir þúsund milljónum ódýrari í framkvæmd, enda minni vegalengd í nýja framkvæmd og þar með efnistöku. Arðsemi framkvæmdarinnar er því mikill. C. Hún styttir hringveginn um 11 km og uppfyllir umferðaröryggi. D. Hún er í meiri sátt við landeigendur í Nesjum. Opinberir fagaðilar mæla með leið 1 vegna þess hún er í meiri sátt við náttúruvernd. Það er því umhugsunarvert fyrir innanríkis- og umhverfisráðuneytið að það sé rökstuðningur sveitarstjórnar sem ráði endanlegu leiðarvali samgangna yfir Hornarfjörð. Sveitarstjórn Hornafjarðar má ekki misnota skipulagsvald sitt þegar; náttúru svæðisins er ógnað, ódýrari vegkostur er til staðar og sambærileg vegstytting er á hringveginum. Ragnar Frank Kristjánsson Höfundur er lektor og landslagsarkitekt við Landbúnaðarháskóla Íslands. Bjó í Skaftafelli, Sveitarfélaginu Hornafirði frá 1998–2007. Átaksverkefni í sauðfjárrækt Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins fékk nýverið styrk af fagfé sauðfjárræktar vegna átaks- verkefnis í sauðfjárrækt. Vinnuheiti verkefnisins er „Auknar afurðir sauðfjár – tækifæri til betri reksturs“. Ástæða þess að ráðist er í þetta verkefni er ekki síst mikil lækkun afurðaverðs hjá sauðfjárbændum nú í haust. Markmið verkefnisins er að safna gögnum um rekstur sauðfjárbúa og greina sóknarfæri í rekstri hjá hverju þátttökubú með það að markmiði að bæta búreksturinn. Undanfarin ár hefur RML boðið upp á verkefni sem heitir „Auknar afurðir sauðfjár“. Í því verkefni hafa skýrsluhaldsgögn búsins verið skoðuð og borin saman á ýmsan hátt ásamt því að ráðunautur hefur komið í heimsókn til viðkomandi bónda og skilað greinargerð um tækifæri í búrekstri sem eru til staðar að heimsókn lokinni. Í þeim pakka er engra rekstrargagna aflað en gögn um rekstur sauðfjárbúa hefur mjög skort undanfarin ár – bæði í vinnu sem þessari og ekki síður sem verkfæri í kjarabaráttu sauðfjárbænda. Markhópur verkefnisins eru öll sauðfjárbú sem höfðu fleiri en 400 kindur á skýrslum, skýrsluhaldsárið 2014–2015. Þessi hópur er valinn þar sem í honum er væntanlega að finna flest þau bú sem treysta í umtalsverðum mæli á tekjur af sauðfjárrækt til framfærslu. Öll þessi bú fengu sent kynningarbréf seinni hluta nóvember þar sem þeim er formlega boðin þátttaka. Skilyrði fyrir þátttöku í verkefninu eru þessi: • Tilkynna þarf þátttöku fyrir 1. janúar 2017. • Skila ársreikningi og/eða skattframtali fyrir árin 2014 og 2015 sem safnað er í lokaðan gagnagrunn fyrir 1. janúar 2017. • Þátttökubú hafi skilað skýrsluhaldsgögnum 2016 fyrir 31. desember nk. • Tekjur af sauðfjárrækt þurfa að vera a.m.k. 70% af búgreinatekjum hvers bús. Framleiðnisjóður landbúnaðarins heldur nú utanum fagfé sauðfjárræktarinnar og framlagið til þessa verkefnis miðast við það að þátttökubú greiði 35% af kostnaði en styrkurinn nemi 65% af kostnaði. Vinnuþátturinn er áætlaður fimm tímar við hvert bú auk komugjalds. Verkefnisstjórar þessa átaks- verkefnis eru þau María Svanþrúður Jónsdóttir og Eyjólfur Ingvi Bjarnason. Þeir bændur sem áhuga hafa á þessu verkefni eru hvattir til að setja sig í samband við annaðhvort Maríu eða Eyjólf en jafnframt veita þau nánari upplýsingar um verkefnið. Brýn þörf er fyrir þetta verkefni en í þeim takmörkuðu bókhaldsgögnum frá sauðfjárbændum sem hafa skilað sér inn undanfarin ár sést mikill munur í afkomu og því er líklegt að víða séu tækifæri til að bæta reksturinn enda er öllum rekstri hollt að fá greiningu á stöðu sinni öðru hvoru. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Eyjólfur Ingvi Bjarnason ráðunautur í sauðfjárrækt eyjolfur@rml.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.